Þjóðviljinn - 07.11.1985, Qupperneq 6
FLÓAMARKAÐURINN
FRETTIR
Eftir afhendingu röntgentækisins, Anna B. Ólafsdóttir og Sigríður Kristjánsdóttir röntgentæknar og Baldur F.
Sigfússon yfirlæknir. Ljósm. Sig.
Krabbameinsfélagið
Röntgentæki
frá Rauða krossinum
íbúð - S.O.S.
Vantar tilfinnanlega litla íbúð um
næstu mánaðamót fyrir einhleypan
karlmann, traustan og rólegan, fyrir-
myndarleigjanda. Upplýsingar í síma
31197 eftir hádegi og á kvöldin.
Til sölu
Silver Cross tvíburavagn, með
skermana á móti hvor öðrum. Einnig
er hægt að nota hann sem rúmgóðan
svalavagn fyrir 1 barn. Verð kr.
3.500,- Uppl. í síma 75337.
Rafmagnsritvél
í prýðilegu lagi, til sölu. Smith Corona
250 á 8000 kr. Einnig tveir úrvals há-
talarar á 3000 kr. og öndvegis út-
varpsmagnari á 2500 kr. Sími 23681.
ísskápur - barnabílstóll
- barnastóll á reiðhjól
Erum með gamlan ísskáp, sem við
viljum gefa eða selja fyrir lítið. Á sama
stað er til sölu barnabílstóll á kr. 1000
og barnastóll á reiðhjól á kr. 500.
Upplýsingar í síma 32098.
Húsnæði óskast
Hjón með 2 börn óska eftir 2-4ra her-
bergja íbúð. Góðri umgengni og skil-
vísum greiðslum heitið. Upplýsingar í
síma 39833.
Óska eftir
ódýrri barnagöngugrind. Upplýsingar
ísíma 77615.
ísskápur til sölu
Til sölu er vel með farinn Electrolux
ísskápur, hæð 150 sm, með sér
frystihólfi. Verð kr. 10 þúsund. Upp-
lýsingar í síma 53713.
Til sölu
3 raðstólar á kr. 1000 og burðarrúm á
kr. 500. Á sama stað fæst gefins stak-
ur sófastóll. Upplýsingar í síma
12747.
Haglabyssa
Vil kaupa lipra haglabyssu, ekki síst
gamla og góða. Upplýsingar í vinnu-
síma 17100 á daginn og heimasíma
31216 á kvöldin.
Húsnæði óskast
Óskum eftir að taka á leigu 3-4ra her-
bergja íbúð. Helst strax. Skilvísum
mánaðargreiðslum heitið og góðri
umgengni. Einhver fyrirframgreiðsla.
Vinsamlegast hringið í síma 40667
eða 39966.
Kona óskast
61 árs gamall maður óskar eftir konu
til að sjá um heimili fyrir sig gegn
húsnæði. Hún má gjarna hafa með
sér eitt barn. Tilboð sendist auglýs-
ingadeild Þjóðviljans fyrir 12. nóvem-
ber merkt „ráöskona".
Til sölu húsgögn
Til sölu borðstofuborð og 6 stólar,
verð 6000 kr. Einnig skápur, verð
2000 kr. Allt úr tekki. Upplýsingar í
síma 54708 e.kl. 16.
Ýmislegt til sölu
5 gamlar, spónlagðar hurðir, bað-
innrétting, Silver Cross barnavagn
(verð 7 þús.). Allt notað. Hringið í
síma 54504 fyrir hádegi og 50909
eftir hádegi og á kvöldin.
Óska eftir stillanlegum
hægindastól með stoð fyrir höfuð og
fætur (skammel). Upplýsingar eftir kl.
18 í síma 39109.
Okkur vantar
tvö afturdekk á kassabíl. Þið sem
eigið slíkt vinsamlegast hringið í síma
20943 við fyrsta tækifæri.
