Þjóðviljinn - 20.10.1985, Side 15

Þjóðviljinn - 20.10.1985, Side 15
horft er til þeirra framfara, sem orðið hafa hér á öllum sviðum síðan um aldamót. Ég man eftir hlóðaeldhúsunum. Síðan komu kolaeldavélar, gaseldavélar og svo rafmagnseldavélar. Ég man eftir því þegar fyrstu olíulamp- arnir komu og 3-4 pottar af olíu þurftu að endast yfir árið. Eða þá breytingarnar á húsakynnum frá þröngum, dimmum og loft- lausum torfbæjum til reisulegra, nýtísku húsakynna, þótt þeirra fái því miður eícki allir notið. Við| höfum fengið síma, útvarp, sjón-: varp, rafmagn, hitaveitur, bíla, eigin skip, flugvélar, stjórnarf- arslegt frelsi og þannig mætti endalaust áfram telja. Allt þetta hefur orðið að veruleika síðan ég var krakki í Vestmannaeyjum. A fjórum aldarfimmtungum höfum við stokkið aftan úr grárri forn- eskju. Mér finnst þetta skyldara byltingu en þróun. En svona hraðfara breytingar kosta auðvitað sitt. Við erum skuldunum vafin upp fyrir haus. Stundum hvarflar að manni hvort ekki hefði verið hyggilegra að fara hægar í sakirnar með sumt. Það er manni mest virði, sem maður þarf að hafa nokkuð fyrir að öðlast. Og skuldirnar verða að greiðast þó svo að við sýnumst ætla framtíðinni að sjá um það fremur en okkur sjálfbm. Baráttunni er ekki lokið - Er það ekki rétt munað hjá mér, að þú hafír haft opinber af- skipti af stjórnmálum hér á árum áður? - Ég veit nú ekki hvort rétt er að orða þannig. En það voru hörð átök í pólitíkinni í Vestmannaeyjum þegar ég átti heima þar. Jón Rafnsson var þar þá í fylkingarbrjósti verkafólks og sjómanna. Ég hreifst mjög af eldmóði hans og baráttuþreki. Seinna starfaði ég í Kvenfélagi sósíalista m.a. með skörungum eins og Helgu Rafnsdóttur og Margréti Ottósdóttur. Mér sveið mjög í augu margháttað misrétti í þjóðfélaginu og var bæði ljúft og skylt að standa við hlið þeirra, sem undir högg áttu að sækja. Og þrátt fyrir allar framfarimar fer því fjarri að ranglætinu og mis- réttinu hafi verið útrýmt. Þess- vegna hlýtur og verður baráttan að halda áfram, þótt níræð kona verði, af eðlilegum ástæðum, að una því að standa bara álengdar. Ég missti minn góða mann árið 1975. En ég þarf ekki að kvarta yfir mínu hlutskipti. Ég gat sinnt mínum áhugamálum á meðan dagur var á lofti til þess. Og nú lifi ég eins og blómi í eggi hjá mínu fólki. -mhg Sunnudagur 20. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.