Þjóðviljinn - 27.10.1985, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 27.10.1985, Qupperneq 15
Hljóðfæraslátturogsöngurfylgdiþessumblómskreyttavagnisemfórframarlegaígöngunni. Gangan nálgast Assisi. Til vinstri sést kirkja heilags Frans og klaustur Fransiskusarreglunnar, en Rocca Maggiore er uppi á hæðinni til hægri. mannhafi, þá var greinilegt að þarna var engum meinað að sýna sjálfan sig undir hinu sameigin- lega merki um frið og afvopnun. Jafnvel Fransiskusarmunkarnir í sínum brúnu kuflum með snæris- ól um mittið og sandala á fótum létu sig ekki vanta í þessa fylk- ingu, enda hefur regla þeirra tekið virkan þátt í baráttunni fyrir friði og afvopnun. Þarna mátti líka sjá hestvagn, dreginn af dverghesti, hijómsveit sem lék af bílpalli, og foreldrar reiddu börn sín á reiðhjólum. Allt bar þetta svip af þjóðhátíð, þótt al- vara hafi legið á bakvið. Á slóðum heilags Frans Þegar gangan nálgast Assisi er numið staðar við Santa Maria degli Angeli. Þetta er gríðarmikil kirkja, sem reist var á 17. öld yfir þann helga stað þar sem heilagur Frans, sem jafnframt ber sæmd- arheitið patrón eða verndardýr- lingur ftalíu, lagðist á bera jörð- ina til þess að deyja drottni sínum fyrir 750 árum síðan. Heilagur Frans vígðist fátæktinni, gaf burt eigur sínar, þjónaði hinum af- skiptu í þjóðfélaginu og boðaði frið á milli manna og á milli manns og náttúru. Hann hefði trúlega tekið þátt í þessari göngu væri hann á meðal okkar í dag. Heilagur Frans var einn áhrifa- mesti umbótamaður innan kaþól- sku kirkjunnar hér á Ítalíu. En hann þurfti líka að sverja páfan- um hollustueið. Það var á dögum krossferðanna, en þessi samlík- ing hefur orðið mönnum tilefni til þess að spyrja hvort sú breiða samfylking sem sköpuð var um friðargönguna til Assisi hafi ekki kostað sambærilegan hollustueið við fimmflokka ríkisstjórn Bett- ino Craxi, sem stóð að því að setja upp skammdrægar eldf- laugar með kjarnorkuvopnum á Sikiley á síðasta ári. Það voru ítalskir kommúnistar sem stóðu að fyrstu friðargöng- unni til Assisi. En ítalskir komm- únistar hafa gert lýðræði og frjálsa skoðanamyndun að grundvallaratriði í stefnu sinni. Hin fjölskrúðuga fylking í friðar- göngunni er merki um nýjan og efldan styrk friðarhreyfingarinn- ar á Ítalíu, sagði Alessandro Natta í samtali við blaðamann í göngunni. Trúlega hefur hann rétt fyrir sér. Á Rocca Maggiore Leiðin frá Santa Maria degli Angeli til Assisi var á brattann. Þar var farið inn um gamla borg- arhliðið upp að kirkju heilags Frans, þar sem nokkrir munkar stóðu og heilsuðu göngu- mönnum. Þeir íbúar bæjarins sem ekki höfðu tekið þátt í göng- unni stóðu víða úti á götum og fögnuðu göngumönnum. Það var gengið upp þröngar og brattar götur þessa fagra bæjar að Piazza del Commune, þar sem rísa Tor- re del Popolo og hof viskugyðj- unnar Minervu frá dögum Róm- verja. Þá var gengið að dómkirkj- unni, sem kennd er við heilagan Rufino og upp eftir þröngum vegi þar sem sér yfir dalinn handan við fjallið sem Assisi stendur á og upp að Rocca Maggiore, gamalli virkisborg frá lénstímanum, þar sem gangan endar í miklum garði með stórkostlegu útsýni yfir lág- lendið allt í kring. Á fundinum sem þar var hald- inn voru lesnar kveðjur og stuðn- ingsyfirlýsingar. Meðal þeirra sem þannig sendu fundinum kveðjur sínar voru Sandro Pert- ini, fyrrverandi forseti Ítalíu, Andreas Papandreo forsætisráð- herra Grikklands, Michael Gor- batsjov forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, Nilda Jotti forseti ítal- ska þingsins og rithöfundurinn Alberto Moravia. Fyrir tveimur árum síðan, þeg- ar Enrico Berlinguer, þáverandi leiðtogi ítalskra kommúnista hafði haldið lokaræðu friðar- göngunnar til Assisi, gekk hann í klaustur Fransiskusarmunkanna og snæddi með þeim kvöldverð. Sá kvöldverður var táknrænn fyrir þann sameiginlega málstað sem ítalskir kommúnistar hafa fundið með mörgum kaþólikkum í friðarmálum. Hann var líka táknrænn fyrir þann skilning sem ítalskir kommúnistar hafa sýnt á sinni menningararfleifð. Það var ekki að ástæðulausu að ítalskir friðarsinnar völdu Assisi sem sinn sameiginlega áfangastað þennan sólríka sunnudag í októ- ber. Friðarboðskapur heilags Frans frá Assisi á erindi til heimsins enn í dag. Gömul kempa úr andspyrnuhreyfingunni stendur við vegkantinn uppi á fjallinu fyrir ofan Assisi og býður L’Unitá, málgagn ítalskra kommúnista til sölu. Á bringunni ber hann skilti þar sem þess er krafist að þeir Gorbatsjov og Reagan semji um afvopnun. Á áfangastað. Sunnudagur 27. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.