Þjóðviljinn - 02.11.1985, Síða 4
LEIÐARI
Þjóðarbókhlaóan
Ekki getur vansalaust talist hvernig bóka-
þjóöin býr aö bókasöfnum sínum. í Safnahúsinu
við Hverfisgötu hefur Landsbókasafn um 2 þús-
und fermetra til ráðstöfunar en hitt aöalsafniö,
Háskólabókasafn, hefur sjö hundruö fermetra
til umráöa í aðalbyggingu Háskólans.
Um þriðjungur Háskólabókasafnsins er hins
vegar hýstur í 18 útibúum víös vegar um höfuö-
borgina.
Vegna þessa nauma húsakosts hefur skipu-
leg upplýsingaþjónusta veriö mjög af skornum
skammti. Mikið skortir á aö núverandi aöstaöa
leyfi sýningar, fyrirlestra, fundi og annaö þvíum-
líkt, sem gerir nútíma bókasafn að lifandi vett-
vangi einstaklinga og hópa.
Mörg aökallandi verkefni bíöa úrlausnar í
báöum söfnunum, svosem lósmyndun blaöa og
efnisskráning auk fjölda bókfræöiverkefna sem
bíöa betri aðstöðu.
Vitaskuld er langur vegur frá því aö skóla-
nemendur geti haft eölileg not af þjóöarbóka-
söfnunum sem og fræðimenn og vísindamenn.
I aðalsafni Háskólabókasafnisins er nú lestrar-
aðstaða fyrir 15 manns, í Landsbókasafninu
fyrir 45 manns. Þessi þrengsli eru auövitaö
óþolandi. í Þjóðarbókhlöðunnu er gert ráö fyrir
aöstööu 800 manna til lestrar og vinnu.
Af þessu ætti aö vera augljóst aö bygging
Þjóðarbókhlöðu getur ekki beöið lengur. Meö
byggingu hennar veröur húsnæöisþörf tveggja
stærstu rannsóknarbókasafna landsins full-
nægt og þau sameinuð. Tæpast þarf aö fjölyrða
um þaö hversu mikill léttir það veröur fyrir vís-
indamenn og aðra sem þurfa að leita uppi ritað
mál þegar allt er orðið tiltækt á einum og sama
staðnum. Vinnuaðstaöa myndi aö sjálfsögöu
einnig batna fyrir starfsfólkiö, söfnunum yröi
kleift aö bæta þjónustuna við notendur og svig-
rúm ætti aö skapast til verkefna, sem söfnunum
ber aö sinna lögum samkvæmt, en hafa ekki
haft aðstööu til fram að þessu.
Þaö er orðið langt síöan sú stefna var mörkuö
á alþingi aö byggö skyldi Þjóöarbókhlaöa, eöa á
árinu 1957. I tíð síðustu ríkisstjórnar var gert
myndarlegt átak til að steypa húsiö upp og áriö
1981 lagði Vigdís Finnbogadóttir hornstein
Þjóöarbókhlööu.
Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur ekki sýnt
þessu máli mikinn skilning, fremur en ýmsu
ööru er til framfara horfir. Á sama tíma og hundr-
uðum miljóna króna er varið til byggingar flug-
stöövar á hverju ári. Það er fátæk þjóö sem
treystir sér fremur til aö reisa höll yfir bari og
stórverslanir en eiga myndarlegt þjóðarbóka-
safn.
Á þessu ári hefur aöeins 15 miljónum króna
veriö varið til byggingar Þjóöarbókhlöðunnar. Á
fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár er gert ráö
fyrir 5 miljónum króna. Hins vegar vantar 280
miljónir til að Ijúka verkinu. Oft er haft á oröi
hversu óhagkvæmar fjárfestingar geta oröiö hjá
hinu opinbera, einmitt þegar er verið að setja
smáslettur í miklar framkvæmdir. Það er mun
hagkvæmara, í krónum taliö, aö Ijúka verkum á
borö viö þessi á skömmum tíma. Og þegar horft
er til annarra verðmæta, sem ekki veröa taldar í
krónum eöa aurum veröur þörfin fyrir Þjóöar-
bókhlööuna enn brýnni. Það er nauösynlegt aö
sjálfstæö þjóð leggi á hverjum tíma í myndarlegt
átak fyrir menningu sína. Bókelsk þjóö á ekki
annað skiliö en myndarlegt þjóðarbókasafn.
Bókmenning okkar er óaöskiljanlegur hluti sjálf-
stæöis þjóöarinnar og aö því verðum við aö
huga. Þjóðviljinn bendir aö aö ný öld er aö
ganga ígarö í atvinnumálum. Ef okkar nýja sókn
í atvinnumálum á að geta heppnast, er alger
forsenda aö búiö sé vel aö menntun og rann-
sóknum. Þarmeð má leiöa aö því margvísleg
rök, aö ef rétt er haldið á spööunum, geti dugn-
aður við Þjóöarbókhlööuna verið ein leiöanna
aö bættum lífskjörum á íslandi.
Þjóöviljinn skorar á alþingi að taka nú meö
rausnarskap á byggingu Þjóöarbókhlöðunnar.
Þann rausnarskap getur alþingi sýnt viö af-
greiðslu fjárlaganna á næstu dögum. Viö
skulum Ijúka við Þjóðarbókhlöðuna.
-óg
Ó-ÁLIT
DIÚOVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Rit8tjórar: Árni Bergman, össur Skarphéðinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson.
Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Garðar
Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson, Þór-
unn Sigurðardóttir, Þröstur Haraldsson.
Handrita- og prófarfcalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
L)ó8myndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útllt: Sævar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason.
Símvarsla: Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmæður: Ágústa Þórisdóttir, Ólöf Húnfjörð.
Bílstjóri: Jóoa Sigurdórsdóttir.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Utbroíðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir.
Auglýslngastjóri: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýslngar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson,
Olga Clausen.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Utkeyrsla, afgroiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 35 kr.
Sunnudagsblað: 40 kr.
Áskrlft á mánuði: 400 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. nóvember 1985