Til sölu
sem ný, finnsk mokkakápa. Upplýs-
ingar í síma 42935 eftir kl. 19.
Fataskápur óskast
Okkur bráðvantar fataskáp (gjarnan
gamlan og/eða bilaðan) á hagstæðu
verði. Upplýsingar í síma 621945 eftir
kl. 17.
Vatnslitamynd
af ísafjarðarkirkju
og nágrenni til sölu. Mjög fallegt lista-
verk, eftir Jónas „stýrimann" Guð-
mundsson. Selst af sérstökum
ástæðum. Á sama stað er til sölu
gamall, tvíofinn borðdúkur af mjög
sjaldgæfri tegund. Upplýsingar í síma
29105.
Bíli til sölu
Trabant station árgerð 1980 til sölu.
Verð 25.000 kr. Upplýsingar í síma
28692.
Flóamarkaður
Dýraverndunar-
sambandsins
að Hafnarstræti 17, kjallara, er opinn
mánudaga, þriðjudaga og miðviku-
daga frá kl. 2 - 6 e.h. Fjölbreyttur
varningur á boðstólum. Gjöfum veitt
móttaka á sama stað og tíma. Ykkar
stuðningur - okkar hjálp.
Samband
dýraverndunarfélaga islands.
Dúkkurúm til sölu
hvít með handmáluðum rósum í
tveimur stærðum. Rúmin eru skrúfuð
saman og límd og er óhætt að fullyrða
að þau endast í mannsaldur.
Auður Oddgeirsdóttir, sími 611036.
Til sölu
hekluð lopateppi. Falleg gjöf til vina
hérlendis sem erlendis. Upplýsingar í
síma 79248.
Hjálp! - herbergi
Ég er 23 ára gömul stelpa, og bráð-
vantar herbergi strax. Eg er á göt-
unni. Herbergið má vera í íbúð þar
sem margir leigja saman. Eldunar-
og snyrtiaðstaða verður að vera fyrir
hendi. Ég fer í skóla eftir jól og get því
ekki greitt neitt fyrirfram, en heiti skil-
vísum greiðslum og góðri umgengni.
Húsnæðið þarf helst að vera mið-
svæðis í Reykjavík.
Uppl. í síma 16340.
Til SÖIu
snyrtiborð með spegli á kr. 500 og
ísskápur á kr. 5000. Upplýsingar í
síma 30947 eftir kl. 17.
Húsgögn til sölu
Einfalt sófasett (1 + 1+2) á kr. 1000.
Sófaborð, ílangt (50x120 sm) á 800
kr. Tveir borðstofustólar á kr. 400
stykkið. Tekk-skrifborð með skúffum
og skáp (75x150 sm) á kr. 3000. Ef
allt er keypt í einu fæst „pakkinn" á
4500 kr. Upplýsingar í síma 36474
eftir hádegi og á kvöldin.
Til sölu
tvær svampdýnur með grænleitu á-
klæði á tvískiptri viðargrind. Hentugt
fyrir þá sem eru að byrja búskap eða í
sumarbústaðinn. Upplýsingar í
símum 24149 og 14309 (á kvöldin).
Múrviðgerðir - sprungu-
viðgerðir - mótarif
Tökum að okkur allar múr- og
sprunguviðgerðir, einnig mótarif og
hreinsun. Vanir menn. Föst tilboð
eða tímavinna. Uppl. ( síma 42873,
eftir kl. 18.
Þýðingar
Tek að mér þýðingar á smærri og
stærri verkefnum. Þýði úr ensku og
Norðurlandamálum. Vönduð vinna,
fljót og góð afgreiðsla. Upplýsingar í
síma 651209.
Krossgátur
Bý til stórar og smáar krossgátur,
samkvæmt óskum hvers og eins. Til-
valið fyrir blöð og tímarit. Hringið í
síma 651209.
Til sölu
er springdýna á grind með hjólum
2x150 sm, kostar 1000 kr. Uppl. í
síma 622103.
