Þjóðviljinn - 17.11.1985, Page 6
SUNNUDAGSPISTILL
Biblían er
sem bögglað roð....
Með Magnúsi Magnússyni á Biblíuflakki um Austurlönd nœr
Grátmúrinn í Jerúsalem er leifar af undirstöðunni undir musteri Heródesar. í
baksýn moskan á klettinum.
Magnús Magnússon.
A söguslóðum Biblíunnar.
Dagur Þorleifsson þýddi.
Bókaútgáfan Örn og Örlygur 1985.
Ég hætti seint að undrast það,
hve mörg og ófyrirsjáanleg og
margvísleg spor ein bók, Biblían,
hefur skilið eftir sig í sandi tím-
ans. Okkar þjóðhetja elskuleg,
Skugga-Sveinn, segir að vísu, að
sú bók komi „aldrei að gagni
neinu“, en við leyfum okkur að
trúa því svona rétt mátulega.
Að minnsta kosti verð ég að
telja mig í hópi þeirra sem finnst
fátt skemmtilegra en að gefa sér
tíma til að leita frétta af flakki
Biblíunnar um heiminn. Hvort
sem hún hrindir af stað nýjum
trúarbrögðum, stórstríðum, mál-
vísindaþrætum eða mótar nafna-
siði Vestfirðinga.
(Með ykkar leyfi: ég ætla að
segja eina sögu af þeim vettvangi.
Þaðvareitt sinn, aðhjón komu til
prests og vildu skíra dóttur sína
nýfædda og átti barnið að heita
Jedok. Jedok, sagði prestur, svo-
leiðis nafn er ekki til. Víst, sögðu
hjónin, það erí Biblíunni: Jedok,
dóttir Faraós...
Sannleikurinn var sá, að for-
eldrarnir biblíuföstu höfðu fyrir
sér gamla Biblíuþýðingu úr
þýsku, en þar hafði þýskt smáorð
komist framhjá mannviti þýðar-
ans og var orðið að fósturmóður
Móse: Jedoch, die Tocther Phar-
aos: Samt sem áður (gekk) dóttir
Faraós...).
Golíat
og Glámur
Þegar ég var strákur í stríðinu
las ég það einhversstaðar, að
eftirlætisgeneráll minn um þær
mundir, Montgomery hinn
breski, hefði það fyrir sið að lesa
kafla úr Biblíunni á hverju kvöldi
áður en hann færi að sofa. Ég
vildi ekki vera minni maður en
hann og reyndi þetta líka. Vita-
skuld fór margt fyrir ofan götur
og neðan hjá strákpatta í svo
fornum texta, en allar götur síðan
hafa mér verið einkennilega hug-
stæðir Anraham patríarki, Jósep
sem réð draumana, Móse sem
skeggræddi við guð á fjallinu,
Davíð sem girntist Batsebu og
fleira merkilegt fólk.
Þetta voru sögur og ein-
hvernveginn fannst manni það
ekkert áríðandi að vita, hvað væri
í þeim satt og hvað logið. Davíð
og Golíat voru einhversskonar
hliðstæða við Gretti og Glám í
hinum „syntetíska" tíma barns-
ins. Og einmitt þessvegna fannst
mér gaman að heyra Magnús
Magnússon segja það á dögun-
um, þegar hann var að kynna bók
sína um Biblíuna, að ráðlegast
væri að lesa Gamla testamentið
með svipuðu hugarfari og menn
lesa íslendingasögur.
