Þjóðviljinn - 08.11.1985, Blaðsíða 6
FRETTIR
Herstöðvaandstœðingar
Þorri þjóðar hlynntur
friðlýstu íslandi
Langtímamarkmið að erlendurherhverfi aflandinu og íslandgangi úr Nató
Á undanförnum árum hefur
friðarbaráttan ieitt til þess, að al-
menn andúð hefur myndast gegn
kjarnorkuvígbúnaði og megin-
þorri íslensku þjóðarinnar er
orðinn hlynntur því, að Island
verði friðlýst fyrir kjarnorku-
vopnum. Á því leikur ekki vafi,
að þessi sterki almenningsvilji
varð til þess, að á árinu voru gefn-
ar út tvær mikilvægar yfirlýsing-
ar á hinum pólitíska vettvangi
sem gætu táknað stefnubreytingu
í vígbúnaðarmálum. Annars veg-
ar er um að ræða ályktun Alþing-
is um stefnu íslands í afvopnun-
armálum frá 23. maí s.l. Þar er
m.a. tekið fram, að kjarnorku-
vopn verði ekki staðsett á Islandi.
Tillagan gefur hvorki ríkisstjórn
né öðrum valdastofnunum utan
Alþingis leyfi til að breyta gegn
þessu ákvæði.
Hins vegar er það yfirlýsing
Geirs Hallgrímssonar frá s.l.
vetri, þegar hann túlkaði stefnu
íslendinga um bann við staðsetn-
ingu kjarnorkuvopna hér á landi
ótvírætt á þann veg, að sigling
herskipa með kjarnorkuvopn
innanborðs innan íslenskrar lög-
sögu og þar með til íslenskra
hafna væri stranglega bönnuð.
í samræmi við báðar þessar yf-
irlýsingar eiga stjórnvöld að
krefjast yfirlýsinga frá herskipum
og flugvélum sem fara um ís-
lenska lögsögu, að þau séu kjarn-
orkuvopnalaus.
Ljóst er þó, að enn sem komið
er stangast á orð og gerðir og ís-
lensk stjórnvöld ganga erinda
vígbúnaðaraflanna, eins og sí-
auknar hernaðarframkvæmdir
hér sýna best.
SHA berjast gegn öllum
efnahags- og hagsmunatengslum
íslendinga og íslenskra fyrirtækja
við bandaríska setuliðið og önnur
hernaðaröfl. í samræmi við þá
stefnu eru samtökin andvíg því,
að íslenskir aðilar hafi með hönd-
um flutninga fyrir herinn hvort
heldur það eru vopn eða vistir.
íslensk skipafélög verða að reka
starfsemi sína á heilbrigðari
grundvelli en svo, að þau standi
eða falli með flutningum fyrir er-
lenda heri. Á sama hátt er fráleitt
að gera íslenskan landbúnað háð-
an afurðasölu til hersins.
Hverjir eiga ísland?
Um langan aldur hafa íslensk
lög verið sett til hliðar þegar her-
inn á í hlut. Að undanförnu hafa
íslendingar verið áþreifanlega
minntir á þetta:
í fyrsta lagi hefur heilbrigðis-
og tollalöggjöfin verið þverbrotin
með eftirlitslausum innflutningi.
í öðru lagi eru skipulagslög virt
að vettugi í sambandi við bygg-
ingu nýju flugstöðvarinnar.
I þriðja lagi hefur réttur íslend-
Arkitektúr. Ljósm. E.ÓI.
Skák
Lokaátökin undirbúin
23. skákin varmeð rólegasta móti
seinustu skákina er öruggt að hún
verður æsispennandi.
Þar var greinilegt af tafl-
mennsku beggja keppenda í 23.
skákinni að þeir ætla að láta
seinustu skákina ráða því hvor
vinni einvígið. Karpov þarf að
vinna seinustu skákina til að
halda heimsmeistaratitlinum. En
ef Kasparov tekst að halda jáfn-
tefli þá verður hann yngsti
heimsmeistari sögunnar.
Þegar kapparnir mætast á
morgun til að tefla seinustu
skákina þá hafa þeir sennilega
hugsað jafn mikið um það hvern-
ig taktík þeir eigi að beita eins og
hvaða byrjun þeir ætla að nota.
Karpov sýndi það í 22. skákinni,
og hefur reyndar sýnt það oft
áður, að hann nýtur sín best þeg-
ar andstæðingurinn teflir upp á
jafntefli. Það væri því mjög vafa-
samt fyrir Kasparov að fara of
rólega í sakirnar í seinustu skák-
inni. Ég myndi hallast á þá'
skoðun að hann ætti að tefla
hvasst og ákveðið, en hafa það
síðan í bakhöndinni að hann get-
ur hvenær sem er farið út í jafn-
teflislegar stöður. Ef að Kaspar-
ov mætir með þannig hugarfari í
Hvítt: Garrí Kasparov.
