Þjóðviljinn - 07.11.1985, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 07.11.1985, Qupperneq 2
FRETTIR Vaxtaokur Stjómvöld grípi í taumana Neytendasamtökin skora á stjórnvöld á láta kanna áhrifvaxtaokurs á verðlag. Jóhannes Gunnarssonformaður Neytendasamtakanna: Ef grunsemdir okkar reynast réttar eiga stjórnvöld að grípa í taumana Ef það reynist rétt að fyrirtæki í framleiðslu og verslun velti óeðlilega háum vaxtakostnaði beint út í verðlagið finnst okkur tvímælalaust að stjórnvöld eigi að grípa í taumana. Neytendur geta ekki með nokkru móti sætt sig við að vöruverð hækki með þessum hætti, það er óeðlilega hátt fyrir, sagði Jóhannes Gunnarsson for- maður Neytendasamtakanna í samtali við Þjóðviljann í gær. Arrmesty-vikan Stjórn Neytendasamtakanna samþykkti á fundi á mánudaginn ályktun þar sem bent er á að á sama tíma og verðbólga er um 35% sé boðið upp á allt að 80% ársvexti sparifjár hjá verðbréfa- fyrirtækjum. Öllum megi vera ljóst að þeir sem taka lán með sölu slíkra verðbréfa verði að greiða enn hærri vexti og hafa tekjur til að standa undir svo háum vaxtakostnaði. Það sé Einn stúdentanna þriggja, Sher- Mohd Mangrio: dæmdur til hýð- ingar og fangelsisvistar. Pakistan Sjö ár og tíu vandarhögg Árið 1981 stunduðu þeir Sher Mohamm ad Mangrio, Moham- mad Khan Solangi og Imdad Hussain Chandio nám í háskólan- um í Jamshoro í Pakistan. Þeir voru jafnframt í stjórn Lýðræðis- bandalags stúdenta. Þeir voru handteknir 31. mars 1981 og sagðir hafa í fórum sínum vegg- spjöld og önnur gögn fjandsamleg stjórnvöldum. Þeir voru í haldi 17 mánuði án þess að um mál þeirra væri fjallað en ieiddir fyrir herdómstól í ágúst 1982 og dæmdir í sjö ára fangelsi og tíu svipuhögg hver fyrir að hafa yfir að ráða prentmáli sem „stuðlaði að hatri milli stétta í þjóðfélaginu". Amnesty International lítur á stúdentana þrjá sem samvisku- fanga í haldi vegna skoðana sinna. Samtökin hafa valið ár æskunnar til að vekja sérstaka at- hygli á málum þeirra, og annars ungs fólks í haldi og á kynningar- viku sinni nú hvetur íslands- deildin til þess að pakistönskum stjórnvöldum sé skrifað og þau hvött til að láta þá lausa. Fjöirit- uð bréf liggja frammi á sýningu Amnesty-samtakanna í Norræna húsinu og á skrifstofu AI á ís- landi, Hafnarstræti 15. ástæða til að taka lánastarfsemi til athugunar þegar um óeðlilega háa vexti og afföll sé að ræða og allir geti séð að slíkt er að stórum hluta fjármangað á kostnað neytenda. Neytendasamtökin skora því á stjórnvöld að láta kanna „hvort takmörkuð lánafyr- irgreiðsla lánastofnana til fyrir- tækja í framleiðslu og verslun hefur leitt til þess að þau fjár- magni innkaup sín að verulegu leyti með því að taka lán með allt að 80% ársvöxtum“. „Við höfum áhyggjur af þessu fyrir hönd neytenda og teljum að þessu sé velt beint út í verðlagið. Vöruverð á íslandi er nú hærra en víðast annars staðar í heiminum og það er ástæða til að fara að stokka hlutina upp ef þetta á að bætast við. Þetta er meira en fólk getur þolað,“ sagði Jóhannes í gær. -gg Fjársöfnun Æskan þakkar öldruðum Hjálparstofnun kirkjunnar hefur orðið við beiðni fimm landsambanda og stofn- ana, að skipuleggja átak í öldrunarmálum á ári æskunnar, undir kjörorðinu: Æskan þakkar öldruðum. Þessir aðilar, sem allir eru þátttakendur í Öldrunarráði Islands eru: ASI, Lífeyrisdeild BSRB, sjómannasamtökin, Stéttarsamband bænda og þjóðkirkjan. Nú er ákveðið að átakið fari fram helgina 8.