Þjóðviljinn - 17.12.1985, Qupperneq 6
Athugasemd fra Þjóðhagsstofnun
í laugardagsblaði Þjóðviljans,
30. nóvember síðastliðinn, er
fjallað um mismun á tekjum
landsmanna eftir landshlutum í
grein, sem berheitið: „Reykjavík
- láglaunasvæðið?“. Auk þess er
frétt á forsíðu blaðsins um sama
efni. Þar sem heimildir blaðsins
eru að meginhluta sóttar í vinnus-
kjal frá Þjóðhagsstofnun, sem
ekki var ætlað til birtingar og get-
ur alls ekki staðið undir þeirri
túlkun, sem fram kemur í
greininni, vill stofnunin koma á
framfæri eftirfarandi athuga-
semdum:
FÓLKÁFERÐ! ^
Þegar fjölskyldan ferðast
er mikilvægt
að hver sé á sínum stað
— með beltið spennt.
yUMFERÐAR
RÁÐ
FLÓAMARKAÐURINN
Góð kona
óskast eftir áramótin til að gæta lítillar
stúlku, 4 mánaða, og taka á móti
stóru systur sem er 9 ára, að loknum
skóladegi. Um er að ræða ca 10 tíma
á viku. Við búum við Langholtsveg og
best væri að konan góða gæti verið
heima hjá okkur. Nánari upplýsingar í
síma 32344.
Til sölu
Trabant 79 þartnast viðgerðar, selst
ódýrt. Upplýsingar í síma 37978 e. kl.
18.00.
Til sölu
Gardínur mjög ódýrar, upplýsingar í
síma 618854.
Til sölu
Sinclair Spektrum tölva með Joy
Stick og Inter face kasettutæki og
nokkrum leikjum. Lítið notuð. Upplýs-
ingar í síma 667227, e. kl. 16.00.
Candy
þvottavél til sölu, ennfremur Indesit
ísskápur. Upplýsingar í síma 45923.
Okkur vantar
íbúð í Reykjavík. Ef þú hefur svona
eins og eina lausa á þínum snærum
þá máttu gjarnan hringja í síma
45653. Anna og Gísli.
Til sölu
sófi og tveir stólar með ullaráklæði.
Selst ódýrt. Uþplýsingar í síma 41458
eftir kl. 7.
Svart borðstofusett
Einnig kringlótt sófaborð 1,10 m í
þvermál og aflangt tekksófaborð
u.þ.b. 130 cm á lengd. Upplýsingar í
síma 27798.
Dúkkurúm
Er nú með blómlegu rúmin í þremur
stærðum. Einnig með rúm úr furu.
Verð á útimarkaðinum á torginu alla
laugardaga fram að jólum. Uppl. í
síma 611036. Auður Oddgeirsdóttir.
Jolabasar
Vesturgötu 12
Höfum opnað basar með handunn-
umjólavörum. Eldhúsdúkkurog tusk-
udúkkur, 5 stærðir og margt hentugt
til jólagjafa.
Bokhald
Ertu með bókhaldið í ólagi? Tek að
mér bókhald fyrir lítil fyrirtæki. Uppl. í
síma 30854 e. kl. 6.
Til sölu
Parket, 4 m2 af eik nistical. Selst á
1000 kr. Upplýsingar í síma 36858
eftir kl. 7.00
Barnabílstóll til sölu
Barnabílstóll af gerðinni KL, sem
viðurkenndur er af Bifreiðaeftirlitinu.
Ennfremur 2 nýir telpnakjólar á aldur-
inn 6 - 8 ára og 2 barnaskrifborð.
Upplýsingar í síma 27101.
Húsnæði óskast
Ungur reglusamur maður óskar eftir
einstaklingsíbúð á leigu eða 15-20 fm
herbergi, með aðgangi að baði, eld-
unaraðstöðu og þvottaaðstöðu, frá
15.-20. janúar 1986. _ Fataskápur
mætti fylgja. Helst ekki í Árbæjar- eða
Breiðholtshverfi. Öruggar greiðslur
og góð umgengni. Uppl. í síma
37697, eftir kl. 18 á kvöldin.
