Þjóðviljinn - 10.12.1985, Síða 14

Þjóðviljinn - 10.12.1985, Síða 14
MINNING Kristján Ellert Kristjánsson vélstjóri Fæddur 9. desember 1930 Dáinn 30. í dag er til moldar borinn tengdafaðir minn, Kristján Ellert Kristjánsson, sem léstsíðasta dag nóvembermánaðar eftir stutta sjúkdómslegu. Banamein hans varóvenjulegaillkynja lungna- krabbamein. Ellert var fæddur í Hafnarfirði 9. desember 1930 og var því að- eins 54 ára, er hann lést. Foreldr- ar hans voru Kristján Björgvin Sigurðsson (f. 1903), ættaður af Álftanesi og úr Landeyjum, og kona hans Jóhanna Elínborg Sig- urðardóttir (f. 1901), húnvetn- skrar ættar. Þau áttu sex börn: Ríkharð (f. 1925), Skarphéðin (f. 1927), Sigurlaug (f. 1929), Ellert, Hrefnu (f. 1932) og Dúfu (f. 1934). Elíert missti föður sinn, er hann var aðeins sex ára gamall, en Kristján, sem var sjómaður, lést af slysförum í siglingu til Þýskalands. Elsti bróðirinn var þá 12 ára og yngsta systirin tveggja ára. En ekkjunni tókst að halda fjölskyldunni saman bæði af eigin rammleik og með hjálp góðra manna. Synirnir lögðu einnig sitt að mörkum strax og þeir gátu vettlingi valdið með - sumarvinnu á skólaárunum og síðan sjómennsku fljótlega eftir fermingu. Á heimilinu vareinnig öldruð tengdamóðir Jóhönnu, Ráðhildur, fram til 1951. Þetta voru krepputímar og ólst Ellert upp samkvæmt boðorðinu: Guð hjálpar þeim, sem hjálpa sér sjálfir. Bar hann þess merki upp frá því. Bað hann sjaldan um hjálp annarra, en var ætíð tilbú- inn að rétta öðrum hjálparhönd, enda verkmaður góður, þótt hann flaggaði því ekki. Verkin töluðu sínu máli. Sextán ára kynnist hann eftir- lifandi eiginkonu sinni, Jóhönnu Ernu Kristjánsdóttur (f. 1929) og tveimur árum síðar stofnuðu þau heimili í Hafnarfirði, þar sem þau bjuggu ætíð síðan. Jóhanna var vestfirskrar ættar frá Bolungar- vík. Faðir hennar var Kristján Hálfdánsson (f.' 1892) útgerðar- maður og skipstjóri. Var hann at- hafnamaðurinn Einar Guðfinns- son bræðrasynir og áttu á sínum tíma saman íshúsfélagið í Bol- ungarvík ásamt fleirum. En Kristján dó ungur 1933, þegar Jó- hanna var aðeins 4 ára. Móðir Jóhönnu var Ingibjörg Kristín Guðjónsdóttir (f. 1893), en hún iést 1942. Stuttu síðar flyst Jó- hanna til Hafnarfjarðar, þar sem hún bjó hjá Jónatan bróður sín- um, þar til hún stofnaði sitt eigið heimili. Þau Ellert og Jóhanna eignuð- ust sjö börn, sem öll eru uppkom- in. Þau eru: Jóhanna Kristjana, skurðhjúkrunarfræðingur, (f. 1948) gift Sigurði V. Sigurjóns- syni, lækni. Þau eiga tvo syni. Gísli, vélvirki, (f. 1949) kvæntur Svanhvíti Magnúsdóttir, leir- kerasmið og listakonu. Eiga þau tvær dætur og einn son. Haf- steinn, rafeindavirki (f. 1951) kvæntur Vilborgu Elísdóttur, sjúkraliða, og eiga þau tvo syni. Kristján, símsmiður, (f. 1954). Hann á eina dóttur. Freyja, hús- móðir (f. 1955) gift Friðsteini Vigfússyni vélstjóra. Þau eiga einn son og eina dóttur. Sigur- lína, sjúkraliði, (f. 1957) gift Þórði Viðarssyni, líffræðingi, og eiga þau einn son. Ráðhildur heimasæta, barnlaus. Afkom- endur Ellerts eru því 18. Eins og eldri bræður hans hóf Ellert sjómennsku ungur, fljót- lega eftir skyldunám, 15 ára gam- all. Hann byrjaði með Skarp- héðni bróður sínum á togara, og voru þeir síðan mikið saman á skipum. Var Ellert á togurum fram til 1954, er hann byrjaði að vinna í landi, en hélt þó áfram á vertíðarbátum þar til 1967. í landi vann hann hjá Jóni Magn- ússyni í Hafnarfirði, fyrst í steinullarverksmiðju, en síðan við smíði rafgeyma til ársins 