Þjóðviljinn - 27.10.1985, Síða 12
Rœtt við dr. Guðjón Magnússon
aðstoðarlandlœkni um alnœmi,
útbreiðslu þess og aðgerðir
heiibrigðisyfirvalda
Heilbrigðisyfirvöld um allan
heim búast nú til varnar gegn
nýjum vágesti, sjúkdómi sem
fyrstvargreindurárið 1981,
en hefur þegar leitt til dauða
fjölda sjúklinga. Engin
lækning er enn í sjónmáli fyrir
þá sem lifa með þennan sjúk-
dóm. Héreráttviðalnæmi,
AIDS, sem mikið hefur verið
fjallað um í fjölmiðlum um all-
an heim, allt f rá því að menn
gerðu sér grein fyrir að nú
hafði bæst nýr sjúkdómur í
flokk alvarlegustu ólæknandi
meina sem hrjá mannkynið.
ísland tekur þátt í alnæmis-
skráningu 18 Evrópulanda á veg-
um Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar og er enn eitt af
þremur þeirra sem ekki hafa
skráð alnæmistilfelli, þótt ein-
staklingar hafi fundist með mót-
efni í blóðinu. Finnist ekki lyf eða
bóluefni gegn alnæmi á næstu
misserum er aðeins tímaspurning
hvenær sjúkdómurinn greinist
Fyrst greint 1981
„Alnæmi var fyrst greint í
Bandaríkjunum árið 1981, en
1979 var sjúkdómnum lýst í
læknatímaritum án þess að menn
vissu um hvaða sýkingu var að
ræða. Veiran var greind nánast
samtímis í Frakklandi og Banda-
ríkjunum árið 1983.“
„Er vitað hvernig þessi veira
varð til, - hvaðan hún kemur í
mannslíkamann?"
„Þetta er enn í rannsókn og
ekki fullkannað, en sérstök apa-
tegund, sem lifir í löndum kring-
um miðbauginn hefur reynst vera
með þessa veiru, án þess þó að
hún hafi drepið dýrin. Fólk á
þessum landssvæðum hefur haft
apana sem hálfgerð heimilisdýr
og jafnvel étið þá.
Nú hefur komið í ljós að mikið
af fólki á þessum landssvæðum er
með mótefni í blóðinu gegn al-
næmi og margt bendir til að frá
þessu fólki komi veiran upphaf-
lega til Bandaríkjanna. Frá þess-
um landssvæðum hefur flust
mikið af verkamönnum; - þetta
eru innflytjendur sem í nýju landi
búa á ýmsan hátt við erfiðar að-
stæður og hluti þeirra selur sig
Dr. Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir á skrifstofu sinni hjá landlæknisembættinu. Ljósm. E. Ól.
Allir leggist á eitt til þess að
hefta útbreiðslu alnœmis
hér. Því hefur Landlæknisemb-
ættið gert ráðstafanir til varnar og
meðferðar alnæmissjúklinga.
Upplýsingum hefur verið dreift,
haldnir fundir með heilbrigðis-
starfsfólki og upplýsingum komið
til fjölmiðla. Þá hefur verið
ákveðið að leggja fram frumvarp
til breytinga á lögum um kynsjúk-
dóma á þessu þingi, sem felur í
sér að alnæmi falli undir lögin. Er
það gert til að unnt verði að
tryggja meðferð sjúklinga og til
að varna eftir megni útbreiðslu
sjúkdómsins.
Blaðið sneri sér til dr. Guðjóns
Magnússonar, aðstoðarland-
læknis, í því skyni að fá frekari
upplýsingar um alnæmi, varnir
gegn því hér á landi og útbreiðslu
þess í heiminum.
og/eða sprautar sig með ávana-
og fíkniefnum. Við þessar að-
stæður breiðist sjúkdómurinn
hraðar út en í öðrum þjóðfélags-
hópum. Það má því segja að þetta
sé stórborgarsjúkdómur, sem
breiðist helst út við sérstakar fé-
lagslegar aðstæður, þar sem
vændi og sprautu- og fíkniefna-
notkun eru útbreidd. Veiran flyst
fyrst og fremstá milli manna með
blóði og sæði og þarf að komast í
blóðrás eða opið sár til að smita.“
„Meðgöngutími“
alnœmis
„Hverjar eru ævilíkur þeirra
sem greindir eru með alnæmi?"
„í dag er almennt talið að um
10-20% þeirra sem greinast með
mótefni, fái lokastigs alnæmi og
látist af sjúkdómnum. Raunar er
óvissan mest með ævilíkurnar,
því stutt er síðan sjúkdómurinn
var greindur og engar langtíma-
rannsóknir ná enn til hans.
Visnurannsóknir próf. Mar-
grétar Guðnadóttur (riðuveiki-
veiran er skyld alnæmisveirunni)
benda til þess að „meðgöngu-
tími“ sjúkdómsins geti verið
miklu lengri en almennt hefur
verið talið, þ.e. að þeir sem hafa
mótefnið í blóðinu geti veikst síð-
ar á ævinni, en þetta er þó alls
ekki fullsannað."
Hvaða lyf eru gefin alnæmis-
sjúklingum?“
„f raunini eigum við ekkert lyf
gegn þessum sjúkdómi, þótt við
getum gefið lyf við ýmsum sýk-
ingum sem orsakast af alnæminu.