Eldavél
Gömul Rafha eldavél í góðu lagi, fæst
gefins. Uppl. í síma 11251 eftir kl. 16
og 14917.
Gólfteppi fæst gefins
Notað gulbrúnt gólfteppi ca 40 m2
fæst gefins gegn því að það sé sótt,
17. eöa 18. desember. Upplýsingar í
síma 686379.
Gervijólatré óskast
Þarf ekki einhver að losna við gamla
gervijólatréð sitt úr kompunni? Þarf
ekki endilega að vera stórt. Upplýs-
ingar í síma 17918.
íbúð til leigu
2ja-3ja herbergja íbúð til leigu í Selja-
hverfi. Reglusemi og góð umgengni.
Tilboð merkt „Ibúð 3+2“ eða uppl. á
auglýsingadeild Þjóðviljans s.:
681333.
Til sölu ódýrt
1. Gluggatjöld, 6. st. 2,50x1,40 m.
Aðallitur drapp, brúnar rendur.
Lausofið efni. Nýhreinsaðar kr.
3.600.
2. Eldhúsgögn frá Stálhúsgögnum:
Borð 120x75 sm, 2 stólar kr. 2.000.
Sólheimum 37, sími 35364.
Sjúkrastöð
í El Salvador
Við söfnum rekstrarfé fyrir sjúkrastöð
í Santa Barbara í El Salvador.
Póstgíró 303-26-10401. Merkt:
Pósthólf 1032, 121 Reykjavík.
Jóla - hvað?
Vantar ykkur jólasveina í heimsókn á
jólaskemmtanir? Kertasníkir og
Gáttaþefur eru til í slaginn. Uppl. í
símum 13741 og 20461.
„Undir Mexíkómána"
Langar ykkur ekki til að eignast
„Undir Mexíkómána" er út kom
1982?. Verð aðeins 300 kr. Fræð-
andi og forvitnileg bók. Ódýr og góð
jólagjöf á þessum síðustu og verstu
tímum. Hringið í síma 43294 á kvöld-
in.
Til sölu
Vel með farin unglingaskíöi (165) og
stafir fást ódýrt. Upplýsingar í síma
18317 eftir kl. 5.00.
Eldavél
Gömul Rafha eldavél vel útlítandi og í
góðu lagi fæst gefins fyrir þann sem
vill sækja hana. Uppl. í síma 32380,
Droplaug Pétursdóttir Laugarnes-
vegi 94.
Borðstofuborð
Svart borðstofuborð til sölu 150x70
cm á kr. 3.000.-. Upplýsingar í síma
27798 eftir kl. 18.00.
Kuldaskór til sölu
ca. 25 sm háir, vandaðir, Ijósbrúnir
kuldaskór úr leðri til sölu. Skórnir eru
lítið notaðir og án ullarfóðurs. Hæl-
arnir eru ca. 6-7 sm háir og táin mjó.
Skórnir eru nr. 39, en þetta er lítið
númer, myndi passa á fætur sem
nota skó nr. 37. Hugsanlegt verð
2000 krónur, til viðræðu um lægra
verð. Ég verð heima í dag til kl. 15 í
Mávahlíð 12, 1. hæð og eftir kl. 18 í
kvöld. Á morgun e.kl. 18. Síminn er
621945 á kvöldin.
Tilvalin jólagjöf
2 fallegir og spakir páfagaukar í mjög
vönduðu búri til sölu. Upplýsingar i
síma 671254 eftir kl. 14.00.
