Þjóðviljinn - 27.10.1985, Side 8
SUNNUDAGSPISTIIl
Af sögu
okkar líma
Þrettánda blndi veraldarsögu og
ný kennslubók í mannkynssögu.
Tíminn flýgur áfram eins og
vængjaöur hundur og hver er
sá að hann átti sig á stefnu
hans? Eins gott að hafa að
minnsta kosti sagnfræðina í
lagi.
Það eru menn líka að
reyna, hver með sínum hætti.
Að vísu hefur íslenskt frum-
kvæði farið halloka í þeim efnum.
Til dæmis var að koma út ný
kennslubók í mannkynssögu eftir
árið 1850 hjá Máli og menningu -
hún er þýdd úr norsku. Ágæt bók
um margt - en hún er semsagt
þýðing. Það var líka Mál og
menning sem fyrir margt löngu
fór af stað með Mannkynssögu
sem íslenskir menn skrifuðu. En
forlagið sprakk á því limminu,
líklega vegna erfiðrar samkeppn-
isstöðu. Ekki nóg með að áhuga-
menn áttu kost á erlendum
mannkynssögum í 10-15 bindum
með þægilegum áskriftarkjörum.
íslensk forlög fóru að þýða slíkar
bækur, sem hópar ófáanlegra
sérfræðinga höfðu saman tekið,
og fjölþjóðaprentið sá slíkum út-
gáfum fyrir glæsilegri myndakosti
en nokkurt íslenskt forlag gat
ráðist í.
Stríð á stríð ofan
Eitt slíkt verk er að koma út hjá
Almenna bókafélaginu. Reyndar
norrænt - Aschehougs Verdens-
histerie. Fyrstu tvö bindin eru
komin út, hið fjórtánda og hið
þrettánda af fimmtán bindum
alls. Á dögunum kom út bindi um
tímabilið 1914-1945, tímabil
tveggja mikilla heimsstyrjalda.
Höfundur er Henning Poulsen en
Gunnar Stefánsson þýðir.
Yfirlitsbækur af þessu tagi hafa
þann kost, að í þeim er komið
víða við. Það er hægt að nota þær
sem einskonar uppsláttarrit.
Myndakostur er mikill og glæsi-
legur. Og það má segja það um
þetta bindi eins og hið fyrra: við
tökum vel eftir því að viðhorf til
sagnritunar hafa breyst verulega
frá því að við vorum unglingar.
Hinir „miklu einstaklingar” hafa
þokað fyrir stefnum og
straumum, hagsögu og fél-
agsmálasögu. Heimurinn er ekki
bara Evrópa og Norður-Ameríka
(þótt hann sé þar að verulegu
leyti í því bindi sem síðast kom út
vegna efnisskiptingar í verkinu í
heild). Allt er þetta nokkuð gott.
Líka þótt slíkar yfirlitsbækur
verði aldrei eins skemmtilegar
aldrei eins heillandi lesning og
þegar sagnfræðingar, sem í
leiðinni eru verulega góðir penn-
ar, fá að einbeita sér að ákveðnu
verkefni. Til dæmis þegar Bar-
bara Tuchman skrifar um „The
Guns of August” - upphaf
heimsstyrjaldarinnar fyrri, eða
þegar A.P.J. Taylor stundar
glæsilega myndbrjótastarfsemi á
hetjum þeirrar sömu styrjaldar.
Það sem niður
dregur
Þar fyrir utan hefur þetta bindi
hinnar stóru sögu sem AB gefur
út galla, sem ekki verður fram hjá
gengið.
Ekki endilega eru þeir tengdir
þeim áhyggjum sem menn oft
hafa af hlutföllum í söngbókum.
Maður getur skilið að Rússar
kvarti þegar þeir sjá bók eins og
þessa: þeim finnst náttúrlega að
fáar myndir séu frá stórorustum á
austurvígstöðvunum miðað við
þá syrpu sem kemur frá
innrásinni í Normandie og hlut-
föll í frásögn „skekkt” eftir því.
En látum svo vera. Seint finn-
ast þeir sem finna hlutföll sem
öllum líki.
Verra er að orðalag og skil-
greiningar orka tvímælis eða eru
einhvern veginn dauf og kauða-
leg. Sumt af þeim syndum á höf-
undur, aðrar þýðarinn og ekki
alltaf víst hvað er hvorum að
kenna.
