Þjóðviljinn - 20.12.1985, Síða 6

Þjóðviljinn - 20.12.1985, Síða 6
Jól Spœnskur jólasveinn og svartir aðstoðarmenn Aðfangadagurjólaerósköp venjulegur dagur nema hvað sumirfaratil messu klukkan tólf á miðnætti en 25. og 26. desembereru hátíðisdagarí Hollandi, sagði Leýn De Wolf frá Arnhem, 200 þúsund manna borg í Hollandi en nú búsetturá Islandi. Það er nokkuð algengt að fólk taki sér frí frá vinnu milli jóla og nýárs en í heild má segja að jólin séu afslöppuð og róleg fjölskyld- uhátíð. Fyrir suma eru jólin hátíð kristninnar en fyrir aðra eru þau rétt eins og hver önnur helgi. Við borðum góðan mat en það er ekki til neinn hefðbundinn jólamatur í Hollandi eins og til dæmis hangikjöt hér. Það er al- gengt að fólk borði kalkún á jól- um en það er reyndár alþjóðlegur réttur. Það sem tengist jólunum í Hollandi eru hins vegar sérstök tegund af brauði og kökum. Brauðið heitir einfaldlega jóla- brauð, með hnetum og rúsínum og sérstöku kryddi sem heitir á hollensku „spýs“ og er búið til úr möndlum og sykri. Uppskrift að brauðinu er svona: Jólabrauð 500 g hveiti 5 msk púðursykur 40-50 g ger (blautger er best) Vz msk salt 100 g smjör 1 egg 1 Vz-2 dl mjólk (volg) rifinn sítrónubörkur 25 g súkkat 100 g kúrennur 300 g rúsínur (Þvegnar og þurrkaðar) 100 g saxaðar hnetur 200 g „spýs“ flórsykur Gerið smá holu í hveitið og geri og sykri blandað saman, og sett út í hveitið og saltinu stráð yfir gerblönduna. Bræddu smjöri, egginu og mjólkinni bætt út í. Deigið hnoðað í u.þ.b. 15 mínút- ur og látið hefast í 45 mínútur og rakur klútur breiddur yfir. Sítr-' ónuberki, súkkati, kúrennum, rúsínum og hnetum (allt saxað) hnoðað saman við deigið. Deigið mótað í stóra flata köku, „spýs“ lengjan lögð ofaná og brauðið rúllað upp. Neðri endi kökunnar látinn standa aðeins lengra út en sá efri. Brauðið sett á smurða plötu og látið lyfta sér í 30 mín. Rakur klútur breiddur yfir. Bakað neð- arlega í 220° heitum ofni í um það bil 30 mínútur. Brauðið látið kólna, penslað með bræddu smjöri og flórsykri stráð yfir. Borðað með smjöri. „Spýs“ 125 g möndlur 125 g sykur rifinn sítrónubörkur 1 egg Möndlurnar settar í sjóðandi vatn og soðnar í Vi mínútu. Möndlurnar flysjaðar og muldar og sykrinum blandað saman við. Sítrónuberki blandað út í. „Spýs“-ið verður stökkara ef það er látið bíða í nokkra daga áður en egginu er hrært út í. Jólatúrban og jólahringur Auk brauðsins eru tvær kökur dæmigerðar fyrir hollensk jól en það eru Jólatúrban og Jólahring- ur. Jolaturban 300 g hveiti LeýnDeWolf segirfráhol- lenskujólahaldi 50 g púöursykur 20 g ger 1/2 msk salt 50 g smjör 2 egg 11/2 dl volg mjólk 50 g súkkat og eöa rifinn sítrónu- börkur 200 g rúsínur flórsykur Deigið hnoðað eins og í fyrri uppskriftinni. Látið lyfta sér í 45 mínútur. Súkkati og rúsínum hnoðað saman við deigið látið í smurt og hveitistráð hringform. Deigið látið lyfta sér í 30 mínútur. Rakur klútur breiddur yfir. Kak- an er bökuð neðarlega.í 220° heit- um ofni í um það bil 30 mínútur. Flórsykri stráð yfir. Jólahringur Deig: 100 g hveiti 100 g smjör (kalt) salt 1/2 dl kalt vatn nokkrir dropar af ediki Fylling: 250 g „spýs" 1 egg (þeytt) apríkósumarmelaði eða glassúr eða þurrkaðir ávextir og appelsínubörkur. 