Þjóðviljinn - 08.11.1985, Qupperneq 17

Þjóðviljinn - 08.11.1985, Qupperneq 17
Kólumbía Ónœmistœring Hommabörum lokað vegna smithættu Tugir létu lífið í umsátri Bogota - í gærkvöldi lauk 27 tíma umsátri um aðaldómhús Bogota, höfuðborgar Kólumb- íu, en þá tókst hermönnum að yfirbuga og fella alla skærulið- ana sem eftir lifðu í húsinu. Húsið er að mestum hluta hrunið eða brunnið til grunna eftir stórskotahríð hermanna og amk. 30 féllu i átökunum, Bretland Mesta glæparíki Evrópu London - Verkamannaflokkur- inn réðst í gær harkalega á stjórn Margaret Thatchers fyrir að stuðla að mikilli aukningu glæpa og ofbeldis á Bretlandi. Sagði talsmaður flokksins í innanrikismálum, Gerald Kaufman, að Thatcher hefði þann vafasama heiður að stjórna mesta glæparíki Evr- ópu. Kaufman sagði að afbrotum hefði fjölgað um 40% síðan Thatcher tók við völdum árið 1979. Nú eru framdir alvarleg af- brot á níu sekúndna fresti í landinu og fjórða hver fjölskylda á það á hættu að verða fyrir barð- inu á afbrotamönnum. Ummæli þessi féllu í umræðum á þingi um áætlanir stjórnarinnar um að víkka valdsvið lögreglu til þess að gera hana hæfari um að berjast gegn alvarlegum afbrot- um, ekki síst í eldri hverfum breskra borga. Almenningur er orðinn þreyttur á óeirðunum sem öðru hvoru blossa upp í borgun- um og Thatcher hyggst svara því. sumir segja að yfir 50 hafi fall- ið. Umsátrið hófst um hádegisbil- ið í fyrradag að þarlendum tíma þegar hópur skæruliða komst inn í dómhúsið í dularklæðum lög- reglumanna. Þeir tóku amk. 10 dómara og 20 aðra starfsmenn dómsins í gíslingu og kröfðust þess að forseti landsins, Belisari- on Betancurt, kæmi til viðræðna við þá. Kröfðust þeir þess að for- setinn sýndi meiri viðleitni til að friðmælast við skæruliða sem bar- ist hafa gegn stjórnvöldum. Forsetinn neitaði að ræða við skæruliðana og sendi herinn á vettvang. Réðust hermenn á hús- ið pieð skriðdrekum og þyrlum og eyðilagðist stór hluti bygging- arinnar í þeirri árás. Talið er að 27 manns hafi fallið í árásinni, þar af 18 skæruliðar. Þeim sem eftir lifðu tókst að hreiðra urn sig í því som uppi stóð af húsinu og heyrðust í allan gærdag skothvell- ir innan úr húsinu þegar skærulið- arnir vörðust 30 hermönnum sem tókst að komast inn um bíla- geymslu í kjallaranum. Undir kvöld í gær höfðu allir skærulið- arnir verið felldir en óvíst er hve mikið mannfall varð í röðum her- manna og óbreyttra borgara. Þó er vitað að forseti hæstaréttar landsins sem var meðal gíslanna féll í átökunum og með honum tveir aðrir dómarar. Stærstur hluti dómsskjalanna sem geyrnd voru í húsinu varð eldinum að bráð. Fréttamenn segja að mið- borg Bogota líti út eins og vígvöll- ur sem minni einna helst á Beirut. ERLENDAR FRÉTTIR haraSsson/REUIER Bandaríkin Miðillinn mikli og mismælin Reaganforseta er vart treystandi íflóknarsamnmgaviðrœður að margra dómi Á rússneskan ekkert orð yfir frelsi? Washington - Margir banda- ríkjamenn eru nú orðnir ugg- andi um það hvort Ronald Re- agan forseta sé treystandi til að standa i hörðum samninga- viðræðum við sovéska leið- toga. Reagan hefur verið nefndur Miðillinn mikli (The Great Communicator) fyrir ótvíræða hæfni sína til að sannfæra fólk í gegnum sjón- varp og útvarp en honum virð- ist ekki láta eins vel að eiga samræður við fólk því þá er honum gjarnt á að mismæla sig og