Þjóðviljinn - 20.10.1985, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 20.10.1985, Qupperneq 14
Saumaði kjóla Nýlega fyllti Helga Finnsdóttir níunda dratuginn. Hér rœðír Hún býr uppi í Mosfellssveit, að Arnartanga 18. Hún varð níræðfyrirfáumdögum. Þeg- ar ég gerði vart við mig um 11 -leytið einn morguninn kemur kona til dyra. Ég spyr hvort Helga Finnsdóttirsé heima. „Já, þetta er nú hún,“ er svarið. Ég varð að trúa því ótrúlega. Enginn, sem sér Helgu Finnsdóttur, getur ímyndað sér að þar fari níræð kona, sem auk þess hefur unnið hörðum höndum alltsitt líf. Eftir útliti hennar að dæma, fasi, minni og skýrleika í hugs- un gæti enginn ætlað hana meira en í hæsta lagi sjötuga. En Helga tekur af öll tvímæli. „Ég er fædd 28. sept, 1895 og svo getur hver og einn reiknað," segir hún. „Þú ert norðlenskur," segir Helga. „Já, af hverju dregurðu það?“. „Ég heyri það á mæli þínu“. Já, ekki er ofsögum af því sagt að seint ætlar mér að ganga að gerast Reykvíkingur. Hrognin voru okkar sœlgœti - En þú, Helga, þú ert Sunn- lendingur og er ég þó ekki svo næmur að ég geti dregið það af málfarinu. - Já, föðurætt mín er úr Mýr- dalnum en móðurættin undan Eyjafjöllum. Ég er fædd á Stóru- borg undir Eyjafjöllum. Nafnið er stórt og frægt í sögunni en kot- ið er lítið. Foreldrar mínir, Finn- ur Sigurfinnsson og Ólöf Þórðar- dóttir, bjuggu þarna. - Stór fjölskylda? - Já, það má víst segjaþað. Við urðum 13 systkinin, en einungis 8 komust upp. Elsta barnið var raunar úti í Vestmannaeyjum. Við vorum 6 á lífi er faðir okkar féll frá og það sjöunda á leiðinni og það lifði. - Eitthvað hefur nú þurft til þess að sjá heimilinu farborða. Stundaði faðir þinn sjó með landbúskapnum? - Ekki gat það heitið. Það var erfitt að róa frá Eyjafjallasandi. Þó kom aðeins fyrir að það var gert. Ég man t.d. einu sinni eftir því að pabbi var að slægja fisk. Við krakkarnir stóðum í kringum hann og biðum spennt eftir því að sjá hvort hrogn væru í fiskinum. Hrogn voru sælgæti okkar krakk- anna á þessum árum. - Og reyndust hrogn vera í fisk- inum? - Já, svo reyndist nú í þetta skiptið og þá mun lítið fólk hafa tekið heldur betur til matarins. Föðurmissir - Þegar faðir okkar féll frá, sagðirðu áðan. - Já, hann drukknaði 16. apríl 1901. Hann var í kaupstaðarferð ásamt fleira fólki, flestu undan Fjöllunum, og báturinn fórst við innsiglinguna í Vestmannaeyja- höfn. Það voru 28 menn um borð og aðeins einn komst af. Þarna fórst einhver frá öðrum hverjum bæ undir Fjöllunum, tveir frá sumum. Mörg heimili misstu þarna sína fyrirvinnu og forsjá. Ég var á 6. ári þegar þetta gerðist. - Hélt móðir þín áfram búskap eftir að faðir þinn drukknaði? - Já, hún bjó áfram í 3 ár. Á þeim tíma var ég eitt ár að heiman og þeirri vist gleymi ég aldrei, en það látum við nú ann- ars kyrrt liggja. En sem betur fór fékk ég að koma aftur heim. Mamma hætti svo búskapnum alveg 1904. Þá var ég átta og hálfs árs. Þá skildu leiðir okkar mömmu. Ég var send til Vest- mannaeyja en þangað höfðu áður verið tekin í fóstur elsti bróðir minn og systir. Með einum bróður mínum, sem þá var 5 ára, Iét mamma bestu kúna sína. Hún átti að duga sem meðgjöf með honum í 3ár; síðan var ætlast til að hann ynni fyrir sér. Mamma fór hinsvegar í vist til góðra hjóna þarna undir Fjöllunum og hafði með sér yngsta barnið. Framfarasinnaður skólastjóri - Þú varst send til Vestmanna- eyja segirðu, átta og hálfs árs. Til hverra fórstu þar? - Fyrsta sprettinn var mér; komið fyrir