Þjóðviljinn - 08.11.1985, Blaðsíða 19
ÍÞRÓTTIR
Þorbjörn Jensson, fyrirliði landsliðsins og þjálfari Vals, gnæfir hér yfir Stjörnumanninum Magnúsi Teitssyni. Júlíus
Jónasson, stjórskyttan unga, er til vinstri. Þorbjörn er einn besti varnarmaður landsins, og miklu máli skiptir gegn Lugi
hvernig honum og félögum hans í Val tekst upþ í vörninni. Mynd: E.ÓI.
Valur Lugi
Knattspyrna
Laufey komin
með 6 möik
Gengur vel hjá vestur-þýsku meisturun-
um Bergisgladbach
Laufey Sigurðardóttir frá
Akranesi er komin á fullt skrið
með vestur-þýsku meisturunum
Bergisgladbach. Eins og áður hef-
ur komið fram skoraði hún 2
mörk í sínum fyrsta deildalcik
með liðinu, eftir að hafa komið
inná sem varamaður, og hún hef-
ur náð að fylgja eftir þessari góðu
byrjun.
Laufey hefur verið í byrjunar-
liði í öllum leikjum síðan og
gengið ágætlega uppvið markið.
Hún er búin að skora 6 mörk í 1.
deildarkeppninni og lætur mjög
vel af dvöl sinni hjá félaginu.
Bergisgladbach er í 3.-4. sæti í
sínum riðli í 1. deildinni en þrjú
efstu komast í úrslitakeppni um
vestur-þýska meistaratitilinn.
-VS
England
Wolves á uppleið
Wolves, hið fornfræga fé-
lag, hefur rétt hlut sinn í 3.
deild ensku knattspyrnunnar
síðustu daga. Liðið hefur nú
unnið tvo leiki í röð, sigraði
Darlington um síðustu helgi,
2-1, og á þriðjudagskvöldið
unnu Ulfarnir óvæntan sigur á
næstefsta liði deildarinnar,
Blackpool, einnig 2-1. Þeir eru
nú í þriðja neðsta sæti 3.
deildar, með 15 stig einsog
Swansea, en Darlington og
Cardiff eru neðar. Fjögur lið
falla í 4. deild. Næstu lið fyrir
ofan eru með 18 stig þannig að
staða Úlfanna er að skána
eftir hroðalega byrjun í haust.
Bill McGarry sagði á dög-
unum upp stöðu sinni sem
framkvæmdastjóri Wolves
eftir aðeins 61 dag í starfi.
Hann sagði að stjórn félagsins
hefði haft óþolandi mikil af-
skipti af sér. í gær var Sammy
Chapman, áður aðstoðar-
þjálfari, ráðinn framkvæmda-
stjóri Wolves til loka kepp-
nistímabilsins.
-VS/Reuter
Vonin er hjá
Valsmönnum
Fylgja þeir eftir jafnteflinu í Lundi með sigri á Lugi á
sunnudagskvöldið ?
Evrópukeppni
Erfiðir útileikir
Víkingur á Spáni, FH í Svíþjóð
Vonir íslenskra handknatt-
leiksmanna í Evrópukeppni á
þessum vetri standa og falla með
Valsmönnum. Víkingar og FH
eiga sáralitla möguleika á frekari
frama - en í IHF-keppninni eiga
Valsmenn mikla möguleika á að
komast í 8-liða úrslitin. Valur
leikur síðari leik sinn gegn Lugi
frá Svíþjóð í LaugardalshöIIinni á
sunnudagskvöldið kl. 20.30.
Lugi og Valur skildu jöfn í
Lundi sl. sunnudag, 15-15, í mikl-
um baráttuleik. Valsmenn kom-
ust í 9-2 en Lugi saxaði smám
saman á forskotið og náði að
jafna rétt fyrir leikslok.
Leikir íslenskra og sænskra fé-
laga hafa ætíð verið jafnir og tví-
sýnir og úrslit orðið á báða bóga.
Lið Lugi leikur dæmigerðan
sænskan handknattleik með
landsliðsmanninn Sten Sjögren í
stóru hlutverki. Þá er markvörð-
urinn Mats Olsson mjög snjall
einsog Valsmenn fengu að reyna í
Lundi og þeir Jonas Sandberg og
Hakan Hansson eru geysiöflugar
skyttur.
Valur hefur unnið fimm af
fyrstu sex leikjum sínunt í 1.
deildinni í vetur - tapaði reyndar
sínum fyrsta leik í fyrrakvöld,
gegn Stjörnunni. Lið Vals er
sennilega það heilsteyptasta í 1.
deildinni í dag og aðal þess eru
góð vörn og markvarsla Ellerts
Vigfússonar sem hefur fyllt með
prýði uppí stórt skarð Einars Þor-
vaðarsonar. Valur hefur góða
blöndu af eldri og yngri leik-
mönnum, Þorbjörn Jensson,
Þorbjörn Guðmundsson og Jón
Pétur Jónsson við hlið landsliðs-
mannanna ungu, Jakob Sigurðs-
sonar, Geirs Sveinssonar, Júlíus-
ar Jónassonar og Valdimars
Grímssonar.