Svart: Anatoly Karpov.
1. d4 d5 S. Bg5 h6
2. c4 e6 6. Bxf6 Bxf6
3. Rc3 Be7 7. e3 0-0
4. Rf3 Rf6 8. Hcl c6
Karpov leitar á róleg mið.
9. Bd3 Rd7 11. Bxc4 e5
10. 0-0 dxc4 12. h3
Ekki gekk 12. d5 vegna 12. - Rb6. 13.
Bb3 e4!
hefur auga á d5 peðinu og veikleikun-
um á kóngsvæng.
28- - a6 33. a5 Kg7
29. Bf3 g6 34. Db3 De6
30- h4 h5 35. Db4 De8
31. g3 Bf7 36. Kg2
32. a4 Hd7
Það er spurning hvort 36. Bdl með
hugmyndinni að leika Ba4 og þrengja
að þungu mönnum svarts á 7. og 8.
röð hefði komið einhverju áleiðis.
36. - Dd8 38. Dc3
37. Hc5 De7
12. - exd4
13. exd4 Rb6
14. Bb3 He8
15. Hel Bf5
16. Hxe8+ Dxe8
17. Dd2 Dd7
18. Hel Hd8
19. Df4 Rd5
Þessi leikur virðist þurfa að koma fyrr
eða síðar því hvítur getur í mörgum
tilfellum leikið Re5 og þá er f7 reitur-
inn veikur. Einnig má geta þess að 19.
- g5 vinnur ekki peð. Eftir 20. Dg3
Bxd4 21. Rxd4 Dxd4 22. He7 þá hef-
ur hvítur yfirhöndina.
20. Rcd5 exd5 25. Hel Bf7
21. Re5 Bxe5 26. Dc3 Dd6
22. Hxe5 Be6 27. Hcl Be8
23. De3 Kf8 28. Bdl
24. Dd3 f6
Leiðin liggur til f3 þar sem biskupinn
abcdefgh
38. - g5!
Svartur verður að skapa sér mótspil ef
hann ætlar ekki að láta hvít jarða sig í
rólegheitunum.
39. De3 g4 41. Kgl
40. Bdl De4+
Og hérna var samið um jafntefli.
Karpov hefur lagað stöðu sína mikið í
síðustu leikjum og hvítur hefur enga
yfirburði lengur. Staðan: Kasparov
12 v., Karpov 11 v.
inga til umgengni um eigið land
skv. náttúruverndarlögunum
verið brotinn.
Nú síðast hefur það komið ber-
lega í ljós, að bandaríkjaher fer
sínu fram á Keflavíkurflugvelli og
leikur sér að því að vanvirða ís-
lensk stjórnvöld og flugumferð-
arreglur ef honum býður svo við
að horfa.
Allt eru þetta óræk dæmi um
afsal sjálfsákvörðunarréttar ís-
lensku þjóðarinnar sem Samtök
herstöðvaandstæðinga hyggjast
endurheimta.
Kjarnorkuvopnalaus
Norðurlönd og kjarn-
orkufriðlýsingar
Baráttan fyrir kjarnorku-
vopnalausum Norðurlöndum
heldur áfram og mun setja svip
sinn á þjóðmálaumræðuna næstu
mánuði. Skoðanakannanir sýna,
að hugmyndin á vaxandi fylgi að
fagna og meirihluti fólks á öllum
Norðurlöndum er hlynntur stofn-
un kjarnorkuvopnalauss svæðis.
SHA skora á stjórnvöld að hlíta
þessum almannavilja.
SHA taka undir áskorun
kirkjuþings á íslensk stjórnvöld
að taka frumkvæði í báráttunni
gegn þeim vígbúnaðaráformum í
himingeimnum sem kennd eru
við geimvarnir. SHA taka einnig
undir áskorun tugþúsunda ís-
lenskra kvenna á stjórnvöid, þar
sem hvatt var til raunverulegs
frumkvæðis íslendinga í friðar-
baráttu, lagst gegn því að landið
verði vettvangur aukins vígbún-
aðar og alfarið hafnað kjarnorku-
vopnum hvort heldur á friðar-
eða stríðstímum.
Umsvif og styrkur bandaríska
setuliðsins á íslandi hefur aukisf á
árinu. Nægir þar að minna á fyríV-
hugaða byggingu ratsjárstöðv-
anna vestanlands og austan,
stækkun olíubirgðarýmisins og
eflingu orustuflugsveitarinnar.
Nýju F-15 þoturnar má nota til
beinna kjarnorkuárása inn á
meginland Evrópu allt norðan frá
Kolaskaga og suður til Spánar.
