Þjóðviljinn - 24.11.1985, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.11.1985, Blaðsíða 12
Sigurður A. Magnússon: Ekki er öll vitleysan Ávarp flutt á stofnfundi Frjálsra vegfarenda 6. okt. 1985 ímyndum okkur til gamans að til séu skynsemi gæddar líf- verur útí geimnum og ein þeirra komi við á íslandi til að kynna sér hagi og lifnaðar- hætti landsmanna. Hvað skyldi slíkum gesti þykja hnýsilegast við daglega lífs- hætti okkar? Ef frá eru taldar hátimbraðar kirkjubyggingar, get ég hugsað mér að það yrði einkum tvennt. Annars- vegarfeikileg bílaeign íslend- inga með hliðsjón af því, að bílareru hértvö- til þrefaltdýr- ari en í nálægum löndum og bensínverð í samræmi við það. Láta mun nærri að samanlagðir fólksbílar lands- manna rúmi í sæti ríflega tvö- faldan íbúafjölda landsins. Hinsvegar mundi gestinum ugglaust þykja einkarfróðlegt að virða fyrir sér bílanotkun íslendinga. Átta mánuði árs- ins eða svo er er notkun bíl- amergðarinnar að heita má eingöngu bundin við svosem 10-15 kílómetra radíus þétt- býlla svæða - og víða við miklu minna svæði, til dæmis í Vestmannaeyjum - en á þessum afmörkuðu svæðum er einkabílínotkun svo gengd- arlaus að víða horfir til stór- vandræða, og er Reykjavík vitanlega skóladæmi um alla þágeggjun. Hver er skýringin? 7'rúlega mundi gestinum utan- úr geimnum leika hugur á að fá skýringu á þessum tveimur fyrir- bærum, mikilli eign rándýrra far- artækja og hóflausri notkun þeirra á mjög þröngum svæðum, en vafasamt að viðunandi skýr- ingar lægju á glámbekk. Kannski mundi einhver hugkvæmur landi benda honum á, að hér væri fyrst og fremst um að ræða sálrænt vandamál: Islendingar hefðu á einum mannsaldri hoppað aftan- úr miðöldum inní atómöldina, af hestbaki uppí bíla og flugvélar, og væru ekki enn búnir að ná átt- um. Vera má að þar liggi einn angi skýringarinnar, en hún er náttúrlega miklu margþættari. Nú ætla ég mér ekki þá dul að gefa viðhlítandi skýringu á svo flóknu máli, en leyfi mér að stað- hæfa að einkabílaeign og einka- bflanotkun fslendinga stríði bæði gegn heilbrigðri skynsemi og þeim lögmálum sem sögð eru stjórna arðbærri fjárfestingu. Á sömu forsendum hlýtur hún að ganga í berhögg við hagsmuni einstaklinga, heimila og þjóðar- heildar. Eg er ekki þarmeð að andæfa notkun bíla, því þeir eru vissulega til margra hluta nytsam- legir sé rétt á haldið, heldur þeirri gegndarlausu sóun á fjármunum og öðrum verðmætum, ekki síst mannslífum, sem eru samfara einkabalafarganinu á íslandi. Hér þykist ég geta trútt um tal- að, þareð ég átti og rak einkabíl um tíu ára skeið, og fyrir mér var það nánast einsog að losna úr álögum þegar ég frelsaðist undan grimmilegri harðstjórn blikk- drekans. Hin almenna hjótrú Nú segja væntanlega einhverjir að ég tali einsog álfur útúr hól, sem afneita vilji sjálfsögðum þægindum nútímans og hverfa aftrá öld hestakerrunnar; bíllinn sé orðinn ómissandi þáttur í lífi hverrar nútímamanneskju. Eins- og fyrr segir er ég ekki andvígur skynsamlegri notkun bíla, en dreg mjög í efa sannleiksgildi þeirrar almennu hjátrúar, sem vitaskuld hefur verið hömruð inní mannfólkið af stórgróðafyr- irtækjum bílaiðnaðarins og auglýsingaþrælum þeirra, að einkabíll sé hverjum einstaklingi og hverri fjölskyldu lífsnauðsyn. Ef sú trú væri sannleikanum sam- kvæm, þá væri stórum hópum þjóðfélagsins - ekki bara æskuf- ólki og gamalmennum, heldur og öllum þeim sem eiga fullt í fangi með að hafa í sig og á af þeim launum sem í boði eru - svo gróf- lega mismunað, að það væri ský- laust mannréttindabrot og jaðr- aði við stórglæp. Lífsnauðsynjar eiga nefnilega að standa öllum jafnt til boða í siðmenntuðu samfélagi. Því fer hinsvegar fjarri að einkabíllinn standi öllum til boða. Hitt er sönnu nær, að einkabíll- inn sé ein þeirra