Þjóðviljinn - 27.10.1985, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 27.10.1985, Qupperneq 11
LáraV.Júlíusdóttir lögfrœðingurA.S.Í.Íviðtali um lokaár kvennaáratugar, ’85-nefnd,og málefni kvenna á vinnumarkaðnum Lára V. Júlíusdóttir er lög- fraeöingur hjá A.S.Í. I tilefni þess að kvennaáratug er nú aö Ijúka fannst okkur vel við hæfi aö taka hana tali, þar sem hún hefur starfaö ötul- lega að málefnum kvenna og ásæti í’85-nefnd. Láraer einnig í svokölluðum fram- kvæmdahóp ’85-nef ndar og blaðamaður byrjar á því að spyrja hana að því hvernig þessi framkvæmdahópur varð til og biður hana einnig að rifja upp störf nefndarinnar síðastliðiðár. „Konur, hvað nú ?“ „’85-nefnd var sett á laggirnar í fyrrahaust til aö sjá um atburði hér heima þetta síðasta ár kvenn- aáratugarins. Að henni eiga aðild 22 félög, og samtök svo sem samtök sem berjast fyrir jafnrétti, verkalýðsfélög og kven- félagasambandið þannig að að baki þessu stendur fjölmenn sveit. Pað varð úr að settur var á stofn 5 manna framkvæmdahóp- ur sem sæi um aðgerðir ársins og kæmi saman einu sinni í viku, en fulltrúar nefndarinnar hittust svo sjaldnar. f hópnum eru María Pétursdóttir, Jóhanna Sigurðar- dóttir, Sólveig Ólafsdóttir, Elín Flygenring og svo ég. Ég var að gamni mínu að taka saman hversu oft við höfum hist á þessu ári og það eru í allt einir 56 fundir sem við höfum setið saman! Það hefur verið afskaplega gaman að kynnast þessum konum og við höfum átt mjög gott samstarf. Nú, hlutverk ’85-nefndar er ekki bara að sjá um aðgerðir á árinu, heldur einnig að líta yfír farinn veg og athuga hvað hefur áunnist og horfa til framtíðarinn- ar og skoða hvað er hægt að gera til þess að bæta hag kvenna, auk þess að vekja athygli á málefninu og málstaðnum. Pað fyrsta sem ákveðið var að gera var að taka niður í skýrsluformi það sem hef- ur áunnist síðastliðin tíu ár, svo sem í lagasetningu, aðild kvenna að stjórnmálum, í heilbrigðismál- um, félagsmálum, stöðu kvenna á vinnumarkaðnum og atvinnu- þátttöku þeirra, laun og framlag kvenna til lista í víðustu merk- ingu þess orðs. Þessi úttekt kom út núna 24. október í bókarformi og ristjóri hennar var Jónína Margrét Guðnadóttir. Þessa bók hafa fjölmargar konur skrifað og allar tegundir af fræðingum hafa þar komið nærri. Við reyndum að hafa þetta í eins konar frásagnar- formi og ég vona og held að þessi bók, sem heitir „Konur, hvað nú?“, verði jólagjöfin í ár. Það hefur lengi vantað slíka saman- tekt og ég er viss um að þetta er mjög góð heimild um málefni kvenna." Fall er fararheill Atburðir þessa árs, Lára? „Já, það var byrjað þann 8. mars á fundi í Háskólabíó, þar sem reynt var að kveikja í konum og vekja áhuga þeirra. Þetta var eins konar átaksfundur hjá okk- ur. Það varð þarna nokkur á- greiningur sem olli miklu fjaðra- foki en það er svolítið merkilegt að síðan þá hefur samstaðan ver- ið mjög góð í ’85-nefnd og engin stór deilumál sem hafa sundrað. Það má eiginlega segja að fall sé fararheill í þessu sambandi. Það er eðlilegt að hagsmunir kvenna fari ekki alltaf saman, enda er staða þeirra í þjóðfélaginu mis- munandi, en að þeim málefnum sem snerta konur, hvaða seít $em þær koma úr, geta þær