1980. Hann stofnaði þá eigið raf- hleðsluverkstæði og vann við það í eitt ár, þar til hann gerðist flokk- stjóri hjá Rafveitu Hafnarfjarð- ar, þar sem hann vann til dauða- dags. Eilert var ákaflega dulur mað- ur, sem hvorki bar sorgir sínar á torg né dró hæfileika sína að húni. Hann var fámáll og hlé- drægur í margmenni, en í þröng- um hópi vina ræðinn og gat haft mjög ákveðnar skoðanir, sem hann breytti ekki, þótt á þeim byldu rökhryðjur miklar. Hann var ekki lauslátur í skoðunum, þótt hann væri opinn fyrir hug- myndum annarra. Ég get ekki sagt, að ég hafi kynnst Ellert neitt að ráði, fyrr en í þau þrjú skipti, sem hann heimsótti okkur til Sví- þjóðar. Sérstaklega minnist ég samverustunda okkar, þegar við tveir einir skeggræddum um heima og geima yfir kaffibolla eða glasi með þeim drykk, sem bannaður er á íslandi, vegna þess að spekingar telja hann ekki nógu sterkan. Það var áberandi, hve fróðleiksþyrstur hann var og opinn fyrir nýrri vitneskju um allt milli himins og jarðar. Þessi ró- legi maður gat þá orðið ákafur, og á milli þess, sem hann hlustaði af athygli, rigndi yfir mann spurn- ingum eða umyrðingum, er sýndu hve klaufalega maður komst að orði og götótt frásögn manns var. Mér kom oft í hug, hver framtíð þessa manns hefði orðið, hefði hann tilheyrt minni kynslóð, sem sjálfkrafa var sett á færiband menntakerfisins. Ellert var ekki trúaður í venju- legum skilningi þess orðs, en hann trúði á þjóðfélagslegt rétt- læti. Þess vegna var hann tryggur og sannur sósíalisti alla ævi. En eins og flestir íslenskir sósíalistar var hann jafnframt einstaklings- hyggjumaður. Var þetta rökrétt með þann bakgrunn, sem hann hafði. Hver einstaklingur fengi þau laun, sem þeir ættu skilið fyrir þau störf, sem Ellert kallaði vinnu. Og hann vildi líka, að þjóðfélagið hjálpaði þeim, sem hjálpuðu sér sjálfir. Þegar við vorum ósammáía í stjórnmálum, og ég beitti öllum þeim rökum, sem ég réði yfir, sagði hann oft brosandi og hálf afsakandi: „Ég veit, að allt þetta, sem þú segir, er rétt, en samt rangt“. Mér finnst þessi orð endurspegla það, að þótt veröldin sé rökræn, þá er hún líka, eins og listin, fögur. Og setji maður veröldina í slíkt sam- hengi, vefst flestum tunga um tönn, þar eð við upplifum flest fegurðina, en eigum erfitt með að skilja, skilgreina og yrða hana. Ellert hafði nefnilega listrænan neista, sem gerði honum kleift t.d. að njóta tónlistar. Sú fegurð, sem hann upplifði þar, fengu orð hans ekki lýst, og þess vegna var það jafn fánýtt að rökræða það við jafn ósöngvinn og ólagvissan mann og mig. Sama gilti um hrynjandina í þjóðfélagsmálum. Það var hægt að hafa rétt fyrir sér rökrænt sagt, en rangt fagur- fræðilega séð. Ef rökin voru ekki samhljóma hrynjandi lífsins, þá fengu þau engan hljómgrunn hjá Ellert. Það voru þrjár lífsnautnir, sem Ellert leyfði sér, fyrir utan þá, sem var fjölskyldulífið. En það var að hlusta á góða tónlist, eink- um söng. Annað var silungsveiði með flugustöng. Það þriðja var breska knattspyrnan í sjónvarp- inu. Hetjur í huga Ellerts voru nóvember 1985 söngvarar eins og Jussi Björling, Pavorotti og Kristján Jóhanns- son, knattspyrnustjörnur eins og Ásgeir Sigurvinsson eða einn besti stangveiðimaður landsins, mágur hans Kolbeinn Grímsson. Það sem hann dáði hjá þessum mönnum, voru þeir hæfileikar að geta beitt huga og holdi á þann fíngerða hátt, sem flokkast undir list og hrynjanda lífsbaráttunnar. Alvarlegir sjúkdómar koma oft eins og þjófar að nóttu. Er