tilbúnu þarfa sem neysluþjóðfélagið er í sífellu að framleiða til að halda svika- myllunni gangandi, ein þeirra gerviþarfa sem menn eru al- mennt farnir að telja sér trú um að séu raunverulegar þarfir. í krafti auðmagns og aðstöðu hafa öflin, sem telja sér hag að því að stía fólki sundur, lagt undir sig fjölmiðlana og gagnsýrt allt þjóð- lífið með hömlulausum áróðri fyrir ágæti og nauðsyn einkabíls- ins. Gegn þeirri lævísu og linnu- lausu innrætingu stendur hinn al- menni borgari varnarlaus, vegna þess að fjölmiðlarnir hafa allir sem einn brugðist þeirri frum- skyldu sinni að segja kost og löst á hverju máli og hverjum hlut. Ofangreind öfl eru orðin svo al- ráð í þjóðfélaginu, að ékki ein- asta allir fjölmiðlar, heldur og skólakerfið einsog það leggur sig, lögreglan og allar helstu valda- stofnanir þjóðarinnar ganga er- inda þeirra. Allar skoðanir sem hníga í aðra átt eru umsvifalaust stimplaðar pólitískur áróður eða rakalaus þvættingur, en lands- mönnum svo að segja daglega boðið uppá umferðarþætti sem eru dulbúinn áróður fyrir einka- bílinn og bílaþætti sem eru grímu- laus áróður, að viðbættum þrot- lausum auglýsingum sem blygð- unarlaust skírskota til minnimátt- arkenndar, kynhvatar, hégóma- girndar og leitar einstaklingsins að stöðutáknum. Heilaþvotturinn Jafnt á heimilum sem í skólum er heilaþvottur barna svo alger, að þeim er frá fyrsta fari innrætt, að bera óttablandna virðingu fyrir einkabílnum, aðlaga sig þjóðfélagi einkabílsins, þarsem manneskjan er ekki framar grundvallareining skipulagsins, heldur bíllinn. Þeim er kennt að hlíta í blindni og hugsunarlaust umferðarreglum, sem allar eru í þágu einkabílsins og ætlaðar til þess eins að auðvelda og tryggja einkabílnum hindrunarlausan og hraðan akstur. Þeim er innrætt að slys stafi af óhlýðni gangandi veg- farenda við umferðarreglur, en þess látið ógetið að slys munu halda áfram að eiga sér stað í vax- andi mæli meðan einkabílnum er tryggður forgangsréttur um götur borgarinnar. Og vitanlega fá þau ekki urmul af vitneskju um eitr- aðan útblástur bíla og áhrif hans á líffæri manneskjunnar jafnt og gróður eða endingu mannvirkja, né heldur um skaðleg áhrif sem hávaði af völdum bíla getur haft á líkamlega og andlega heilsu okk- ar. í borgum víðsvegar um Am- ríku og Evrópu á Reykjavík marga keppinauta um allsherjar- öngþveiti og mengun af völdum skefjalausrar bílaumferðar. Einn sá skæðasti er Aþena, en þar standa menn nú gersamlega ráða- lausir gagnvart vanda sem hefur verið að ágerast ár frá ári með þeim afleiðingum að helmingur einkabíla er daglega settur í far- bann, stakar tölur og jafnar á númerum látnar skera úr um, hvaða bílar mega aka þann dag- inn, en dugir ekki til, því pen- ingamenn grípa til þess úrræðis að eiga tvo bíla eða fleiri rneð stökum tölum og jöfnum, enda er nú svo komið að Aþena er ein mengaðasta borg í heimi. Mannvirki sem staðið höfðu óskemmd og óhögguð í rúm tvö- þúsund ár hafa á síðustu þrjátíu árum verið að molna og hrynja, þannig að verja verður milljónum dollara árlega til að halda þeim í horfinu, og tvísýnt að það takist. Getur verið eitthvert vit í slíku framferði frá fjárhagslegu sjónarmiði, að ekki sé minnst á mannlegu sjónarmið- in? Notkun leigubíla ódýrari Ég geri ráð fyrir að mörg okkar sem eldri erum hafi á sínum tíma séð kvikmynd sem franski kvik- myndagerðarmaðurinn og grín- leikarinn Tati gerði um einkabíl- ismann og umferðaröngþveitið á meginlandi Evrópu og þá einkan- lega í París. Sennilega skemmtu flestir sér mætavel yfir þeirri makaiausu mynd, en skyldi það hafa hvarflað að okkur, að þar væri verið að sýna í hnotskurn nákvæmlega það sem hefur verið að gerast hjá okkur undanfarna áratugi? Ég er ekki frá því, að hinn ímyndaði gestur utanúr geimnum mundi líta atferli