Þjóðviljinn - 24.11.1985, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 24.11.1985, Qupperneq 4
Rauð- hóla- Ransí! Næsta verkefni sem Hitt leikhúsið sýnir nefnist Rauðhóla-Ransí og er um margtóvenjulegt leikrit. Það gerist nefnilega í fjölbragða- glímuhring. Hringurinn var keyptursér- staklega til landsins vegna sýningarinnar enda enginn slíkurtil álandinu þarsem þessi íþrótt er strangt tekið bönnuð hér ásamt með hnefaleikum. En í leikhúsi leyfist allt nema að vera leiöinlegur, og nú þjálfa sjö ungir leikarar af kappi fjöl- bragðaglímu undirstjórn tveggja slagsmálahönnuða frá Bretlandi og leikstjórans Páls Baldvins Baldvinssonar. Við brugðum okkur í vikunni á æfingu með Ijósmyndara inni í Líkams- og heilsuræktarstöð- inavið Bolholtið. Þarmátti heyra óp og öskur fram á gang, en er inn kom stóðu þær Kristín Kristjánsdóttir og Edda Heiðrún Bachmann, sem leikur Ransí, gnístandi tönnum hvor á móti annarri í hringnum. Höfundurinn er kona, Clare Luckham. „Verkið er meira en saga fjöl- bragðaglímukonu, þótt það hafi upphaflega átt að vera heimilda- verk um Evrópumeistara kvenna í fjölbragðaglímu, Mutzie Muller. Það er um leið verk um konur í karlaíþrótt, konur í karla- samfélagi. Hringurinn er ekki bara glímuhringur, hann er líka samfélagið þar sem Ransí glímir á heimavelli - og utan. Og að sjálf- sögðu setjum við verkið upp í ti- lefni af lokum kvennaáratugar,“ sagði Páll Baldvin sem auk þess að leikstýra er þýðandi með Meg- asi. Leikarar eru sex, sjöundi leikarinn er Kolbrún Halldórs- dóttir, sem situr á varamanna- bekknum, en þjálfar með hinum leikurunum. Auk Eddu og Krist- ínar leikur Edda Björgvinsdóttir í verkinu og karlmennimir eru þrír, - Andrés Sigurvinsson, Guðjón Pedersen og Andri Clausen. Slagsmálahönnuðirnir eru breskir feðgar, Clifford Wemlow og Brian Wete, þrautþjálfaðir í hverskyns brögð- um og auk þess vanir að vera staðgenglar í kvikmyndum. „Þetta er fimur og flinkur hóp- ur, - þeim gengur ótrúlega vel,“ sagði Brian aðspurður. Að sjálf- sögðu eru allir leikaramir slysa- tryggðir, en „ef rétt er að farið á enginn að slasast,“ upplýsti Páll. Ekki er ennþá ákveðið hvar verkið verður frumsýnt, - nauðsynlegt er að sýna það þar sem hægt er að hafa áhorfendur á þrjá eða fjóra vegu og slíkt húsn- æði er ekki á hverju götuhorni í henni Reykjavík. Fmmsýningin verður 10. janú- ar og þangað til er glímt í hringn- um frá 8 á morgnana til 3 á dag- inn. Tónlist og dans munu einnig gegna þýðingarmiklu hlutverki í sýningunni. þs Rauðhóla-Ransí, fullu nafni Ragnhildur Björt - á fullu. (Edda Heiðrún) Bresku slagsmálahönnuðirnir Clifford og Brian með Pál á milli sín. - svo er að detta án þess að slasa sig... „Það er vissara að mæta okkur ekki á fáfarinni götu að næturlagi. Við segjum ekki rneira." Eddumar, Kristín og Kolbrún I pásu. Ljósm. Sig. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. nóvember 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.