Þjóðviljinn - 10.12.1985, Síða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348, Helgarsími: 81663.
Þriðjudaour 10. desember 1985 285. tölublað 50. drgangur
DJÓÐVIUINN
ASI
Drög að kröfugerð
Ásmundur: Markmiðið er uppstokkun launakerfisins og að kaupmáttur verði
tryggður: Guðmundur Þ.: Rammi til að vinna útfrá enþarfnast nánari útfœrslu.
Guðmundur J. : Fellurað hugmyndum VMSI í megindráttum
Aformannaráðstefnu ASÍ í gær
voru til umræðu drög að
kröfugerð í komandi kjarasamn-
ingum, sem samþykkt höfðu ver-
ið af miðstjórn ASÍ og voru kynnt
innan sambanda ASI um helgina.
Á formannaráðstefnunni í gær
var samþykkt að fela miðstjórn
og formönnum landssambands og
svæðasambanda að undirbúa
sameiginiegar viðræður ASI og
atvinnurekenda á grundvelli hug-
mynda miðstjórnar með nánari
útfærslu á kröfugerð.
Ásmundur Stefánsson forseti
ASÍ sagði að menn væru sam-
mála um að nauðsyn bæri til að
stokka málin upp og byggja á nýj-
um grunni, og ná einhverju sam-
ræmi í það sundurtætta launa-
kerfi sem búið væri við í dag.
Hann sagði að fólk hefði lagt aðal
áherslu á að kaupmátturinn yrði
vel tryggður og að vera ekki að
bítast um kauptölur heldur kaup-
mátt sem verði þannig tryggður
að fólk viti að hverju það gengur.
í þeim drögum sem nú liggja fyrir
er gert ráð fyrir að stjórnvöld
haldi aftur af verðhækkunum og
til að tryggja að það verði í samn-
ingunum rauð strik sem bæti fólki
skaðann ef útaf bregður. Þessi
rauðu strik verði fjórum sinnum á
ári. Rýrni kaupmáttur vegna
verðhækkana, verði fólki einfald-
lega bætt það upp með
kauphækkunum. Þá lagði Ás-
mundur mikla áherslu á þá kröfu
sem gerð verður á hendur
stjórnvöldum um að staðið verði
við gefin loforð í þessum efnum.
Það hefði ekki staðið í loforðum
frá þeim hingað til, heldurefnd-
um.
Guðmundur Þ. Jónsson for-
maður Landssambands iðn-
verkafólks sagði að þessi drög að
kjarasamningi væri góður rammi
til að vinna útfrá en þarfnaðist
nánari útfærslu. Eins og þessi
drög eru nú hefði hann ýmsar at-
hugasemdir fram að færa. Guð-
mundur J. Guðmundsson for-
maður VMSÍ sagði að drögin
féllu í mörgu að hugmyndum
Verkamannasambandsins, ágæt-
ur rammi til að vinna út frá.
-S.dór
BJ
Kristín úr
þingflokknum
Kristín S. Kvaran, þingmaður
Bandalags Jafnaðarmanna í
Rcykjavík hefur sagt sig úr þing-
flokki BJ, en hyggst eftir sem
áður gegna þingmennsku fyrir
bandalagið.
Kristín vísar í viðtölum til
„samstarfsörðugleika“ í þing-
flokknum sem hefur undanfarin
tvö þing verið undir stjórn Guð-
mundar Einarssonar. Hann var
um helgina kosinn formaður BJ á
landsfundi og Stefán Benedikts-
son um leið kosinn formaður
þingflokksins. Stefán segir úr-
sögn Kristínar úr þingflokknum
ekki annað en við hefði mátt bú-
ast, enda sé um pólitískan
ágreining að ræða.
-ÁI
Sérfrœðiþjónusta lœkna
Gatí
samningum?
Greiðslur til lcekna fyrir
sérfræðiþjónustu stöðv-
aðar á meðan rannsókn
ferfram. Tugir lækna
með ofháa reikninga
Tryggingastofnun ríkisins hef-
ur stöðvað greiðslur til
margra lækna á meðan fram fer
rannsókn á sérfræðitöxtum
þeirra. Ástæðan er sú að reikn-
ingar þeir sem ýmsir læknar
sendu inn þóttu ótrúlega háir.
Nefndir hafa verið reikningar
upp á 800.000 kr.