okkar sömu eða svipuðum augum og við horfðum á ráðþrota og snar- ruglaða bílstjórana í mynd Tatis. Alúðin sem lögð er við einka- bílinn er einatt svo alvöruþrungin og upphafin, að nálgast fáránleik svæsnustu grínmynda. Þær stund- ir sem lagðar eru í að gljáfægja hann og snurfusa, gera við hann og halda honum í akfæru ástandi eru vísu sjaldan reiknaðar sam- an. En skyldu ekki ýmsar eigin- konur verða himinlifandi, ef þær nytu dagsdaglega sömu athygli og umhyggju húsbóndans einsog fjölskyldubíllinn? Kaldhæðnin í þessu öllu saman er samt sú, að tímasparnaðurinn sem talinn er ein helsta blessun einkabílsins er sama og enginn. Bandarískur reikningshaus tók sér fyrir hend- ur ekki alls fyrir löngu að reikna saman allar þær stundir, sem var- ið væri til að halda fjölskyldubíln- um í góðu standi, og deildi þeim síðan í meðalhraða bílsins meðan hann væri í notkun. Niðurstaðan varð sú, að gangandi vegfarandi kæmist leiðar sinnar á nálega jafnskömmum tíma, þegar allt væri tekið með í reikninginn! Dæmi einkabílismans hefur því miður aldrei verið reiknað til enda, þó menn hafi óljósar hug- myndir um ýmsa þætti þess. Það hefur til dæmis ekki verið haft í hámælum, að fyrir það fjármagn sem lagt er í að reka einkabíl á ári hverju mætti nota leigubíla uppá hvern einasta dag og það allríf- lega, sem væntanlega mundi leiða af sér betri og ódýrari þjón- ustu leigubíla - og er ég þó alls ekki að kvarta yfir þeirri þjón- ustu sem nú er veitt. Hitt er þó miklum mun íhugun- arverðara, að öll þjónusta al- menningsvagna hefur verið í lág- marki vegna yfirgangs einkabíls- ins, þó strætisvagnar séu frá öllum sjónarmiðum hentugri og hagkvæmari bæði fyrir einstakl- inginn og heildina. Þó ekki væri annað, þá flytur ein akrein stræti- svagna 10 til 12 sinnum fleiri farþ- ega en ein akrein einkabíla, en vinnurými fyrir skrifstofumann er talið hæfilegt 3 fermetrar, þar- sem aftur einkabíll hans þarf ekki minna en 23 fermetra. Jafnvel þó fargjöld með strætisvögnum væru mjög lág eða engin, sem vitan- lega væri skynsamlegast og æski- legast, þá yrði hagnaður heildar- innar af aukinni notkun þeirra svo miklu meiri en kostnaðurinn, að ekki er neitt áhorfsmál hvaða leið beri að velja til að koma skikki á umferðarmál höfuðstað- arins. Enn sem komið er virðast stjórnmálamenn og skipuleggj- endur neita að horfast í augu við þessar augljósu staðreyndir. Lögð eru ný breiðstræti, götur breikkaðar, gatnamót stækkuð og lóðir í miðborginni lagðar undir bílastæði, allt ánþess hugs- að sé fyrir því hvert stefnir. Með þessu háttarlagi er smámsaman verið að byggja manneskjunni út, nema því aðeins hún brynji sig blikkdós á hjólum. Ávinningur af aukinni notkun almenningsvagna yrði miklu margvíslegri en beinn sparnaður á útgjöldum. Áhyggjum manna af rekstri einkabíla yrði aflétt - og þær eru tíðum ólitlar. Umferð- arslysum mundi fækka til muna. Orka mundi sparst og þarmeð stórar fúigur gjaldeyris. Mengun andrúmslofts og umhverfis mundi minnka. Viðhald á gatn- akerfi sem og gatnagerð og bíla- stæða yrði ódýrari, og þarmeð þungum byrðum létt af ríki, borg og skattgreiðendum. Við þessi efnahagslegu sjónarmið má síðan bæta þeim manneskjulegu: Óþægindi almennra vegfarenda mundu til muna minnka ef dregið væri úr umferðarþunga, aukþess sem ómetanlegir hollustuþættir kæmu inní dæmið, svosem þeir að útivist fólks og heilnæm lík- amshreyfing mundi aukast, sem aftur leiddi af sér aukið þrek og lífsþrótt, minni spennu og streitu, betri svefn og miklu næmari skynjun á umhverfi. Notkun strætisvagna stuðlar þaráofan að meiri hvíld þeirra sem ferðast þurfa milli staða, auknu félags- legu samneyti og samræðum 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. nóvember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.