Ljósritunarvél - pappír
Gömul, stór Ijósritunarvél, ásamt
miklu af pappír, fæst nánast gefins.
Uppl. hjá Bókaforlaginu Svart á hvítu,
Borgartúni 29, sími 18860.
Frá
Auglýsingadeild Þjóðviljans
Flóamarkaður Þjóðviljans er
ókeypis þjónusta við áskrifendur
blaðsins, sem geta hringt inn auglýs-
ingar sínar. Þeir sem ekki eru áskrif-
endur þurfa að koma með auglýsinga
og fá hana þá birta gegn 250 kr.
gjaldi. Fólk er vinsamlegast beðið að
koma eða hringja fyrir kl. 16 daginn
fyrir birtingu. Flóamarkaðurinn er í
blaðinu á þriðjudögum og
fimmtudögum. Þeir sem eru svo
óheppnir að vefa ekki áskrifendur
spyrji starfsfólk auglýsingadeildar-
innar um kynningaráskriftina vin-
sælu.
Itilefni 60 ára afmælis síns í des-
ember 1984 ákvað Rauði kross
íslands að færa Krabbameinsfé-
lagi íslands að gjöf mjög
fullkomið röntgentæki til mynda-
töku af brjóstum, ásamt nýtísku
búnaði tU töku frumusýna. Með
þessum tækjum aukast mögu-
leikar á að greina brjóstakrabba-
mein á byrjunarstigi.
Röntgentækið, sem er franskt
að gerð, „Senographe 500 T“,
hefur nú verið tekið í notkun og
Lionsklúbburinn Ægir heldur
bingó og kabarattskemmtun í
Broadway í kvöld kl. 20:00 tU
Qáröflunar vegna framkvæmda
að Sólheimum í Grímsnesi, en
eins og kunnugt er hefur nýtt hús
verið í byggingu fyrir íþróttaiðk-
un og leikstarfsemi vistmanna.
Flestir muna frækUega göngu
Reynis Péturs Ingvarssonar um-
hverfis landið síðastliðið sumar
tU að afla fjár tU byggingarinnar
með frábærum viðtökum allra
landsmanna. Reynir Pétur verð-
ur sérstakur heiðursgestur á Sól-
heimakvöldinu ásamt forstöðu-
manni heimUisins, HaUdóri
Júlíussyni.
Hafnarfjörður
/Garðabœr
Ný stjórn í
Fylkingunni
Aðalfundur Æskulýðsfylking-
arinnar í Hafnarfirði og í Garða-
bæ var haldinn nýlega. Ný stjórn
var kjörin á fundinum og er
Reynir Sigurðsson formaður
Fylkingarinnar.
Auk Reynis voru kjörin í
stjórn Katrín Kristjánsdóttir var-
aform., Ámi Björn Ómarsson
gjaldkeri. Guðbjörn Ólafsson rit-
ari og Ásdís Geirsdóttir með-
stjórnandi. í varastjóm eiga sæti
jjeir Sindri Sveinbjömsson og
Bjarki Hreinsson.
var formlega afhent 1. nóvember
1985. Er það m.a. búið hreyfan-
legri geislasíu tiþað útiloka svo-
nefnda dreifigeislun og auka þar
með andstæður í myndinni: Einn-
ig fylgir búnaður til að taka
myndir af litlum svæðum, með
beinni stækkun og auknum
myndgæðum. Er hann mjög
mikilvægur við nánara mat á ó-
ljósum breytingum eða breyting-
um sem vekja grun um krabba-
mein og sést hafa á venjulegum
myndum, þannig að myndgrein-
Lionsklúbburinn Ægir hefur
allt frá stofnun árið 1957 stutt
starfið á Sólheimum með sjálf-
boðaliðsvinnu klúbbfélaga á
staðnum og öflugu starfi við fjár-
öflun, er farið hefur til kaupa á
efni, áhöldum og tækjum fyrir
heimilið. Nú er ætlunin að afla
viðbótarfjár til að hraða fram-
kvæmdum og mun ágóði af
skemmtikvöldinu renna óskiptur
til Sólheima.