starfað saman mjög vel. Jæja, síðan fór af stað söfnun til styrktar konum í Kenya og því fé var komið til skila í Nairobi í sumar. Okkur tókst að safna 5000 dollurum og vorum nokkuð ánægðar með það. Hlutverk þessa þróunarverkefnis var að kenna konum í Kenya að bjarga sér sjálfar og síðan er gert ráð fyrir að sá hópur sem fær mark- vissa kennslu fari um landið og kenni öðrum. í tengslum við þessa söfnun kom hingað til lands frá Noregi Elin Brusgaard. Hún hefur skrifað merkilegar bækur þarsem hún dregur fram þann mikla mun sem er á stöðu kvenna í þriðja heiminum og í vestrænum þjóðfélögum og það hyldýpisgap sem þar er á milli. Elin talaði síð- an á fundinum 19. júní og skoraði á konur að gefa fé í söfnunina. Annað sem við gerðum var að skora á Alþingi að samþykkja sáttmála Sameinuðu þjóðanna um afnám alls misréttis gegn kon- um. Þessi sáttmáli var gerður 1979 en var ekki staðfestur af ís- lands hálfu fyrr en í júní á þessu ári. Það næsta sem við ákváðum að beita okkur fyrir voru margþætt- ar aðgerðir 19. júní og minnast þess sérstaklega að 70 ár eru nú liðin síðan konur öðluðust kosn- ingarétt á íslandi. Þá var gert sérstakt trjáræktarátak og konur hvattar til að planta trjám, svona til þess að minnast brautryðjend- anna. Kvenfélagasambandið tók þetta verkefni að miklu leyti upp á sína arma og var fjöldanum öllum að trjám plantað víðs vegar um landið. Við höfum reyndar heyrt að mikill áhugi sé fyrir því að endurtaka þetta árlega. Nú, síðan var haldinn fjöl- mennur fundur á Þingvöllum sem tókst mjög vel. Og ekki má gleyma því að í sjónvarpinu var dagskrá helguð 70 ára kosninga- rétti íslenskra kvenna. „Konur gera oft kraftaverk“ Við hófum undirbúning að listahátíð strax í fyrrahaust. Það var hópur listakvenna sem tók að sér þennan undirbúning og á veg og vanda af þessari hátíð. Það hefur verið geysilega mikið í gangi í kringum þetta og það er hreint ótrúlegt hvað þær hafa af- kastað miklu og komið miklu í verk. Það má segja að það sé eitt af þessum kraftaverkum sem konur gera oft. Þær hafa fengið mjög góðar viðtökur og það var fullt á öllum opnunum. Ríki og borg lögðu fram fé í þetta, auk þess sem við fengum framlag úr Menningar- sjóði SÍS til verksins, en því mið- ur dugir það skammt. Þetta var mjög kostnaðarsamt, þrátt fyrir alla þá sjálfboðavinnu sem lögð hefur verið fram og þessir pen- ingar sem við höfum fengið duga ekki til. Það voru okkur nokkur von- brigði hvað kvikmyndahátíðin var illa sótt eins og hún var glæsi- leg og gert mikið í því að auglýsa hana upp. Ég skil eiginlega ekki hvernig stendur á þessu því þess- ar myndir sem sýndar voru eru mjöggóðar. En með þessari lista- hátíð fínnst mér að tekist hafi vel að sýna hvað býr í listakonum fs- lands. Næsta verkefni hjá okkur er sýning og kynning í Seðlabankan- um á vinnuframlagi kvenna, undir yfirskriftinni „Konan-vinn- an-kjörin“, sem stendur yfir í viku frá 24. október. Við fengum þetta húsnæði lánað endurgjalds- laust og ég vil geta þess að karl- arnir í Seðlabankanum hafa verið okkur mjög hjálplegir við ýmis konar vinnu og lagt sig alla fram við að hjálpa okkur. Þetta er um 800 fermetra gólfpláss og því er skipt í bása þar sem hver