Þjóðviljinn - 20.12.1985, Síða 7

Þjóðviljinn - 20.12.1985, Síða 7
Jól Sva rtka ka og engiferöl Leýn: 5. desember er afmælisdagur jólasveinsins og þá skiptumst viö á gjöfum. hluti þeirra Hollendinga sem hér eru búsettir þann 5. desember og skiptist á gjöfum og vísum. Eg er ekki alveg viss hver er uppruni þessarar hefðar og hvers vegna jólasveinninn kemur frá Spáni. En fyrirmyndin að jóla- sveininum er talinn vera biskup sem bjó í þorpinu Mira á 15. eða 16. öld. Hann var mjög góður við börn og sérstaklega lét hann sér annt um fátæk börn sem á þeim tíma unnu við að hreinsa strompa og voru þar af leiðandi alltaf sót- svört: Strompana hreinsuðu þau með litlum vöndum sem minna á vöndinn sem hjálparmenn jóla- sveinsins nota til að flengja fjölga en það er ennþá langt í frá að þeir anni öllu. í Eþíópíu eru töluð mörg tung- umál og mállýskur en ríkismálið hefur verið amharíska. í ritmál- inu er ekki notað stafróf eins og við þekkjum heldur tákn, 248 að tölu. Amharískan er semítískt mál og svipar um margt til hebresku og arabísku, er af sama stofni þó táknin séu önnur. Allar bækur hafa verið prent- aðar á þessu máli og öll kennsla einnig farið fram á amharísku. Á síðustu árum er þó farið að prenta bækur á öðrum málum og mállýskum. Reyndar hefur Bib- lían verið til á máli eins þjóð- flokkanna, svokallaðri Wollega- gallinju um nokkurra tuga ára skeið. Haraldur Ólafsson kenn- ari og kristniboði hefur endur- skoðað og bætt þýðingu Bib- líunnar á Öromo-gallinju, sem er mállýska töluð af enn öðrum þjóðflokkum. Indjeranawott Ég get nú ekki gefið þér upp- skrift að neinum sérstökum jó- lamat Eþíópa en hins vegar er þjóðarréttur þeirra alveg sérstak- lega ljúffengur. Pað getur verið grænmetisréttur en er venjulega kjötréttur þegar mikið er við haft. Peir baka stóran brauðhleif „indjera“ sem er bakaður yfir eldi á sérstakan hátt og á mitt borðið er svo sett stór skál með piparsósu „wott“. Bita af brauðh- leifnum er síðan dýft ofan í sós- una og borðað þannig, án þess að nota hnífapör. Máltíð felur í sér samfélag og þú neytir ekki mált- íðar nema með þeim sem þú vilt óþekk börn. Hvernig þessi bisk- up varð svo jólasveinn frá Spáni veit ég ekki. En jólasveinninn er enn í dag virðulegur og dálítið páfalegur. Hjálparmenn hans eru hins vegar líkari trúðum, glettnir og í þeirra hlutverk eru alltaf valdir lágvaxnir fullorðnir. Ann- að sem er sérkennilegt við þá er að þeir eru klæddir í búninga eins og spænskir aðalsmenn frá 15. öld. Á jólunum eru sem sagt engar gjafir en við borðum góðan mat, hvílum okkur og heimsækjum ættingja og kunningja svipað og fólk gerir annars staðar í heimin- um. -aró hafa samneyti við. Máltíðin er því mikið meira en bara það að éta sig mettan. í þennan rétt er notaður mikili laukur sem er soðinn í eigin legi þar tii hann er glær og gegnsær. Þá er sett smjör út í með ýmsum kryddjurtum í og eru þeir ósparir á smjörið. Mikið af rauðum pip- ar, negul, kanil og kardimomm- um er bætt út í. Þegar sósan er tilbúin eins og þeir vilja hafa hana er til dæmis hænsnakjöt sett út í og þá er búið að sjóða kjötið fyrst og að síðustu er harðsoðnum eggjum bætt útí. Þetta er geysi- lega góður matur þegar þú hefur vanist þessu sterka bragði og ég sakna þess mikið að geta ekki bakað „indjera" brauðið, það vantar helming ef brauðið vant- ar. Það er sérstakt að borða þennan mat á ekta eþíópska vísu. Þetta er þjóðarréttur amha- ranna en ýmsir þjóðflokkar hafa ólíkar matarvenjur. Til dæmis borðar konsóþjóðflokkurinn