tala óskýrt. Síðasta afrek forsetans vann hann þegar hann leyfði fjórum sovéskum blaðamönnum að eiga við sig viðtal í Hvíta húsinu fyrir réttri viku. Þá sagði hann að hann hyggðist ekki hefja uppsetningu geimvarna fyrr en eftir að alþjóð- legt samkomulag næðist um út- rýmingu kjarnorkuvopna. Með þessu orðalagi setti hann jafnt er- lenda bandamenn sem innlenda fréttaskýrendur alveg út af laginu því þeir gátu ekki lesið annað út úr þessari yfirlýsingu en meiri- háttar stefnubreytingu á sviði geimvarna. Eftir nokkrar vangaveltur kom yfirlýsing frá blaðafulltrúa Hvíta hússins, Larry Speakes, sem sagði að orðalag forsetans hefði verið „ónákvæmt“ og síðar sagð- ist Reagan hafa verið rangtúikað- ur. Mismæli eða fáfræði? Væri þetta eina óhappið sem hent hefði forsetann væru menn etv. ekkert órólegir. En það er nú eitthvað annað. Það má segja að ferill hans í Hvíta húsinu sé fjól- um prýddur. Og það sem verra er: mörg þessara mismæla bera óþægilega mikinn keim af fá- fræði. Framan af ferli Reagans töldu margir að vitneskja hans um kjarnorkuvopn væri af harla skornum skammti. Árið 1982, þegar hann hafði stjórnað Bandaríkjunum á annað ár, hélt hann því blákalt fram að eld- flaugar sem skotið er frá skipum eða kafbátum mætti auðveldlega stöðva og snúa þeim við en það hefur aldrei verið hægt. Ári síðar viðurkenndi hann að þá fyrst hefði honum orðið Ijóst eitt af grundvallaratriðum afvopnunar- mála, þe. að Sovétríkin reiða sig einkum á eldflaugar sem skotið er af landi í kjarnorkuvörnum sínum. Þessi ummæli ásamt ýmsum öðrum hafa leitt til þess að margir efast um hæfni hans til að fjalla um afvopnunarmál í viðræðum við sovéska ráðamenn. Gerard Smith sem um árabil var aðal- samningamaður Bandaríkjanna í afvopnunarviðræðum lét svo um mælt að með villandi ummælum sem stöðugt þyrfti að leiðrétta gerði Reagan sovétmönnum erf- itt um vik að átta sig á því hvað væri eiginlega á seyði í Banda- ríkjunum „og það finnst mér ekki af hinu góða,“ sagði hann. Fleiri hafa tekið í sama streng og sagt að það geti reynst hættuspil að hleypa forsetanum í viðræður um afvopnunarmál. Borða rússar sag? Það er ekki bara á sviði af- vopnunarmála sem Reagan hefur orðið fótaskortur á tungunni. Sum ummæli hans um Sovétríkin benda til afar lítillar þekkingar hans á sovéskum veruleika. Ein- hverju sinni sagði hann að matur- inn á borðum hins venjulega borgara í Sovétríkjunum væri hungurlús sem í væri einkum sag. Og í viðtalinu á dögunum hneyksluðust sovésku blaða- mennirnir heil ósköp yfir þeirri staðhæfingu forsetans að orðið „frelsi" væri ekki til í rússnesku. Þessi skortur á háttvísi telja menn ekki boða gott í diplómatískum samskiptum þjóðarleiðtoga tveggja mestu stórvelda heims. Aðrir heimshlutar hafa ekki farið varhluta af mismælum - eða fáfræði - forsetans. í sumar stað- hæfði hann td. að stjórn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku hefði afnumið alla kynþáttamis- munun á almannafæri í landi sínu. „Ég ætlaði ekki að segja nákvæmlega þetta,“ sagði hann síðar við blaðamenn og viður- kenndi að enn viðgengist mikið misrétti í Suður-Afríku. í vor fullyrti Reagan að Jó- hannes Páll páfi styddi þá stefnu Bandaríkjanna að halda úti skær- uliðum til að berjast gegn stjórnvöldum íNicaragua. Vatik- anið svaraði því til að það væri einfaldlega fylgjandi því að