Þjóðviljinn - 10.12.1985, Síða 1

Þjóðviljinn - 10.12.1985, Síða 1
HAFSKIP ÍÞRÓTTIR Útvegsbankinn íábyrgð fyrir 40 miljónum afskuldum Arnarflugs. Arnarflug skuldar 413,4 miljónir umfram fastar eignir. Að „veltufjármunum<( meðtöldum eru skuldir umfram eignir 116 miljónir. Erfitt reynist að innheimta hluta af útistandandi skuldumfélagsins Skuldir Arnarflugs nema 590 miljónum króna. Fastar eignir félagsins, flugvélar og hús, eru samtals að verðmæti 176,6 miljónir króna að sögn Agnars Friðrikssonar, framkvæmda- stjóra Arnarflugs. Að auki á fé- lagið „veltufjármuni“ að upphæð 297,8 miljónir, en hluti þess eru skuldir sem erfitt verður að ná inn, samkvæmt heimildum Þjóð- viljans. Arnarflug tók erlent lán að upphæð um 40 miljónir króna í janúar síðastliðnum, með ríkis- áhyrgð. Lánið var tekið gegnum banka sem hcfur nokkuð verið í fréttum að undanförnu: Útvegs- bankann. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans á Arnarflug í verulegum erfiðleikum, og mun reynast mjög erfitt að rétta úr kútnum. Einsog sést á ofangreindum tölum, þá skortir 116 miljónir á að félagið eigi fyrir skuldum, og það jafnvel þó reiknað sé með að allar skuldir skili sér. Það er hins vegar vonlítið. Þannig má nefna skuld sem Amarflug á útistand- andi vegna svokallaðra Kúbu- samninga og er upp á hálfa miljón bandaríkjadala. Félaginu hefur gengið illa að ná inn þessu fé, og mun í bígerð að hefja iagalega sókn til þess. Eftir níu mánuði var 17 milj- óna tap á félaginu. Hins vegar eru eftir þrír síðustu mánuðir ársins, sem erfiðastir eru í rekstri og ljóst að þeir munu auka mjög bagga félagsins. Haukur Björnsson, stjórnarformaður Arnarflugs, sem nú er staddur erlendis, sagði í viðtali við Þjóðviljann, að mikið tap yrði á rekstri félagsins í ár, raunar þriðja árið í röð. Vaxtabyrði Arnarflugs vegna þessara miklu skulda er mikil. Fyrstu níu mánuði ársins var hún til að mynda 38 miljónir. Haukur kvað félaginu hafa tekist að semja við alla helstu skuldunauta sína og taldi að ekki væri hætta á 14 dagar tiljóla! | Telkning: Valgeir Guðlaugsson, j Daltúni 17 Kópavogi ferðum. Agnar Friðriksson tók í viljinn talaði við í fjármála- að Arnarflugi myndi ekki takast stórfyrirtækið sem gengi undir, á sama streng. Nær allir sem Þjóð- heiminum voru á þeirri skoðun að rétta úr kútnum og yrði næsta eftir Hafskip. -S.dór/ÖS lÖRUAFGREIÐSLA «&&>*** AIR SIGHTSEEING Erfiðleikar Arnarflugs eru miklir. Þessi Twin Otter vél var í flugskýli félagsins. Holar augntóttir gapa úr vængnum þar sem gamli hreyfillinn var. Nýr hreyfill er í tolli en ekki hægt að leysa hann út vegna peningaerfiðleika félagsins. Mynd: E.ÓI. Hafskipsmálið Margsaga í málflutningi. Óánœgja í Sjálfstœðisflokknum. Spurningum ósvarað. Ottastfylgistap. Segjaráðherrar afsér? Innan Sjálfstæðisflokksins magnast raddir um að Albert Guðmundsson eigi að segja af sér ráðherradómi meðan rannsókn fer fram á þætti hans í sam- skiptum Hafskips og Útvegsbank- ans. Albert sendi ríkissaksóknara bréf í gær, þar sem hann fór fram á að þáttur hans meðan hann var stjórnarformaður skipafélagsins og bankaráðsformaður Útvegs- bankans, verði rannsakaður. Fyrir Alþingi liggur tillaga um miklu víðtækari og opnari rann- sókn en Albert vill. í leiðara og úttekt á Hafskips- málinu inni í blaðinu í dag er greint frá því að 14. nóvember sagði Albert á þingi að lögfræð- ingur Útvegsbankans hefði fylgst með peningamálum Hafskips. En þessu neitaði bankastjóri Ut- vegsbankans, Halldór Guð- bjarnason, alfarið í sjónvarpsvið- tali á föstudagskvöldið. Fór Al- bert með rangt mál? Fleiri ráðherrar hafa orðið tví- saga. Þannig sagði Matthías Á. Mathiesen þáverandi viðskipta- ráðherra á þingi þann 18. júní að full veð væru fyrir hendi hjá Haf- skip vegna skulda við Útvegs- bankann. En kollegi hans, Matt- hías Bjarnason staðhæfði á hinn bóginn í þingræðu þann 14. nóv- ember að þegar 3. júní hefði ljóst verið að veð skipafélagsins nægðu ekki fyrir skuldunum hjá bankanum. Fór Mathiesen með rangt mál? f leiðara er líka bent á, að í júlí síðastliðnum lá fyrir að Hafskip ætti skammt ólifað, og spurt: hversvegna greip Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráðherra ekki til neinna björgunarráðstaf- ana? Hvað kostaði þessi bið Út- vegsbankann og þarmeð skatt- greiðendur? Sjá leiðara bls. 4 og úttekt bls. 6-7. -ÖS/óg.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.