Þjóðviljinn - 07.11.1985, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 07.11.1985, Qupperneq 13
Hjörleifur Guttormsson Ólíkt höfumst vér að iðnaðarmálin 1978-1985 Aherslur í stjórnartíð Alþýðubandalagsins Á árunum 1978-1983, þegar Alþýðubandalagiö átti aðild að ríkisstjórnum og fór m.a. með málefni iðnaðar var gert mikið átak ★ til að efla og vernda inn- lenda iðnaðarframleiðslu ★ til að greina vaxtarmögu- leika í iðnaði og leggja grunn að sókn inn á ný svið. Undirbúin var þingsályktunar- tillaga um iðnaðarstefnu, sem hlaut samþykki Alþingis 3. maí 1982. í samræmi við ákvæði hennar var skipuð samstarfs- nefnd um framkvæmd iðnaðar- stefnu til að samræma aðgerðir og áætlanir á sviði iðnaðar. Lagt var á sértakt aðlögunar- gjald á innfluttan iðnvarning á ár- unum 1979 og 1980 til að vernda innlenda framleiðslu. Tekjum af þessu gjaldi var varið til þróunar- verkefna í einstökum iðngreinum og til að auka áhættulán og styrk- veitingar vegna iðnþróunar í gegnum Iðnrekstrarsjóð. Fram- sóknarflokkurinn kom í veg fyrir að gjald þetta yrði framlengt, þrátt fyrir heimild Alþingis. Starfsskilyrði iðnaðar voru bætt til mikilla muna, m .a. með afnámi aðflutningsgjalda og stór- felldri aukningu á endurkaupa- lánum iðnfyrirtækja hjá Seðla- bankanum. Rannsókna- og þjónustustofn- anir iðnaðarins voru efldar. Iðn- tæknistofnun var endurskipulögð og grunnur lagður að nýbyggingu yfir starfsemi hennar. Útflutningsmiðstöð iðnaðarins fékk stóraukin framlög úr ríkis- sjóði til starfsemi sinnar. Stofnuð var svonefnd Fræðslumiðstöð iðnaðarins til að styðja við eftir- menntun og starfsþjálfun fólks í iðnaði. Komið var á iðnráðgjafastarf- semi úti í landshlutunum og ýtt undir stofnun svæðisbundinna iðnþróunarfélaga og sjóða. Hafin var skipulcg efling smá- iðnaðar og sett af stað nýsköpun- arverkefni undir heitinu „Verk- efni um stofnun og þróun smáfyr- irtækja". Gert var þróunarátak með stuðningi iðnaðarráðuneytis og sjóða í málm- og skipaiðnaði, raf- og rafeindaiðnaði, húsgagna- og innréttingaiðnaði, fata- og ullar- iðnaði, sælgætis- og kexiðnaði, lagmetisiðnaði og skógerð. Víðtæk athugun fór fram á orkuiðnaði og orkunýtingu mið- að við forræði landsmanna yfir fyrirtækjum og með tilliti til byggðaþróunar og umhverfi- Ríkisendurskoðun óskar aö ráða til starfa viðskiptafræðing eða löggiltan endurskoðanda. Maður með góða starfsreynslu í bók- haldi kemur einnig til greina. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar ríkisendurskoðun, Laugavegi 105, fyrir 12. nóvember n.k. Blaðburðarfólk Ef þú ert morgunhress. Hafðu þá samband við afgreiðslu Þjoðvi^ans, sími 81333 Laus hverfi: Nýi miðbærinn, Hamraborg, Sörlaskjól, Kaplaskjóls- vegur, Seltjarnarnes, Leifsgata, Eiríksgata. Úaö bætir heilsu oe hag að bera út Þjúðviljann BetraMad Hjörleifur Guttormsson alþingismað- ur og fyrrverandi iðnaðarráðherra. sverndar. Sérstök athugun fór fram á staðarvali fyrir meiriháttar iðnað á vegum Staðarvalsnefndar og tók hún til alls landsins. Iðn- tæknistofnun var falið að hafa forgöngu um eflingu innlendrar tækniþekkingar á sviði orkunýt- ingar og stofnuð var ráðgjafa- nefnd innlendra stofnana og fyr- irtækja til að samræma starf á þessu sviði. Undirbúin var stofnun kísil- málmverksmiðju, sjóefnavinns- lu, steinullarverksmiðju og stál- bræðslu og aflað lagaheimilda Alþingis vegna slíkra fyrirtækja. Víðtæk athugun fór fram á áliðn- aði, m.a. í tengslum við endur- skoðun á samningum við ÍSAL og deilumála við Alusuisse. Haf- in var endurskpulagning á rekstri Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Mörkuð var stefna um opinber innkaup og gefin fyrirmæli til ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja um að beina viðskiptum til inn- lendra framleiðenda og haga út- boðum, hönnunar- og verksamn- ingum þannig að þeir miðist öðru fremur við íslenskar vörur og að- stæður. Sérstök samstarfsnefnd var skipuð til að fylgja þessari stefnu eftir. Duttlungar markaðarins nú í öndvegi Undir forystu núverandi ríkis- stjórnar og Sverris Hermanns- sonar sem iðnaðarráðherra var gjörbreytt um stefnu og fram- kvæmd á mörgum sviðum iðnað- armála. Verða hér nefnd nokkur dæmi, sem sýna þessa kúvend- ingu: 1. Erlend stóriðjustefna for- gangsverkefni. Tekin hefur verið upp erlend stóriðjustefna á ný og kvaddar til viðræðunefndir með aðild Seðlabankamanna til að leita eftir orkukaupendum og er- lendum auðhringum til að koma upp verksmiðjum hérlendis. Eftir meira en tveggja ára kostn- aðarsama leit og auglýsingastarf- semi erlendis hafa þó engir slíkir aðilar gefið sig fram til alvöruvið- ræðna, en Landsvirkjun hefur samt haldið áfram að bæta við raforkuframleiðslu án tillits til markaðar. 