-10. nóv. n.k. Þá taka skólanemar um land allt að sér sölu á sérstaklega gerðum pennum, til einstak- linga. I þessu skyni hafa verið settar á laggirnar 6 fram- kvæmdanefndir, sín í hverjum landshluta, sem í eiga sæti einn fulltrúi frá ASÍ, Stéttar- samband bænda og þjóðkirkj- unni, en sá síðast taldi er framkvæmdastjóri hverrar nefndar. Hlutverk framkvæmda- nefndanna er að skipuleggja sölu pennans með skóla- stjórum og fræðslustjórum og sjá um ráðstöfum söfnunar- fjár á viðkomandi svæði, í þágu aldraðra. Þess má geta, að þegar hef- ur verið ákveðið, að það sem safnast í Reykjavík, renni til Hjúkrunarheimilis aldraðra, sem samtökin Skjól standa fyrir byggingu á í Laugarási. Þá er einnig tilgangur átaks- ins sá, að vekja athygli lands- manna á málefnum aldraðra. Fer vel á því á ári æskunnar, að unga fólkið hafi þar for- ystu. Hjálparstofnunin vill leggja sitt af mörkum, til að virkja fólk til umræðna og. vera málefnum aldraðra til framdráttar. -mhg -TORGIÐ- Tilkynni herra höfuðsmaður: Engin flugvél varð bensínlaus í gær! Viðskipti SÍS semur við Rússa Samningur undirritaður í nóvemberlok? Nýlega kom Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Iðnaðar- deildar SÍS, frá Rússlandi, þar sem hann lagði drög að nýjum fimm ára samningi Iðnaðar- deildar við rússnesku samvinnu- samtökin. Ér nú unnið að því að ganga frá samningnum en í lok nóvember er von á rússneskri sendinefnd hingað og verður hann þá vænt- anlega undirritaður. Oljóst er ennþá um hversu mikið vöru- magn verður að ræða en viðræður hafa gengið mjög vel að sögn Jóns Sigurðssonar. -mhg Heilbrigðismál Pörf á auka- fjárveitingu vegna ónœmistceringar Aðalfundur Meinatæknifélags íslands, haldinn 2. nóv. 1985, skorar á Alþingi og ríkisstjórn að veita aukafjárveitingu til heilbrigðisþjónustunnar vegna aukins álags við vinnu við þekkt eða grunuð tilfelli af ónæmistær- ingu. Rannsóknastofur heilbrigðis- þjónustunnar eru algerlega van- búnar að taka að sér vinnu við slík áhættusýni vegna þrengsla og lélegs aðbúnaðar. -mhg Herstöðvaandstœðingar NýsljómSHA Landsfundur SHA var haldinn í Reykjavík um síðustu helgi. Þar var m.a. kjörin ný miðnefnd sam- takanna. Miðnefndina skipa: Ari Tryggvason, Árni Hjartar- son, Arnþór Helgason, Bjarni Hannesson,' Emil Bóasson, Hanna Hallgrímsdóttir, Ingi- björg Haraldsdóttir, Jóhannes Agústsson, Magnús Skarphéð- insson, Rannveig Haraldsdóttir, Sigurveig Sigurðardóttir, Tómas Jóhannesson. Til vara: Atli Gíslason, Ást- ríður Karlsdóttir, Bergþóra Gísl- adóttir, Birna Þórðardóttir, Bjarni Harðarson, Eiríkur Jens- son, Erling Ólafsson, Guðmund- ur Georgsson, Hjördís Hjartar- dóttir, Sigvarður Þ. Huldarsson, Steingrímur J. Sigfússon, Una Bergmann. Á fyrsta fundi miðnefndar var Ingibjörg Haraldsdóttir kosin formaður samtakanna en Árni Hjartarson lætur nú af því starfi eftir þriggja ára formennsku. Á landsfundinum voru gerðar ýmsar samþykktir um starf næsta árs. Ákveðið var að helga árið átaki í útgáfu- og kynningarmál- um fyrir samtökin, störf þess og stefnu. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. nóvember 1985 Svíinn Lollo Asplund syngur vísur eftir Birger Sjöberg í Norraena húsinu Einkunnarorð Asplunds: Það er ekki erfitt að vera svartsýnismaður, en skelfing er það leiðinlegt. Norrœna húsið Dagskra u Ikvöld verður efnt til dagskrár um sænska vísnaskáldið Birger Sjöberg í Norræna húsinu í tilefni af aldarafmæli hans. Þar koma fram Gunnar Gutt- ormsson Katrín Sigurðardóttir, Sigrún Jóhannesdóttir, Viðar Gunnarsson og sænski vísna- söngvarinn Lollo Asplund sem kominn er til landsins-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.