Þjóðviljinn - 10.12.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.12.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Hafskipshneykslið Um margra ára skeið hefur ekkert mál haldið gervöllu þjóðfélaginu í helgreipum á svipaðan hátt og fjármálahneykslið í kringum Hafskip og Útvegsbankann. Reiðin kraumar og sýður í fólki, því að í Hafskipshneykslinu kristallast ranglætið í íslensku samfélagi á óvenju skýran hátt. Óstjórn og spilling þeirra sem stjórnuðu Haf- skip veldur því að við, fólkið á götunni, fáum reikning upp á 400 miljónir. Það erum við sem eigum að borga Hafskipsskattinn sem ósvífnir fjármálamenn í stjórn skipafélagsins og bresta- samt bankakerfi bjuggu í sameiningu til. Hafskipsskatturinn er ekkert smáræði. Hann leggur sig á mörg þúsund krónur fyrir hvert einasta heimili í landinu, og eru þó útgjöldin ærin fyrir. Á meðan ganga þeir heilir hildi frá og brosa í auraðan kampinn sem eiga í rauninni sökina. Pólarispallarnir og herðirnir og svein- arnir sem stjórna Hafskip og sáu ósköpin koma án þess að bregðast við, þeir sleppa jafn ríkir og áður. Þeir aka áfram um á Range Roverunum sínum, halda áfram að fara í skíðaferðir til Austurríkis með fjölskyldur sínar tvisvar á vetri, kaupa sér einbýlishús fyrir tugmiljónir og halda veislur með þjónum í kjól og hvítu fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins eins og sumir stjórnendur Hafskips gerðu. Þessir menn munu halda áfram að fara í „viðskiptaferðalög" til útlanda til að sukka á kostnað fyrirtækanna og stela þannig undan skatti ómældum fjárhæðum. Þessir menn halda áfram að braska. Við borgum. Golfkúlurnarsem merktar voru Hafskip munu lifa um ár sem tákn um munað og sóðalega eyðslu hinnar nýríku auðmannastéttar. En menn skulu varast að falla í þá gryfju að halda að óhófið kringum Hafskip sé einsdæmi. Því það er síður en svo raunin. Allir þeir sem tengj- ast viðskiptum við útlönd á einhvern hátt lifa á svipaðan hátt. Því miður. Við borgum. Fjármálahneykslið kringum Hafskip og Út- vegsbankann vekur fjölmargar spurningar um alla þá bresti sem hljóta að vera í kerfinu fyrst mistök einsog urðu í útlánum Útvegsbankans gátu átt sér stað. Hver er til dæmis hlutur forystu Sjálfstæðis- flokksins? Hvaða þátt á hún í því að ótrúlegt fjármagn rann í hít Hafskips og tapaðist? Ýmsar spurningar vakna sérstaklega í tengslum við einstaka ráðherra Sjálfstæðis- flokksins. Þeir hafa orðið tvísaga, þeim hefur ekki borið saman í afar mikilvægum atriðum og það er nauðsynlegt að fá botn í þau mál til að enginn vafi leiki á því hver hlutur þeirra var. Matthías Á. Mathiesen þáverandi viðskipta- ráðherra sagði í ræðu á Alþingi 18. júní sl. að full veð væru fyrir hendi hjá Hafskip fyrir skuldum þess við Útvegsbankann. En hinn 14. nóvember sagði hinsvegar annar ráðherra, Matthías Bjarnason, að þegar þann 3. júní hefði legið fyrir að skipafélagið ætti ekki veð fyrir skuldum, og vísaði í dagsettar upplýsingar sem Seðlabankinn fékk samkvæmt eigin beiðni frá Útvegsbankanum. Hvers vegna fór Matthís Á. Mathiesen með rangt mál? Albert Guðmundsson, iðnaðarráðherra, gerði það að málsvörn sinni í umræðum á Al- þingi 14. nóvember, að í tíð sinni sem stjórnar- formanns Hafskips hafi vikuiega verið fylgst með peningamálum Hafskips af aðallögfræð- ingi Utvegsbankans, og ennfremur, að hann vissi ekki betur en það væri enn gert. Halldór Guðbjarnason, bankastjóri Útvegsbankans, vísaði þessu alfarið á bug. Fór Albert Guð- mundsson með rangt mál? Hversvegna? Við áramót lá líka Ijóst fyrir, að staða Hafskip hafði versnað að mun. Hvernig stendur á því, að bankaráð og bankastjórar settu ekki strangara eftirlit með fyrirtækinu? Var það virkilega vegna þess, einsog Valdimar Indriðason núverandi formaður bankaráðs og þingmaður Sjálfstæðis- flokksins orðaði það á svo bernskan hátt í sjón- varpinu síðastliðið föstudagskvöld, að „við lifð- um í voninni“? Þegar kom fram í júlí þurfti engum blöðum að fletta um, að skipafélaginu var ekki hugað líf. Hvers vegna greip viðskiptaráðherra Matthías Á. Mathiesen ekki til neinna ráða? Fólkið á götunni á heimtingu á því að fá svör við þessum spurningum, vegna þess, að VIÐ BORGUM! -ÖS KLIPPTOG SKORIÐ r ogmi'iraeneinsirullpenna virði I ollum þjí>*'’ ORum eru stríð á milli 8t/>* _ 'iorð séu og ekki I sumum þjóð- lilli kynþátta. i stríö milli _ ..cendur um það uafa þak yfir hofuðið ^rjir ekki Árgangar eru ...arkaðir og þeir sem fengu ‘81. 