Þjóðviljinn - 17.11.1985, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 17.11.1985, Qupperneq 19
Amnesty International Fangar mánaðarins - nóvember 1985 Mannréttindasamtökin Amnesty International vilja vekja athygli almennings á máli eftirfarandi samvisku- fanga í nóvember. Jafnframt vonast samtökin tii að fólk sjái sér fært að skrifa bréf tii hjálp- ar þessum föngum og sýna þannig í verki andstöðu sína við að slík mannréttindabrot eru framin. EÞÍÓPÍA. Mengesha Gebre- Hiwot er 55 ára sérfræðingur í kennslumálum, fyrrum aðstoðar- maður menntamálaráðherra og starfsmaður SÞ. Hann er einn úr hópi 18 manna sem hafa verið í haldi síðan í desember 1983 vegna meintrar aðildar að stjórn- málaflokki (EPDA) sem hefur gagnrýnt samband ríkisstjórnar- innar við Sovétríkin. Þeim er gef- ið að sök að hafa dreift „andbylt- ingarsinnuðum” flugritum „sem lið í tilraun heimsvaldsinna til að kæfa eþíópísku byltinguna”. Ekkert virðist benda til að flokk- ur þessi hafi beitt eða hvatt til ofbeldis. 18-menningarnir hafa að sögn verið beittir pyntingum í yfirheyrslum, m.a. með höggum á iljar. Samkvæmt upplýsingum AI hefur Mengesha Gebre- Hiwot misst annan fótinn af þess- um sökum. Nú er óttast um líf hans, þar sem fjölskyldu hans er ekki lengur leyft að senda honum mat, en það var íeyft áíyrri heim- ingi þessa árs. HAITI. William Josma er 37 ára gamall verkfræðingur sem haldið hefur verið án ákæru eða dóms síðan í apríl 1981. í tilkynn- ingu frá stjórnvöldum frá því í febrúar 1984 er hann sakaður um hryðjuverkastarfsemi, en form- leg ákæra hefur ekki verið lögð fram, og yfirvöld haf hvorki rétt- að í máli hans né lagt fram sann- anir máli sínu til stuðnings. AI telur Josma í haldi vegna friðsam- legrar andstöðu hans við stjórn Jean-Claude Duvalier. Josma bauð sig fram á eigin vegum til þings árið 1979, en dró framboð sitt til baka vegna þrýstings frá stjórnvöldum. Þrátt fyrir ákvæði í stjórnarskránni um frelsi til að bindast stjórnmálasamtökum eru þeir sem reyna að stofna stjórnar- andstöðuflokka tíðum fangelsað- ir eða verða að sæta yfirgangi af ýmsu öðru tagi. William Josma var ekki í hópi 37 pólitískra fanga sem hlutu náðun í apríl 1985, og vegna fullyrðinga yfirvalda um að „enginn sé lengur í haldi vegna afbrota af pólitískum toga” er óttast um afdrif hans. MALAYSÍA. Loo Ming Leong er 42 ára verkamaður á gúmmí- plantekrum, sem hefur verið í haldi í 13 ár án ákæru eða dóms, vegna meintrar aðildar hans að Kommúnistaflokki Malaysíu sem er bannaður. Fangelsun hans styðst við hæpnar lagagreinar sem heimila stjórnvöldum að hafa í haldi í tvö ár í senn fólk sem þau telja hættulegt öryggi lands- ins. Aðbúnaður í fangelsisvist- inni hefur verið afar slæmur. Pól- itískir fangar í Batu Gajah fang- elsinu þar sem Leong var til skamms tíma máttu þola einang- run í 22 klst. á sólarhring, og í Taiping fangelsi, þar sem hann er núna, er föngum haldið í heitum og illa loftræstum fangaklefum, og er hreyfing og læknishjálp ónóg. Loo Ming Leong er sagður þjást af nýrnabilun og háum blóðþrýstingi. Þeir sem vilja leggja málum þessara fanga lið, og þá um leið mannréttindabaráttu almennt, eru vinsamlegast beðnir að hfa samband við skrifstofu íslands- deildar Amnesty, Hafnarstræti ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 15, Reykjavík, sími 16940. Skrif- stofan er opin frá 16.00-18.00 alla virka daga. Þar fást nánari upp- lýsingar sem og heimilisföng þeirra aðila sem skrifa skal til. Einnig er veitt aðstoð við bréfa- skriftir ef óskað er. Hafnarbúðir Hver hefur áhuga á að vinna í hlýlegu, björtu og heim- ilislegu umhverfi í hjarta borgarinnar? Okkur vantar fáeina hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og aðstoðar- fólk. Einnig vantar sjúkraþjálfara í hálft starf fyrir hádegi. Starf sem sýnir fljótt árangur. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri alla virka daga í síma 19600-220-300 og yfirsjúkraþjálfari í síma 19600-266. Reykjavík 14.11.1985 HELMINGURINN Ef þú kaupir dilkakjöt í heilum skrokkum færðu helminginn ókeypis miðað við verð í stykkjatölu. Nú greiðir þú aðeins T75.80 fyrir kílóið í verðflokki Dl. Og skrokknum er skipt eftir þínum óskum. Og hvílíkur aragrúi spennandi kræsinga sem úr heilum lambaskrokki getur orðið: Gamla góða steikin, innbakaðar lambalundir, Guðrúnar kjöt í káli, Lambapottur torgsalans, ítalskar lambarifjur, Kjötbollur Sollu frænku, Hakk með sál, Besta kæfan hennar Kötu ofl. ofl. Hugmyndaflugið og íslenska lambakjötið eru sælgæti saman. FRAMLEIÐENDUR

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.