Þjóðviljinn - 08.11.1985, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.11.1985, Blaðsíða 10
LEIKUST ÍÞROTTIR JA t< -iJ,. _ y' Land míns föður Uppselt og aftur uppselt Sýningar leikfélagsins á Landi míns föður eftir Kjartan Ragnars- son hafa gengið alveg frábær- legavel, sagði RunólfurÁgústs- son hjá Leikfélagi Reykjavíkur. í kvöld verður 29. sýning á söngleiknum og hefur verið upp- selt á allar 29 sýningarnar og einnig er uppselt á næstu 6 sýn- ingar. Par að auki er uppselt á allar helgarsýningar fram í miðj- an desember. Ennþá eru til nokkrir miðar á sýningar í miðri viku. Land míns föður er sýnt 6 daga vikunnar og sagði Runólfur að leikfélagið hefði aldrei áður verið með sýningar á einu verki svona þétt. Gert er ráð fyrir að sýna söng- leikinn fram á vor en um ára- mótin kemur nýr farsi inní og verða þá sýningar á Landi míns föður nokkuð strjálli. Þess má geta að um næsta mán- aðamót kemur út plata með lögum úr söngleiknum. ■ Leikfélag Siglufjarðar Frumsýnir Sólsetur Leikfélag Siglufjarðarfrum- sýnir á sunnudag 10. nóvem- ber nýtt íslenskt leikrit- Sól- setur. Höfundur verksins er Sól- veig Traustadóttir og er hún jafnframt leikstjóri. Leikend- ur eru Magnús Traustason, Ragnhildur Bergþórsdóttir, SvanhildurBjörnsdóttir, Ingi- björn Jóhannsson og Elvar Ellefsen. Önnur sýning á Sól- setri verður á mánudag. Um næstu helgi er svo ráðgerð leikför til Kópavogs og verður leikritið sýnt í Ríó. íslandsklukkan Síðustu sýningar Tværallrasíðustu sýningarn- ar á íslandsklukkunni, eftir Laxness verða núna um helg- ina. Næstsíðastasýningin verður í kvöld og sú síðasta á sunnudagskvöld. Þetta er síðasta tækifærið til að sjá þessa uppfærslu Þjóð- leikhússins á öndvegisverki ís- lenskra nútímabókmennta, því ekki verður hægt að koma við aukasýningum. íslands- klukkan var frumsýnd á 35 ára afmæli Ieikhússins í apríl síð- astliðnum og hefur aðsókn að verkinu verið geysigóð. Gamanleikurinn Með vífið í lúkunum, eftir Ray Cooney, gerir mikla lukku. Fjölbreyttur salatbar Öndvegis fiskréttir Frábærir kjötréttir RESTAURANT POTTURINN OG PANNAN BRAUTARHOLTI 22, VIÐ NÓATUN, ICELAND • TELEPHONE: 11690 Norrœna húsið íslensk uppá Norski listmálarinn Snorre Kyll- ingmark opnar sýningu á mál- verkum sínum í sýningarsölum Norræna hússins á laugardag 9. nóv. kl. 15. Snorre Kyllingmark er með þekktari málurum af yngri kyn- slóðinni í Noregi. Fyrstu einka- sýningu sína hélt hann árið 1973 í Ósló og hefur margoft sýnt verk náttúra norsku sín síðan bæði einn og ásamt öðr- um. Snorre hefur orðið fyrir mikl- um áhrifum af íslenskri náttúru og landslagi og að sögn hans sjálfs hefur þessara áhrifa gætt í list hans. Sýningin stendurtil 19. nóvem- ber og verður opin daglega kl. 14-19. Snorre Kyllingmark Akureyri Gunnar Dúi Gunnar Dúi listmálari opnar á laugardag málverkasýningu í skála Golfklúbbs Akureyrar að Jaðri. Sýningin er opin daglega kl. 16-22 og lýkur 16. nóvember. Gunnar Dúi sýnir 25 olíumálverk og eru langflest þeirra unnin í sumar og haust og hafa ekki verið sýnd áður. Mokka Ljúflings- meyjar Nú stendur yfir sýning á myndverkum Katrínar Thor- oddsen á Mokka við Skóla- vörðustíg og eru myndirnar við Tíu litlar ljúflingsmeyjar eftir Theódóru Thoroddsen. Nœtursala Kokkhúsið, Lækjargötu 8, opið föstudaga og laugar- daga kl. 20.30-3. Trillan, Ármúla 34 opið fimmtu- föstu- og laugardag til kl. 3. Umferðarmiðstöð opið allar nætur til kl. 05.30. Smiðjukaffi, Smiðjuvegi 14 Kópavogi opið allar nætur til kl. 4. ÍÞRÓTTIR Handbolti Valsmenn mæta Lugi frá Sví- þjóð í 2. umferð IHF- Evrópukeppninnar í handknatt- leik á sunnudagskvöldið. Leikið eríLaugardalshöll kl. 20.30. Lið- in gerðu jafntefli í Svíþjóð um síðustu helgi, 15-15, og mögu- leikar Vals á að komast í 8-liða úrslit eru því miklir. í 1. deild karla eru tveir þýð- ingarmiklir leikir á sunnudag kl. 14. KA og KR leika á Akureyri og Stjarnan-Fram í Digranesi. í 1. deild kvenna eru þrír leikir. FH-KR í Hafnarfirði kl. 14 á laugardag, Víkingur-Haukar í Seljaskóla kl. 16.30 sama dag og Stjarnan-Valur í Digranesi kl. 15.15 á sunnudag. Grótta og Ár- mann leika í 2. deild karla á Nes- inu í kvöld, Breiðablik-Haukar í Digranesi kl. 14 á morgun og ÍR- HK í Seljaskóla kl. 15.15 á morg- un. Körfubolti Landsliðið er farið til Banda- ríkjanna í æfingaferð og því er frí í úrvalsdeildinni. ÍA og UMFN leika í kvennadeildinni á Akra- nesi í kvöld kl. 20.30, ÍBK og KR leika í Keflavík kl. 14 á morgun og ÍS-ÍR í Kennaraháskólanum kl. 20 á mánudagskvöldið. Reynir og Breiðablik leika í 1. deild karla í Sandgerði á sunnu- daginn kl. 16. Badminton Reykjavíkurmót unglinga fer fram í TBR-húsinu við Gnoðar- vog um helgina, laugardag og sunnudag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.