Valur á möguleika á að ná
Alfreð Gíslason lék mjög vel
og skoraði 7 mörk fyrir Essen
sem gerði jafntefli, 17-17, í Kiel í
fyrrakvöld. A meðan styrkti
Grosswallstadt hinsvegar stöðu
sína á toppi deildarinnar með
sigri á Hándewitt, 30-24.
Atli Hilmarsson og félagar í
Gunzburg unnu þýðingarmikinn
sigur á Dússeldorf, 22-13. Tveir
langt í IHF-keppninni í vetur.
Atta-liða úrslitin eru innan seil-
ingar - þangað komast Valsmenn
ef þeim tekst að sigrast á Lugi á
sunnudagskvöldið. Þeir þurfa á
góðum stuðningi áhorfenda að
halda - Svíarnir eru smeykir við
hina frægu stemmningu í Laugar-
dalshöllinni og verði hún til stað-
ar getur það ráðið úrslitum. Sem
sagt - þýðingarmesti leikurinn til
þessa í vetur hefst í Höllinni á
sunnudagskvöldið kl. 20.30. -VS
aðrir leikir voru í Bundesligunni,
Gummersbach marði sigur á
Dortmund, 24-23, og Hofweier
vann útisigur á Reinedorfe í Berl-
ín, 33-28.
Staðan í vestur-þýsku Bundesl-
igunni í handknattleik:
Grosswallstadt.... 10 9 0 1 242-204 18
Tvö íslcnsk handknuttlcikslið
standa í ströngu á erlendri grund utn
helgina. Islandsmeistarar FH leika
báða lciki sína gegn sænsku meistur-
unum Redbergslid í Evrópukeppni
meistaraliða - í Gautaborg, og í Sant-
Pílukast
Mót í Duus
Öllum pílukösturum landsins er
boðið að taka þátt i parakeppninni
Duus Doubles, sem haldin verður á
veitingahúsinu Duus um helgina.
Keppt verður í 501 og verður byrjað
kl. 14 á morgun, laugardag. Húsið
opnar kl. 12 og þá lýkur skráningu
þátttakenda. Upplýsingar gefur
Hjörtur í símum 14256 og 621828.
Þátttökugjald er kr. 400 á lið. Fyrstu
verðlaun eru minnst kr. 4000 en 2.
verðlaun minnst 2000 krónur.
Essen...........8 6 1 1 170-130 13
Gummersbach.....9 6 0 3 189-171 12
Schwabing........8 5 1 2 179-169 11
Kiel.............8 4 1 3 184-176 9
Dusseldorf.......7 3 2 2 138-124 8
Dortmund.........9 2 4 3 173-166 8
Hándewitt........9 3 2 4 184-206 8
Gunzburg.........8 3 1 4 164-165 7
Göppingen........8 3 1 4 194-204 7
Lemgo............8 2 2 4 157-156 6
Hofweier.........9 2 1 6 182-213 5
Dankersen........9 2 0 7 171-211 4
Reinedorfe.......8 0 2 6 157-193 2
ander á Spáni mæta Víkingar Teka í
Evrópukeppni bikarhafa.
Víkingar töpuðu fyrir Teka í
Laugardalshöllinni sl. sunnudags-
kvöld 21-22 og eiga því á brattann að
sækja. Þeir þurfa sigur og ekkert ann-
að til að komast í 8-liða úrslitin og á
Spáni er erfitt að leika. En munurinn
á liðunum er lítill, eins og sást um
síðustu helgi, þannig að allt getur
gerst.
FH er ekki svipur hjá sjón í vetur -
aðeins skugginn af meistaraliði síð-
ustu tveggja ára. Liðið er næst neðst í
1. deild og á sáralitla möguleika á að
standa uppi í hárinu á sænsku
meisturunum. -VS
Borðtennis
Tómas
sigraði
Tómas Guðjónsson úr KR sigr-
aði í meistaraflokki karla á fyrsta
punktamóti vetrarins í borðtenn-
is, JL-mótinu, sem lauk í Laugar-
dalshöllinni á mánudagskvöld.
Tómas vann Stefán Konráðs-
son úr Stjörnunni tvívegis en
keppnisfyrirkomulag var á þá
leið að sá sem tapaði tvisvar var
úr leik. Tómas tapaði einum leik,
gegn Albrecht Echtmann. Vignir
Kristmundsson úr Erninum varð
þriðji.
Bergur Konráðsson, Víkingi,
sigraði í 1. flokki eftir mikið ein-
vígi við Kjartan Briem, KR. Þeir
mættust þrisvar og Bergur vann
lokaleikinn. Gunnar Valsson úr
Stjörnunni varð þriðji.
-VS
V-Þýskaland
Sjö mörk Alfreðs
Jafntefli Kiel og Essen. Stórsigur Gunzburg
Föstudagur 8. nóvember 1985 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19