hjá þeim hjónum Vjgfúsi Jónssyni og Guðleifu Guðmundsdóttur. En tveimur árum síðar, eða 1906, fluttist móðir mín til Vestmannaeyja. Þá hafði ég enn vistaskipti. Áð vísu fór ég ekki til mömmu en hún kom mér fyrir hjá þeim Magnúsi ísleifssyni trésmíðameistara og Magnúsínu Guðmundsdóttur, konu hans. Það var mesta mynd- arheimili og hjá þeim hjónum var ég fram yfir fermingu. - Þú hefur gengið í barnaskóla þar í Eyjum? - Já, þegar ég kom til Vest- mannaeyja 1904 var þar tiltölu- lega nýbyggt skólahús. Ég var í barnaskólanum í 3 vetur, líklega eina 6 mánuði í senn. Það er eiginlega hið eina bóklega nám, sem ég hef notið um ævina. Eb þó að það væri nú ekki meira hefur það samt sem áður reynst mér gott veganesti. Skólastjóri var Steinn Sigurðsson, mikill prýðis maður, og góður kennari. Var seinna í Hafnarfirði. Hann var mjög frjálslyndur og framfaras- innaður og braut upp á ýmsum nýjungum. Til dæmis samdi hann smá leikrit og það lékum við síð- an fyrr fullu húsi. Ágóðanum var varið til þess að koma upp vísi að skólabókasafni. Sumu eldra fólki þótti nú víst meira en nóg um þetta nýjabrum. - Nú varstu komin í „kristinna manna tölu“ og þá skilst mér að þú hafir enn haft vistaskipti? - Já, fljótlega eftir ferminguna fór ég enn til mömmu. Þá mun ég hafa verið fjórtán og hálfs árs eða svo. En nú þurfti maður helst að fara að gera meira en rétt að vinna fyrir sér. Því brá ég mér austur á Seyðisfjörð og vann þar í fiski eitt sumar. Þá var ég 15 ára gömul. Um haustið kom ég svo aftur heim til Vestmannaeyja. Örlögin róða Á þessum árum var Halldór heitinn Gunnlaugsson læknir í Vestmannaeyjum. Kona hans hét Anna, hálfur Dani og hálfur íslendingur. Það voru einstök ágætishjón og mikill menningar- og glaðværðarbragur á heimili þeírra. Halldór læknir var elskað- ur og virtur af Vestmannaéýjing- um og öllum harmdauði er hann drukknaði enn ekki fimmtugur orðinn. Til þeirra fór ég nú sem bárn- fóstra 16 ára gömul og var þar í þrjú og hálft ár. Dvölin þar átti eftir að hafa afgerandi áhrif á alla mína framtíð. Frúin sagði mér stundum eitt og annað frá árum sínum í Kaupmannahöfn, og líf- inu þar. Það kveikti í mér löngum til þess að fara þangað sjálf, og ekki stóð á hvatningu frá frú Önnu. Fór svo að utanferð mín var fastákveðin. En ekki þýddi að rjúka til Kaupmannahafnar með tvær hendur tómar. Því réði ég mig í fiskvinnu og notaði aurana, sem mér áskotnuðust þar til þess að kaupa mér efni í föt, sem ég saumaði svo sjálf. Síðan réði ég mig í kaupavinnu til þess að fá fyrir fargjaldinu og passaði mig með að koma mér þar fyrir sem ekki yar hætta á að ég eyddi neinu. í kóngsins Kaupmannahöfn - Og hvenær lagðirðu svo frá landi? - Það var árið 1915 og var hreint ekki farið út í neina óvissu. Frú Anna sendi mig beint til for- eldrasinna. Þarvarégíþrjámán- uði og notaði tímann einkum til þess að læra málið. Frá þeim fór ég til kunningjafólks þeirra og var þar aðra 3 mánuði. Þar var einungis töluð danska, svo ég komst enn betur niður í málinu en áður. Þóttist ég nú orðin fær í flestan sjó hvað það snerti. Á báðum þessum heimilum var ég í vist, eins og það kallaðist, og kaupið var frekar lágt svo að seint gekk að safna fé. - Stefndirðu að einhverju sér- stöku með utanförinni? - Nei, í raun og veru er líklega ekki hægt að segja það. Mig lang- aði fyrst og fremst til þess að sjá mig um utan landsteinanna. Ef til vill gerði ég mér vonir um að komast í einhverja skrifstofu- vinnu, en ég kunni bara ekkert til