Þjóðviljinn - 02.11.1985, Side 14

Þjóðviljinn - 02.11.1985, Side 14
Alþýðubandalagið Akureyri Sæjarmálaráð '-mdur verður haldinn mánudaginn 4. nóvember kl. 20.30 í Lárusarhúsi. í ■ íagskrá: 1) Sigríður Stefánsdóttir segir frá Skotlandsferð sveitarstjórnar- rr anna á Norðurlandi. 2) Dagskrá bæjarstjórnarfundar 5. nóvember. 3) '»'nur mál. Fundurinn er opinn öllum félögum og stuðningsmönnum Al- þýóubandalagsins. Stjórnin ABfí íþrótta- og æskulýðsmál Umræðuhópur um stefnu Alþýðubandalagsins í íþrótta- og æskulýðsmál- um í Reykjavík kemur saman til fundar þriðjudaginn 5. nóvember kl. 20.00 að Hverfisgötu 105. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki. Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Norður-Þingeyingar athugið! Alþýðubandalagið gengst fyrir almennum stjórnmálafundum á Þórshöfn föstudaginn 1. nóvember kl. 20.30 í kaffistofu Hraðfrystihússins. Raufar- höfn laugardagninn 2. nóvember kl. 16.00 í félagsheimilinu. Kópaskeri sunnudaginn 3. nóvember kl. 21.00 í grunnskólanum. Steingrímur J Sigfús- son alþingismaður og dr. Össur Skarphéðinsson fiskeldisfræðingur og ritstjóri Þjóðviljans ræða stjórnmálaviðhorfið, nýsköpun í atvinnumálum og fleira. Allir velkomnir Alþýðubandalagið AB Hafnarfirði Almennur félagsfundur Almennur félagsfundur verður haldinn í Alþýðubandalagi Hafnarfjarðar, mánudaginn 4. nóv. kl. 20.30 í Skálanum, Strandgötu 41. Dagskrá: 1) Kosning uppstillingarnefndar 2) Ákvöröun um forval. 3) Undirbúningur fyrir Landsfund 4) Önnur mál. Landsfulltrúar, aðal- og varamenn verða að mæta. Stjórnin Abl. Akureyri Opið hús Sunnudaginn 3. nóvember verður opið hús í Lár- usarhúsi Eiðsvallagötu 18. Dagskrá hefst kl. 15.00. Minnst verður Lárusar Björnssonar. Kaffi- veitingar. Vonumst til að sem allra flestir sjái sér fært að mæta. - Stjórnin. Lárus Björnsson AB í Hveragerði Aðalfundur verður haldinn að Dynskógum 5 mánudaginn 4. nóvember kl. 20.30. Fundarefni: 1) Venjuleg aðalfundarstörf, 2) Kosning fulltrúa á landsfund, 3) Önnur mál. Mætum vel og stundvíslega. st.ó . Alþýðubandalagið í Kópavogi Landsfundarfulltrúar ABK Munið fundinn í þinghól miðvikudaginn 6. nóvember kl. 20.30. Ragnar Arnalds mætir á fundinn og kynnir gögn landsfundarins. Stjórnin Ragnar. ÆSKULYÐSFYLKINGIN Kaffi-fíósa Því miður! Félagar úr Flokki mannsins brugðust á síðustu stundu og því verður ekkert af fyrirhugaðri dagskrá í Kaffi-Rósu á sunnudag. Hittumst heil eftir viku. m Viðskiptaf ræðingur • Reykjavikurborg óskar eftir að ráða viðskipta- fræðing til starfa sem allra fyrst. Starfskjör sam- kvæmt kjarasamningum. Upplýsingar veitir borgarlögmaður í síma 18800. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9,6. hæð, á sér- stökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00, mánudaginn 11. nóv., 1985. Kjötiðnaðarmaður Kjötiðnaðarmaður óskast til ábyrgðarstarfa. Nánari upplýsingar hjá verkstjóra. KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS KIRKJUSANDI REYKJAVÍK SÍMI 68 63 66 Gorbatsjof á tali við olíuverkamann í Síberíu - Nýr starfstíll en hve langt dugir hann? Sovétríkin Gorbatsjof, umbófaþörfin og tregðulögmálin Ný stefnuskrá Kommúnistaflokksins - Skugginn frá Krúsjof- Enn vantar útfœrslu Nú fyrir skömmu sat miöstjórn Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna á fundi um næstu fimm ára áætlun og um stefnuskrá flokks- ins um efnahagslega og félags- lega þróun í landinu til aldamóta. Gorbatsjof aðalritari flutti ræöu og boðaöi að tvöfalda skyldi þjóðarframleiðsluna á þeim tíma, ekki síst með því að auka fram- leiðni í sovéskum iðnaði. En mönnum þykir mjög á það vanta, að hann geri grein fyrir því hvaða breytingar á stjómsýslu séu nauðsynlegar til að ná slíkum markmiðum. Menn spyrja eftir slíku vegna þess, að það er ekki í fyrsta skipti sem sovéskir leiðtogar tala með bjartsýni um glæsileg markmið í efnahagsmálum. Verður mönn- um þá einatt hugsað til Krúsjofs sem í stefnuskrá frá 1961 ætlaði að fara fram úr Bandaríkjunum í framleiðslu og framleiðni á flest- um sviðum á tímabilinu 1970- 1980. Á sama tíma taldi hann að veigamikil einkenni kommúnísks samfélags yrðu farin að koma fram. En eins og menn kannski muna er sígild formúla fyrir kom- múnismanum sú, að „hver leggi af mörkum eftir getu og fái eftir þörfum." Varfærni Gorbatsjof forðast að gefa slík loforð. Hann talaði í ræðu sinni á miðstjórnarfundinum um „sam- hengi“ í starfi og stjórnsýslu, lagði sem fyrirrennarar hans hafa gert, mikla áherslu á að „efla uppeldisstarf flokksins,“ og þar fram eftir götum. Hann sagði að Sovétríkin væru á leið til komm- únisma samkvæmt „hlutlægum lögmálum um þróun þjóðfélags- ins.