Leitið og
þér finnið
Síðar meir var maður að rekst
hér og þar á tilraunir, stundum
bæði furðulegar og hugvitssamar,
til að koma saman fornleifafræði
og líkindareikningi og svo ýmsum
undrum og stórmerkjum úr Bib-
líunni. Hvers vegna drukknuðu
Egyptar í Rauða hafinu? Var
eyðing Sódómu og Gómorru ekki
eldgos? f bók Magnúsar Magnús-
sonar er einmitt drjúga
skemmtun að hafa af því kappi,
sem menn hafa lengi lagt á að
„sanna“ Biblíuna. Menn hafa
vaðið um Palestínu og nálæg lönd
- og gera reyndar enn í dag að því
er Magnús hermir - með Biblíu í
annarri hendi og skóflu í hinni og
vitanlega hafa þeir fundið það
sem þeir leituðu að. Einn finnur
einmitt þá veggi Jeríkóborgar
sem hrundu þegar Jósúa og hans
menn blésu í trómet, annar finn-
ur sjálft Syndaflóðið í leirlögum í
ruslahaugum í Mesópótamíu,
hinn þriðji finnur egypskt vegg-
málverk af Hebreum, sem „gætu
vel verið“ bræður Jósefs að semja
við egypska landamæraverði.
Góð leiðsögn
Magnús Magnússon fer mjög
skemmtilega með þetta allt.
Hann sýnir sönnunarákefðinni
vissa kímni og samúð - án þess að
ánetjast henni. Hann sýnir vel
hvernig sumir koma vitleysum af
stað og aðrir starfa svo við að
koma þeim sömu eroribus fyrir
kattarnef og „hefur svo hver
nokkuð að iðja“, eins og Árni
Magnússon sagði um þá sem í
handritum grúska. Þegar á
heildina er litið er afstaða Magn-
úsar mjög skynsamleg. Hún er
eitthvað á þá leið, að ef menn
hafa hugann of mikið við sagn-
fræðilegt gildi Biblíunnar, þá eigi
þeir erfiðara með að meta hana
sem bókmenntir eða skilja hana
sem trúarrit. Á hinn bóginn veit
hann náttúrlega vel af því, að
Biblían er ekki skrifuð í tóma-
rúmi og skilur hana eins og marg-
ir aðrir, margt einmitt út frá þörf-
um þjóðar í nauð, þörfum Biblíu-
ritunartíma fyrir ákveðna túlkun
á fortíð, sem er að miklu leyti
gleymsku hulin þá þegar. Magn-
ús Magnússon er ekki atvinnu-
maður í Biblíufræðum, en hann
sýnist mjög vel að sér um forn-
leifarannsóknir síðari tíma og er
skemmtilegur og aðlaðandi
leiðsögumaður um þessar slóðir,
dregur vel saman Biblíusögur,
aðrar heimildir og fornleifarann-
sóknir, svo mönnum má allvel
skiljast, hvað er vitað og hvað
verður seint hægt að vita um Bibl-
íutíma.
Bœkur
þar um þegja
Ef ég ætti að gera grein fyrir
því, í hverju bók sem þessi hér
helst víkur frá þeim „fordómum"
sem í mér sitja frá fyrstu kynnum
af Biblíunni, þá er það helst til að
taka, að margbölvaðir Kanaanít-
ar og Filistear fá einskonar upp-
reisn æru hjá höfundi og fá þeir
þá mestan stuðning úr gallharðri
fornleifafræði. í annan stað hefur
höfundur nokkra tilhneigingu til
að hnýta í spámenn ísraels fyrir
ofstæki þeirra - enda passa þeir
víst lítt í kram okkar kæruleysis-
tíma, þegar enginn vill vera
sannfærður um neitt lengur. Þessi
lesandi hér þóttist vita, að Móses
gat hvergi fundist í öðrum heim-
ildum, en maður hallast að því að
taka undir með þeirri gyðinga-
skrýtlu sem segir: „Móse hefur
kannski aldrei verið til en hann
átti áreiðanlega frænda sem hét
Móses". Hann þóttist líka vita,
að frásagnirnar af dýrð Salómons
og miklu veldi væru langt frá því
sem sennilegt mætti teljast. En
það kom mér satt best að segja
nokkuð á óvart, að þeir feðgar
Davíð og Salómon eru hvergi til
utan Biblíunnar. Aðrar heimildir
þegja um þá. Þetta þótti mér satt
að segja leiðinlegt vegna gamals
kunningsskapar. Ég hafði ekki
gert mér grein fyrir því að karl-
arnir stæðu svona veikum fótum í
staðreyndafeninu.
En það er líka spennusaga út af
fyrir sig að fylgjast með því,
hvernig frásagnir Biblíunnar
þokast smám saman inn í þá
birtu, sem hægt er að hafa af öðr-
um heimildum, og verða nú æ
fleiri rit og áletranir samferða yfir
herleiðingar Assýríumanna og
Babýloníumanna og allt fram á
daga Krists.
Lengi von
á einum
Reyndar er bók af þessu tagi
örfandi lesning. Við erum stödd í
miðju ævintýri. Annarsvegar
standa fomir textar, sem hafa
verið helgir gjörðir, mótað þrenn
af helstu trúarbrögðum heims,
textar sem hefur verið beitt í sið-
fræði og stórpólitík. Og hinsveg-
ar er skotið á þessa texta úr borg
annarra heimilda, þar sem finna
má fleygrúnir fornar, áletranir,
lágmyndir, leirker og húsatóftir
og vatnsleiðslur og fleira, sem síf-
ellt er að koma upp úr þeirri Par-
adís fornleifafræðanna sem
Austurlönd nær eru. Og hvort
munu þeir fundir hafna Biblíunni
eða samþykkja hana? Það fylgja
líka vissir töfrar þeirri vitneskju,
að á þessum slóðum er fullt af
gátum sem aldrei verður ráðið
fram úr til fulls, eins þótt menn
geti smám saman komist nær
sannleikanum en gátu feður
þeirra og afar. Og sífellt er von á
nýjum fundum og merkilegum.
Dauðahafshandritin fundust á
okkar dögum og það er ekki lið-
inn nema áratugur síðan það
fannst í Tell Mardik á Sýrlandi
skjalasafn mikils semitísks ríkis,
sem áður var fátt um vitað. Og í
þeim skjölum eru nöfn sem koma
kunnuglega fyrir sjónir: Abra-
ham, Esaú, ísmael, ísrael og enn
vita menn ekki sem skyldi hvað
þetta á að þýða.
Já og enn eru menn að: Nú síð-
ast hefur Líbani einn vakið upp
nokkurn úlfaþyt með því að
halda því fram, að Gyðingaland
til forna hafi ekki verið í Palestínu
heldur á vissu svæði í vesturhluta
Saudi-Arabíu! Kenning þessi
stendur á brauðfótum - aðalrök-
semdin er samsvaranir hebreskra
,og arabískra staðarnafna, en með
því að í þessum tungum eru sér-
hljóðar ekki skráðir heldur að-
eins samhljóðar hefur ímyndun-
araflið helst til frítt spil, ef menn
vilja endilega hleypa því á skeið.
Málfræðingar eru hinir verstu út í
þessa kenningu, Gyðingar og
Saudi-Arabar sömuleiðis en sem-
sagt: Lengi munu menn þessa
steina klappa, það eitt er víst.
Hressileg
þýðing
Eins og margir vita er bók þessi
byggð á sjónvarpsþáttum um
Biblíuslóðir, sem Magnús
Magnússon stjórnaði og hafa ver-
ið sýndir hér. Sá myndbundni
uppruni verður bókinni ekki til
trafala sem betur fer. Dagur Þor-
leifsson hefur þýtt bókina með
ágætum og er lítill þýðingark-
eimur af starfi hans, texti hans er
einatt vel kjarnyrtur og sneitt er
hjá freistingum flatneskjunnar og
svo höfuðsynd margra þýðara nú
um stundir - að rekja sig áfram
eftir margliða eignarfallaband-
ormi.
Á.B.
Grafið ofan af múrum Jeríkóborgar á sjötta áratugnum.
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. nóvember 1985