Þjóðviljinn - 20.10.1985, Page 20
GÖTTAÐ META
Ánægjuleg niðurstaða fyrir íslenska ostameistara og neytendur.
Á mjólkurvörusýningu sem nýlega var haldin í Herning í Danmörku voru íslenskir ostar
metnir ásamt dönskum ostum. Er skemmst frá því aö segja að íslensku ostarnir gáfu þeim dönsku
ekkert eftir, enda fengu þeir sambærilega meöaleinkunn í gæðamati dönsku sérfræðinganna, eöa
rúmlega 11 af 15 mögulegum.
Danir eru annálaðir fagmenn í ostagerö og því er útkoma íslensku ostanna mjög uppörvandi
fyrir íslenska ostameistara. Hún er um leiö skýring á því hvers vegna íslendingar hafa skipað sér
á bekk meö mestu ostaneysluþjóöum heims.
íslensku ostarnir sem fengu hæstu einkunn voru:
Mysingursem fékk 12,8 í einkunn.
Framleiöandi er Mjólkursamlag KEA á Akureyri
og ostameistari er Oddgeir Sigurjónsson.
45% Maribóostur sem fékk 12.5 í einkunn,
Framleiðandi er Mjólkursamlag K.S. á Sauðár-
króki og ostameistari er Haukur Pálsson.
Smurostar frá Osta- og smjörsölunni sem fengu
12,5 í einkunn. Ostameistari er Guðmundur Geir
Gunnarsson.
Hún
syngur
um frið
„Ég er barn og ég þarf að tala
við ykkur. Hlustið á mig,” syngur
Re-Mi Bendaley, fimm ára
gömul líbönsk stúlka, sem hefur
sungið sig inn í hjörtu stríðandi
aðila í Beirút að undanförnu.
Textar hennar fjalla um frið og
heyrast óma úr herbúðunum.
Hún söng einnig í Frakklandi ný-
lega og fylgdust 15 milljónir
manna með henni í sjónvarpi.
Hún er sögð hafa unnið málstað
líbana meira gagn en hundrað
sendinefndir stjórnmálamanna.
Hún giffist
inn í bresku
konungsfjölskylduna
- og er ekki eins vinsœl og Diana...
Þær hafa ekki verið allar
jafnvelkomnar og Diana ungu
stúlkurnar sem hafa gifst inn í
bresku konungsfjölskylduna.
Prinsessan Maria af Kent er
vissulega af aðalsættum þótt hún
sé ekki konungborin, en hún er
gift Michael prinsi og búa þau rétt
við hlið Diönu og Karls. Hins
vegar hefur sambandið við Elísa-
betu og þá fjölskyldu all verið
með mestu skelfingum, ekki síst
eftir að í ljós kom að Maria fór í
löng frí án þess að eiginmaður-
inn, prinsinn af Kent, væri með.
Reyndar var konan þar að auki
fráskilin þegar hún giftist honum,
en það hefur aldrei þótt fínn
pappír í bresku konungsfjöl-
skyldunni. Sjálf segir hún: „Það
er allt í fínu með hjónaband okk-
ar, bara ef við fáum frið fyrir af-
skiptasömu fólki. En draumur
ungra stúlkna um prinsessulíf er
óraunhæfur og ég myndi satt að
segja óska alls annars fyrir eigin
dóttur, gæti ég valið. Það breytir
því ekki að ég ætla að láta mitt
prinsessuævintýri enda vel, hvað
sem hver segir.”
Prinsinn af Kent og kona hans Maria.