starfs- grein er kynnt. Til dæmis eru uppeldisstéttir saman, það eru kennarar, fóstrur, prestar og svo framvegis. Síðan eru heilbrigðis- stéttir með annan bás þar sem læknar, hjúkrunarfræðingar og tannlæknar kynna sitt starf. Verkakonur vlnna erfiðustu og vanþakklátustu störfin Ég hef unnið að því að undir- búa bás verkakvenna en þær töldu heppilegast að koma fram sem ein heild, og óttuðust að ef þeim yrði stíað í sundur þá myndi fara minna fyrir þeim. Þetta er oft neðsta lagið í stéttapíramídan- um, að vera ófaglærð verkakona, þær eru lægst settar, vinna oft erf- iðustu störfin og þau vanþakklát- ustu og fá lægstu launin. Fjógur verkalýðsfélög sýna vinnufram- lag félagskvenna sinna í þessum bás samtals um 7-8000 konur. Þetta eru konur úr mörgum starfsgreinum, til dæmis úr frysti- húsum, verksmiðjum, barna- heimilum og konur sem vinna við ræstingar. Við erum með lit- skyggnumyndasyrpu sem sýnir konurnar við vinnu og þær vinn- uaðstæður sem þær þurfa að þola og lesinn skýringartexti um leið. Og auk þess eru hengdar upp myndir og texti undir þeim sem skýrir launakjör þeirra. Á þessari sýningu er svo lögð sérstök áhersla á eina ákveðna starfsgrein á dag og þá er hún í sviðsljósinu þann daginn. Það verður sem sagt mikið um að vera enda hefur verið lögð í þetta feiknarlega mikil vinna undan- farnar vikur undir yfírumsjón Ragnheiðar Harvey. Þetta fór í gang nokkuð seint, undirbúning- ur hófst ekki að fullu fyrr en í byrjun september og það má segja að þetta sé enn eitt krafta- verkið sem konur hafa fram- kvæmt á þessu ári. Það eru um 70-80 félög sem standa að þessu, og þátttakan við að koma þessu í framkvæmd hefur verið betri en konur þorðu að vona. Það má segja að öll verkalýðs- og starfs- greinafélög, á S.V.-horninu þar sem konur eru taki þátt. Jafnrétti skal ríkja á öllum sviðum Stór áfangi þessa árs eru svo auðvitað nýju jafnréttislögin sem samþykkt voru á Alþingi í júní í sumar. Það er þó þannig með lög að þau eru lítils virði ef þeim er ekki framfylgt. Við höfum samt þennan ramma, þar sem kveðið er á um að jafnrétti skuli ríkja á öllum sviðum samfélagsins. Og auk þess er nefnt að leitast skuli við að skipa konur til jafns við karla í opinberar nefndir á vegum ríkis og sveita, að vísu er hnýtt aftan við það klausunni „svo framarlega sem því verður við komið.“ Það sem mér fínnst þó merki- legast við þessi lög er þriðja greinin þar sem tekið er fram að jákvæð mismunun sé ekki brot á þessum lögum.“ Ýmsir vilja segja að þetta hug- tak, ,Jákvæð mismunun," sé í raun einhvers konar aðskilnaðar- stefna, hvað finnst þcr um það? „Jákvæð mismunun er tilraun til þess að bæta hag kvenna með sérstökum tímabundnum að- gerðum, eins og segir í lögunum. Eg tel að slíkt sé réttlætanleg að- gerð á meðan við búum í þessu forréttindaþjóðfélagi karla. Lög- in taka ekki beint til þess í hverju þetta gæti verið fólgið, en opna á þennan möguleika. í 6. grein er þó dæmi um þetta þar sem segir: „Óheimilt er að auglýsa eða birta auglýsingu um laust starf þar sem gefíð er til kynna að óskað sé eftir starfsmanni af öðru kyninu frek- ar en hinu. Ákvæði þetta gildir ekki ef tilgangur auglýsandans er að stuðla að jafnari skiptingu kynja innan starfsgreinarinnar og skal það þá koma fram í auglýs- ingunni.