Það er vont að tala um „tilraun-
ir til allsherjartöku á svæði and-
stæðingsins” (254), um að gerða-
bækur Síonsöldunga í frægu
falsriti séu „viðskiptaskrár”
(222), um „þýskumælandi flæm-
ingja” (220), sem í rauninni tala
sama mál og Hollendingar, „um
landamæragæslu sem í megin-
dráttum hlítti þjóðerniskröfum”
(bls. 26) þegar átt mun við það,
að boðið sé upp á landamæri sem
fyjgi búsetu þjóða. Og svo mætti
áfram halda. Stundum veit les-
andinn ekki sitt rjúkandi ráð eins
og þegar hann les þetta hér um
stefnuskrá nasistaflokksins
þýska:
„Hið svonefnda „fjármögnun-
arkapítal” var gagnrýnt fyrir að
deila með öllum framleiðendum,
hvort sem þeir voru verkamenn
eða vinnuveitendur, og þetta var
talið alþjóðlegt eða gyðinglegt”.
Kreppan er
sem vindurinn
Lakast er það þó, að höfundi er
ekki vel sýnt um að gera skýra
grein fyrir ýmsum þeim fyrirbær-
um sem helst hafa haldið fyrir
mönnum vöku á þessum tíma og
síðar, né heldur bjóða í stuttu
máli upp á helstu tilraunir sem
uppi hafa verið um skýringar á
þeim. Ég nefni til dæmis kafla
sem fjallar um sögu rússnesku
byltingarinnar og síðan þróun
Sovétríkjanna, kaflana um þróun
og forsendur fasismans ítalska og
nasismans þýska eða þá þá dálka
sem fjalla um heimskreppuna
miklu. Það þyrfti að sönnu betri
skoðun en hér er hægt að bjóða
upp á til að sanna að höfundur
fari beinlínis villur vega. En ein-
att er hann eins og flöktandi og
frávísandi í skilgreiningar- og
skýringarviðleitni sinni. Til dæm-
is að taka: Henning Poulsen hef-
ur vitanlega allan rétt til að leggja
á það áherslu að þeir sem hafa
leitað að svörum við orsökum
kreppunnar miklu hafa komið
upp með mismunandi svör og enn
eru menn ekki á eitt sáttir í sínum
skýringartilraunum. En hitt er
ekki einleikið, hve ósýnt höfund-
inum er um að fjalla um skýring-
artilraunir marxista á fyrirbær-
inu. Hér verður eyða fyrir - ekki
endilega vegna þess, að það hafi
allt verið rétt sem marxistar,
hvort sem þeir töldust til krata
eða komma, höfðu um málið að
segja - heldur vegna þess, að
sjálfar skýringar þeirra höfðu
afar mikil áhrif á stjórnmál þeirra
tíma, á mat manna á Hitler og
Stalín og þar fram eftir götum.
Rúmgóð
kennslubók
Sú Mannkynssaga eftir 1850
eftir Asle Sveen og Svein Arild
Aastad, sem Sigurður Ragnars-
son hefur þýtt fyrir Mál og menn-
ingu er um margt ólík því riti sem
fyrr var nefnt.
Þetta er allmikil bók, 382
síður, en þar er farið yfir efni
fjögurra eða fimm binda í Asche-
hougs Verdenshistorie og segir
sig sjálft að framsetning verður
að vera allmiklu knappari. Engu
að síður reynist í þessari bók
furðugott rúm fyrir margt af því
sem máli skiptir, og þá hefur ekki
síst verið tekið tillit til þeirra
áherslubreytinga sem orðið hafa
á undanförnum árum í sagnaritun
og umræðu um vanda mannlegs
félags.
Hér er semsagt stigið mjög
rækilega skrefið frá styrjaldaann-
/Cvintýri á yfirlestri
Balbo var brennuvargur
Sá sem blaðar í mannkyns-
sögubókum er alltaf að lenda í
smáævintýrum.
Eitt er af Balbo þeim hinum
ítalska sem kom hingað árið 1933
með flugflota og er til af því fræg
saga eftir Halldór Laxness.
Þegar menn voru að halda upp
á afmæli þessa flugs í hitteðfyrra
barst talið oftar en ekki að Balbo
karlinum. Þeir sem hann höfðu
hitt (Kristján Albertsson og fleiri
góðir menn) töldu af og frá, að
hann hefði verið meiriháttar fas-
istasprauta. Þetta hefði verið
sannur sjentilmaður og líklega
ekki mátt vamm sitt vita.
