Þjóðviljinn - 08.11.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.11.1985, Blaðsíða 2
Amnesty-vika FRÉTTIR Sameining Bæjarútgerðarinn- ar og Isbjarnarins er ekki annað en friðþæging ungu frjálshyggju- postulanna í Sjálfstæðisflokkn- um. Sonum Ingvars Vilhjálms- sonar hefur í gegnum flokksb- ræður sína í borgarstjórn tekist að koma skuldum sínum yfir á Reykjavíkurborg, sagði Kristján Benediktsson borgarfulltrúi á borgarstjórnarfundi í gær, þar sem sjálfstæðismenn lögðu end- anlega blessun sína yfir samein- ingu BÚR og ísbjarnarins. Þar var jafnframt samþykkt tillaga Alberts Guðmundssonar þar sem lagt er til að eftir sameininguna dragi Reykjavíkurborg sig að fullu út úr útgerð og fiskvinnslu. Talsverðar umræður urðu um málið á fundinum eins og vænta mátti en málalok urðu þau að sameiningin var samþykkt með 12 atkvæðum sjálfstæðismanna gegn atkvæðum fulltrúa minni- hlutans. Minnihlutinn deildi hart á öll vinnubrögð Lþessu máli og lagðist gegn því að Reykjavíkur- borg tæki á sig skuldahala fs- bjarnarbræðra. Sigurjón Pétursson mælti fyrir bókun fulltrúa Alþýðubanda- lags, Framsóknarflokks, Kvennaframboðs og Alþýðu- flokks þar sem þeir lýsa yfir and- Gilberto Acuna Chihua, nú 11 ára: hverjar sakir? Perú Handtekinn 10 ára Að kvöldi 1. ágúst í fyrra réðst herflokkur inní bæinn Urpay í Quinua-héraði, í Andesfjöllum í Perú. Meðal handtekinna var tíu ára drengur, Gilberto Acuna Chi- hua, sem ásamt foreldrum sínum var fluttur í herbúðir þar nærri, og er nú ekkert vitað um afdrif þessarar fjölskyldu. A þessum svæðum er skærulið- ahreyfingin Sendero Luminoso öflug, og hefur yfirmaður stjórn- arhersins þar hérumbil alræði- svald yfir lífi íbúa og limum. Fyrirspurnum saksóknara og dómstóla í Perú um handtekna er í engu svarað. Amnesty International hefur tekið saman skýrslu um aðfarir Perú-hers í þessum héruðum. Menn hafa verið teknir af lífi án dóms og laga og vitað er um rúm- lega þúsund manns sem hafa „horfið" frá janúar 1983. Einn þeirra er Gilberto Acuna Chi- hua. Á kynningarviku sinni skorar íslandsdeild samtakanna á ís- lendinga, sérstaklega ungt fólk nú á æskulýðsárinu, að leggja lið ungmennum í haldi víðsvegar um heim, og skrifa bréf þeim stjórnvöldum sem hlut eiga að máli. Fjölritað bréf til Perúst- jórnar um mál Gilberto Acuna liggur frammi á sýningu Amnesty International í Norræna húsinu og á skrifstofu samtakanna Hafn- arstræti 15. Heimarafstöðvar Svarið við orkuokrinu Vaxandi áhugi hjá bœndum um allt land að setja upp heimarafstöðvar. Meðal heimarafstöð kostar um eina miljón króna. Borgarsig upp á 5-8 árum vélvæðing er. Kúabændur með 40-50 kýr í fjósi nota óhemju mikið rafmagn við mjaltir og kæl- ingu mjólkur í tönkum. Sömu- leiðis er raforkuverð til súgþurrk- unar mjög dýrt, því taxtinn er ekki einn til bænda. Jón Sigurgeirsson sagði að í bæjatorfunni heima hjá honum væru fimm bæir um heimarafstöð sem framleiðir 250 kílóvött. Nú er verið að leggja rafmagnslínu frá þessari stöð að einum ná- grannabæjanna og annar hefur óskað eftir því sama. Slík línu- lagning og það verð sem bænd- urnir verða að greiða fyrir raf- magnið margborgar sig. -S.dór Alþingi Hvað borgar Isal? Pingmenn Alþýðubandalagsins krefja iðnaðarráðherra skýrslu um þróun raforkuverðs til Straumsvíkur Vegna aukinnar tæknivæðing- ar í landbúnaði eru fjölmargir bændur að kikna undan raforku- verðsokri. Eftir því sem best verður séð verður svar þcirra að setja upp heimarafstöðvar, þar sem það er hægt og það er víða. Að sögn Jóns Sigurgeirssonar á Árteigi í Köldukinn, sem fengist hefur við smíði og uppsetningu siíkra stöðva um