“ Ég heyrði fyrst hug- myndinni um tímabundin forrétt- indi til handa konum hreyft í Danmörku ’74 og svo sem tillögu frá Alþjóða vinnumálasamband- inu frá 1975 í sáttmála S.Þ. um afnám alls misréttis er ákvæði um „jákvæða mismunun“ sem ég minntist á áðan. Þetta er eitt af því sem er mjög vandmeðfarið, fólk á það til að misskilja þetta hugtak stórlega og heldur stundum að konur vilji fá allt upp í hendurnar með tómri frekju.“ Konur lifa við togstreitu Hvaða meginástæðu telur þú fyrir því að konur hafa enn ekki náð fullu jafnrétti við karla á vinnumarkaði og virðast enn veigra sér við að standa í miklu „framapoti“, ef svo má segja? „Það eru margar ástæður fyrir því og þær eiga sér flestar djúpar rætur í uppeldi og hefðum. Éin megin ástæðan er örugglega af- staða kvenna til fjölskyldu og heimilis, og sú togstreita sem skapast þar á milli vegna starfs úti á vinnumarkaðnum. Konum finnst öll ábyrgð á velferð heimil- isins hvíla á sér og finna þannig oft til sektarkenndar gagnvart manni og börnum. Karlarnir axla oft meiri ábyrgð á vinnustað vegna þessa og gengur þá betur í starfi og geta tekið meira að sér aukalega, þeg- ar konurnar fara heim að sinna heimilinu. Konur þurfa, held ég, að vera mjög grimmar við sjálfar sig til að ná árangri. Sámvisku- semi er eitt af því sem einkennir konur framar öðru, af hverju sem það nú stafar. Ef þær geta ekki lagt sig allar fram við verkefnin þá vilja þær ekki koma nálægt hlutnum. Launamismunur kvenna og karla stafar einnig af því að hin hefðbundnari störf kvenna eru lítils metin á vinnu- markaði. Maður veltir því stundum fyrir sér hversu mikið af mismun launa milli kynja stafar beinlínis af mis- munandi kynferði, og hversu marga þætti er hægt að útiloka í því sambandi, til dæmis auka- vaktir, álag og svo framvegis Ef það er hægt að einangra þen, n eina þátt þá hafa sænskar rann- sóknir leitt í ljós að launamunur vegna kynferðis sé um það bil 5- 8% Samkvæmt því er þessi mun- ur ekki svo mikill en það má segja að margir þættir tengist þessu óbeint.“ Löggjöf um fœðingarorlof ófullnœgjandi Hverju tekur þú helst eftir i sambandi við þetta, sem lögfræð- ingur hjá Alþýðusambandinu? „Það sem mér finnst mest sláandi er það hvemig farið er með barnshafandi konur á vinn- umarkaði. í fyrsta lagi virðist æði algengt að þunguðum konum sé sagt upp á meðgöngu, þrátt fyrir það að slíkt sé bannað í lögum. í öðru lagi hefur gengið mjög illa að fá atvinnurekendur til jþess að greiða laun vegna veikinda á meðgöngutíma kvenna. Núna er dómsmál í gangi í Vestmannaeyj- um þar sem mun reyna á þetta og hvort ekki eigi að greiða þessa veikindadaga eins og hverja aðra. Ég get ekki séð að gera eigi greinarmun á því hvort sjúkdóm- ur stafar af of miklu eggjahvítu- magni í þvagi þungaðrar konu og veikindum karls með of háan blóðþrýsting vegna hjartasjúk- dóms! I þriðja lagi vil ég nefna að þegar konur fara í fæðingarorlof þá má segja að þær séu í launa- lausu leyfí. En þegar kemur að því að reikna út starfsaldur þá vilja atvinnurekendur draga frá þann tíma sem konan hefur verið í fæðingarorlofi. Ég get tekið dæmi til þess að