Mér þótti þetta skrýtið, því ég
mundi ekki betur, en Italo Balbo
hefði einmitt verið einn af þeim
sem fóru með morðum og brenn-
um um Ítalíu til að undirbúa
valdatöku fasista og sérhæfðu
þessir menn sig í því að misþyrma
sósíalistum og verkalýðsforingj-
um og brenna þau Alþýðuhús
sem verkafólk hafði reist yfir
samtök sín og félagslíf.
Þetta er reyndar staðfest í nýju
bindi Veraldarsögu sem komið er
út hjá AB og segir frá hér á þess-
ari síðu.
Þar er á bls. 144 birt ívitnun í
dagbók Italo Balbos frá árinu
1922. Hún er á þessa leið:
„... Eg vakti þá athygli lögreglu-
stjórans á að ég myndi brenna og
ieggja í rúst öll hús sósíalista í Ra-
venna ef hann léti mig ekki innan
hálftíma fá það sem ég þyrfti til að
flytja fasistana á annan stað. Það
var áhrifarík stund. Ég heimtaði
heila fylkingu af flutningabflum.
Lögreglumönnunum féllust
fullkomlega hendur, en að hálf-
tíma liðnum tilkynntu þeir mér
hvar ég gæti fundið flutningabfla
sem þegar hafði verið sett á bens-
ín. Nokkrir þeirra tilheyrðu lög-
reglustöðinni. Ástæða mín var sú
í orði kveðnu að ég vildi flytja
hina örþreyttu fasista út úr borg-
inni. I reynd var ég að skipuleggja
„brunadeild“ til að geta haft uppi
gagnaðgerðir í öllu héraðinu. Við
ókum gegnum allar borgir og
miðstöðvar í héruðunum Forli og
Ravenna og brutum niður og
brenndum allar rauðu bygging-
arnar ... Það var skelfileg nótt.
Hvarvetna á ferð okkar skildum
við eftir háa stólpa elds og reyks.“
- áb.
álnum, landamæratilfærslunum
og persónusögunni til þess að
greina frá heildarlínum - frá kap-
ítalisma, frjálslyndi, þjóðernis-
hyggju, verkalýðshreyfingu,
heimsvaldastefnu. Félagsmála-
hreyfingar fá tiltölulega miklu
meira pláss en maður á að venjast
í sögubókum og það pláss er ekki
haft til leiðinda. Og ekki síst er
kvennasögu gerð hér miklu meiri
skil en þessi lesandi hér hefur
áður séð innan ramma almennrar
sögu.
Og satt best að segja: í þessari
bók er að mínu viti að finna miklu
skýrari og áleitnari skilgreiningar
bæði á Stalínisma og nasisma,
kreppu og aðdraganda heims-
styrjaldar en í þeirri bók sem
f áður var á minnst. Vafalaust mun
einhver stinga upp á því, að þessi
lesandi hér felli slíka dóma vegna
þess að bókin hafi vinstrislagsíðu.
Ég veit ekki: sá þarf að vera mjög
sterklega bundinn liðinni tíð sem
finnst að sú bók sem hér er um
fjallað sé tiltakanlega rauð. Hitt
er rétt, að höfundar eru ekki eins
feimnir og íslenskir höfundar
kennslubóka væru líklegir til að
vera. Og þegar kemur að erfiðum
fyrirbærum sem eiga sér margar
skýringar, þá vilja þeir espa ne-
mendur og lesendur til að taka
þær fyrir, hverja af annarri og
leita svara með virkum hætti.
Það er og viðbótarkostur að
höfundar lífga einatt upp á frá-
sagnir og skilgreiningar með hag-
legri ívitnanakúnst - minnt er á
ummæli frægra manna og ó-
kunnra, sem eru hver með sínum
hætti nokkuð drjúgur aldarspeg-
ill, segja einatt furðu margt um
menningarnar og þeirra furðu-
legu árekstra. Ljúkum þessu
spjalli með því að minna á
samtal, sem breskur mannfræð-
ingur átti við gamla mannætu í
Afríku. Sá gamli hafði af því
nokkrar áhyggjur hvernig Evr-
ópubúar færu að því að torga öllu
því mannakjöti sem til félli í
heimsstyrjöldinni (fyrri) sem þá
geisaði. Mannfræðingurinn hefur
orðið:
„Ég sagði honum fullur vand-
lætingar, að Evrópubúar legðu
sér ekki fallna óvini til munns. Þá
féil honum allur ketill í eld, og
hann spurði í forundran, hvers
konar villimenn við eiginlega
værum að drepa annað fólk alger-
lega að tilefnislausu.”
AB
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN