Þjóðviljinn - 20.12.1985, Page 3

Þjóðviljinn - 20.12.1985, Page 3
Systirin meö hjartarkáifinn. úr Grimmsævintýrum. Ábyrgðartil- finningin Það er dálítið skemmtilegt að skoða hugmyndafræðina í þessu, að það skuli vera konan sem er fulltrúi persónuþroskans og ábyrgðartilfinningarinnar, hún er líka stöðugt að passa uppá bróð- urinn eftir að hann er orðinn að kálfi. Það sýnist ekki nýtt í menn- ingunni að ætla kvenfólkinu að hafa hemil á hvötum karlmann- anna og sjá til þess að þeir verði ekki að skepnum! Þessi saga er úr Grimmsævintýrum og þau og önnur ævintýr sem gefin voru út á 19. öldinni eru auðvitað mótuð af hugsunarhætti síns tíma. Og út- gefendur hafa alltaf tekið þessar sögur og breytt þeim, lagað þær að kröfum tímans. Lagað þær að ákveðnum boðskap til þess að þær verði „við hæfi“. Skáldin ganga óspart í ævintýrin og nota þau eftir sínu höfði. Þetta er áberandi á öllum rómantískum skeiðum, þá komast ævintýrin í tísku, þau eru svo táknræn og tjá almenn sannindi eins og Bruno Bettelheim orðar það. Selkonan Dæmi um þetta er saga sem er til hér á íslandi en einnig í Fær- eyjum og Skotlandi, sagan um Selkonuna. Maður finnur sels- ham í fjörunni, sér að þarna eru naktar stúlkur sem hafa klætt sig úr hömunum. Maðurinn tekur einn þeirra og þá verður ein stúlkan auðvitað eftir. Hann tekur hana heim með sér, giftist henni og passar vel upp á sels- haminn. Og stúlkan verður góða eiginkonan, náttúrlega. Þangað til maðurinn fer einn dag til kirkju, stúlkan nær selshamnum og hverfur á braut. Þessi saga ber auðvitað keim af brúðarránum fyrri tíma, maðurinn tekur kon- una og hún er ekkert spurð. Fyrir henni er frelsið í sjónum og hjón- abandið er ánauð. Hún notar tækifærið til að sleppa. Þetta er auðvitað andþjóðfélagslegur boðskapur á 19. öldinni. Litla hafmeyjan I öðrum löndum eru sögur um hafmeyjar í tygjum við mennska menn. Úr þeim smíðar H.C. Andersen ævintýrið um Litlu haf- meyjuna sem sér þennan líka fal- lega prins og vill allt gera til að komast úr sínu eðlilega umhverfi, hafinu, upp á land til að giftast honum. Komast sem sagt í þessa höfn hjónabandsins sem hin haf- konan er að komast burtu frá. En hafmeyju Andersens er sagt að hún verði að lát kljúfa sporðinn sinn í tvennt og þetta kosti miklar þjáningar en hún lætur það ekki á sig fá. Vill gera allt fyrir ástina. En þetta gengur ekki upp hjá henni og á endanum deyr hún. Þarna birtist hin rómantíska hug- mynd þessa tíma um ástina, öllu er fórnað fyrir hana og konan á sér ekki viðreisnar von nema hún nái í rétta prinsinn. Nýrómantísku skáldin sáu síð- an hafmeyjar sem lokkuðu menn í sjóinn til sín sem tákn lauslátra og kynþokkafullra kvenna drag- andi hreinlífa sveina niður í synd- ina, þ.e.a.s. kynlífið. Þannig eru svipaðar sögur not- aðar til að miðla mismunandi boðskap. Við sjáum að alþýðuút- gáfan um Selkonuna er ekki nein rómatísk ástarsaga. Hvort skyldu það nú hafa verið karlar eða kon- ur sem mótuðu þá sögu?“ Huldufólk og goðsagnir - Huldufólkssögur, þú hefur fjallað mikið um þœr. „Já, ég er með lauslega kenn- ingu um þær sem ég á nú eftir að athuga betur. Ég held að þær tengist mikið gamalli trú eða goð- sögnum. Fornri frjósemisdýrkun frá því fyrir kristni. Mér finnst ýmislegt benda til þess. Það kem- ur t.d. fram í fornum sögum að álfar eru skyldir Vönum sem voru frjósemisguðirnir í fornri trú. Þessi gömlu trúarbrögð okkar virðast vera einhvers konar sam- steypa úr Ásatrú og Vanatrú. Þessi Vanatrú er þá kannski leifar af þeirri frjósemistrú sem sann- anlega var tii á Norðurlöndum. Það er t.d. gamlar rómverskar heimildir til um að Germanir dýrkuðu gyðjuna Nerthus eða móður Jörð. í Ásatrúnni er Njörður (Nerþus) hins vegar orð- inn karlmaður, en börn hans eru Frjósemisgoðin Freyr og Freyja. Meðal Kelta var fyrir kristni alls kyns trú á dísum, jarðardís- um og vatnadísum, sem var svo útrýmt með kristni, eða hún fór undir jörðina, varð að þjóð- sögum. Og í grískum