þeirra verka. Eins og ég sagði víst áðan þá gerðist ég svo djörf að sauma sjálf á mig föt áður en ég fór út. Síðan hafði mig alltaf langað til þess að læra saumaskap. Ég leitaði fyrir mér og var svo heppin að komast að hjá virtri kjólasaumastofu, Magasin du Nord. Þá fór ég að fá dálítið kaup. Magasin du Nord var stærsta fyrirtæki sinnar teg- undar í Kaupmannahöfn á þess- um tíma og er enn í fullu fjöri, að því er ég best veit. En kjólarnir hjá þeim voru dýrir og lítt við alþýðu hæfi. Til þess að fá nú sem allra mest út úr þessu námi fór ég svo til annars fyrirtækis, Börre Lor- entzen, sem einkum saumaði samkvæmiskjóla. Og þar var nú ekki að litlu lotið. Lorrentzen saumaði m.a. kjóla á ekkju- drottninguna, sem hafði verið ektakvinna Friðriks 8. og svo prinsessurnar, dætur hennar, systur Kristjáns 10. Ég lagði t.d. hönd að því að sauma gullknippl- inga á svartan atlask-silkikjól á drottninguna og var nú leiðin orðin löng fyrir þá fingur, sem fyrrum fitluðu við fisk á Seyðis- firði og í Vestmannaeyjum. Var lagt ríkt á við okkur að fara var- lega með gullknipplingana því hver alin af þeim kostaði 50 kr. danskar og var bara ekkert smá- ræði. - Hvernig kunnirðu svo við þig í Kaupmannahöfn? - Mér líkaði mjög vel að vera þar, helst amaði það að hvað auraráðin voru lítil. Það reyndist enginn sérstakur gróðavegur að sauma á kóngafólkið. - Kynntistu Hafnaríslending- um mikið? - Nei, ég kynntist þeim fremur lítið. íslendingafundir voru haldnir einu sinni í mánuði og ég sótti þá að vísu en á aðrar dans- samkomur fór ég ekki. Mest kynntist ég Þorbjörgu Ásmunds- dóttur, sýstur Friðriks Brekkans, rithöfundar. Hún var þarna við hjúkrunarnám. Hún giftist síðar Steingrími Eyfjörð, sem lengi var læknir á Siglufirði. Til Vestmanna- eyja ó ný - Hvenær fórstu svo heim? - Ég kom hingað heim til ís- lands í nóvemberlok 1917. Þá geisaði heimsstyrjöldin fyrri eins og allir vita. Danska ríkið hljóp undir bagga með þeim íslending- um, sem vildu komast heim og sendi þá með íslands Falk, skipi, sem íslendingar þekktu á þeirri tíð. Við urðum 30 saman. Ég fór, strax til Vestmannaeyja en þar biðu móðir mín og systkini. - Nú varst þú orðin útlærð saumakona, auk heldur búin að sauma skrautflíkur á drottningar og prinsessur. Þú hefur náttúr- lega snúið þér fljótlega að sauma- skapnum er heim kom? - Útlærð segirðu, kannski er maður nú aldrei útlærður. Auðvitað Iangaði mig til þess að stunda saumana áfram, til þess var nú verið að læra. En ég átti ekki einu sinni saumavél svo ég hafði þann háttinn á, að ganga í hús og sauma þar og þá auðvitað á annarra manna vélar. Fór svo fram um hríð. En svo gerðist það fyrir mér, eins og svo mörgum öðrum að ástin kom í spilið. Ég kynntist góðum manni, Sigurjóni Pálssyni, sjómanni frá Keflavík og við giftum okkur 20. maí 1920. Við settumst fyrst að í Vestmannaeyjum en fluttum síð- an til Keflavíkur. Þar áttum við heima í tvö ár en fórum þá aftur til Vestmannaeyja. Svo komu börnin en ég reyndi eftir mætti að stunda saumana með heimilis- haldinu, hélt námskeið og kenndi. Þetta var nokkuð erfitt á meðan börnin voru ung. Ég vann yfirleitt heima við saumana. Byrjaði oft kl. 8 á kvöldin og sau- maði þá til kl. 12 og 1 á nóttinni. Flutt í höfuðstaðinn Svo fluttum við til Reykjavíkur árið 1930. Kom hvorttveggja til að þægilegra var fyrir Sigurjón að stunda sjóinn þaðan og svo var líka auðveldara að fá þar vinnu í landi. Það má kannski skjóta því hér inn að þegar ég var í