Dagskrá kvöldsins er vönduð
og fjölbreytt. Landsþekktir
skemmtikraftar koma fram og
mjög góðir vinningar eru í bingói
og happdrættinu, en aðgöngu-
miðar gilda sem happdrættismið-
ar.
Allir þeir sem leitað hefur ver-
ið til hafa sýnt verkefninu mikla
velvild, enda eru skemmtiatriði,
vinningar og endurgjaldslaus af-
not af veitingahúsinu Broadway
rausnarleg framlög velunnara
málefnisins. Sama gildir um þau
fyrirtæki sem styrkt hafa auglýs-
ingar til kynningar á Sólheima-
kvöldinu.
Einkunnarorð Sólheima-bing-
ósins og kabarettsins á Broadway
eru: Gott málefni - góð skemmt-
un - góðir vinningar.
Gera má ráð fyrir því, að fjöl-
menni verði á SÓLHEIMAK-
VÖLDINU og menn heiðri með
þeim hætti Reyni Pétur og for-
stöðumanna Sólheima Halldór
Júlíusson jafnframt því að leggja
nokkuð af mörkum til stuðnings
við Sólheimastarfið.
ing verður mun nákvæmari en
áður.
Tæki það sem ætlað er til töku
frumusýna frá grunsamlegum
breytingum, einkum þeim sem
sést hafa á brjóstamyndum en eru
ekki þreifanlegar, er nefnt Cyto-
guide og hannað í Svíþjóð sér-
. staklega fyrir Senographe 500 T
og tengist því beint. Breytingin er
staðsett nákvæmlega og stungið í
hana með fínni nál, eftir að
stungustaður og dýpt hafa verið
reiknuð út í tölvu með hjálp
tveggja skámynda. Slík tækni,
sýnistaka með rúmstýringu
(„stereotaxis"), er mun nákvæm-
ari en áður hefur tíðkast með ein-
faldari útbúnaði, þannig að unnt
er að ná sýni frá breytingum sem
eru aðeins nokkrir millimetrar í
þvermál.
Hin myndarlega gjöf Rauða
kross íslands og aukin þekking á
þessu sviði munu væntanlega
leiða til bættrar greiningar
krabbameins í brjóstum, þannig
að sjúkdómurinn greinist fyrr og í
færri tilvikum en ella þarf að taka
skurðsýni. Mun þetta einkum
koma að gagni, þegar hafin verð-
ur skipuleg leit að brjóstakrabba-
meini með almennri myndatöku
kvenna í ákveðnum aldurshópum
um land allt, en stefnt er að því að
slík leit hefjist innan tveggja ára.
Viðskipti
Finnarkaupa
mokkaskinn
Góðar söluhorfur
Söluhorfur á skinnaiðnaðar-
vörum Sambandsins eru nú góðar
og hafa þær hækkað í verði frá
sfðasta ári. Gerður hefur verið
samningur við finnska fyrirtækið
Friitala um sölu á 250 þús. ferfet-
um af mokkaskinni. Er sölu-
verðmætið um 1 milj. dollara.
Ætlunin er að súta og fullvinna
í mokkaskinn um 3 miljónir fer-
feta eða um 415 þús. skinn, auk
annarrar framleiðslu í verksmiðj-
unni. Aðalmarkaðir fyrir full-
unnin skinn eru í Finnlandi, Nor-
egi, Danmörku, Vestur-
Þýskalandi, Bretlandi og Banda-
rfkjunum, en fyrir fatnaðinn á
Norðurlöndunum og í Sovétrikj-
unum.
-mhg
Er ekki tilvalið
að gerast áskrifandi?
DJÓÐVILJINN
Broadway í kvöld
Bingó og kabarett
Fjár aflað tilframkvœmda að Sólheimum í Grímsnesi
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. nóvember 1985