friður kæmist á í landinu. Þá var sagt í Hvíta húsinu að það væri einmitt það sem Reagan vildi. íbúar Evrópu brugðust ó- kvæða við í vor þegar Reagan settisamasemmerki á milli SS- hermanna og fórnarlamba þeirra í Bitburg-kirkjugarðinum í Þýskalandi. En gráast þótti mönnum gamanið þegar forset- inn var að athuga hvort hljóð- upptökutæki sjónvarpsstöðvar- innar væru ekki í lagi rétt fyrir útsendingu á ræðu hans í fyrra. Þá sagði hann: „Ég hef nýlokið við að undirrita löggjöf sem bannar tilveru Sovétríkjanna um alla framtíð. Við köstum fyrstu sprengjunni eftirfimm mínútur." Og hló þá allt ráðgjafaliðið. New York- Edward Koch borg- arstjóri í New York hefur látið loka veitingastað sem homm- ar sóttu og er það liður í við- leitni hans til að stemma stigu við útbreiðslu ónæmistær- ingar. Hyggst hann á næstunni loka öllum börum og baðhús- um sem hommar sækja. í New York hafa verið skráð uþb. 5 þúsund tilfelli af ónæmis- tæringu og er það hæsta hlutfall í Bandaríkjunum. Hommar eru 56% þeirra sem veikina hafa tekið og er það talsvert lægra hlutfall en í landinu öllu. Næst- stærsti hópurinn eru þeir sem sprauta sig með eiturlyfjum. Hommar hafa brugðist illa við þessari herferð og segja það skjóta skökku við kosningabar- áttu borgarstjórans en þá höfðaði hann mikið til samkynhneigðra íbúa borgarinnar sem eru taldir vera um 800.000 talsins. Dómsmál Sigur á yfirvöldum Luxemborg - Bretinn Stanley Adams vann í gær sigur eftir 12 ára lagaþref sem hann hóf vegna svika Framkvæmda- nefndar Efnahagsbandalags Evrópu en þau lögðu líf hans bókstaflega í rúst. Nefndin var dæmd til að greiða honum tæpar 30 miljónir króna i skað- abætur. Árið 1973 var Adams starfs- maður svissneska lyfjafyrirtækis- ins La Roche og komst hann þá að samningi sem fyrirtækið og sex önnur fyrirtæki á sama sviði höfðu gert um að halda uppi verði á vítamínum. Adams af- henti Framkvæmdanefnd EBE leyniskjöl sem sönnuðu tilvist samningsins með því skilyrði að nafni hans yrði haldið leyndu. Nefndin stóð ekki við sín lof- orð og La Roche var greint frá því hver hefði lekið. Adams var þá hættur hjá fyrirtækinu en hann var handtekinn og ákærður fyrir iðnaðarnjósnir. Sat hann í þrjá mánuði í fangelsi meðan mál hans var í rannsókn og á þeim tíma framdi kona hans sjálfsmorð eftir að lögreglumaður hafði sagt henni að Adams myndi ekki sleppa fyrr en eftir 20 ár. Adams var svo dæmdur til eins árs skil- orðsbundinnar fangavistar og gerður útlægur frá Sviss í fimm ár. Eftir fangavistina var Adams settur á svartan lista og fékk hvergi vinnu við sitt fag, amk. ekki hjá evrópskum stórfyrir- tækjum. Hann var byrjaður að koma undir sig fótunum í ítölsk- um landbúnaði en sú tilraun fór út um þúfur vegna þess að lánar- drottnar hans dróu stuðning sinn til baka af ótta við auðhringana. La Roche fyrirtækið var svo síðar dæmt til að greiða 322 þúsund dollara t sekt vegna brots á lögum um verðmyndun. Adams sagði eftir dómsúr- skurðinn í gær að upphæð skaða- bótanna skipti hann litlu máli, það sem hann hefði mátt þola yrði ekki metið til fjár. Hins veg- ar væri þetta sigur fyrir almenn- ing og sýndi að fólk þyrfti ekki að hræðast peningavaldið eða yfir- völd. Sjónvarpskvikmynd hefur verið gerð um mál Ádams og sýndi íslenska sjónvarpið hana í fyrravetur. . ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.