Þjóðviljinn - 07.11.1985, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 07.11.1985, Qupperneq 16
Aðalsfmi: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. Þing LÍÚ Allt er á uppleið Kristján Ragnarssonformaður LÍÚ: Afkoman góð hjá skuldlitlum skipum. Afkoma loðnuveiðiskipanna hefur stórbatnað. Frystiskipin blómstra Ping Landssambands ísl. út: rœðu formanns LÍÚ, Kristjáns *r á uppleið hjá íslenskum vegsmanna var sett í gær. f Ragnarssonar, kom fram að allt útgerðarmönnum, nema þeim sem eru með mikinn skuldahala. Kristján sagði að afkoma fisk- veiðanna á þessu ári hefði verið betri en undanfarin ár, sérstak- lega eftir síðustu fiskverðhækk- un, en þá hafa bátarnir 10% af tekjum til að standa undir fjárm- agnskostnaði og togararnir um 16%. Afkoman væri því góð hjá þeim sem eiga skuldlítil eða skuldiaus skip en erfið hjá þeim sem skulda mikið. Kristján gat þess að afkoma loðnuveiðiskipanna hefði verið sérlega góð nú eftir þann við- bótar kvóta sem ákveðinn hefur verið á loðnuveiðunum. Auk þess færi verð á loðnuafurðum nú hækkandi á heimsmarkaði. „Sérstök ástæða er til að gleðj- ast yfir góðri afkomu útgerðar og áhafna þeirra skipa sem frysta aflann um borð. Framleiðslu- verðmæti þeirra er undravert og er unnt að nefna dæmi um að framleiðsluverðmæti á bak við hvern áhafnarmann er 7-8 milj- ónir króna...“ sagði Kristján Ragnarsson. -S.dór Þorskkvótinn 1986 Leyft að veiða 300 þúsund lestir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra: Endurnýjunfiskiskipaflotans orðin nauðsynleg Sjávarútvegsráðherra skýrði frá því á þingi LÍÚ sem hófst í gær að hann hafi ákveðið að hækka þorskaflamarkið um 10% á næsta ári frá því sem var í ár, þannig að leyft verður að veiða um 300 þúsund lestir. Aftur á móti verður aflamark annarra botnfisktegunda á næsta ári það sama og var í ár. Þá kom fram í ræðu sjávarút- vegsráðherra, að ekki verði fram hjá því horft að endurnýjun fiski- skipaflotans standi fyrir dyrum þar sem megnið af bátaflotanum sé byggður á sjöunda áratugnum og því orðinn 20 ára. Hann benti á að ef endurnýjun dregst miklu lengur sé hætta á að tæknileg þró- un, sem ávallt fylgir nýjum skipum, fari hjá garði hér á landi. Eins væri hætta á að holskefla ný- bygginga skelli yfir í stað þess að endurnýjun sé jöfn og stöðug. Þess má geta að margir útgerð- armenn halda því fram að við séum orðin of sein í þessum efn- um og holskeflan muni skella yfir en staðið hefur verið í vegi fyrir allri endurnýjun á fiskiskipum um 2ja til 3ja ára skeið. -S.dór DJOÐVIUINN Flmmtudagur 7. nóvember 1985 267. tölublað 50. órgangur „Þú og ég“ Nær dýrinu en manninum Ný kynfrœðslubók ekki afgreidd til skólabókasafna. Ibókinni eru slíkar myndir að okkur finnst að við séum komin nær dýrinu en manninum, sagði Jenna Jensdóttir um bókina „Þú og ég“ sem skólasafnanefnd hefur ákveðið að mæla ekki með að keypt verði á skólabókasöfn. Bókin er ætluð til kynfræðslu fyrir unglinga og hefur að sögn Halldórs Guðmundssonar hjá Máli og menningu fengið einróma hrós frá þeim sem bókaútgáfan hefur beðið að iesa hana yfir, þar á meðal frá starfsfólki á kynfræð- sludeild Heilsuverndarstöðv- arinnar. Kennarar sem hafa pantað bókina á skólasöfn sín frá Skóla- safnamiðstöðinni hafa ekki feng- ið hana til kennslu, og er það í samræmi við þá ákvörðun skóla- safnanefndar Reykjavíkur að hafa bókina „Þú og ég“ ekki á þeim lista sem nefndin tekur sam- an yfir bækur sem nefndin telur „heppilegar og gagnlegar“ með orðum Braga Jósefssonar. Auk hans og Jennu Jensdóttur á Sig- ríður Ragna Sigurðardóttir sæti í nefndinni og voru þau sammála um bókina. „Þarna eru atriði þess eðlis að okkur þótti ekki heppilegt að mæla með bókinni“ sagði Bragi við Þjóðviljann í gær en vildi á þessu stigi málsins ekki nefna dæmi. „f bókinni er ýmislegt sem ekki samræmist því að hún liggi frammi á skólabókasafni þar sem böm ganga um og fá að lesa hvað sem er“ sagði Jenna Jensdóttir við Þjóðviljann. „Á þessum tím- um þegar hættulegir sjúkdómar geisa verðum við að hugsa okkur um áður en svona bækur eru sett- ar á skólabókasöfn. Það verður að minnsta kosti að nema staðar á þessum síðustu og verstu tím- um“. Jenna segir að þarmeð sé ekki sagt að einstökum kennurum sé meinað að panta bókina og nota hana. Bragi segir lista nefndar- innar ætlaðan sem ráðgjöf fyrir skólasafnamiðstöðina sem sér um innkaup á söfnin. Ætla megi að forstöðumaður hennar taki mið af listanum. Skólasafnanefndin er undir- nefnd fræðsluráðs Reykjavíkur. Þess má geta að fyrir skömmu voru birtir kaflar úr bókinni „Þú og ég“ á unglingasíðum Þjóðvilj- ans, „Glætunni“. Austurbæjarbíó í dag kl. 17.15 7. LANDSFUNDUR /ÍB^ÐUBANDALAGSINS 1985 á giæsilega setningarathöfn Við bjóðum alla félags- menn og velunnara okkar velkomna á setningarat- höfn landsfundarins í kvöld, fimmtudaginn 7. nóvember kl. 17.15 í Aust- urbæjarbíói. Dagskrá: Húsið opnað kl. 17.15, baráttusöngvar Ávarp: Eiríkur Hjálmarsson Ávarp: Gerður Gestsdóttir Söngur: Kristinn Sigmundsson og Katrín Sigurðardóttir rl fl f] Elríkur Geróur Krlstlnn Katrín Elnar i Á- - ^ ■ j' fT+'*** m ^ J ii- 4 1 fÖr jTPnl Upplestur: Einar Kárason Skemmtiþáttur: Höfundur: Jón Hjartarson Flytjendur: Jón Hjartarson, Soffía Jakobsdóttir og Stephan Yates Ávarp: Ásdís Þórhallsdóttir Söngur: Katrín Sigurðardóttir Ávarp: Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins Fjöldasöngur og samkomuslit Fundarstjóri: Baldur Óskarsson Jón Soffía Ásdís Svavar Baldur Alþýðubandalagið Þessi boðsmiði gildir fyrir þig og fjölskyldu þína

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.