3A af hveitinu látið í skál. Smjörið saxað saman við með tveimur hnífum. Salti bætt út í og ediki. Vatni bætt út íþar til deigið verður samahangandi. Hveiti stráð á borðið og deiginum velt upp úr því. Deigið flatt út og um leið snúið nokkrum sinnum. Deigið brotið þrefalt og flatt út aftur og geymt í ísskáp í að minnsta kosti 30 mínútur. Deigið flatt út í köku sem er 50 cm löng, 12 cm breidd og Vi cm þykk. „Spýs“-inu blandað saman við helminginn af þeytta egginu og dálitlu af þurrkuðum ávöxtum. Rúllað upp í lengju sem er aðeins styttri en deigkakan. Lengjan lögð á miðja deigkökuna sem er rúllað upp utanum spýs-lengjuna og límd saman með vatni. Endar festir saman með vatni svo úr verði hringur. Hringurinn pen- slaður með afganginum af þeytta egginu og bakaður neðarlega í 220° heitum ofni í um það bil 30 mínútur. Stranglega bannað að opna ofninn fyrstu 10 mínúturn- ar. Hringurinn er skreyttur með volgu aprxkósumarmelaði, glass- úr eða þurrkuðum ávöxtum og appelsínuberki. Oft eru líka bak- aðar smákökur úr sama deigi og hringurinn og þær hengdar í jól- atréð fyrir börnin að gæða sér á. Jólatréð er annars skreytt eins og hér, með kúlum og jólaseríu sem nú hefur tekið við hlutverki kert- anna. Afmœlisdagur jólasveinsins Það sem kannski gerir hollensk jól frábrugðin íslenskum jólum er það að við gefum engar gjafir á jólunum. 5. desember er hins vegar afmælisdagur jólasveinsins og þá er haldið upp á afmæli hans og gefnar gjafir. Jólasveinninn kemur með eimskipi frá Spáni nokkrum dögum fyrir afmælið sitt og í fylgd með honum eru svartir aðstoðarmenn. Börnun- um er sagt að jólasveinninn verði 1000 ára á hverju ári. Kvöldið fyrir 5. desember setja börnin skóinn sinn fyrir framan arininn eða strompinn og oft poka eða sokk fyrir jólagjafir. Jóla- sveinninn ríður yfir húsþökin á hvítum hesti ásamt meðreiðar- sveinunum og gefur góðu börn- unum gjafir. A afmælisdaginn sinn heimsækir jólasveinninn líka skóla og ýmsa staði þar sem börn eru. 5. desember fá allir stóran staf úr súkkulaði frá jólasveinin- um, fyrsta stafinn í nafninu sínu. Aðstoðarmenn jólasveinsins deila út litlum kökum, svokölluð- um piparhnetum til barnanna. Jólasveinninn hefur meðferðis stóra bók og þar sem í stendur skrifuð hegðan allra barna yfir árið. Góðu börnin fá gjafir en óþekk börn fá að smakka á hrís- vendi hjálparmannanna. Venjan er að fjölskyldur safnist saman þennan dag og skiptist á gjöfum. Það er gamall siður sem er aftur að ryðja sér til rúms að börnin skrifi á litla miða hvers þau óska sér í jólagjöf en það má ekki vera dýrt. Miðarnir eru settir í poka og hver dregur miða. 5. desember eru svo gjafirnar afhentar og þá á að fylgja vísa með. Vísurnar eru enginn fyrirmyndar kveðskapur, aðalatriðið að þær rími og helst eiga þær að vísa til einhvers sér- staks í fari þeirrar manneskju sem gjöfina fær, kosti hennar, galla eða venja. Ef ég til dæmis á bróður sem er latur við að bursta í sér tennurnar er tilvalið að gefa honum notaðan tannbursta og vísu um það, að þar sem hann sé alltaf að bursta í sér tennurnar sé tannburstin orðinn svona eyddur og Ijótur. Þó að 5. desember sé fyrst og fremst fyrir börnin halda margir þessu áfram langt fram á fullorðins ár. Til dæmis hittist Eins og að halda jól í fyrsta skipti Undirbúningur og viðhöfn fyrir jól þeirra Eþíópíumanna sem til- heyra koptískri kristinni trú er af- skaplega lítil og varð ég ekki vör við að nokkuð væri gert til að halda upp á þau í Konsó, sagði Margrét Hróbjartsdóttir hjúkrun- arfræðingur og kristniboði sem hefur starfað í fimm ár við kristniboð meðal Konsómanna í Eþíópíu. Orþódox-koptíska kirkjan dagsetur sín jól 7. janúar og sá dagur er lítið frábrugðinn öðrum dögum. Eþíópía er stórt land og þar búa margir þjóðflokkar hver með sína trú og siði. Það er bara lítill hluti þjóðarinnar sem til- heyrir þessari kristnu kirkju og hún hefur ekki verið svo virk við að reyna