íslenskt efnahagslíf hefur sam-
tvinnast hernaðarumsvifunum í
auknum mæli. Áframhaldandi
stríðshætta og vígbúnaðarkapp-
hlaup eru því að verða æ mikil-
vægari þættir í stöðugleika efna-
hagslífsins. Þeir sem hafa hag af
hernaðarumsvifum berjast ekki
fyrir friði. Afstaða íslendinga í
ýmsum alþjóðmálum dregur dám
af þeirri mannfjandsamlegu
stefnu, sem hermangshagsmunir
móta. Þannig hafa íslendingar
setið hjá og neitað að styðja ýms-
ar friðartillögur á vettvangi S.Þ.
svo sem um frystingu kjarnorku-
vopna og bann við fyrstu notkun
kjarnorkuvopna. Þessari þróun
verður að snúa við. Það er kom-
inn tími til að tekin verði upp ný
utanríkisstefna og ísland hasli sér
völl sem hlutlaust land meðal
ríkja sem ávallt og skilyrðislaust
leggjast gegn vígbúnaðarfárinu
og horfið verði frá ríkjandi
herstöðva- og kjarnorkuvopna-
stefnu.
Landsfundur SHA 2.11. ’85
ítrekar það langtímamarkmið
samtakanna að erlendur her
hverfi af landinu, ísland gangi úr
NATO og því niðurlægingar-
skeiði ljúki, að erlent stórveldi
noti land og þjóð hernaðarhags-
munum sínum til framdráttar.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
Bergstaðastræti 15
íhaldið
vill rifa
Borgarminjavörður:
Ótvírætt varðveislugildi
Magdalena Schram borgarfull-
trúi Kvennaframboðsins lagði í
gær fram tillögu um það í borgar-
stjórn að niðurrifi steinbæjarins
við Bergstaðastræti 15 yrði frest-
að en hún var felld af fulltrúum
Sjálfstæðisflokksins. Þá voru
greidd atkvæði um niðurrif húss-
ins og samþykkti borgarstjórn
niðurrif með 12 atkvæðum gegn
9.
Málið hefur þegar fengið sömu
afgreiðslu í umhverfismálaráði í
blóra við það álit borgarminja-
varðar að húsið hafi ótvírætt
varðveislugildi, og samþykkt
ráðsins frá í sumar að leggjast
gegn niðurrifi hússins.
Borgarfulltrúi Alþýðubanda-
lagsins lét þá bóka m.a. eftirfar-
andi: „Við leggjumst eindregið
gegn niðurrifi Bergstaðastrætis
15, sem er enn eitt dæmið um
niðurrifsstefnu núverandi meiri-
hluta.“ Töldu borgarfulltrúarnir
að þar sem von er á deiliskipu-
lagstillögu að nánasta umhverfi
hússins, hefði verið eðlilegast að
bíða hennar. gg
Vísnavinir
Vísnakvöld
á Borginni
Vísnavinir halda fyrsta vísna-
kvöld vetrarins á Hótel Borg á
mánudagskvöld klukkan hálfníu.
Þar koma fram sönghópurinn
Frost, Anne Jensen, Orn Sævar
Magnússon og hljómsveitin Hálft
í hvoru. Ljóðskáld kvöldsins
verður Jón úr Vör.
Þórshöfn
Ný heilsu-
gæslustöð
Framkvæmdir eru nú hafnar
við nýja heilsugæslustöð á Þórs-
höfn. Stefnt er að því að klára
grunninn að húsinu fyrir vetur-
inn. 1500 þúsund krónur fengust
til framkvæmdanna á þessu ári úr
ríkissjóði.
Að sögn Stefáns Jónssonar
sveitarstjóra á Þórshöfn á heilsu-
gæslustöðin að verða um 400
fermetrar með aðstöðu fyrir tvo
lækna og tannlækni.
Brimvarnargarðurinn á Þórs-
höfn hefur verið byggður upp ný-
lega, en hann var að hruni kom-
inn á köflum. Stefán telur að
hann sé nú kominn í það ástand
að ekki þurfi að hrófla við honum
á næstu árum. gg
sís
Konur
hvattar til
starfa
Nú er Starfsfræðsludeild Sam-
vinnuskólans að undirbúa nám-
skeið fyrir konur innan hreyfing-
arinnar. Starfa tveir kennarar
Samvinnuskólans, þær Sigrún Jó-
hannesdóttir og Steinunn Ósk
Kolbeinsdóttir, að undirbúningi
þess. Valgerður Sverrisdóttir,
stjórnarmaður í SÍS og Dagbjört
Höskuldsdóttir, í varastjórn,
koma þar einnig við sögu. Mark-
miðið með námskeiðinu á að vera
það að hvetja konur til þátttöku
og forystu f félagsmálastarfi
hreyfingarinnar. -mhg