þetta vindurinn, sem gnauðar við gluggann, skrjáfið í laufinu eða óboðinn gestur? spyr maður sjálfan sig. Og svarið er gjarnan hið fyrstnefnda, enda oftast rétta svarið. En einn góða veðurdag vaknar maður við það, að rán hefur verið framið, heilsan er far- in. Ég held, að Ellert hafi s.l. vor grunað, hver var kominn í heim- sókn, þegar hann tók skyndilega þá ákvörðun að þiggja gott boð mágkonu sinnar og svila, Sigur- línu og Ásgeirs Vilhjálmssonar, að fara í sumarferð með þeim til S-Þýskalands, með þeim orðum, að ekki væri víst, að hann fengi annað tækifæri. Þegar hann kom úr ferðinni bar hann merki þess sjúkdóms, sem dró hann til dauða. En meðan heilsan leyfði, lifði hann í rómantískum ævin- týraheimi Wagners og Loðvíks annars Bæjarkonungs, í minning- um um ferðina. Eftir starfsama ævi hafði Ellert eignast stóra samheldna fjöl- skyldu. Börnin voru að vísu flest flogin úr hreiðrinu, snotru ein- býlishúsi, sem hann hafði byggt að miklu leyti sjálfur í frístund- um. Það stendur á Hvaleyrar- holti, þar sem útsýnið er hvað fegurst við Faxaflóann á þeim ár- stíma, er Snæfellsjökul ber við rauðan kvöldhimininn úti við sjónarrönd. Þetta var sú mynd, sem blasti við augum Ellerts, þegar hann sat á þeim stað, er hann unni mest, í hominu sínu í stofunni. í forgrunni var ytri höfnin, þar sem bátarnir komu og fóru. Þessa mynd hefði hann kos- ið að hafa á nethimnu augans, er hann kvaddi þennan heim. Mér var oft hugsað til þess, þegar hann lá banaleguna, að hann væri í svipuðum sporum og Gunnar á Hlíðarenda var, er hann stóð á Gunnarshólma og leit bleika akra og slegin tún, mynd síðsumars- ins. Það var líka síðsumar í lífi Ellerts, er hann féll frá. Hann var búinn að heyja en kornið var óskorið. Báðir vissu, að örlögin voru ráðin. En þar eð Gunnar var bóndi, kaus hann Hlíðarenda. En Ellert var sjómaður, og því valdi hann hafið. Hann tók ekki í þau stuttu hálmstrá, sem að honum voru rétt, heldur lagði æðrulaus árar í bát og lét sig berast með markarfljóti að feigðarósi, og bátinn bar hratt. Þegar hann nálgaðist ósinn óðfluga og heyrði brimgnýinn, vissi hann hvað var á næsta leiti. Aðeins tveimur tím- um fyrir andlátið segir hann við dóttur sína: „Nú er ég að deyja“. Voru það síðustu orð hans til hennar. Á þeirri ferð hefur hann efa- laust hugsað um það illgresi, sem fékk að vaxa á lífsakri hans, tó- baksplöntuna. Hann vissi, að sú „arfasáta" var íkveikjan, sem gerði líkama hans að lokum að brunarúst. Þótt vonir hans um að njóta ævihaustsins og uppsker- unnar allrar yrðu að ösku, þá mælti hann aldrei eitt æðruorð um það. Hann hafði notið lífsins á þann hátt, sem hann sjálfur hafði kosið, og hann var maður til að taka afleiðingu þess. En við hin erum bitur út í andvaraleysi þess þjóðfélags, sem ver stórfé í slysa-, geisla- og áfengisvarnir, sem er hégómi einn, þegar reykingar eru annars vegar, án þess að gera samsvarandi ráðstaf- anir á því sviði. Eins og örfoka land verður oft hugur deyjandi manns. Nútíminn verður að rofabörðum og milli þeirra kemur fortíðin í Ijós, eins og óbrotgjarnar fornminjar upp úr jarðveginum. Skarphéðinn bróðir Ellerts hafði verið fjöl- skyldunni mikill vinur, enda minnast börnin þess, er frændi kom með eplakassann fyrir jólin. í þá daga var ávaxtailmurinn í búðum forboði jólanna, og það var Skarphéðinn líka í þessari fjölskyldu. Kannski bar þennan gróðurilm fyrir vit Ellerts á dauðastundinni, því að í þann mund, sem hann renndi sér í brimgarðinn, bað hann um að fá að