Kaupmanna- höfn lærði ég einnig matreiðslu. Mér fannst ég þá standa betur í báða fætur. Eg gat þá kannski horfið að matreiðslunni ef það sýndist álitlegri kostur en saumaskapurinn. Aldrei varð þó neitt úr að ég hyrfi að því ráði. Að nokkrum tíma liðnum kom ég mér upp saumastofu við Laugaveginn og fór að taka lærl- inga. Stúlkurnar unnu þá gjarnan heima hjá mér fyrir hádegi en í saumastofunni seinnipartinn. Eftir að börnin komu upp og ég varð lausari við heimilið fór ég að sinna námsk'eiðunum meira, bæði heima hjá mér og utan heimilis, t.d. í Kópavogi og á mínum gömlu heimaslóðum Vestmannaeyjum. í 8 vetur stóð ég fyrir saumanámskeiðin hjá Húsmæðrafélagi Reykjavíkur. - Það hefur alltaf verið nóg að gera við saumana? - Já, já, það þurftu allir að fá saumað í þá daga því þá var svo lítið um tilbúinn fatnað. Þetta var nú þannig að þótt maðurinn minn væri mikill vinnuvíkingur og félli aldrei verk úr hendi ef vinnu var að fá, þá veitti ekkert af því að við ynnum bæði því kaupið var svo lágt. Hér og þar Að því kom svo, að ég hætti eigin atvinnurekstri, ef svo má kallað það. Ekki þó svo að skilja, að ég settist í helgan stein. Ég tók að mér saumastofuna hjá Fram- tíðinni, en þar voru þá framleidd- ar ullarflíkur. Síðan fóru þeir svo að sauma úr skinnum. Slíkri framleiðslu voru allir hér óvanir þá. En eftirspurnin jókst bráð- lega svo mikið, að ég varð að fá stúlkur til þess að sníða með mér en allt var þetta handsaumað. Það voru saumuð öll ósköp af húfum, krögum, lúffum, vestum, jökkum og kápum. Síðan komu sófapúðar og mottur á gólf og veggi. Það var ofsasala í þessum vörum á tímabili, engu líkara en allir vildu ganga í skinnklæðum. Ég vann einnig hjá Feldinum og Eygló, en Lárus G. Lúðvíks- son rak hana. Ég var nú farin að eldast og mér fannst ég vera orðin ansi gömul til þess að vera að standa í þessu og sagði verkstjór- anum mínum að nú vildi ég fara að hætta. - Ertu vitlaus, það kemur ekki til mála að þú hættir strax, var svarið. Og það varð úr að ég þraukaði áfram enn um sinn. Mun hafa verið orðin 74 ára er ég hætti að vinna utan heimilis. Eftir það hef ég nú bara saumað svona mér til dundurs og fyrir mitt fólk. Sameiginlega eldhúsið - Nú fluttuð þið hingað til Reykjavíkur rétt í byrjun heims- kreppunnar, sem svo hefur verið nefnd. Manni skilst að þröngt hafi verið í búi hjá mörgu alþýðu- heimilinu í þá daga. - Já, það er víst engum ofsög- um af því sagt. Það má kannski segja að allflestir hafi getað veitt sér brýnustu lífsnauðsynjar eða svo hafi það átt að heita og kröfu- rnar voru ekki miðaðar við ann- að. Þetta átti við bæði um viður- væri og húsakynni. Við hjónin bjuggum einu sinni, með 5 börn, í einni lítilli stofu og einu herbergi. Á sömu hæð bjó kona í einni stofu og tveimur smáherbergj- um, með 6 börn. Við höfðum sameiginlegt eldhús. Það eldhús þætti ekki margra fiska virði nú. Eldhúsborðið náði því ekki að vera faðmur á lengd. Sinn smásk- ápurinn handa hvorri okkar, ein kolaeldavél, lítill vaskur úti í horni. Samt urðu aldrei neinir ár- ekstrar hjá okkur. Þessu og öðru þvílíku mundi enginn una nú. Já, þetta mátti allt saman batna og þurfti að batna. Að lifa byltingu - Nú manst þú eftir þér Helga, allar götur frá aldamótum og má því með sanni segja að þú hafir lifað tímana tvenna og þrenna. - Já, í raun og veru hef ég kann- ski lifað í margar aldir, þegar 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. október 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.