Alnæmi er í raun lokastig veiru-
sýkingar, sem eyðileggur ónæmi-
skerfi líkamans og því verður
sjúklingurinn berskjaldaður og
varnarlaus gegn ýmsum sýking-
um og illkynja sjúkdómum. Það
eru því fyrst og fremst fylgisýk-
ingar sem hægt er að gefa lyf við
enn sem komið er, en gífurlegum
fjármunum er nú varið til þess að
reyna að finna lyf og bóluefni
gegn veirunni sjálfri. Rannsóknir
eru langt komnar á notkun
tveggja lyfja og vonir standa til að
ef í ljós kemur að alnæmisveiran
breytir sér ekki mjög mikið, verði
hægt að bólusetja gegn henni
innan tveggja ára.“
Veiran eins
og skœruliðar
„Það er hins vegar mjög erfitt
að eigavið veirur, þvísegjamáað
þær séu eins og skæruliðar sem
aldrei birtast í sama búningi. Þær
herja á ónæmiskerfin og taka
völdin og sumar þeirra, t.d. inflú-
ensuveiran, geta brugðið sér í
„allra kvikinda líki“ ef svo má
segja. Við erum því alltaf með ný
og ný bóluefni í gangi gegn inflú-
ensunni eftir því hvaða afbrigði
er á ferðinni hverju sinni. En þó
að bóluefni kæmi vissulega í veg
fyrir almenna útbreiðslu á al-
næmi, breytir það ekki þeirri
staðreynd að þeir sem þegar eru
sýktir hafa takmarkaðar lífslíkur
fyrren lyf gegn veirunni sjálfri
finnist."
„Er mjög mismunandi hvað
menn ganga lengi með veiruna
frá smitun og fram að því að for-
stigseinkenna verður vart?“
„Það er mjög mismunandi og
fer eftir ýmsu, m.a. almennu
heilsufarsástandi einstaklingsins.
Gert er ráð fyrir að mótefni mæl-
ist um það bil 6-8 vikum eftir
smitun og síðan geta liðið margir
mánuðir eða ár áður en einhverra
einkenna verður vart. Hins vegar
er talið að maður smiti áður en að
mótefni hefur myndast, en sem
fyrr segir er smitunin fyrst og
fremst bundin atvikum sem leiða
til þess að veiran komist beint í
blóðrás.“
„Þú sagðir áðan að miklu fé
væri varið til rannsókna á lyfjum
gegn alnæmi. Hvað er til í ásök-
unum á heilbrigðisyfirvöld t.d. í
Bandaríkjunum um að lítið hafi
verið gert til að byrja með til að
rannsaka alnæmi, vegna þess að
sjúkdómurinn leggst fyrst og
fremst á hópa sem lítils mega sín í
samfélaginu, homma, vændis-
konur og eiturlyfjasjúklinga?“
„Ég efast ekki um að eitthvað
er til í þeim ásökunum, þótt ég
geti ekki fullyrt það. En við vitum
að ýmsir hópar njóta meiri at-
hygli en aðrir og sjúkdómar
þeirra sömuleiðis. Til dæmis má
nefna samanburð á rannsóknum
á hjartasjúkdómum karla og
brjóstkrabba kvenna. Auk þess
eru yfirvöld stundum treg til að
viðurkenna nýjan sjúkdóm sem
berjast þarf við; veita í af al-
mannafé sem dugir varla til að
berjast gegn þeim sjúkdómum
sem fyrir eru.“
100 millj. dollara
í rannsóknir
„Ég held að þó hægt sé að full-
yrða að heilbrigðisyfirvöld um
allan heim hafi nú tekið við sér og
vitna þá í orð heilbrigðisráðherra
Bandaríkjanna, sem sagði nýlega
að aldrei í sögu mannkyns hafi
svo mikið áunnist á jafn
skömmum tíma við rannsóknir á
einum sjúkdómi eins og varðandi
alnæmi. Það hefur verið gert stórt
átak á þessum fáu árum síðan
sjúkdómurinn greindist í Banda-
ríkjunum einum og gert ráð fyrir
að yfir 100 milljónir dollara fari í
alnæmisrannsóknir á þessu ári.
Þetta er ekki einangraður
hommasjúkdómur, þótt þeir hafi
verið einna fyrstir og séu enn fjöl-
mennasti hópurinn sem greindur
hefur verið. Yfir 90% þeirra sem
sýkjast af alnæmi eru karlmenn -
langflestir á besta aldri en smit-
leiðimar eru vissulega ekki
bundnar við samlíf milli karla
eingöngu heldur getur sjúkdóm-
urinn smitast á ýmsa fleiri vegu,
jafnvel frá móður í fóstur."
Tíðni alnœmis í
18 Evrópulöndum
í skráningu Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar á alnæmistilfell-
um í 18 Evrópulöndum (fleiri lönd
munu bráðlega bætast í skrán-
inguna) kemur fram að aðeins
þrjú þessara landa hafa enn ekk-
ert skráð tilfelli. Þau eru ísland,
Tékkóslóvakía og Pólland.
Raunar er ekkert alnæmistil-
felli skráð í austantjaldsríkjunum
og kemur þar bæði til meiri ein-
angrun landanna, fámennari og
einangraðri áhættuhópar og
einnig hugsanlega ónákvæmari
skráning.
Fyrir ári síðan var ekkert skráð
tilfelli í fleiri ríkjum t.d. Finn-
landi og Noregi, en nú eru skráð 6
tilfelli í Finnlandi, 11 í Noregi, 48
í Danmörku og 27 í Svíþjóð. í
Bretlandi eru nú skráð 176 tilfelli,
392 í Frakklandi og í 22 V-
Þýskalandi.
Langhæst tíðni alnæmis (mið-
að við mannfjölda) í Evrópu er í
Danmörku og Belgíu, en talið er
að stór hluti tilfellanna í Belgíu
séu innflytjendur frá Karabíska
hafi og Afríku.
Alnæmistilfelli eru langflest í
Bandaríkjunum og nokkrum
Afríkuríkjum.
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. október 1985