1. Vinnuskjalið, sem lagt er til
grundvallar frétt Þjóðviljans,
sýnir niðurstöður úrtaksathugun-
ar Þjóðhagsstofnunar og skatt-
stjóra úr skattframtölum fyrir
árin 1983 og 1984, sem gerð var í
mars/aprfl 1985. Athuganir af
þessu tagi hafa verið gerðar ár-
lega mörg undanfarin ár í sam-
vinnu við skattstjóra á öliu
landinu. Tilgangurinn er ein-
göngu sá að fá fyrstu hugmyndir
um tekjubreytingar milli ára, en
ekki tekjur í krónum talið. End-
anlegar niðurstöður um tekju-
breytingar og meðaltekjur liggja
hins vegar ekki fyrir fyrr en úr-
vinnslu úr öllum framtölum er
lokið, yfirleitt í október/
nóvember ár hvert.
Reynslan undanfarin ár sýnir,
að úrtaksathugun af þessu tagi
gerð á þessum árstíma gefur all-
góða mynd af tekjubreytingum
milli ára, en hins vegar hefur úr-
takið ekki gefið rétta mynd af
tekjum í krónum talið, hvorki
fyrir landið í heild né einstök
skattumdæmi. Enda nær athug-
unin aðeins til • fárra þéttbýlis-
staða í hverju skattumdæmi og
getur þess vegna alls ekki verið
grundvöllur áætlunar um tekju-
fjárhæðir í umdæmunum í heild.
Ennfremur er rétt að nefna, að
þótt úrtakið hafi oftast farið ná-
lægt endanlegum niðurstöðum
um tekjubreytingar milli ára,
fyrir landið allt, hefur það yfir-
leitt sýnt meiri breytingar en end-
anleg úrvinnsla. Þess vegna hefur
Þjóðhagsstofnun ávallt haft fyrir-
vara á niðurstöðum úrtaksins,
sem meðal annars má ráða af því,
að niðurstöðurnar hafa ekki ver-
ið birtar opinberlega, heldur not-
aðar með öðru efni til þess að
áætla breytingar heildartekna en
alls ekki til þess að meta tekju-
fjárhæðir eftir landshlutum.
2. í grein Þjóðviljans er lagt
út af niðurstöðum úrtaksathug-
unarinnar á tvennan hátt. í fyrsta
lagi með því að bera saman
heildartekjur í krónum talið. í
öðru lagi með því að líta á tekju-
breytingar milli áranna 1983 og
1984. í báðum tilvikum er ekki
síst litið á höfuðborgarsvæðið
annars vegar, einkum þó Reykja-
vík, og „landsbyggðina" hins veg-
ar. Greinarhöfundur dregur síð-
an af þessum tölum tvær megin-
ályktanir; í fyrsta lagi að tekjur
Reykvíkinga liggi undir lands-
meðaltali og séu raunar óvíða
lægri; og í öðru lagi að tekju-
breytingar milli 1983 og 1984 séu
víðast hvar meiri en á höfuðborg-
arsvæðinu.
Eins og fyrr var nefnt telur
Þjóðhagsstofnun mjög varasamt
að draga af þessari úrtaksathug-
un ályktanir um tekjufjárhæðir
eftir landshlutum. Úrvinnslu
Þjóðhagsstofnunar úr öllum
skattframtölum einstaklinga á
landinu árið 1984 er enn ekki að
fullu lokið, en á grundvelli henn-
ar er þó unnt að draga fram nið-
urstöður fyrir tekjur og tekju-
breytingar eftir landshlutum. Þar
sem þær niðurstöður ganga í
veigamiklum atriðum þvert á
túlkun Þjóðviljans á úrtaksathug-
uninni, er nauðsynlegt að fara um
þær nokkrum orðum.
3. Samkvæmt heildarúr-
vinnslu Þjóðhagsstofnunar úr
skattframtölum einstaklinga fyrir
tekjuárið 1984 námu heildartekj-
ur 263 þúsundum króna á hvern
framteljanda. Þar af voru at-
vinnutekjur 223 þúsund krónur,
en mismuninn má rekja til ann-
arra tekna, svo sem tilfærslu-
tekna ýmiss konar og eignatekna.