tala við Skarphéðinn. Hann vildi biðja hann um að hugsa um börnin sín. Þetta ákall voru síð- ustu orð Ellerts og endurspegla hvar hugur hans var, er hann lagði í brimrótið. Stuttu síðar var hann kominn út á lygnan sjó. Siglingin yfir hafið mikla var haf- in. Nú, þegar þetta er skrifað sér hann kannski jökul fyrirheitna landsins bera við loft, þar sem réttlætið og fegurðin ríkir, og þar sem sósíalisminn er ekki nauðsynlegur. Kannski hittumst við þar fljótlega, þar eð mannsævin er svo stutt. Senni- lega skeggræðum við ekkert, þar sem engin vandamál eru þar. Þar njótum við væntanlega aðeins fegurðarinnar. Ég votta tengdamóður minni innilega samúð, henni sem var stoð og stytta manns síns í gegn- um þykkt og þunnt, alveg fram í flæðarmál. Sigurður V. Sigurjónsson. Yngvi Gestsson Fœddur 27.12. 1922. Dáinn 39.11. 1985 Yngvi frændi er dáinn. Okkur sem eftir stöndum finnst erfitt að skilja hvers vegna gangur lífsins þarf að vera svo kaldur og misk- unnarlaus og eigum erfitt með að sætta okkur við söknuðinn og tómleikann. Við systurnar munum fyrst eftir Yngva frænda, eins og við ætíð kölluðum hann, þegar hann flutti inn á heimili fósturforeldra okkar, Heiðar og Jóns, þá ný- kominn frá tæknifræðinámi í Kaupmannahöfn. Þar bjó hann uns hann kynntist konu sinni Guðrúnu Gunnarsdóttur og stofnaði eigið heimili. Kom hann okkur skemmtilega fyrir sjónir, hár og fallegur, ætíð með alpa- húfu á höfði og stórar skrautlegar slaufur um hálsinn. Yngvi frændi var móðurbróðir okkar kominn frá útlöndum og kunni að tala dönsku. Á hverjum sunnu- dagsmorgni gekk hann um stof- una og talaði dönsku við blómin. Sagði að við það döfnuðu þau best. Yngvi frændi var alltaf ein- staklega góður við okkur. Ef eitthvað bjátaði á, þá var hann ekki langt undan, rólegur og íhugandi og ætíð með góð ráð. Þegar við vorum óþekkar og reyna átti að ala okkur dálítið upp, þá kom Yngvi frændi í dyrn- ar, tvístígandi og sagði svo t.d. að hann hefði nú einmitt verið að hugsa um að fara í bæinn og kaupa stígvél á stelpurnar. Og þetta stóðust auðvitað engin hjörtu, hvorki uppalenda né ólát- aseggja. Eins var þegar við höfðum verið þægar og góðar, þá átti hann til að rétta að okkur krónupening, sem við auðvitað áttum að nota skynsamlega þó svo að ætíð væru keyptar karam- ellur fyrir. Það var ævintýri líkast fyrir okkur systurnar, þá fjögurra og fimm ára, að fá að sitja inni hjá honum á kvöldin og teikna með honum, eða hlusta á hann segja frá. Hann hafði farið víða um hinn stóra heim og kunni frá mörgu að segja. Og hvernig hann sagði frá! Góðlátleg kímni ríkti í öllu hans málfari og háttum, kímni sem kom öllum til að líða vel í návist hans. Herbergi hans var fullt af alls kyns dularfullum hlutum, í auga barnsins. Málara- penslar, strigi, alls kyns undar- íegar reglustikur, pappír úti um allt, pennar og olíulitir með undarlega angan. Hér og þar myndir sem hann hafði málað, alls staðar voru fjársjóðir. Yngvi frændi var mjög list- rænn, notaði flestar frístundir til þess að sinna sínum aðal áhuga- málum, myndlistinni og bókum. Ber heimili Yngva og Guðrúnar ríkulega merki þessara áhuga- mála, málverk Yngva frænda prýða alla veggi og bókmennta- menn gætu fundið margan fjár- sjóðinn í bókahillum hans. Elsku Guðrún, Oddný, Gunn- Iaug, Gestur Karl, Yngvi Gunnar og Bjarni. Við vottum ykkur alla okkar samúð. Elín og Jóna 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 10. desember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.