Þjóðviljinn - 08.11.1985, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 08.11.1985, Blaðsíða 20
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. Föstudagur 8. nóvember 1985 258. tölublað 50. örgangur DJÖDVIUINN Samstaða Siglir flotinn í land? Á þingi Farmanna- og fiskimannasambands Islands eru uppi hugmyndir um að sigla íslenska skipaflotanum í land til að mótmœla árásforstjóra Landhelgisgœslunnar á Höskuld Skarphéðinsson skipherra. Samstaðaþingfulltrúa eralgjör Aþingi Farmanna; og fiski- mannasambands íslands, sem nú stendur yfir hefur komið fram alger samstaða með Höskuldi Skarphcðinssyni skipherra varð- andi árásir forstjóra Landhelgis- gæslunnar á Höskuld. Allir eru sammála um að þær árásir stafi eingöngu af því að Höskuldur hefur verið mjög dug- andi formaður Skipstjóra og stýr- imannafélagsins og haldið vel og fast á málum sinna umbjóðenda.' Það er ekki bara að þingfulltrúar á þingi FFSÍ styðji Höskuld í orði. Komið hefurfram hugmynd á þinginu, sem nýtur mikils stuðnings: að sigla íslenska flot- anum í land, til að mótmæla árás- um forstjóra gæslunnar á Höskuld. Einnig yrði lögð áhersla á að leyst verði úr þeirri deilu sem enn er á milli starfsmanna og for- stjóra Landhelgisgæslunnar en miklar deilur standa þar á milli. Forjtjóri Landhelgisgæslunnar hefur kært Höskuld fyrir meðferð á risnufé, en Höskuldur stendur í deilu við forstjórann fyrir hönd skipherra gæslunnar um risnufé. -S.dór. Fasteignamarkaðurinn 55 stunda vinnuvika Könnun á húsnœðiskjörum: Vinnutími húsnœðiskaupenda22% lengri en hjá skrifstofumönnum. Yfir helmingur mánaðartekna í húsnœði 49 hjá vcrkamönnum og 45 klukkustundum hjá skrifstofu- mönnum. í könnuninni um kaup á not- uðu húsnæði á höfuðborgarsvæð- inu á sl. ári kemur enn fremur fram að G-lánin og eigin lífeyris- sjóðslán eru veigamestu lánin sem þeir er kaupa í fyrsta sinn fá, - eða sem svarar til 42% af út- Hátt í 60% kaupenda notafís húsnæðis eru undir 35 ára aldri og vinnuþrælkun húsnæð- iskaupenda er gífurleg; þeir vinna að jafnaði 12% lengri vinnutíma en verkamenn almennt, en 22% lengri en skrifstofumenn eða 55 klukkustundir á viku miðað við Norðurlandamótið Agdenstein meistari VannJóhanní lokaskákinni. Jafn Helga en sigraði á stigum Norski stórmcistarinn Simen Agdenstein varð í gærkvöld Norðurlandameistari í skák er hann sigraði Jóhann Hjartarson í lokaskák einvígis þeirra og Helga Ólafssonar um Norðurlanda- meistaratitilinn. Þeir Agdenstein og Helgi hlutu báðir 3 vinninga í einvíginu, en Agdenstein sigraði á stigum, reiknað út frá úrslitum Norður- landamótsins fyrr á árinu. Jó- hann tapaði öllum skákum sínum í einvíginu. Spariskírteini Vextimir lækkaðir Með sérstökum ráðstöfunum ákvað ríkisstjórnin í gær að árs- vextir af spariskírteinum ríkis- sjóðs lækki úr 9.23% í 8.09% um- fram verðtryggingu. Er þetta gert með þeim hætti að frá og með næsta mánudegi verða bréfin seld á genginu 97 í stað 94 eins og verið hefur síðan í lok október. í frétt frá fjármálaráðuneytinu segir að sala skírteina hafi gengið mjög vel og því hafi verið ákveðið að breyta gengi bréfanna úr 94 í 97 á ný. Það gengi gefi 8.09% ársávöxtun miðað við 3ja ára binditíma. borgun. Eigið sparifé, bankalán og stuðningur ættingja brúa stærsta hlutann af því sem eftir er. Þá kemur fram að rúmlega fimmtungur þeirra sem kaupa í fyrsta sinn fá lán úr öðrum líf- eyrissjóði en sínum eigin. Peir sem kaupa í fyrsta sinn nota skammtíma bankalán í mun rík- ari mæli en hinir sem eiga íbúð fyrir. Þeir sem eiga fasteign fyrir kaupa að jafnaði 40% dýrari eign en hinir sem kaupa í fyrsta sinn. Að meðaltali verja kaupendur 48% af mánaðartekjum fjöl- skyldunnar í húsnæðiskostnað á 4. ársfjórðungi útborgunarárs, - og þeir sem kaupa í fyrsta sinn borga 68% af fjölskyldutekjum til húsnæðisins. Það er einmitt sá hópur sem leggur sérstaka áherslu á