Þjóðviljinn - 08.11.1985, Side 4

Þjóðviljinn - 08.11.1985, Side 4
LEIÐARI Stjómin fóstrar okrið Okurlánamarkaöurinn, vaxtabrjálæöiö, nauöungaruppboðin og veröhækkanirnar aö undanförnu; allt eru þetta skilgetin afkvæmi stjórnarstefnunnar. Þorsteinn Pálsson hefur með ákvöröun sinni um 9,23% vexti á spariskírteinum ýtt undir hækkanir á peningamarkaöinum. Allar líkur benda til þess aö vextir á almennum markaði hækki meö þessu útspili fjármálaráöherrans í samkeppninni um peninga á markaðnum. Venjulegar vaxtahækkanir, aö ekki sé minnst á þá okurvexti sem efnahagsstefnan hefur leitt af sér, leiöa til harkalegra kjaraskeröinga fyrir fjölda fólks. Meö vaxtahækkunum er veriö aö flytja meira fjármagn frá skuldurum til lána- drottna. Þegar vörukaupandi tekur lán meö háum vöxtum, jafnvel okurlán, til aö kaupa vöru frá útlöndum, - þá veltir hann fjármagnskostnaði, þar meö vaxtakostnaði yfir á vöruveröiö. Þaö eru því neytendur sem borga niður vextina af vöruinnkaupunum, - og þá jafnframt okurlánin sem viðkomandi hefur tekiö. Þetta þýöir aö sjálfsögðu að vörur eru miklu dýrari í verslunum heldur en þær þyrftu aö vera. Eftirlit er mjög takmarkað meö verðþróun í heildverslun, - og því ekki vitað nákvæmlega um þróun verðlags síöustu missera. Eftirlitsleysiö er ef til vill taliö til frjálsra viðskiptahátta, en þróunin aö undan-i förnu krefst þess, aö verðlagseftirlit verði hert og upplýsingarnar meiri fyrir neytendur. Húsnæöiskaupendur hafa mátt þola margt misréttiö úr hendi núverandi ríkisstjórnar. Hins vegar er ekkert lát á aöför stjórnarinnar og hærri vextir af lánum sem húsnæöiskaupendur neyöast til aö taka eru aö sliga heimilin. Birting- arformið sést í hundruðum auglýsinga um nauöungaruppboö. Og ríkisstjórnin lætur sér fátt um finnast, - forsætisráöherrann segir meira aö segja aö húsnæöiskaupendur eigi bara aö bíöa í eitt til tvö ár. Þúsundir manna sem eru að missa heimili sín á nauðungaruppboðum geta ekki beðið í nokkur ár, ekki einu sinni í mánuö. Þaö verður að leysa þessi mál. Ríkis- stjórn, sem treystir sér ekki til að eiga þar hlut aö máli, verður aö segja af sér. Hún hefur ekki staðið undir ábyrgö. . Nú vita allir aö okurlánamarkaðurinn tók aö blómstra að nýju eftir aö núverandi ríkisstjórn hafði hrundið úr vör vaxtafrelsi og verðtrygg- ingu allra fjárhagslegra skuldbindinga, meöan hún afnam verötryggingu launanna. Þetta óhugnanlega svarta-markaöskerfi, sem aðeins hefur sést á kollinn á meö afhjúpun okurlána- viöskipta eins manns af tugum sem stunda slík viðskipti, jafnvel „löglegar" okurbúllur. „Þær fjárupphæöir, sem viðkomandi einstak- lingur hefur verið aö spila meö, eru komnar frá aðiljum sem hafa greinilega mikiö fé handa á milli. Það hefur því heldur en ekki uppgötvast óvæntur glaöningur fyrir ríkissjóöinn. Hundruð miljóna sem koma til viðbótar í kassann. Sjálf- sagt verður þaö fé notað til aö draga úr niöur- skuröi á fjárlögum næsta árs og til aö hækka kaup opinberra starfsmanna. Á hinn bóginn mun lögreglurannsóknin leiöa til aö alþingi og jafnvel ríkisstjórnin neyöist til að setja lög um okurbúllur, og meira eftirlit meö peningamarkaöi. Eða ætlar ríkisstjórnin aö halda áfram aö fóstra upp neðanjarðarhagkerfi í stað heilbrigðs efnahagslífs? Okurlánararnir og ríkisstjórnin eru tvær greinar af sama meiði: hnignandi siöferði í samskiptum fólks og frum- skógarlögmál í staö efnahagsstjórnunar. Og nú er svo komið að Rannsóknalögregla ríkisins er farin að rannsaka frjálshyggjuna. Það væri til- hlýðilegt aö forystumenn Sjálfstæöisflokksins yröu kallaðir til vitnis í rannsókn málsins. -óg KLIPPT OG SKORID Flokkurinn fórnfúsi Um þessar mundir er Fram- sóknarflokkurinn fórnfúsasti flokkur landsins og er það við hæfi úr því hann fer með kirkj umálaráðuney tið. Lengst í hinni opinberu fórn- fýsi gekk Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra á dögunum þegar hann sagði í viðtali við Mannlíf, að Framsóknarflokkn- um vœri fórnandi fyrir þann ár- angur í stjórnsýslu að ná niður verðbólgu og stöðva erlenda skuldasöfnun. Að vísu mátti ekki taka þetta of bókstaflega. Steingrímur ætlaði ekki að láta flokk sinn ganga í opinn dauðann í þágu almanna- heillar. Hann sagði í leiðinni - því allur er varinn góður um ofan- greind markmið: „Takist okkur að ná setlum markmiðum... þá trúi ég ekki öðru en Framsókn grœði á því". Þetta er einhverskonar pólitísk guðfræði. Framsóknarflokkurinn á að fórna sér til að rísa upp aftur. Háð en eigi lof Leiðari NT heldur svo áfram með fórnarhugmyndirnar