mest megnis mat úr einni tegund af korni, grófu hirsikorni. Kjöt er of dýrt. Þeir bjuggu bæði til kornsúpu og létu líka súpuna gerja nógu lengi þar til hún varð áfeng. Hirsið var samsagt þeirra daglega brauð og jafnframt vím- ugjafi. Einnig bjuggu þeir til deig úr hirsi og suðu úr því bollur og með suðu þeir blöð af álveðinni trjátegund. Ef mikil viðhöfn var, var kjötbita bætt út í. Á hátíðum og tyllidögum var þó einhverri skepnu slátrað og var þá kjötið borðað hrátt. Ég gat nú aldrei lært að borða þetta hráa kjöt en fyrir konsómönnum var það hið mesta hnossgæti, sagði Margrét að lokum. - aró Viö byrjum aö undirbúajólin mjög snemma í desember og oft er jólatréð komiö upp fyrstu vikuna í desember sögöu systurnar Peggy Frið- rikson og Rosina Myrtle sem báðar eru fæddar og uppaldar í Guyana í Suður- Ameríku. Það eru mikil hátíðahöld í kringum jólin og oft haldnar veislur fyrir starfsmenn fyrir- tækja. Aðfangadagur er þó eng- inn sérstakur hátíðisdagur, fólk vinnur þann dag eins og venju- lega og búðir eru opnar til 12. Dagurinn minnir kannski á Þor- láksmessu hérna. 26. desember, annar í jólum er kallaður Boxing day - Boxaradagur. Þá er mikill gleðskapur og samkvæmi á hverju strái. Fólk klæðist skrýtn- um fötum og dansar á götunum. I fararbroddi eru litlar hljómsveitir og fólk kemur og bankar á dyrnar hjá þér og dansar fyrir þig og þú gefur þeim einhvern pening fyrir. Og það er flautað og spilað með- an dansað er. Á aðfangadag fer fólk yfirleitt til messu klukkan tólf ög á jóla- dag vöknum við snemma og þá eru opnaðar jólagjafir. En fyrst er borðaður morgunmatur sem er sérstakur jólamatur pepperpot - kjötpottréttur. Uppistaðaníhon- um er kýrkálfi, kjöt og skinn skorin í litla bita og soðið með kryddi - cassreep sem er suður- amerískt indíánakrydd. Kálfann þarf að sjóða í nokkra daga áður til að fá rétt bragð. Hér á landi er tilvalið að nota svið íþennan rétt. Með honum er borðað hvítt, venjulegt brauð. Eftir pottréttinn er svo borðuð svokölluð blaek cake - svartkaka. Það er mikið maus að búa til þessa köku og við gerum það sjaldan sjálfar, það krefst mikillar vinnu og oftast fáum við hana senda eða þá ef móðir okkar er hér yfir jólin bakar hún þessa köku. Kakan er bökuð í september og látin liggja í rommi og sherry og ausin reglu- lega. í henni eru hveiti og allt þetta venjulega og rúsínur, sveskjur, epli, þurrkaðir ávextir og ýmislegt fleira. Með kökunni er drukkið engiferöl sem fólk bruggar yfirleitt heima. Það er búið til úr sykri og fersku engiferi sem er ómögulegt að fá hér. Við höfum reynt að brugga ölið og notað þurrkað engifer en útkom- an varð ekki góð. Cassareep kryddið fáum við alltaf sent til að geta útbúið pott- réttinn því hann er ómissandi í jólahaldi okkar. Pottrétturinn er oftast eldaður í stórum potti og Peggy Friðriksson og Rosina Myrtle minnast jólannaí Guyana endist oft fram á nýár og er borð- aður á morgnana alla jólavikuna. Matargjafir Á jóladag er algengt að fólk borði kalkún. Lambakjöt þykir líka herramannsmatur í Guyana og hátíðamatur enda dýrt og oft borðað á jólum. Við borðum ekki lambalæri heldur er búin til einhvers konar pottréttur úr lambakjöti og hjá okkur er oft einhver karrýpottréttur þar sem við erum af indverskum uppruna. Með karrýréttinum borðum við indverskt brauð svokallað roti sem minnir á íslenskar flatkökur nema hvað í því er bara hveiti. Á jóladag förum við sjaldan í heimsóknir og skiptumst ekki á gjöfum nema kannski innan fjöl- skyldunnar. Það