Þjóðviljinn - 27.10.1985, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 27.10.1985, Blaðsíða 20
Hreyfing, hollur matur og líflegt kynlíf er það sem Jane Fonda ráðleggur konum sem nálgast breytingaraldur- inn. Sjálf er hún 46 ára og segist aldrei hafa verið yngri. Upp með miðaldra konur! Jane Fonda heldur áfram í bóka- útgáfunni, en fyrirskömmu kom út bókin „Bestu árin“ þar sem Jane, sjálf 46 ára, upphefurmið- aldra konur á kostnað hinna yngri. Þessi nýjasta bók hennar hefur vakið mikla athygli. „Ég ergrenjandi vond yfirþessari unglingadýrkun. Konurmillifer- tugs og fimmtugs eru miklu meira spennandi en þessarkornungu. Og sama er að segja um karl- menn,“ segir Janeog bendirá því til stuðnings að „ 10 glæsileg- ustu karlmenn heims" (valdiraf bandarískum tímaritum) séu allir yfir fertugt og flestir yfir fimmtugt. Sömuleiðis eru flestar á Iistanum yfir „ 10 glæsilegustu konurnar" komnar vel yfir fertugt. Það er skylda mín að benda konum á að þær eru ekki á leið á grafarbakkann þótt þær verði fimmtugar. Hrukkur eru fal- legar, - þær eru líf og þroski. Við eigum að vinna gegn þessu eilífa unglingadekri, dekri á þroska- leysi og sakleysi, eins og það sé eitthvert markmið fyrir konur. Þar með er ekki sagt að miðalda konur eigi ekki að hugsa um út- litið, það eiga þær einmitt að gera, en ekki með því að reyna að líkjast unglingum. Sjálf er ég miklu sterkari og kraftmeiri en nokkru sinni, stekk hærra, hleyp hraðar og get dansað helmingi lengur en þegar ég var tvítug. Þá var ég víst ung. Nú líður mér eins og ég sé ung,“ segir Jane í nýju bókinni, sem er ekki minna en 450 blaðsíður. Hún segir ennfremur að karlar hafi afskræmt mjög myndina af hinni miðaldra konu. f lækninga- bókum standi gjarnan að konur á breytingaraldri missi hluta af kvenleika sínum og að kyngetan minnki. „Þetta er alger misskiln- ingur,“ segir hún. „Látið ekki telja ykkur trú um þetta. Þvert á móti, - kona á breytingaraldri nýtur kynlífs miklu betur en tvítug stúlka.“ Og svo segir Jane að lokum að konur skuli hafa góða reglu í mat og drykk: Borðið vítamín og hollan mat; grænmeti kemur í staðinn fyrir taugapillur og sígarettur. Drekkið mikið af vatni, hreinsið þannig líkamann daglega og svo auðvitað mikla og góða hreyf- ingu. Og allra síðasta ráðið: Lifið reglulegu og líflegu kynlífi. Þar hafið þið það, miðaldra konur! Frá upphafi hafa hönnuðir STRIDE tölvunnar sett sér ströng markmið. Þess vegna hefur STRIDE nú forskot, hún uppfyllir kröfur framtíðarinnar NÚ. STRIDE er öflug tölva fyrir stór sem smá fyrirtæki. Hægt er að byrja með einn skjá og einn prentara, bæta síðan við eftir þörfum í allt að 23 jaðartæki og tengja saman margar STRIDE tölvur. STRIDE býður fasta diska frá 20 Mb upp í 448 Mb. STRIDE býður einnig segulbandsstöð til afritatöku. STRIDE framúrskarandi hönnun - á afbragðsverði. STRIDE keyrir BOS fjölnotendahugbúnað, heilsteypt kerfi forr- ita, auðvelt og áreiðanlegt, sem hæfir STRIDE vel. ACO hf. er söluaðili STRIDE á íslandi og leggur áherslu á góða þjónustu og rekstraröryggi. mU M / C R O FYRIR STRÖNGUSTU KRÖFUR acohf \i Laugavegi 168 105 Reykjavík Sími 27333

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.