Þjóðviljinn - 10.12.1985, Blaðsíða 2
FRETTIR
Ónœmistœring
99
Kynsjúkdómur
Efri deild alþingis hunsar viðvaranir lœkna og sérfrœðinga.
Þvert gegn áskorunum samtaka homma og lesbía. Guðni
Baldursson: ísland eina landið í heiminum þarsem ónœmis-
tœring er flokkuð með kynsjúkdómum
íí
Efri deild samþykkti í gær með
13 atkvæðum gegn 4 frum-
varp um að flokka ónæmistær-
ingu undir kynsjúkdóm, þvert of-
aní viðvaranir þeirra lækna og
sérfræðinga sem um málið hafa
fjallað og þvert gegn áskorunum
samtaka homma og lesbía.
Neðri deild fær frumvarpið nú
til umfjöllunar. Helgi Seljan og
Kolbrún Jónsdóttir lentu í
minnihluta í heilbrigðisnefnd
deildarinnar og lögðu þau í gær
áherslu á viðvaranir ofangreindra
aðila. í umsögn samstarfsnefndar
Borgarspítala og Landspítala um
ónæmistæringu kemur fram að
ekki megi flokka ónæmistæringu
undir lög um kynsjúkdóma nema
refsiákvæðum þeirra laga verði
breytt svo og skráningu sjúkl-
inga, en lögin um kynsjúkdóma
krefjast þess m.a. að menn séu
skráðir þar með fullu nafni og
nafnnúmeri.
í grein Guðna Baldurssonar,
formanns Samtakanna ’78 í NT
nú um helgina er einnig bent á að
með þessari lagabreytingu verði
ísland eina landið í veröldinni þar
sem ónæmistæring sé flokkuð
með kynsjúkdómum. Hvergi
annars staðar hafi það hvarflað
að heilbrigðisyfirvöldum að það
væri ráð til þess að stemma stigu
við útbreiðslu ónæmistæringar að
setja lög um skráningu nafna og
um refsingar. Guðni telur laga-
frumvarpið uppgjöf stjórnvalda í
baráttunni gegn þessum sjúk-
dómi. Mikið virtist liggja á að af-
greiða málið í gær, því 2. og 3.
umræða fóru fram hver á eftir
annarri, báðar með afbrigðum.
■TORGIÐi
Ætli Arnarflug sé líka tryggt
hjá Reykvískri endurtrygg-
ingu?
Islenskt mál
Draumur rætist
Fyrsta eintak samheitaorðabókar afhent Margréti
Jónsdóttur
Það var stór stund hjá Margréti
Jónsdóttur, ekkju Þórbergs
Þórðarsonar, þegar fjórir lær-
dómsmenn heimsóttu hana að
Droplaugarstöðum og afhentu
fyrsta eintak nýrrar samheitaorð-
abókar, sem gefin er út af sjóði
sem þau hjón stofnuðu fyrir
fimmtán árum.
Útgáfa samheitaorðabókar-
innar er líka stór stund meðal
áhugamanna um íslenska tungu,
Jón Aðalsteinn Jónsson afhendir
Margréti fy rsta eintak íslenskrar sam-
heitaorðabókar. Bjarni Guðnason
prófessor horfir á. Jón Aðalsteinn,
forstöðumaður Orðabókar Há-
skólans, er stjórnarformaður Styrkt-
arsjóðs Þórbergs og Margrétar;
stjórnarmenn auk hans Bjarni
Guðnason og Sigmundur Guð-
bjarnason háskólarektor. Mynd: Sig.
og textagerðarmanna af öllu tæi.
Þessi er fyrsta bók sinnar gerðar á
íslensku og vel til vandað á allan
máta. Svavar Sigmundsson ís-
lenskukennari í Háskólanum hef-
ur unnið að verkinu frá 1974, og
má í bókinni finna um 44 þúsund
orð, sem skipað er í samheita-
raðir, eftir sömu eða skyldri
merkingu.
Styrktarsjóður Þórbergs Þórð-
arsonar og Margrétar Jónsdóttur
var falinn Háskólanum til varð-
veislu við stofnun. Þau hjón
lögðu til hans eigur sínar, fast-
eignir og höfundarrétt, og er
hlutverk sjóðsins að gefa út sam-
heitaorðabók, og síðan íslenska
stflfræði, ennfremur rímorðabók
þegar fram líða stundir.
Islensk samheitaorðabók er
tæpar sexhundruð síður, prentuð
í Odda og dreift af Bókabúð Máls
og menningar. _ m
Heilbrigðismál
Vara við
samdrætti í
heilsugæslu
Frá aðalfundi austfirskra
hjúkrunarfrœðinga
Aðalfundur Austurlandsdeildar
hjúkrunarfræðinga „varar við frek-
ari niðurskurði í heilbrigðismáium
þjóðarinnar“. Einnig við framkomn-
um hugmyndum um samdrátt í
heiisugæsiu og bendir á „að öflug og
markviss heilsugæsia getur fyrirbyggt
sjúkdóma og dregið úr kostnaðar-
samri sjúkrahúsþjónustu“. Teiur
fundurinn „að stórefla beri alla fyrir-
byggjandi þætti heilbrigðismála".