að ná út til fólks með hinn kristna boðskap. Það er meira þannig að fólk fæðist inní ákveðna stétt, í þessu tilfelli stétt amhara, yfirstéttina og tekur upp siði og venjur kirkjunnar kannski án þess að hjartað fýlgi með. Áhrif kristninnar hafa í litlum mæli náð til þeirra sem fyrir utan standa. Við sem tilheyrum evangelísku-lútersku kirkjunni komum inn með þessa siðvenju að halda jólin hátíðleg og skiptast 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN JÓLABLAÐ MargrétHró- bjartsdóttir segirfrájólum meðal Konsó- mannaí Eþíópíu á gjöfum til að minnast komu frelsarans í heiminn, jólagjafar- innar allra stærstu. Og í gleði okkar yfir þeirri dýrmætu gjöf, langaði okkur til að gleðja hvert annað með því að gefa gjafir. Við buðum öllu skólafólki og starfs- fólki kristniboðsstöðvarinnar og útbjuggum litlar jólagjafir sem vöktu mikla hrifningu. Jólagjaf- irnar voru til dæmis sápustykki, eldspýtustokkur, litir og stíla- bækur sem við höfðum keypt í Addis Ababa, en þangað fórum við einu sinni til tvisvar á ári. Á okkar mælikvarða voru þetta smávægilegar gjafir en þau höfðu aldrei eignast neitt þessu líkt og þótti mikið til þess koma. Mest saknaði ég þess að kom- ast ekki í kirkju á aðfangadags- kvöld. Ég hef alltaf þurft að fara í kirkju til þess að sækja heim jól- in. Við reyndum að gera eins jólalegt og við gátum og útbúa okkar eigin kirkju. f því ytra var ekkert sem minnti á jólahald, enginn jólasnjór og engar skreytingar, - en í hjartanu ríkti samt jólagleði. Þessi fyrstu jól sem við héldum með eþíópskum vinum okkar voru eins og að halda jól í fyrsta skipti. Innihald þeirra og fagnaðarboðskapur voru alveg ný þegar fyrir þeim og urðu það um leið fyrir okkur. „Mig vantar vatn“ íslenska kristniboðsstöðin, Kónsóstöðin var byggð 1954 uppí fjallshlíð og eru tvö þorp sitt- hvoru megin við en önnur ofar í hlíðinni. Eþíópía er fagurt land, þar sem skiptast á fjöll, dalir og miklar sléttur þar sem villidýrin ráfa um. f Konsó er loftslagið ákaflega þurtt en það er þó miklu þægilegra en þar sem rakt er. Þarna var hver vatnsdropi af- skaplega dýrmætur og þurfti að fara langar leiðir til að finna vatn. Margrét: Saknaði þess mest að komast ekki í kirkju á aðfangadagskvöld. Ljósm.: Sig. Fyrsta setningin sem ég lærði á amharísku sem er ríkismálið var - „mig vantar vatn“. Vatnið keyptum við af Konsókonum sem sóttu það niður í dal, báru síðan á bakinu í stórum vatnsker- um upp fjallshlíðina og seldu. Núna er þó búið að grafa brunna og rigningarvatni er safnað í stór- ar vatnsþrær. Til að byrja með bjuggum við mjög frumstætt og átti það vel við okkur. Það var ekki erfitt að koma til Eþíópíu, því við vorum undir það búin að allt væri mjög frumstætt. En þegar við komum aftur heim eftir fimm ára dvöl, má segja að við höfum fengið „kúltúrsjokk“. Mest langaði mig til að flýta mér út aftur. íslenska kristniboðssamband- ið og norska lúterska kristniboðs- sambandið starfa undir sameigin- legri yfirstjórn í Eþíópíu. Þau hafa fengið að starfa þarna áfram eftir byltinguna. Ástæða þess að stjórnvöld hafa ekki amast við kristniboðsstarfinu er kannski sú að á vegum þess er rekið mikið líknarstarf. Mörg sjúkrahús eru rekin með miklum myndarbrag. Starfsemi á öðrum sviðum er líka öflug og vel rekin og hefur staðið þarna föstum fótum. Þörfin fyrir sjúkrastarfið er óskaplega brýn, það eru ekki margir læknar fyrir allan þennan íbúafjölda og þeir mega ekki við því að missa lækna og hjúkrunarfólk. Innlendum læknum og hjúkrunarfólki er að

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.