Þjóðviljinn - 07.11.1985, Síða 7

Þjóðviljinn - 07.11.1985, Síða 7
Vestmannaeyjar Mjólkin á næstu 5 ára áætlun Sterk peningalykt, tveir sjálfstæöismenn og Guögeir Matthíasson tóku á móti blaðamanni Þjóöviljanserhann heimsótti FES í Eyjum Guðgeir Matthíasson, Ásmundur Friðriksson og Hafliði Albertsson. Ljósm.: E.ÓI. í Vestmannaeyjum eru tvær loðnubræðslur. Einhvern tíma hafa þær sjálfsagt heitið síldar- bræðslur. Nú eru þær kallar FIVE (Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum) og FES (Fiski- mjölsverksmiðja Einars Sigurðs- sonar). Af því að Sigurður Ein- arsson framkvæmdastjóri og eigandi FES var að láta skíra hjá sér þennan dag, og átti jafnframt 35 ára afmæli, ásamt reyndar Kaupfélagi Vestmannaeyja, lögðum við leið okkar í FESið. Pau voru búin að taka á móti 13000 tonnum i þessari törn, en bræddu samanlagt 23.000 tonn á síðustu loðnuvertíð. t>að var stæk peningalykt, tveir sjálfstæðismenn og Guðgeir Matthíasson sem tóku á móti okkur. Sjálfstæðismennirnir Hafliði Albertsson og Ásmundur Frið- riksson buðu inn á kaffistofu í spjall og sopa. „Já, fáið ykkur kaffi,” sagði Guðgeir, „það tók fimm ár að berjast fyrir því að fá kaffi hing- að, önnur fimm að fá þá til að borga fyrir okkur molann og mjólkin er á næstu 5 ára áætlun. Hann hlær svo smitandi að kaffið kólnaði. Talið barst að vinnutímanum. - 1982 settu þeir lög um frí- daga. Vinnuvikan er 104 klst. án frídaga, sagði Guðgeir. - Petta er ekki rétt Guðgeir, greip Hafliði inn í. Það er 101 tími aðra vikuna og 102 tímar hina vikuna. Guðgeir samsinnti, sló út höndunum og brosti, 2-3 tímar til eða frá skiptu hann greinilega. engu máli. - Hvað fáið þið í laun? -Ekki nóg, svaraði Guðgeir að bragði. - Byrjunarlaunin eru um 19 þúsund fræddi Ásmundur okkur á. - Guðgeir er kominn í 22. Hafliði sagðist geta verið sam- mála Guðgeiri aldrei þessu vant: - Ég lenti einu sinni í rifrildi við góðan vin minn fyrir nokkrum árum. Hann var að fjasa um hvað ég hefði há laun. Ég benti honum á að reikna tímana mína með kaupinu sínu. Eftir það höfum við ekki rifist um launin mín. Hann er opinber starfsmaður og þrátt fyrir það var hann mun hærri en ég í launum, hefði hann fengið að vinna jafn mikið. Það var fjasað góðlátlega um stjórnmál og rifust þeir Ásmund- ur og Guðgeir í besta bróðerni. Það kom fram, að Guðgeir hefur fylgt 3 flokkum undanfarnar kosningar; - ég er kommi. En ég er ekki alþýðubandalagsmaður ónei, lýðræðið nær út fyrir glugg- ana hjá mér. Gígjan var að koma að landi með fullfermi og það var kominn tími á þá Ásmund og Guðgeir til að fara að taka á móti henni. Haf- liði fór með okkur inn í mettað loft bræðslunnar, þar sem stórar tromlur örguðu og gubbuðu úr sér mjöli og ældu iðnaðarlýsi í potta. Lyktin var hroðaleg. Einar ljósmyndari fitjaði upp á trýnið. Gott ef hann táraðist ekki líka. - Hafliði hrópaði að þetta héldi nú í þeim lífinu „þarna fyrir sunn- an”. - Það er samt ógeðsleg lykt hérna! gargaði Einar að bragði. Ut við veggina sátu menn á gömlum bílsætum, greinilega búnir að dáleiða sjálfa sig með því að horfa á snúning tromlanna og hlusta á ærandi, taktfastan há- vaðann í vélum og blásurum. Hafliði útlistaði í örstuttu máli vinnsluferlið, sem ekki gekk að botna í svona í fyrstu umferð. Það kom fram að þeir fram- leiða tvær tegundir af loðnulýsi og er sýruhærra lýsið notað sem eldsneyti á þurrkofna bræðslunn- ar, en hitt fer til iðnaðar úti í hin- um stóra heimi þar sem það er aðallega notað í ilmvötn. Hafliði sá á okkur furðusvip- inn, brosti og sagði: - Þá sjáið þið drengir mínir - þetta er fyrsta flokks ilmvatnslykt sem þið eruð að fussa yfir. Svo nota þeir lýsið einnig í sápur. Skyldi þvottaefnið sem ég not- aði til að þvo frakkann minn eftir heimsóknina í loðnubræðsluna hafa verið framleitt að einhverju leyti úr loðnulýsi? Síldin of seint á ferð Spjallað viö vigtarkóngana í Eyjum Uppspretta sannleikans liggur á vigtunum. Þar ríkir jafnan kyrrð og friður innan dyra, heitt kafFi á brúsa og Ijúft spjall, er gesti ber að garði. Vigtarkóngarnir í Vestmanna- eyjum eru þeir Torfi Haraldsson á Vinnslustöðvarvigtinni og Ein- ar Guðmundsson á Fiskiðjuvigt- inni. Á báðum stöðum situr á - reiðanleikinn í fyrirrúmi upp á kíló. Samanburður á milli ára hvað afla varðar er auðsóttastur á vigtunum og samdóma álit þeirra félaga var að árið í ár væri í daufara lagi aflalega miðað við önnur ár. Ástæðan var einföld: tíðarfar og fiskileysi. Einar var ekki sáttur með öll þessi kvótamál, taldi að málið væri flóknara en svo að það yrði sett á skrifborð og leyst þar. - En verst þykir mér hvernig komið er fyrir smábátaeigendun- um. Veðurguðirnir hafa hingað til verið þeirra sóknarkvóti og það ættu þeir að fá að vera áfram. Það er alveg ófært að reikna heildar trillukvótann á línu-, færa- og netatrillur jafnt. Línan og færin eiga að vera sér. Annars myndi ég aldrei vilja stjórna þessu. Sá maður á ekki gott sem það þarf að gera. Torfi Haraidsson hafði það náðugt. - Þetta er ekkert orðið, bara togarar. Gámabátana sjáum við ekki hér. Síldin er of seint á ferðinni, mánuði of seint. Konurnar koma ekki nógu vel útúr þessari verk- unaraðferð miðað við að það væri tunnusaltað. Og þær eru búnar að bíða lengi eftir sfldinni. - Ef Þjóðviljinn væri Rás 2 og þú mættir velja þér lag? Torfi, kunnur jassgeggjari, lygnir aftur augunum og við ímyndum okkur að við heyrum hann hugsa um Charlie Parker, en þess í stað sýnir hánn okkur gamlan saxófón sem hann ætlar að láta pressa og hengja síðan upp á vegg. Hugmyndin var svo einkennileg að við gleymdum al- veg að ganga á eftir laginu sem hefði verið valið, ef Þjóðviljinn hefði verið Rás 2.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.