er frekar að fólk skiptist á mat, að nágrannar gefi hver öðrum svartköku eða bjóði hver öðrum að smakka á ein- hverju góðgæti sem hefur verið matreitt. Annar í jólum - boxaradagur- inn er hins vegar mikill gleðskap- ardagur, dansað og skemmt sér. Réttur þessa dags er Cook-up- rice-hrísgrjónapottréttur. I hann eru notaðir allir afgangar sem til eru á heimilinu. Það er venja að allir fái ný nátt- föt fyrir jólin og á jóladag verða allir að vera í einhverju nýju, nýrri skyrtu, sokkum, skóm o.s.frv. Síðustu árin hefur verið að fær- ast í vöxt að börnin hengi upp sokka á aðfangadag og fái ein- hverjar smágjafir í þá. Jóla- sveinninn kemur aldrei í heima- hús en í desember má sjá hann sitja fyrir utan stórmarkaði og ef þú borgar honum smápening gef- ur hann þér einhverja gjöf. Þrátt fyrir steikjandi hita og sól erum við alltaf með jólatré, skreytt með bómull sem á víst að minna á snjó sem fæstir þekkja þó í Guyana. Epli og vínber Þegar við vorum litlar til- heyrðu rauð innflutt epli og vín- ber jólunum, en nú er hætt að flytja þessi epli inn. En alltaf þeg- ar við finnum þessa eplalykt minnumst við jólanna og ef ein- hver sendir pakka eða fer til Guy- ana er reynt að senda eða taka með epli. Hér reynir fólk sem er að koma frá útlöndum að smygla víni en í Guyana reyna menn að smygla eplum. Eplin voru étin upp til agna, kjarninn og allt, og oft var maður að velta upp í sér eplasteini í heilan dag. Það er grátlegt að sjá hvernig fólk borð- ar epli á Islandi, fleygir helm- ingnum. Á gamlárskvöld er líka mikið um að vera, nýja árið hringt inn og skotið upp rakettum eins og hér og við syngjuni sérstakan gamlárssöng, Auld lang syne, svona eins og Nú árið er liðið. Ungir menn bjóða unnustunum út þetta kvöld og fyrir það tæki- færi verða stúlkurnar að eignast nýjan síðan kjól. Hinir sem heima sitja vaka langt fram á nótt. Það er líka eini dagurinn á árinu sem farið er seint að sofa. Við erum annars kvöldsvæf í Gu- yana. Og að lokum kemur hér upp- skriftin að hrísgrjónaréttinum: 2 bollar hangikjötssoð 1 bolliaugnbaunir-hvítarmeðsvörtu auga. Baunirnar eru látnar liggja í bleyti og soðnar í um það bil hálftíma. 1 laukur, nokkur hvítlauksrif og 1 bolli af hrísgrjónum (Uncle Ben’s eru best) eru brúnuð í potti. Baunumbættútíogsoðnar. Þá er sett út í kókosmjólk sem er búin til þannig, að 100 gr af kók- osmjöli og 2 bollar af mjólk eru sett í pott, suðan látin koma upp, potturinn tekinn af og mjólkin látin kólna. Hrært í nokkrum sinnum með mjólkin kólnar. Kókosmjölið er síðan síað frá og hver einasti dropi kreistur úr kókosmjölinu. 2 bollum af þess- ari mjólk er hellt út í pottinn og síðan öllum afgöngum sem til eru á heimilinu, hangikjöti, lamba- kjöti, rjúpum, grænum baunum, sósuafgöngum o.s.frv. Hægt er að bæta út í 1-2 súputeningum ef hangikjötið er ekki mjög salt. Þetta er svo allt látið rnalla við hægan hita í um það bil 20 mínút- ur. Ef hangikjötið hefur allt klár- ast er ágætt að setja hangikjöts- bein út í og láta það malla með. Það gefur gott bragð. í þennan rétt má setja rækjur og jafnvel saltfisk. Þessi réttur er bara betri ef hann er nokkurra daga gamall og því óhætt að elda mikið í einu. Réttinn má borða allan ársins hring, í stað hangikjöts getur komið hvaða kjöt sem er. -aró JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Rosina og Peggy: Á annan í jólum - boxaradaginn - klæðist fólk skrýtnum fötum og dansar á götunum. Ljósm.: E.ÓI.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.