Þjóðviljinn - 10.12.1985, Side 7
HAFSKIP
gJALDKER
hafsripsskatturinn
I Fólkið í landinu mun hvernig sem allt fer borga tapið á Hafskipsævintýri Útvegsbankans. Talað hefur verið um allt að 10 þúsund króna
álagi á hverjafjölskyldu í landinu. I umræöunum í sjónvarpi á dögunum var í þessu sambandi talaö um sérstakan Hafsskipsskatt.
Málalok
eftir
mörg
ár
Ef sú ákvörðun viðskiptaráð-
herra Matthíasar Bjarna-
sonar að láta ekki aðra rannsókn
fara fram á Hafskipsmálinu en þá
sem skiptaráðandi framkvæmir,
verður ofan á geta menn þegar
gleymt þessu máli. Það tekur
mörg ár, jafnvel áratugi að Ijúka
málinu eftir þeim leiðum. Það er
hinsvegar ekki ólíklegt að Sjálf-
stæðisflokkurinn vilji fara þá leið
til þess að þáttur manna úr æðsta-
ráði hans komi ekki í Ijós, fyrr en
þá allir hafa gelymt málinu, eða
hver man nú lengur um hvað
Jörgensensmálið snérist?
Þjóðviljinn leitaði upplýsinga
um það hvers vegna málalok hjá
skiptarétti tæki svo langan tíma
sem raun ber vitni, hjá borgar-
fógeta. Aðal ástæðan fyrir því er
sú að útaf hverjum iið fyrir sig
geta spunnist og spinnast oftast
nær málaferli, þegar menn una
ekki niðurstöðu rannsóknar. Að
sjálfsögðu hefjast svo málaferli ef
eitthvað saknæmt kemur í ljós við
rannsókn skiptaráðenda í gjaldþ-
rotamálum. Málaferli á Islandi
taka sem kunnugt er alltaf mörg
ár nema ef menn eru teknir fyrir
landhelgisbrot eða útgáfu Speg-
ilsins.
Að sögn fulltrúa hjá fógeta
verða allir þættir Haf-
skipsmálsins rannsakaðir. Varð-
andi ýmsar greiðslur og uppgjör
við hina og þessa getur skiptaráð-
andi rift og endurkallað inn
greiðslur allt að 2 ár aftur í tím-
ann ef um er að ræða greiðslur til
nákominna, laun eða annað.
Varðandi óeðlilega háar risnu-
greiðslur og annað sukk, sem
kemur í ljós við gjaldþrotaskipti
eru þess mörg dæmi að menn hafi
verið lögsóttir fyrir fjárdrátt.
Þegar svo náið er farið ofan í
málin eins og hér að framan er
Iýst er ekki nema von að mál taki
langan tíma.
-S.dór
Alþingi
Hafskip undir smásjána
TillagaAB um opna rannsókn á öllum endum Hafskipsmálsins. RannsÓKnarnefndin skili skýrslu
til alþingis mánaðarlega og lokaskýrslu eigi síðar en eftir 4 mánuðifrá samþykkt tillögunnar
Hér fer á eftir tillaga fjög-
urra þingmanna Alþýðu-
bandalagsins í neðri deild,
þeirra Ólafs Ragnars
Grímssonar, Steingríms J.
Sigfússonar, Guðrúnar
Helgadóttur og Geirs Gunn-
arssonar, um skipan rann-
sóknarnefndar í Hafskips-
málinu. í greinargerð segir
m.a. að hér sé siíkt stórmál
á ferð að trúnaður milli
þings og þjóðar og traust
almennings á meðferð
opinberra fjármuna krefjist
þess að á sýnilegan og
sannanlegan hátt verði
málið rannsakað í botn.
Tillagan er svohljóðandi:
„Neðri deild Alþingis ályktar
að kjósa sjö manna rannsóknar-
nefnd samkvæmt ákvæðum 39.
gr. stjórnarskrárinnar.
Verkefni Rannsóknarnefndar-
innar séu:
1. Að rannsaka öll viðskipti Haf-
skips h.f. við Útvegsbanka ís-
lands á síðastliðnum 10 árum, þar
á meðal dagsetningar, upphæðir
og veðhæfni lána og umfjöllun
bankans um þau, eftirlit með
rekstri og bókhaldi fyrirtækisins
og sannleiksgildi þeirra skýrslna
sem Hafskip h.f. lét Útvegsbank-
anum í té.
2. Að rannsaka öll viðskipti Haf-
skips við innlend og erlend fyrir-
tæki í því skyni meðal annars að
sannreyna upplýsingar um að
fjármunir hafi verið fluttir út úr
fyrirtækinu og til annarra fyrir-
tækja í eigu stjómenda Hafskips,
kanna staðhæfingar um að blekk-
ingum og fölsunum hafi verið
beitt í bókhaldi Hafskips og
kanna einnig öll önnur atriði sem
snerta viðskipti og reikningshald
Hafskips.
3. Að rannsaka öll afskipti ráð-
herra, alþingismanna og annarra
forystumanna í stjórnmálum, svo
sem fyrrum starfsmanna fulltrú-
aráða og formanna flokksfélaga
og kjördæmissambanda af mál-
efnum Hafskips á liðnum árum í
því skyni að leiða í ljós, hvort
sannar eru ásakanir um að fyrir-
tækið hafi á beinan eða óbeinan
hátt notið velvildar og fyrir-
greiðslu pólitískra áhrifaaðila.
4. Að rannsaka skuldastöðu
helstu stórfyrirtækja sem meiri
háttar lán hafa fengið frá ríkis-
bönkunum þremur og skal í þeirri
athugun tekið mið af: a) sérstakri
aukningu lána til einstakra fyrir-
tækja á síðastliðnum tveimur
árum og veðhæfni þeirra lána; b)
skuldastöðu þeirra 10 fyrirtækja
sem skuldugust eru við hvern
ríkisbankanna, alls 30 fyrirtæki;
c) ábendingum frá Bankaeftirlit-
inu um hvaða fyrirtæki beri að
athuga sérstaklega.
Rannsóknarnefndin skal einn-
ig kanna aðra þætti þessara mála
eftir því sem henni þykir ástæða
til og nauðsynlegt reynist.
í samræmi við ákvæði 39. gr.
stjórnarskrárinnar skal
rannsóknarnefndin hafa í störf-
um sínum fullan rétt til allra upp-
lýsinga frá opinberum aðilum,
fyrirtækjum og einstaklingum
eftir því sem nauðsynlegt reynist.
Fundir rannsóknarnefndarinn-
ar skulu haldnir í heyranda hljóði
svo að almenningur og fjölmiðlar
hafi aðgang að öllu því sem þar
kemur fram.
Rannsóknarnefndin skal hafa
heimild til að ráða í sína þjónustu
sérfræðinga, svo sem lögfræð-
inga, rekstrarhagfræðinga og
bókhaldsfræðinga, eftir því sem
nauðsynlegt reynist og skal
kostnaður við störf nefndarinnar
greiðast úr ríkissjóði.
Rannsóknarnefndin skal mán-
aðarlega skila Alþingi bráðbirgð-
askýrslum um störf sín og loka-
skýrslu eigi síðar en innan fjög-
urra mánaða frá samþykkt þess-
arar ályktunar.
Kjósi efri deild sams konar
rannsóknamefnd skulu nefndirn-
ar vinna saman að athugun þess-
ara mála.”
Þriðjudagur 10. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7