2. Engin ný meiriháttar iðn- fyrirtæki hafa risið fyrir forgöngu eða með aðild stjórnvalda, nema þau sem undirbúin höfðu verið í tíð fyrri stjórnar, svo sem steinullarverksmiðja. Engin ný og stærri iðnfyrirtæki hafa verið á döfinni fyrir forgöngu ríkisstjórn- arinnar. 3. Sala ríkisfyrirtækja helsta hugsjónamálið. Hætt hefur verið við aðild ríkisins að mörgum iðn- fyrirtækjum og hlutabréf ýmist seld eða boðin til sölu, oft á mjög hæpnum kjörum. Má þar nefna Lagmetisiðjuna Siglósíld, Lands- smiðjuna, Þörungavinnsluna á Reykhólum, Rafha í Hafnarfirði, svo og hlut ríkisins í Iðnaðar- banka íslands. Ráðherra boðaði að hætt yrði við starfsemi Sjó- efnavinnslunnar h/f, en sú stefna hans hefur ekki náð fram að ganga og Alþingi felldi frumvarp hans um sölu á 20% af eignarhlut ríkisins í Sementsverksmiðjunni. 4. Þróunarverkefnum hætt. Hætt hefur verið við viðleitni stjórnvalda til að styrkja stöðu iðngreina og mjög hallað undan fæti í mörgum greinum, svo sem skipaiðnaði og ullariðnaði. Átak sem undirbúið hafði verið í raf- eindaiðnaði á vegum verkefnis- stjórnar í rafiðnaði (VÍR) og Undirbúningsfélags rafeindaiðn- aðarins var kistulagt í meira en tvö ár. 5. Vilji Alþingis um iönþróun hundsaður. Samstarfsnefnd um framkvæmd iðnaðarstefnu, sem skipuð var sumarið 1982 í sam- ræmi við samþykkt Alþingis var lögð niður og engin markviss vinna er í gangi a vegurn stjórnvalda til að framfylgja þingsályktun Alþingis um iðnað- arstefnu. 6. „Kaupum íslenskt“ ekki lengur á dagskrá. Opinber innkaupastefna sem fyrri ríkis- stjórn samþykkti hefur verið að engu gerð og samstarfsnefnd sem átti að vinna að framgangi hennar var formlega afmunstruð sumar- ið 1984. 7. Dregið úr fjárframlögum. Framlög ríkisins til iðnþróunar hafa dregist verulega sarnan í tíð núverandi stjórnar og engan veg- inn verið staðið við langtímaáætl- un um rannsóknir í þágu atvinnu- veganna, sem Alþingi samþykkti í mars 1983. Þessi dæmi sýna glögglega, að núverandi ríkisstjórn hefur í reynd skotið sér undan öllu mar- kvissu starfi til að styðja við ný- sköpun í iðnaði. í sumum tilvik- um hefur verið brotið þvert gegn samþykktum Alþingis um iðn- þróun. Nýmælin eiga öll að vera háð duttlungum markaðarins og treyst á að þau komi að utan, bor- in uppi af erlendum auðhringum eða öðrum sem fjárfesta vilji í hinni nýju „Singapúr norður- sins“. Hjörleifur Guttormsson Frá menntamála- ráðuneytinu Fjölbrautaskóla Suöurlands á Selfossi vantar kennara frá næstu áramótum. Um er aö ræða fulla kennslu í hverri af eftirtöldum kennslugreinum: Eölisfræði, ensku, stærðfræöi og tölvufræði. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík fyrir 1. desember. Menntamálaráöuneytið Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir Jónína Kvaran frá Mælifelli í Skagafirði til heimilis að Hvassaleiti 155 lést í gjörgæsludeild Borgarspítalans þann 5. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Tryggvi Olafsson Einar Ólafsson Anna Ólafsdóttir Ólafur Kristjánsson Solveig Vignisdottir Pálmi Gunnarsson ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Konan mín, móðirokkar, tengdamóðir, ammaog langamma Ólöf Friðfinnsdóttir, frá Berjanesi í Vestmannaeyjum Haukshólum 3 andaðist 5. nóvember á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar. Jón Einarsson Elísa G. Jónsdóttir Ragnheiður Jónsdóttir Gunnar Sv. Jónsson Einar Þór Jónsson Ólöf Jóna Sigurgeirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Jón Hannesson Ernst Backman Guðrún Bergsdóttir Erla Biöndal Jón Sigurðsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.