Þjóðviljinn - 10.12.1985, Síða 5
AFMÆLISKVEÐJA
Þórður M. Þórðarson 60 áia
Sextugur er í dag Þórður M.
Þórðarson skrifstofustjóri Síldar-
vinnslunnar hf. og bæjarfulltrúi
Alþýðubandalagsins í Neskaup-
stað.
Þórður hefir átt heima í Nes-
kaupstað svo að segja allan sinn
aldur og þar hefir hann unnið við
fjölbreytileg störf öll sín starfsár.
Þórð hef ég þekkt frá því hann
fyrst kom til Neskaupstaðar 4 eða
5 ára gamall. Ég var heimagangur
á heimili móður hans vegna ná-
innar vináttu og samstarfs við
elsta bróður hans Bjarna Þórðar-
son, sem lengi var bæjarstjóri í
Neskaupstað og einn af þekkt-
ustu baráttumönnum sósíalista á
Austurlandi.
10 ára gamall vann Þórður með
mér við lítinn fiskibát sem ég og
bróðir minn gerðum út. Og síðar
varð Þórður einn af mörgum
nemendum mínum í Gagnfræða-
skóla í Neskaupsstað.
Þórður M. Þórðarson er mikill
fyrirmyndar maður. Hann er
einn duglegasti maður sem ég
hefi kynnst og traustur með af-
brigðum og vel verki farinn.
Svo vinsæll er Þórður í Nes-
kaupstað að ég efast um að nokk-
ur annar komist þar til jafns við
hann.
Þórður á þetta mikla traust
skilið enda eru þeir fáir á Norð-
firði sem ekki hafa leitað til hans
með vandamál sín, eða einhverja
fyrirgreiðslu.
Á síðari árum hefir Þórður
einkum unnið við bókhald og
önnur skrifstofustörf. Þar ber
hæst starf hans um árabil í Sún
(Samvinnufélagi útvegsmanna)
og síðar í Sfldarvinnslunni hf..
Hjá Sfldarvinnslunni hefir
Þórður lengi verið mikill áhrifa-
maður. Hann hefir séð um bók-
hald félagsins og yfirstjórn á
skrifstofum þess. Vegna starfs
hans hjá Sfldarvinnslunni hafa til
hans leitað flestir starfsmenn
þessa stóra fyrirtækis og má óhik-
að telja að samband Þórðar við
starfsfólkið hafi verið fyrirtækinu
hið dýrmætasta.
Þórður hefir lengi verið áhuga-
maður um íþróttamál og á þess-
um vettvangi hafa auðvitað hlað-
ist á hann mikil verkefni.
Þórður er nú einn af aðal-
forystumönnum Alþýðubanda-
lagsins í Neskaupstað. Hann er
bæjarfulltrúi flokksins auk þess
sem hann skipar margar aðrar
Brennur á gamlárskvöld
Þeir sem hyggjast hlaða bálkesti til að kveikja í á
gamlárskvöld eða á Þrettándanum eru beðnir að
sækja um leyfi til þess sem fyrst.
Umsóknum skal skila til lögreglustjóra fyrir 28. des-
ember n.k.
Óheimilt er að byrja á hleðslu bálkasta fyrir 15. des-
ember.
Lögreglustjórinn í Reykjavík
Slökkviliðsstjórinn í Reykjavík
Skálholtsskóli
býður fornám á vorönn fyrir nemendur sem ekki hafa
hlotið tilskilda framhaldseinkunn á grunnskólaprófi
eða eru orðnir 18 ár.
Kenndar verða kjarnagreinar, íslenska, danska, en-
ska og stærðfræði auk þess sem í boði eru kennslu-
greinar lýðháskólans svo sem myndmennt, félags-
greinar, vélritun og fleira.
Kennsla hefst 7. janúar og lýkur með prófum 2., 5., 7.
og 8. maí.
Umsóknir berist til Skálholtsskóla, 801 Selfoss fyrir
28. desember.
Auglýsing
um styrkveitingar til kvikmyndagerðar
Kvikmyndasjóður íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki
til kvikmyndagerðar.
Sérstök eyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu, Hverfis-
götu 6, Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 1985.
Reykjavík, 6. desember 1985
Stjórn Kvikmyndasjóðs íslands.
Blikkiðjan
Iðnbúð 3, Garðabas
Onnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmiði.
Gerum föst verðtilboð
SIMI 46711
trúnaðarstöður.
Þórður og eiginkona hans Ingi-
björg Finnsdóttir hafa árum sam-
an annast sölu og dreifingu Þjóð-
viljans í Neskaupstað jafnhliða
margvíslegum öðrum störfum
fyrir Alþýðubandalagið sem
reynt hefir á þegnskyldu og dugn-
að.
Ég veit að vini mínum Þórði er
lítið um það gefið að láta hampa
sér, eða hylla sig, og því hefi ég
þessa afmælisgrein stutta. Ég
nota hins vegar tækifærið og
þakka Jóni og konu hans fyrir
samstarfið á liðnum árum.
Ég veit að Alþýðubandalagið á
góða fulltrúa þar sem þau hjón
eru og Norðfirðingum öllum óska
ég til hamingju með slfkan ágæt-
ismann sem Þórður er.
Við Fjóla óskum þér, Þórður,
innilega til hamingju með sex-
tugsafmælið um leið og við
þökkum þér og þinni konu fyrir
margra ára velvild og vináttu.
Lúðvík Jósepsson
FROSKMAÐURINN
Hermann Másson
„Skemmtileg lesning”
Ámi Bergmann, Þjóðviljinn
Hvað getur froskmaður gert þegar
hann hittir hafmeyju sem heimtar að
hann yfirgefi konu og börn og taki
saman við. sig. Að öðrum kosti muni
hún leggja sjávarútveginn i rúst. Er
hafin neðansjávarbylting hér á landi?
Uppreisn hafsins gegn rányrkju stjóm-
málablesanna?
Leiftrandi saga ungs froskmanns sem
kafað hefur djúpt i djúp samtímans.
Víst er að Hermann Másson mun
synda með heiður íslands víða um
heim.
Verö kr. 850.00.
"NÓTT f UFIKLÖRU SIGT
Stefanía Þorgrímsdóttir
—Hver er Klara Sig?
Glæsileg kona—gift öndvegismanni í
góöri stöðu — býður karlmanni með
sór heim af balli. Ljúft helgarævintýri
er i vændum.En speglamir, sem Klara
skoðar sig í, brotna og hún stendur
vamarlaus frammi fyrir nóttinni.
Af skarpskyggni hins þroskaða lista-
manns lýsir Stefanía ótta og einsemd
þess sem reist hefur hiis sitt á sandi.
Verö kr. 850.00.
“GÖNGIN
Ernesto Sabato
—Óhugnanleg og spennandi
morösaga
En þaö er hún aðeins á yfirborðinu.
Undir niðri er Göngin saga um mann-
lega einsemd og örvæntingu þess
sem ferðast einn um sín eigin dimmu
göng.
Emesto Sabato, hinn heimsfrægi
argentínski rithöfundur, hlaut á sið-
asta ári Cervantesverðlaunin, virtustu
bókmenntaverðlaun spænskumælandi
þjóða.
Guðbergur Bergsson þýðir verkið og
ritar ítarlegan eftirmála.
Verö kr. 981.00.
FORLAGIÐ
FRAKKASTIG 5A. SÍMI: 91-25488
4)