Þessar tölur segja þó ekki alla
söguna, því að þær eru meðaltöl
fyrir alla framteljendur. Ef ein-
göngu er litið á tekjur þeirra
framteljenda, sem ætla má að
hafi verið í sem næst fullu starfi
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
allt árið (skilgreint þannig að
fram komi 40-52 vinnuvikur hjá
viðkomandi), kemur í ljós, að
heildartekjur þessa hóps námu
380 þúsundum króna á mann á
árinu 1984; þar af voru atvinnu-
tekjur 317 þúsund krónur á
mann.
Þegar litið er á tekjur í einstök-
um skattumdæmum, kemur í
ljós, að tekjur í Reykjavík og
Reykjanesumdæmi eru yfir
landsmeðaltali, gagnstætt því
sem Þjóðviljinn telur úrtaksat-
hugunina benda til, hvort sem
miðað er við heildartekj ur eða at-
vinnutekjur. Þetta sýnir best,
hversu varhugavert er að byggja
á úrtakinu, hvað tekjufjárhæðir
snertir. Svipaða niðurstöðu má
raunar líka lesa út úr skýrslu
Áætlanadeildar Framkvæmdast-
ofnunar ríkisins, Vinnumarkað-
urinn 1983 (útg. í febrúar 1985).
Þar kemur fram, að meðallaun á
hvert ársverk 1983 eru hæst á
Reykjanesi en næst hæst í
Reykjavík.
4. Niðurstöður heildarúr-
vinnslu Þjóðhagsstofnunar um
tekjubreytingar milli áranna 1983
og 1984 fara hins vegar mun nær
vísbendingum úrtaksins, enda er
það megintilgangur úrtaksathug-
unarinnar að fá hugmynd um
þessar stærðir. Þar kemur meðal
annars fram, að tekjubreyting á
hvern framteljanda ervíðast hvar
meiri en í Reykjavík. Á hinn bóg-
inn er rétt að benda á, að tekju-
breytingin í Reykjanesumdæmi
er yfir landsmeðaltali samkvæmt
heildarúrvinnslunni, gagnstætt
því sem úrtakið gaf til kynna.
Samanlagt er tekjubreytingin í
Reykjavík og Reykjanesumdæmi
rétt um landsmeðaltal þegar mið-
að er við hvern framteljanda. Ef
litið er á tekjubreytingar í heild
hins vegar, þ.e. að teknu tilliti til
fjölda framteljenda, kemur í Ijós,
að tekjur hækka mest í Reykja-
nesumdæmi, og samanlagt er
hækkun tekna í Reykjavík og
Reykjanesumdæmi („höfuð-
borgarsvæðið“ í víðri merkingu)
talsvert yfir landsmeðaltali. Að-
eins á Vestfjörðum og á Norður-
landi vestra er tekjubreytingin
meiri. Af þessu má ráða, að fram-
teljendum hafi fjölgað meira í
Reykjavík og Reykjanesumdæmi
en víða annars staðar á landinu,
eða um tæplega 2% samanlagt
milli 1983 og 1984, samanborið
við 1,3% fjölgun á landinu í
heild.
5. Það er virðingarvert, að
blaðamenn leitist við að draga
fram ýmsa þá þætti efnahags-
mála, sem í senn geta talist frétt-
næmir og fróðlegir. Á hitt verður
þó að leggja áherslu, að jafnan sé
reynt að byggja á sem bestum
heimildum. A miðju síðastliðnu
sumri bentu starfsmenn Þjóð-
hagsstofnunar blaðamanni Þjóð-
viljans á, að úrtaksathugunin
hefði mjög takmarkað gildi sem
undirstaða ályktana um tekju-
fjárhæðir eftir landshlutum. Þær
tölur, sem hér hafa verið tilfærð-
ar og fram koma í meðfylgjandi
töflu, skýra þetta enn frekar. Það
verður því að harma, að tölur úr
vinnuskjölum, sem stofnunin
hefu ekki afhent blaðinu, séu
notaðar á þennan hátt.
Reykjavík, 2. desember 1985.