Eggert G. Þorsteinsson, for-
stjóri Tryggingastofnunar ríkis-
ins, sagði að sett hefði verið upp
ákveðin fyrirmynd að töxtum
lækna í síðustu samningum en nú
hefði komið í ljós að reikningar
margra lækna hafi farið upp fyrir
þessa fyrirmynd.
Eggert sagði ennfremur að um
væri að ræða nokkra tugi lækna
sem ættu að gefa skýrslu um sína
reikninga. Athugun færi fram í
nánu samráði við læknasamtökin
og á meðan væru reikningar ekki
greiddir. Tölur þær sem nefndar
höfðu verið í fjölmiðlum um
reikninga fyrir sérþjónustu væru
alrangar. Aðspurður um það
hvort möguleiki væri á að gat væri
í samningum þeim sem gerðir
hefðu verið við lækna sagði Egg-
ert að svo gæti vel verið.
KQB — 150 ára. Leikkonurnar þrjár Kristbjörg Kjeld, Guðrún Ásmundsdóttir velunnarar hylltu þær. Meðal mætra gesta var forseti (slands, Vigdís Finnboga-
og Bríet Héðinsdóttir öðru nafni KGB áttu samanlagt 150 ára afmæli í gær. Af dóttir sem hér sést óska KGB til hamingju á þessum tímamótum. Ljósm. Sig.
þvi tilefni var efnt til samkomu í Þjóðleikhúskjallaranum þar sem vinir og
Kópavogur
IH
Þjóðviljinn
Skipulagsslys í uppsiglingu
Sunnuhlíð ætlar að byggja 10 hæða fjölbýlishús fyrir aldraða sem
engin leyfi erufyrir. Formaðurskipulagsnefndar Kópavogs segir teikningarað húsinu ekki
hafa verið lagðar þarfyrir né heldurí bygginarnefnd
numer
681333 verður aðal-
númer blaðsins
framvegis
Frá og með deginum í dag
breytist aðalsímanúmer Þjóðvilj-
ans og bætist talan 6 fyrir framan.
Framvegis verður því númerið
681333.
að sem er alvarlegast við þetta
mál er að kynntar séu íbúðir
til sölu í húsi sem engin heimild er
fyrir, segir formaður Skipulags-
nefndar Kópavogs, Ásmundur
Ásmundsson i viðtali við Þjóðvilj-
ann um byggingu verndaðra
þjónustuíbúða fyrir aldraða í
tengslum við hjúkrunarheimilið
Sunnuhlíð við Kópavogsbraut.
í fyrrakvöld var haldinn fundur
í Kópavogi þar sem fulltrúar
Sunnuhlíðar kynntu þessar nýju
þjónustuíbúðir fyrir bæjarbúum í
Kópavogi. Um er að ræða 10
hæða hús með fjórum íbúðum á
hverri hæð. í boði eru tveggja
herbergja íbúðir á 2.200.000 kr.
og þriggja herbergja íbúðir á
2.800.000 kr. Inni í þessu er
margskonar þjónusta við íbúa.
„Það liggur fyrir vilyrði fyrir
þjónustuíbúðir aldraðra á vegum
Sunnuhlíðar en það vilyrði bygg-
ist á lægra húsi á stærri grunn-
fleti,“ sagði Ásmundur. „Þessar
teikningar hafa ekki verið lagðar
fyrir skipulagsnefnd Kópavogs-
bæjar né bygginganefndar Kópa-
vogs og hefur því ekki fengið þá
umfjöllun sem lög gera ráð fyrir
að slíkar teikningar skuli fá“.
,Ásgeir Jóhannesson skrifar
ávarp fyrir þeim kynningarbæk-
lingi sem gefinn hefur verið út
varðandi þessar þjónustuíbúðir,
hann er fyrrverandi bæjarfulltrúi
í Kópavogi og á að vera
fullkunnugt um eðlilega umfjöll-
un slíkra mála. Það er rétt að taka
það fram að Sunnuhlíð hefur ætíð
notið velvildar í bæjarstjórn Kóp-
avogs og því er leitt að forystu-
menn félagsins skuli standa svona
að þessu máli. Eins og málið
stendur í dag er líkt og verið sé að
blekkja fólk til að kaupa íbúðir í
byggingu sem ekki er til heimild
fyrir. Eg sé t.d. ekki hvernig á að
vera hægt að gera kaupsamning.
Og það er líka spurning eftir
hvaða skipulagi hönnuðir hafa
hannað húsið“.
1H