82, á3. 84 og ‘85 í eyrað. þegar þeir gengu inn á húsnæðismarkaðinn, I voru veiddir í gildru sem vonlítið | er að loena úr Kynslóð Magnúaar sonar og velflestra þjóðannnar er sú 1 ingjusama 1 uggt ' . m ■ :m. m ..eitir „.luaar. fær „.ima viðþáþraut -pp þann kostnað af hinna hólpnu aem sú ^.uimingjusama kynslóð var aldrei rukkuö um. Þetta skal hún gera samtímis og meðfram því sem hún greiðir sínar eigin skuldir og helst á bvo skömmum tima aö þaö taki kekki nema 4-6 ár að vinda þakið Éofan af henni. Eftir standa granda- 7 lausir heimilisfeður og ílla klæddar ' nueður með ekkert yfir sér og skilja varla hvemig þetta gat gerst LeMursókn En þetta var leifturaókn frjáls- { hyggjunnar sem lukkaöist svona kvel. Herbragöið var saman sett úr Kjallarinn STEINUNN JÓHANNESDÓTTIR LEIKKONA verðtryggingu lána, hækkun vaxta og lækkun kaupgjalds svo um munaði. Og með þessan aðferð ’ mun einnig vera ætlunin að endur reisa lifeyríssjóöina svo kynslóðin sem tæmdi þá þurfi ekki að hafa áhyggjurafellinm. En hverjir hafa áhyggjur af þeim kynslóð bama sem að sjálfsógðu er einnig á ábyrgð húsbyggjenda. Sú bamahjorð dvelst nú á dag- heimilum og leikskólum sem rekin ' eru án fullmenntaðra fóstra í ollum fóstrustórfum. Hún er viö nám í skólum þar sem mikið vantar á að allir kennarar séu með tilskilin kennararéttindi. Þessi bóm fá þau skilaboð að þau skuli bara bjarga scr sjálf, eins og . bóm hafa alltaf þurft að gera i stríði Kenning Magnúsar Bjamferðs- sonar. um að sá sem er kominn í greiðsluþrot og ekki getur lengur borgað skuldir sínar sé þar með orðinn þjófur, kann að standast l rókfræðilega, hvað sem segja má I um siðfræði þ«-ssara viöekipta I kynslóðanna. a „Kynslóð Magnúsar Bjamfreðssonar ” og velflestra ráðamanna þjóðarinnar er sú hólpna og hamingjusama kynslóð sem hefúr öruggt þak yfir höfuðið og fékk þaðfyrirlítið." Þjófarnir Að þessu sinni bregðum við útaf venjunni og birtum í heilu lagi kjallaragrein eftir Steinunni Jóhannesdóttur úr DV í gær: Úr gullpenna Dagblaðsins Vis- is hraut á dögunum athyglisverð grein um þjófa. Þar var á ferðinni kenning sem hlýtur að teljast óvenju frumleg og sannkölluð gullpenna- kenning. Kenningin um það hverjir séu þjófar í íslensku þjóðfélagf. Hafi einhver lesandi búist við að sjá þar nefndan til sögunnar þann álitlega hóp okrara og svindlara, sem stundað hafa iðju sína, óáreittir neðanjarðar þar til alveg nýverið að lögregla, ríkis- stjórn og bankaeftirlit fór að gera við þá athugasemdir, komst hann fljótt að því að það var misskiln- ingur. Kenningin er um allt aðra þjófa. Þjófar skulu þeir heita sem fengið var það sögulega hlutverk öðrum fremur að greiða niður er- lendar skuldir þjóðarinnar. Þjófar skulu þeir heita sem ekki fá lengur risið undir þvf göfuga, sögulega hlutverki og eru nú í þann veginn að missa hálf- byggð hús sfn í hendur uppboðs- haldara. Heiðursmerki fyrir Magnús Þjófar skulu þeir heita sem hafa verið sviptir aleigunni. Ég vænti þess að Magnús Bjarnfreðsson verði tafarlaust sæmdur nýju heiðursmerki af vinnuveitendum sínum. Maður sem setur fram svo geysihaglega kenningu hlýtur að vera stjórn- arformanninum Sveini R. Eyjólfssyni og framkvæmdastjór- anum Herði Einarssyni mjög að skapi þessa dagana og meira en eins gullpenna virði. í öllum þjóðfélögum eru stríð á milli stétta þó mishörð séu og ekki öll jafnmannskæð. í sumum þjóðfélögum eru stríð á milli kyn- þátta. Á íslandi er skollið á stríð milli kynslóða, stríð sem stendur um það hverjir skuli hafa þak yfir höfuðið og hverjir ekki. Ár- gangar eru markaðir og þeir sem fengu ’81, ’82, ’83, ’84 og ’85 í eyrað, þegar þeir gengu inn á