goðsögnum eru mikil átök milli guða og gyðja og skógar- og vatnadísir verða fyrir ásókn guðanna. Dæmi er sagan af Dafni sem vildi vera Eina leið Dafni til að sleppa úr klóm Appollo er að breytast í tré. ógift og flakka frjáls um skógana en fékk engan frið fyrir Appollo og breyttist loksins í tré svo að hann tæki hana ekki með valdi. Ekki minni spámaður en Joseph Campbell telur að í þessum sög- um speglist innrás indóevrópskra guða á svæði þar sem fólk hafði dýrkað jörðina í mynd ýmissa gyðja eða dísa. En að tengja huldufólkssögur við slíkar sagnir úr fornum trúarbrögðum er ansi viðamikið mál og þarfnast ítar- legra rannsókna og mikillar yfir- legu. Kvenna- menning En ég held sem sagt að það megi kannski tengja huldufólks- sögurnar við forna kvennamenn- ingu og trúarbrögð sem skipa honum í veglegri sess en hefur orðið á seinni tímum. Það er nefnilega staðreynd að í huldu- fólkssögum eru konurnar, „fyrir karlmönnunum", eins og segir í einni sögunni. Þær ráða, þær eru voldugri, þær eru göldróttar og eru sterki aðilinn. Mennskir karl- menn eru þannig miklu hræddari við huldukonur heldur en mennskar konur við huldumenn. Lang oftast sjá mennskar konur huldumenn eins og sæta stráka í næsta hól. Fyrir körlunum eru þetta sterkar og voldugar konur sem gera kröfur til þeirra, um að þeir sofi hjá þeim og þeir eru hræddir við þær“. - Sýnist þér sem sagt að þarna birtist e.k. óskhyggja kvenna um eitthvað annað en að veraþolend- ur? „Já, það má orða þetta sem svo að þetta sé eins konar leikur með veröld þar sem konur ráða meiru en þær gera í veruleikanum. Það er t.d. ljóst að þessar huldukonur eru oft að framfylgja réttlæti sem ekki er til í mannheimum. Það eru til margar sögur um menn sem barna huldukonur og svíkj- ast alltaf undan því að gangast við börnunum. Þetta er auðvitað hlutur sem var alltaf að gerast í mannheimum, karlmennirnir neituðu að gangast við barni sínu og konur sátu uppi með skömm- ina og jafnvel harða refsingu. Konurnar í álfaheimi koma hins vegar og leggja álög á mennina þannig að þeir verða óhamingju- samir eða farast“. Nútíma- þjóðsögur - Hvað með þjóðsögur í nútím- anum? „Þjóðsögur nútímans eru ekki síður spennandi en eldri þjóð- sögur. Nú setjast draugarnir upp í bíla hjá fólki og fram á síðustu ár hafa vegagerðarmenn verið að sneiða hjá ákveðnum hólum við vinnu sína. Og svo við tökum nú dæmi er- lendis frá af nútímaþjóðsögu má nefna sögu sem gengur í hinum ýmsu stórborgum Bandaríkj- anna. Hún er á þá leið að stúlka sem býr ein kemur heim til sín. Hún sér þá hundinn sinn liggj- andi á gólfinu, stóran Scháfer- hund, engjast sundur og saman. Nú, hún rýkur með hundinn til dýralæknis og skilur hann eftir hjá honum. Þegar hún er nýkom- in heim aftur hringir síminn og það er dýralæknirinn. Hann spyr hvort hún sé ein heima og þegar hún svarar því játandi segir hann henni að flýta sér út, yfir til ná- grannans og fá að hringja á lög- regluna. Hún vill vita hvers vegna og þá segir hann, „Ég var að enda við að veiða þrjá svarta fingur upp úr kokinu á hundinum þín- um.“ Svartir fingur Lögreglan kemur, finnursvert- ingja liggjandi inni í skáp hjá stúlkunni, með blóðugan klút um höndina og vantar á hann þrjá fingur. Þessari sögu hefur verið trúað og hún hefur birst í blöðum, en fróðir menn segja að hún sé hrein þjóðsaga. Auðvitað er mögulegt að hún eigi sér einhvern sannleikskjarna og hafi síðan far- ið á flakk og aukist og margfald- ast. Hvort heldur sem er þá er hún eins og gömlu sögurnar í því, að hún gefur okkur innsýn í líf fólks, hræðslu þess og fordóma. Konur sem búa einar í svona borgum lifa í stöðugum ótta við innbrot, nauðgun og morð, hafa gjarnan hunda beinlínis sér til varnar. Sagan speglar þessa hræðslu og um leið vissa ósk- hyggju, þetta fór allt vel, glæpon- inn fékk að kenna á því. Og það er auðvitað ekki tilviljun að fing- urnir eru svartir!“ -1H JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.