skýra þetta nánar. Segjum að á- kveðin kona hafi starfað hjá sama fyrirtæki í tíu ár, og hafi á þeim tíma tekið fæðingarorlof tvisvar, samtals sex mánuði. Þessa sex mánuði vill fyrirtækið draga frá starfsaldri hennar. Ég veit um stór fyrirtæki sem stunda þetta en hef aldrei heyrt um það að jafnlangur tími sem karlar eru frá störfum, til dæmis vegna meðferðar við drykkju- sýki, hafi verið dreginn frá starfs- aldri þeirra. Þetta ereinfalt dæmi um viðhorf atvinnurekenda til kvenna. Löggjöf um fæðingarorlof, svo ég komi nú aftur að því, hún er algerlega ófullnægjandi eins og hún er í dag. Það ætti að vera þjóðhagslega hagkvæmt að lengja það og taka þannig tillit til velferðar barnsins og uppeldis- skilyrða þess. Enda er það þannig að konur taka sér yfirleitt mun lengra frí en bundið er samkvæmt lögum. Ég held að það væri spor í rétta átt, ef það væri bundið í kjarasamningum að konur eigi rétt á launalausu leyfí til viðbótar lögbundnu fæðingarorlofi vegna barneigna án þess að þurfa að semja um það sérstaklega við at- vinnurekanda í hvert sinn. Ég er sannfærð, um að það yrði til þess að draga úr því að konur segðu upp störfum vegna barneigna og þær myndu koma mun fyrr út á vinnumarkaðinn aftur ef þær vissu að þær ættu greiðan aðgang að gamla starfínu sínu aftur án þess að þurfa að byrja alveg upp á nýtt og jafnvel fínna sér annað starf. Ég held að við verðum að sætta okkur við mörg lítil skref í baráttunni fyrir lengra fæðin- garorlofi, þetta gengur þannig fyrir sig.“ Alin upp af einstœðri móður Hvernig stendur á því að þú starfar nú sem lögfræðingur A.S.I. og hefur svona mikinn áhuga á þessum málum öllum að auki? „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á verkalýðsmálum og held að það stafi nú mikið af uppeld- inu. Foreldrar mínir skildu þegar ég var mjög ung og mamma stóð ein uppi með fjögur börn. Hún er ófaglærð og hóf vinnu við ræst- ingar og hefur unnið við það í 30 ár, auk þess að koma öllum börn- unum til mennta. Hún hefur alltaf lagt mikla áherslu á að við gætum bjargað okkur sjálf og nú eru börnin hennar lögfræðingur, læknir, sálfræðingur og kennari. Hún hefur lengi verið í stjórn verkakvennafélagsins Framsókn- ar og ætli ég hafi ekki smitast af áhuganum þannig. Og þar að auki þekkir maður lífsbaráttuna af eigin raun, ég byrjaði tildæmis átta ára að bera út og selja blöð til að geta keypt mér nauðsynleg- ustu hluti í skólann og fleira. Þeg- ar mér bauðst þetta starf hjá A.S.Í. hikaði ég ekki við að taka því, hef haft mjög gaman af starf- inu þótt þetta sé oft æði erilssamt. En það er alltaf ánægjulegt þegar maður getur hjálpað öðrum við að ná fram rétti sínum og það gleður mann þegar vel tekst til. En mér finnst ég ekki vera neitt sérstaklega „aktíf“ manneskja, þetta er partur af uppeldinu. Mér hefur alltaf gengið illa að gera ekki neitt.“ Einhver spakleg lokaorð, Lára? „Já. Konur geta stuðlað að jafnrétti með því að byrja á sjálf- um sér. Þær verða að rífa sig upp á hárinu. Konur verða að taka sjálfar sig taki. Hálfnað er verk þá hafið er!“ - yd 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. október 1985 Sunnudagur 27. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.