hærri húsnæðislán. Könnunin var unnin af Stefáni Ólafssyni fyrir og í samvinnu við nefnd sem félagsmálaráðherra skipaði til að kanna fasteigna- markaðinn og gera tillögur um úrbætur. -óg Við rákumst á þá þar sem þeir voru að viða að sér í áramótabrennu við rætur Helgafells í Vestmannaeyjum. Þeir notuðu vinnuskúrinn sem nokkurskonar félagsheimili á meðan. Þar inni var gamall sófi og kerti til að lýsa upp á kvöldin. - Við byrjuðum að safna í september. Það þýðir ekki annað en að byrja snemma svo maður fái eitthvert drasl, sögðu þeir okkur, en þessir hressu Eyjapeyjar heita talið frá vinstri: Helgi Brynjarsson, Guðmundur Árni Pálsson, Gerard Guðmundsson, Sverrir Þ. Guðmundsson og Árni Karl Ingason - Þeir eru allir í Tý (auðvitað maður) liðinu hans Ásgeirs Sigurvinssonar. Það er tíkin reyndar líka, sögðu þeir, en hún heitir Píla. Ljósm. E.ÓI. Sjá bls. 7. Utanríkismálanefnd Eykon formaður Haraldur Ólafsson fékk eitt atkvœði Eyjólfur Konráð Jónsson var síðdegis í gær kosinn formaður í utanríkismálanefnd Alþingis með 4 atkvæðum, en Haraldur Ólafs- son fékk 1 atkvæði. Tveir nefnd- armenn sátu hjá. Formennskan í utanríkismála- nefnd hefur verið bitbein stjórn- arflokkanna og ekki hefur verið fundafært í nefndinni það sem af er þingi þess vegna. Framsóknar- menn telja að sér beri for- mennskan samkvæmt áður gerðu samkomulagi, en Sjálfstæðis- menn hafa staðið fast á sínu. Eyj- ólfur Konráð sótti sætið mjög fast, og hótaði mótframboði gegn Haraldi ef Þorsteinn Pálsson léti undan kröfum Framsóknar- manna. Eyjólfur hefur legið undir miklum ásökunum hauk- anna í Sjálfstæðisflokknum fyrir að hafa í fyrra hleypt út úr nefnd- inni samhljóða „Stefnu Alþingis í afvopnunarmálum" en hún er vægast sagt langt frá stefnu flokksins. -Bjóst hann jafnvel við stuðningi stjórnarandstöðunnar í krafti þessa. Haraldur Ólafsson var síðan kosinn varaformaður án mót- framboðs og Kjartan Jóhannsson ritari nefndarinnar. Hjörleifur Guttormsson fulltrúi AB í nefnd- inni sagðist í samtali við Þjóðvilj- ann hafa setið hjá. „Ég taldi ekki ástæðu til að blanda mér í þessa togstreitu stjórnarftokkanna," sagði hann. Guðrún Agnarsdótt- ir sagðist ekki gefa upp sína af- stöðu. „Þetta var leynileg at- kvæðagreiðsla,“ sagði hún. Ekki náðist til Kjartans Jóhannssonar. -Á1 ¥ Okurmálið Þeir stóru í sigtinu Mál Hermanns Björgvinssonar bara angi afstœrra máli. Háttsettur maður í Búnaðarbankanum í Stykkishólmi grunaður um aðild. Pað hefur komið í Ijós að okur- lánastarfsemi mannsins sem við nú höfum í gæsluvarðhaldi er bara angi af mun umfangsmeiri starfsemi sem varðar við okurlög, gjaldeyrislög og skattalög. Eg hef fullan hug á að fara út í umfangs- mikla rannsókn á þessum málum og rcyna að koma í veg fyrir þessi viðskipti. Það er Ijóst að það er víða pottur brotinn í þessum efn- um, sagði Hallvarður Einvarðsson rannsóknarlögreglustjóri ríkisins f samtali við Þjóðviljann í gær. Hallvarður sagði að rannsókn á starfsemi okurlánarans Her- manns Björgvinssonar sem nú er í gæsluvarðhaldi væri í fullum gangi. Þeir eru fjölmargir sem tengjast þessu á ýmsan hátt. Ymsar sögur eru á kreiki um háttsetta og vel þekkta menn í fjármálalífinu sem tengist þessu máli, en Hallvarður vildi ekki staðfesta þau nöfn sem Þjóðvilj- inn bar undir hann. Vitað er að í þessari viku fór maður frá RLR ásamt starfs- manni bankaeftirlitsins vestur í Stykkishólm, þar sem grunur leikur á að háttsettur maður í úti- búi Búnaðarbankans þar sé við- riðinn málið. Upphaf málsins er það að í fyrri viku barst RLR kæra á hendur Hermanni Björgvinssyni vegna viðskipta hans árið 1983. Þá leitaði til hans maður sem bankar höfðu neitað um lán. Hermann veitti honum 80 þúsund krónur að láni. Okurboltinn byrjaði strax að rúlla og hefur nú væntan- lega velt mun stærri skriðu af stað. -gg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.