húsnæðismarkaðinn voru veiddir í gildru sem vonlítið er að losna úr. Kynslóð Magnúsar Bjarn- freðssonar og velflestra ráða- manna þjóðarinnar er sú hólpna og hamingjusama kynslóð sem hefur öruggt þak yfir höfuðið og fékk það fyrir lítið. „Þjófa“-kynslóðin, sem nú heitir svo eftir fyrirsögn Magnús- ar, fær á hinn bóginn að glíma við þá þraut að greiða upp þann kostnað af húsnæði hinna hólpnu sem sú hamingjusama kynslóð var aldrei rukkuð um. Þetta skal hún gera samtímis og meðfram því sem hún greiðir sínar eigin skuldir og helst á svo skömmum tína að það taki ekki nema 4-5 ár að vinda þakið ofan af henni. Eftir standa grandalausir heimil- isfeður og illa klæddar mæður með ekkert yfir sér og skilja varla hernig þetta gat gerst. Leiftursókn En þetta var leiftursókn frjáls- hyggjunar sem lukkaðist svona vel. Herbragðið var saman sett úr verðryggingu lána, hækkun vaxta og lækkun kaupgjalds svo um munaði. Og með þessari aðferð mun einnig vera ætlunin að endurreisa lífeyrissjóðina svo kynslóðin sem tæmdi þá þurfi ekki að hafa áhyggjur af ellinni. En hverjir hafa áhyggjur af þeirri kynslóð barna sem að sjálf- sögðu er einnig á ábyrgð hús- byggjenda. Sú barnahjörð dvelst nú á dagheimilum og leikskólum sem rekin eru án fullmenntaðra fóstra í öllum fóstrustörfum. Hún er við nám í skólum þar sem mikið vantar á að allir kennarar séu með tilskilin kennararéttindi. Þessi börn fá þau skilaboð að þau skuli bara bjarga sér sjálf, eins og börn hafa alltaf þurft að gera í stríði. Kenning Magnúsar Bjarn- freðssonar, um að sá sem er kom- inn í greiðsluþrot og ekki getur lengur borgað skuldir sínar sé þar með orðinn þjófur, kann að standast rökfræðilega, hvað sem segja má um siðfræði þessara við- skipta kynslóðanna. Og Magnús vill að það sé tryggt að þjóðfélagið refsi þjófum. Einkum litlum þjófum. Refsigleði þjóðfélagsins er reyndar þegar orðin umtalsverð í þessu húsnæðismáli sem vissu- lega er pólitískt mál eins og Magnús bendir réttilega á með gullpenna sínum. Eignir manna hafa verið gerð- ar upptækar þó ekki hafi í öllum tilfellum verið af miklu að taka. Nokkrir hafa þegar látið lífið þó tala fallinna í húsnæðisstríðinu hafi ekki verið gerð opinber. Gullrassar og Gunnar á Hlíðarenda Margir eiga yfir höfði sér skóg- gang eða útlegð ella, að fornum sið. Útlegðardóm um óákveðinn tíma hlýtur sá „þjófur“, sem þessa grein ritar. Því þótt „Gunnar vildi heldur bíða hel, en horfinn vera fóstur- jarðar ströndum", að sögn Jónas- ar, þá er ekki öllum gefin sú hetjulund og æ fleiri fylla þann flóttamannaflokk sem leitar á náðir útlendinga um húsaskjól. Hvort hagur gullrassanna af kynslóð Magnúsar Bjarnfreðs- sonar vænkast enn við það að nokkur börn húsbyggjenda eru nú borin út, jafnvel hrakin burt af landinu, sem þeim var ætlað að erfa, leiðir framtíðin í ljós. Kannski leiðir hún einnig í ljós hverjir eru hinir raunverulegu þjófar. Steinunn Jóhannesdóttir. DJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar t Utgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Berqman, össur Skarphóðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, LúðvíkGeirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson, Þór- unn Sigurðardóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljó8myndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Símvarsta: Sigríður Kristjánsdóttir. Husmæður: Agústa Þórisdóttir, Ölöf Húnflörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrif8tofu8tjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreið8lu8tjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglýslngastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson(i Olga Clausen. Afgreiðslustjóri: Báldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, augiýsingar, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prontsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 35 kr. Sunnudagsblað: 40 kr. Áskrift á mánuði: 400 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 10. desember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.