Þjóðviljinn - 20.12.1985, Side 12
Snœfellsjökull
Sagnir,
átrúnaður
og eldgos
„Klukkan eitt um nóttina fyrir 1.
júlí lögöum viö af staö. Viö
höfðum meö okkur áttavita,
kvikasilfurshitamæli og áöur-
nefnda loftvog. Að landvenju
gengum viö á þunnum skóm sem
eru léttari öörum skóm og örugg-
ara aö ganga á þeim einkum í
hálku. Viö höföum einnig meö
okkursterka taug vegnajökul-
sprungna ef einhver skyldi falla í
þærsem stundum ber viö á
Jökulhálsinum; þá tókum viö
einnig slæöur meö til aö binda
fyrir augun ef birtan yröi allt of
sterk, og loks höföum viö njarðar-
vött (svamp (ATG)), vættan ediki
til aö þefa af ef loftiö uppi á jöklin-
um reyndist allt of létt og þunnt”.
„Menn töldu fyrirœtlun okkar...
fullkomna fífldirfsku”
Ofanskráð tilvitnun úr ferða-
bók þeirra Eggerts Ólafssonar og
Bjarna Pálssonar er frá árinu
1757. Þeir félagar eru á leið í
fyrstu för á eitt þekktasta fjall ís-
lands: Snæfellsjökul. Ekki ein-
asta var það talið hæst allra fjalla
hérlendis heldur og að þess væri
vandlega gætt af huldufólki,
dvergum, tröllum og síðast en
ekki síst af afturgöngu sjálfs
Bárðar Snæfellsáss. Fólk taldi
fjallgönguna óðs manns æði. En
ný viðhorf og hugmyndir hrundu
þeim Bjarna áfram: Skynsemin,
ný vitneskja raunvísindanna og
fróðleiksþorsti 18. aldarinnar.
Eggert og Bjarni höfðu áður
unnið skyld afrek og boðið hjátrú
birginn. Peir gengu fyrstir manna
á Heklu 1750, á Geitlandsjökul
1753 og á Torfajökul 1755. Og
upp komust þeir: „Kuldinn jókst
svo mjög að sólarhitinn vó lítið
upp á móti honum og loftið
þynntist óðum. Við urðum mátt-
farnir þótt brekkan væri enn af-
líðandi”... „Loks tókst okkur að
höggva spor í ísinn með brodd-
stöfum og veiðihnífum og
gengum þannig upp á austustu
þúfuna sem er hæst og mjóst og
Íík sykurtoppi í lögun”...
Þeim heppnuðust ýmsar athug-
anir þarna uppi. Til dæmis segja
þeir í skýrslu sinni að „í jöklinum
hafi tvímælalaust verið megin-
upptök jarðelds þess sem umbylt
hefir nesinu þar í kring á alla
vegu”. En þeim skjöplaðist illi-
lega um hæðina. Frumstæð kvik-
asilfursloftvog þeirra sýndi allt of
lágan þrýsting þannig að þeim
reiknaðist hæðin vera 6862 fet
eða um 2000 metrar, eftir saman-
burðarmælingar með 60 faðma
málbandi og hornamæli. Rétt
tala er 1446 metrar.
Næstu þrjár uppgöngur á snjó-
fjallið voru vafalítið ekki eins
umdeildar. Árið 1789 fóru sex
Englendingar, einn Dani og einn
fslendingur á jökulinn. Aðeins
tveir, sir John Stanley og mr.
Wright, náðu alla leið.
Árið 1810 ganga svo tveir Eng-
lendingar og þrír ónafngreindir
íslendingar á Snæfellsjökul og
loks biblíusalinn Ebenezer
Henderson við fjórða mann fimm
árum síðar. Með þessum upp-
göngum og fleiri síðan komst
Snæfellsjökull á spjöld í mörgum
ferðabókum. Ófáar koparstung-
ur eru til af honum og er jafnan
heldur hrikalegra yfirbragð yfir
fjallinu en við könnumst við.
Segir það sitt um ólíkan hug-
myndaheim 19. aldar manna og
okkar.
„Snœfellsjökull
er aflsmiðja...”
Eggert og Bjarni segja hindur-
vitnin tengd Snæfellsjökli skiljan-
leg því þannig sé því varið um alla
Óskum starfsfólki okkar á sjó og landi,
svo og viðskiptavinum
Gleðilegra jóla
góðs ogfarsœls nýs árs
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN JÓLABLAÐ
óaðgengilega og agalega staði.