í gær. Tilefnið er uppreisn Framsóknar- kvenna á Norðurlandi eystra, en þar náðu þær meirihluta í kjör- dæmisráði. Leiðarahöfundur er þessu feginn og segir: „Pví er haldið fram hér, að vel megi fórna Framsóknarflokknum fyrir annan og betri Framsóknar- flokk og að konur innan flokksins muni eiga þar stóran hlut að m áli“. Leiðarahöfundur hefur reyndar orðið því svo feginn, að loksins gerðust einhver tíðindi í kvennamálum Framsóknar- flokksins, að hann leggur sig fram um að fegra söguna herfilega. Hann segir: „Framsóknarflokkurinn hefur hlustað á raddir kvenna innan flokksins, og það sem meira er - umfram aðra flokka, það hefur verið tekiðfullt tillit til sjónarmiða kvenna innan flokksins". Við erum að sönnu ekki svo illkvittnir að við ætlum að Fram- sóknarkarlar hafi til þessa hreint ekki hlustað á konur flokksins. En hitt er skelfilega vanhugsað að halda því fram, að meir og betur hafi verið á konur hlustað hjá Framsókn en í öðrum flokk- um. Framboðslistar Framsóknar- manna sem og reiðilestrar Fram- sóknarkvenna bera vitni um allt annað. Leiðarahöfundur hefur dottið í þá höfuðsynd sem Snorri nefndi háð en ekki lof. Að losna við kýli Annar leiðarastúfur í NT í gær heitir „Stingið á graftarkýlinu". Þar er átt við okurmálið mikla sem upp er komið. Og eins og eðlilegt er vill blaðið að öll þau kurl komi til grafar. Blaðið segir að nú treysti blankir launþegar á það, að dómskerfið og Rann- sóknarlögregla ríkisins hefni sín fyrir þeirra hönd á „skattlausum stóreignamönnum“ úr neðan- jarðarhagkerfinu, sem bruna framhjá þeim „í glœsivögnum". Vitanlega skiptir það máli að dómskerfið standi sig vel. En fyr- ri reynsla sýnir því miður, að það er feiknalega svifaseint og að fjárglæframál hafa undarlega til- hneigingu til að gufa þar upp og jafnvel fyrnast. NT segir svo undir lokin: „Parna er graftarkýlið í ís- lensku þjóðlífi og launþegar vilja losna við þetta graftarkýli og alla þá, sem það sköpuðu". NT biður ekk guð, það er að segja Rannsóknarlögregluna, um lítið. Sannleikurinn er sá, að við búum í þvílíku okurþjóðfélagi að margir urðu steinhissa þegar þeir lásu það í blöðum á dögunum að búið væri að handtaka mann fyrir okur. Hin viðurkenndu lánakjör eru nefnilega þannig, eins og allir vita, að mönnum finnst að lög um okur séu fyrir löngu úr gildi fallin. Okur og frjálshyggja Auk þess vitum við, að sam- kvæmt kenningum Frjálshyggju- manna, sem eiga nú ítök um þjóðfélagið sem aldrei fyrr, þá er það í sjálfu sér misskilningur að tala um okur. Okurvextir eru, samkvæmt kokkabókum þeirra, ekki annað en viðurkenning á ákveðnu ástandi á peningamark- aði. Það er eftirspurn eftir fé á geysiháum vöxtum, og er nokkuð athugavert við það?, spyrja þessi markaðsfól. Þeir hafa að því leyti rétt fyrir sér, að okrið er rökrétt framhald af okkar þjóðfélagsgerð og við- skiptaháttum. Því einhverjir eru það sem taka skyndilán með ok- urvöxtum. Og ekki eru það allt eiturlyfjasmyglarar. Helgarpóst- urinn var einmitt að rekja dæmi úr innflutningsverslun í þessu sambandi: Verslunareigandi bíð- ur með tískuvöru á hafnarbakk- anum skömmu fyrir jól. Og ef hann getur grætt á vörupakka sem kostar miljón svosem sex hundruð þúsund (álagning 60%) - hvað munar hann þá um það, að taka „okurlán" með 12 eða jafnvel 30% mánaðarvöxtum? Hann græðir meira en fjögur hundruð þúsund samt, ef hann selur upp. Og þá er spurn: hver er okrar- inn? Sá sem fjármagnaði inn- kaupin, eða sá sem notfærði sér viðskiptafrelsið góða til að raka saman fé sem er margfalt á við gróðamöguleika okrara? Þeir eru nokkuð margir sem leggja til gröftinn í „kýli“ það sem þeir á NT krukka í með sínum penna. ÁB ÞJOÐVIIJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar : Útgefandl: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergman, össur Skarphóðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson, Þór- unn Sigurðardóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Símvarsla: Sigriður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Agústa Þórisdóttir, Olöf Húnfjörð. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrif8tofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjórl: Sigríður Pótursdóttir. Auglýsingastjórl: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumonn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð I lausasölu: 35 kr. Sunnudagsblað: 40 kr. Áskrift á mánuðl: 400 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. nóvember 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.