Virðingarfyllst,
f.h. Þjóðhagsstofnunar,
Bolli Þór Bollason.
Frá ritsjóra:
1) í Innsýnargreininni sem til
er vitnað er lögð mikil áhersla á
að um úrtak hafi verið að ræða og
að Þjóðhagsstofnun hafi ekki birt
það opinberlega.
2) Það er ekki rétt að í grein
Þjóðviljans sé „lagt útaf niður-
stöðu úrtaksathugunarinnar á
tvennan hátt“, einsog segir í at-
hugasemdum Þjóðhagsstofnun-
ar, þ.e. að greinarhöfundur hafi
dregið tvær meginályktanir, þær
að tekjur reykvísks launafólks
liggi undir landsmeðaltali og að
tekjubreytingar séu víðast hvar
meiri en á höfuðborgarsvæðinu.
Hér er ekki um niðurstöðu
greinarhöfundar að ræða, heldur
niðurstöður úrtaksins sjálfs. f
greininni er tekið fram að um við-
kvæmt mál sé að ræða og ekki
gerðar tilraunir til túlkunar á
niðrstöðunum.
3) Úrtakið og umfjöllun Þjóð- ■
viljans ' náðu einungis til
fullvinnandi launafólks en ofan-
ritaðar upplýsingar Þjóðhags-
stofnunar og taflan ná til heildar-
árstekna allra framteljenda árin
1983 og 1984, - þarmeð nær ta-
flan jafnt yfir tekjulausa sem
aðra. í Innsýnargreininni er ein-
ungis fjallað um launafólk.
4) Þjóðviljinn lagði ríka
áherslu á að úrtakskönnunin gæti
aðeins gefið vísbendingar en væri
ekki síðasta orðið í þessum mál-
um. Jafnframt var sagt að Þjóð-
hagsstofnun hefði „varað við
túlkunum á henni“. En hvort
tveggja; úrtakskönnunin og at-
hugasemdir Þjóðhagsstofnunar
hafa verið upplýsandi og engin
ástæða til að harma það. Þvert á
móti þakkar blaðið fyrir upplýs-
ingar og athugasemdir Þjóðhags-
stofnunar. Með: jólakveðjum,
von um bættan þjóðarhag og
hærri laun - og virðingu.
Oskar Guðmundsson
B]Ú0WCSSt0FH«
Hellddrárstekjur frawtgljenda 1963 og 1964.
Tll samantxjrðar:
Medaltekjur á hvern fram-
teljanda m.v fram- Tekjubrevtingar
Medaltekjur á hvern fram- teljendur í sem n*st 1983-1984 að
teljanda m.v. aila heilsársstarfi meðtalinni fjölgun
framtelJendur 1) (áO-52 vinnuvikur) framteljenda
1963 198Á Breyting 1983-1964 1983 1984 Breyting 1983-1984 Atvlnnu- tekjur Heildar- tekjur
þús.kr. þús.kr. % þús.kr. þús.kr. % % %
Landið allt 206 263 26,2 300 380 26.6 29,5 2 7,9
Reykjasík 213 266 24,9 319 402 -26,4 26,7 27,2
Reykjanes 221 252 27.6 326 415 27,3 31,4 30,6
Reykjavík og Reykjanes 21Ó 272 26,1 321 407 26,8 29.8 29,5
Vesturland 199 250 25,6 271 342 26,2 28,4 26,0
Vestfirðir 217 28? 30,0 300 379 26,0 31,7 29,7
NonJjriand vestra 182 233 26,0 237 304 29,3 33,1 29,0
Norðurland eystra 193 243 25,9 275 348 26,5- 28,3 26,2
Austurland 199 245 23,7 274 336 22,6 27,0 24,7
Suðurland 194 244 25,8 261 331 26,8 28,2 26,7
1) 1 þessun tölun er heildartekjum framteljenda samkvamt skattfr<*ntöltfn og launamlðaskýrslein
skipt niöur miðað við heildarfJölda framtelJenda, þ.e. Jafnt tekjulausa sem aðra.