“ En hann varaði um leið við því að „allar tilraunir til að stytta sér leið og innleiða kommúnískar meginreglur án þess að tekið sé tillit til efnahagslegs og andlegs þroskastigs samfélagsins eru dæmdar til að mistakast." Þetta getur þýtt tvennt: Að Gorbatsjof vilji ekki standi upp eins og Krú- sjof með glæsileg loforð sem ekki er hægt að standa við. Líka það, að hann vilji ekki brydda upp á neinum þeim breytingum sem styggi flokksvélina unt of. Gorbatsjof talar í þeirri ræðu, sem nú er vitnað til og ýmsum öðrum einkum um þetta hér: Það þarf að auka framleiðni, spara hráefni, leggja áherslu á fram- sæknar greinar iðnaðar, tækni- væða betur þau fyrirtæki sem fyrir eru fremur en að leggja í miklar og kannski vanhugsaðar stórframkvæmdir. Hann hefur skipt um marga menn í haum stöðum og sett yngri menn og að öllum líkindum betur menntaða í staðinn. Hann hefur haldið áfram herferð gegn spillingu allskonar, sem byrjað var á á dögum Júrí Andropofs. Og á hans valdamán- uðum hefur verið efnt til meiri herferðar gegn drykkjuskap og sluxi, sem honum fylgir, en áður voru dæmi til. Engar stórbreytingar? En menn spyrja gjarnan að því, hvort þetta nægi til að so- véskt efnahagslíf taki þann fjör- kipp sem þarf til að að ná þeim markmiðum í framleiðni og lífs- kjarabótum sem sett eru í næstu fimm ára - og fimmtán ára - áætl- un. Vestrænir sérfræðingar telja að hagvöxtur í Sovétríkjunum sé nú 3-3,3,5% og þurfi að fara upp í 4,7% á ári ef ná skal þeim mark- miðum sem Gorbatsjof talar um. Og margir telja, að til að svo megi verða þurfi að koma til róttækari breytinga en fyrr voru raktar. Gorbatsjof hefur áður talað um nauðsyn þess að draga úr valdi miðstýringar, láta ríkisáætl- unina, Gosplan, fást við heildar- línur í þróun en veita forstöðu- mönnum fyrirtækja aukna mögu- leika á að taka sjálfstæðar á- kvarðanir. En hann hefur ekki borðið fram áætlun um það, hvernig má framkvæma slíkar breytingar. Og hann hefur ekki sýnt neina tilburði til þess að líta á tilraunir Ungverja og Kínverja með markaðsáhrif á verðmyndun og einkaframtak í landbúnaði, smáiðnaði og þjónustugreinum sem jákvæðan möguleika á að leysa vissan hluta þess vanda, sem hið þunghenta og svifaseina miðstýringarvald stefnir í sovésk- um framleiðendum - og neytend- um. Gamalt og nýtt Hinsvegar heldur Gorbatsjof áfram þar sem fyrirrennarar hans frá hurfu með nokkuð almennt orðaðar áskoranir í þessum tón hér: „Þörf á að ala fólk upp í hug- sjónum marx-leninisma, ala það upp með sönnum orðum og raun- tækum verkum með því að sam- eina pólitíska fræðslustarfsemi og hugmyndainnrætingu sívaxandi þátttöku alþýðu manna í ákvörð- un um lausn hagrænna og félags- legra vandamála, í stjórn ríkisins, framleiðslunnar og félagsmála." Gorbatsjof hefur getið sér orð á Vesturlöndum fyrir að kunna vel að fara með sín mál í fjölmiðl- um, fyrir að vera ófeiminn við herskáa fjölmiðlamenn og fyrir að snúa öðru hvoru á Reagan í áróðursstríði. Heima fyrir hefur hann líka tamið sér starfsstíl sem er ólíkur þeim sem Sovétmenn hafa séð til flestra fyrirrennara hans - að Krúsjof undanskildum. En eins og að ofan segir: Enn er of snemmt að fullyrða nokkuð um það, hvort Gorbatsjof á þau svör sem dugi til lausnar margra brýnna vandamála sovésks fram- leiðslukerfis og stjórnsýslu. Alþjóðamál í þeirri stefnuskrá Kommúnist- aflokksins sem fjallað var um á fyrrgreindum miðstjórnarfundi segir sem svo um kapítalismann í heiminum að hann eigi sér enn öflugt framleiðslukerfi, en samt sé gullöld hans liðin. Hinsvegar er því ekki spáð eins og í stefnu- skrá Krúsjofs frá 1961, að dagar hans séu senn taldir vegna auðsærra yfirburða hins sovéska kerfis. Miklu meira er um þriðja heiminn í nýju stefnuskránni en í hinni eldri og því er heitið, að Sovétríkin muni einkum styðja við bakið á þeim ríkjum sem taki upp sósíalíska stefnu. Það vekur athygli að sneitt er hjá því í stefn- uskránni að fjalla um Kína - í stefnuskránni frá 1961 var Kína enn talið tilheyra hinni sósíalísku blökk. AB tók saman 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. nóvember 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.