áratugaskeið, fer áhugi bænda fyrir heimaraf- stöðvum mjög vaxandi. Jón sagði að það færi eftir mörgu hve dýrar slíkar vatnsafls- stöðvar væru en giskaði á að fyrir meðalbú með sæmilegar aðstæð- ur til uppsetningar vatnsafls- stöðvar yrði kostnaðurinn um ein miljón króna. Slík stöð myndi borga sig upp víða á landinu á 5 til 8 árum miðað við raforkuverð til bænda nú. Þjóðviljanum er kunnugt um að margir bændur rísa vart undir raforkukostnaði, þar sem mikil Hjörleifur Guttormsson og 9 aðrir þingmenn Alþýðubanda- lagsins hafa lagt fram á Alþingi beiðni um skýrslu frá iðnaðar- ráðherra um þróun raforkuverðs til álversins. Skýrslunnar er ósk- að í krafti nýrra þingskaparlaga sem kveða á um að ráðherra sé skylt að svara innan tveggja vikna séu þingmennirnir 9 eða fleiri. í skýrslunni skal koma fram hvaða verð ísal greiðir fyrir raf- orku frá Landsvirkjun ársfjórð- ungslega á þessu ári og hverju spáð hafi verið um þróun rafork- uverðsins þegar samið var við Al- usuisse í nóvember í fyrra. Þá er spurt um hver lækkunin sé á raungildi raforkuverðsins vegna lækkunar dollars og al- þjóðlegrar verðbólgu. Loks er spurt hvaða horfur séu um raf- orkuverðið á árinu 1986 að mati iðnaðarráðuneytis og Lands- virkjunar. Þess er óskað að skýrslan verði tekin til umræðu í sameinuðu þingi eftir að þingmenn hafa fengið hana í hendur. -ÁI stöðu sinni og vanþóknun á sam- einingunni og aðdraganda henn- ar. Þar er bent á að við stofnun hins nýja fyrirtækis yfirtaki það 500 miljóna skuldir frá ísbirnin- um, þar af nær helming í skammtímaskuldum. Mat á eignum fyrirtækjanna er fsbirnin- um mjög í hag. Þarna sé uppgjaf- areinkafyrirtæki að segja sig til sveitar og samfélaginu ætlað að yfirtaka skuldir þess. Það kom öllum á óvart að á fundinum í gær lagði Albert Guð- mundsson fram tillögu þess efnis að eftir sameininguna dragi borg- in sig að fullu út úr rekstrinum og bjóði hlutabréf sín öðrum föl. Það kom mjög flatt upp á flokksfélaga hans, sem þó sam- þykktu tillöguna. gg Það er nú meira hvað Lands- fundurinn er „spennandi"! Jafnréttið Kvennalisti á móti tillögu AB Hjörleifur Guttormsson mælti í gær fyrir þingsályktunartillögu sinni og Guðrúnar Helgadóttur um afnám misréttis gagnvart kon- um hér á landi í framhaldi af stað- festingu íslands á sáttmála Sam- einuðu þjóðanna þar um. Þau tíðindi gerðust í umræðunni að Sigríður Dúna Kristmundsdótt- ir lagðist gegn tillögunni sem hún taldi ekki þjóna neinum tilgangi. Nánar verður sagt frá umræðunni í Þjóðviljanum eftir helgi. ÁI Vallarstjórinn kvaddur. Að loknum leik Fram og Rapid á Laugardalsvelli í fyrradag var Baldri Jónssyni vallarstjóra í Laugardal færð gjöf af formanni knattspyrnudeildar Fram, Halldóri B. Jónssyni. Tilefnið var það að þessi leikur var sá síðasti sem leikinn er á vellinum undir stjórn Baldurs en hann mun láta af störfum innan tíðar. Baldur er til vinstri á myndinni. Ljósm. E.ÓI. Breytingar Magnús til SÍF Magnús Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands íslands hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sölu- sambands íslenskra fiskfram- leiðenda í stað Friðriks Pálssonar sem réðst til Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Magnús er fæddur árið 1946 í Reykjavík. Hann starfaði um tíma hjá SÍF, var forstjóri Arnar- flugs um árabil en hefur starfað 3 síðustu ár hjá VSÍ. Borgarstjórn ísbúrið að vemleika Sameining ísbjarnarins og B ÚR afgreidcL með atkvœðum íhaldsins. Hörð andstæða minnihlutans. Borgin yfirtekur skuldir Isbjarnarins. Albert Guðmundsson: Borginselji bréfsín 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.