Var ályktun um þetta efni send
heilbrigðisráðherra.
Jafnframt skoraði fundurinn á fjár-
málaráðherra „að ganga án tafar frá
bókun síðasta sérkjarasamnings
Hjúkrunarfélagsins og ríkisins. Lág
laun, mikið vinnuálag og vaktavinna,
eins og hún er framkvæmd í dag, eru
aðalorsakir hjúkrunarfræðinga-
skortsins“.
Þá var fjármálaráðherra bent á að
taka til athugunar í sambandi við
hjúkrunarfræðingaskortinn: 1. Hærri
grunnlaun vegna mikillar ábyrgöar og
álags í starfi. 2. Skattalækkunarleið.
3. Breytta vinnutilhögun. 4. Opnun-
artímar barnaheimila í meiri tengsl-
um við vinnutíma hjúkrunarfræð-
inga. 5. Hjúkrunarfræðingar 50 ára
og eldri fái lækkun á vinnuskyldu.
-mhg
Hafskip
Utan dagskrar á alþingi í dag
6þingmál tengd Hafskipsmálinu kominfram á alþingi. Útvarpsum-
rœður annað kvöld?
Ídag verða málefni Hafskips og
Útvegsbankans rædd utan dag-
skrár í sameinuðu þingi en hálfur
mánuður er nú liðinn síðan
Ólafur Ragnar Grímsson fór
fram á þá umræðu. En hún verð-
ur áreiðanlega aðeins upphafíð
að öðru og meiru, því ekki færri
en sex þingmál tengd þessu
hneyksli voru lögð fram á alþingi í
gær.
Þingmenn AB í efri og neðri
deild hafa óskað eftir skipun op-
innar rannsóknarnefndar skv.
39. grein stjórnarskrárinnaroger
tillaga þeirra birt í heild á bls. 8 í
blaðinu í dag.
Þá hafa 3 þingmenn annarra
stjórnarandstöðuflokka og
Framsóknarmaðurinn Ólafur Þ.
Þórðarson lagt fram sams konar
beiðni í neðri deild. Munurinn á
þessum tvennum málum er helst-
ur sá að í tillögu AB er gert ráð
fyrir að fjölmiðlar og almenning-
ur hafi aðgang að fundum nefnd-
arinnar.
í gær komu einnig fram tvær
beiðnir um skýrslur frá ráðherra,
önnur frá Steingrími J. Sigfússyni
og fleiri um afskipti bankaeftir-
litsins af Útvegsbankanum allt
frá árinu 1975, hin frá Jóni Bald-
vin Hannibalssyni og fleiri um
stöðu Útvegsbankans.
Loks var lagt fram í gær frum-
varp 4ra þingmanna AB um sjálf-
stætt bankaeftirlit.
Ljóst er af þessu að alþingi
mun hafa úr nógu að moða næstu
daga en ballið byrjar sem sé með
utandagskrárumræðunni í dag.
Útvarpið hafði sýnt áhuga á að
senda hana beint út en frá því
mun hafa verið horfið þegar fram
kom beiðni frá Alþýðuflokknum
um að útvarpa beint frá umræðu
um skipan rannsóknarnefndar.
Er jafnvel búist við að sú umræða
fari fram annað kvöld. _Ai
2 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN
Hafskip
Skrifað uppá í Bandaríkjunum
Helgi Magnússon löggiltur endurskoðandi Hafskips: Skrifaði ekki undir
reikninga Cosmos fyrir!984. Reikningarnir komu áritaðir hingað heim.
Það er ekki rétt að ég hafi skrif-
að uppá þessa reikninga,
heldur voru það endurskoðendur
í Bandaríkjunum. Það eru sér-
stakir endurskoðendur í viðkom-
andi landi sem sjá um að yfirfara
reikninga fyrirtækja Hafskips er-
lendis\ segir Helgi Magnússon
löggiltur endurskoðandi Hafskips
í samtali við Þjóðviljann.
í síðasta tbl. Helgarpóstsins
lýsti Gunnar Andersen fyrrver-
andi framkvæmdastjóri Cosmos,
dötturfyrirtækis Hafskips í
Bandaríkjunum því yfir að
endurskoðunarfyrirtækið Coop-
ers og Lybrant hefði ekki treyst
sér til þess að fara yfir bókhald
fyrirtækisins vegna þess hve
undarlega það væri fært og því
ekki trevst sér til þess að skrifa
undir reikninga þess. í HP segir
einnig að reikningarnir hafi verið
sendir óyfirfærðir og óundirritað-
ir hingað heim en löggiltur endur-
skoðandi Hafskips hérlendis
hefði látið þetta fara í gegn at-
hugasemdalaust.
Helgi Magnússon enclurskoö-
andi Hafskips vildi sem minnst
um málið segja í samtali við Þjóð-
viljann í gær en ítrekaði að '
reikningarnir hefðu komið árif- '
aðir hingað til lands.
-fg-