Upp eru spunnar sögur og kenn-
ingar settar fram. Flestir okkar
kannast við sögurnar um hlið hel-
vítis í Heklu og járnfuglana sem
þaðan flugu til að sækja for-
dæmdar sálir. Oft er það svo að
átrúnaðurinn er lífsseigur;
breytir aðeins um inntak með
þjóðfélagsframvindunni. Hvað
Snæfellsjökul áhrærir ná sögurn-
ARI TRAUSTI
GUÐMUNDSSON
ar um hann allt frá landnámstíð
fram á vora daga. Náið sambýli
við náttúruna er ein ástæðan fyrir
þvílíku á sjálfri 20. öldinni.
Sagnirnar um Bárð Snæfellsás
eru elstar allra sagna um Snæ-
fellsjökul. Bárður var hálftröll;
sonur konungs norðan úr
Dumbshafi er átti föðurætt til
risa. öárður var svo giftur berg-
búadóttur úr Noregi en flæmdist
til landleitar. Hann nam land á
Snjófellsnesi eins og það þá var
kallað og bjó að Laugarbrekku.
Eftir að Helga dóttir Bárðar
hafði hlaupist á brott með
Skeggja nokkrum, og hann drep-
ið tvo unga bróðursyni sína og
bæklað bróður sinn hvarf hann til
fjalla og töldu menn hann búa í
helli í Snæfellsjökli. Var hann þá
tekinn í heitguða tölu og dugði
mörgum vel að sögn; fór víða bú-
inn gráum kufli, með reipi um sig
miðjan og staf mikinn í hendi.
Einnig er sagt að hann hafi geymt
gilda sjóði í hellinum. Sonur
Bárðar sem Gestur hét var um
margt Iíkur karli föður sínum og
fj allar hluti Bárðar sögu Snæfells-
áss um þann kappa. I henni eru
sögð dæmi um aðstoð Bárðar við
ýmsa menn og víst er að sögurnar
hafa orðið fleiri síðar eins og ýmis
örnefni sýna (t.d. Bárðarkista).
Karl einn þekkti ég í Ólafsvík
sem hafði oft spjallað við Bárð í
svefni eða séð hann og svo mikla
virðingu bera menn enn til þessa
landvættar Nessins að honum var
reist virðulegt minnismerki eftir
Ragnar Kjartansson rétt við
byggðina að Arnarstapa.
Af nógu öðru er að taka. Af
fjölkunnugu fólki fara ýmsar
sögur og virðast sum héruð undir
Jökli hafa verið setnari af galdra-
mönnum en mörg önnur. í einni
sögn í Þjóðsögum Jóns Árnason-
ar segir frá sjö galdramönnum
undir Jökli sem sendu sjö drauga
norður í land til að reyna þolrifin í
Arnóri galdramanni á Sandi í Að-
aldal. Að Fróðá undir Jökli bjó
Þórgunnur fjölkunnuga sem
gekk aftur og getið er um í
Eyrbyggja sögu. Meira að segja
betlarar og flakkarar undan Jökli
kunnu eitt og annað fyrir sér eins
og Jökla-Pétur sem gerði
mönnum þann greiða að kveða
niður dauga hér og hvar.
Af tröllum fer líka nokkrum
sögum; t.d. af skessunni á Jökul-
hálsi sem elti Vigfús nokkurn
Helgason frá Hellnum og hvarf
ekki frá fyrr en hann hafði sært
hana með hnífi. Var það svo trú
manna lengi síðan að öll hans ætt
hafi liðið fyrir álög sem skessan
hafi kallað yfir hann fyrir benið.
Á okkar tímum segir minnst af
hulduvættum og tröllum en þeim
mun meira er rætt um jökulinn
sem „andlega uppsprettu" og
merkilega miðju einhverra dul-
inna krafta. Það gera sumir ís-
lendingar og stundum sést slíkt
haft eftir útlendingum. Sumir
segja jökulinn magna góðar
hugsanir og einnig vondar, allt
eftir því hvað hver hugsar. Allt
eru þetta auðvitað ótrúlegar full-
yrðingar sem ekki verða sannað-
ar. Væntanlega eru höfundarnir
að fullnægja eigin þörf fyrir ár
trúnað.
Flestu fólki er Snæfellsjökull
aðeins reisulegt fjall. Sá galdur
og sú aflsmiðja sem við jarð-
bundnir menn sjáum er einungus
góð tilfining; sú hin sama og við
fínnum er horft á aðra áhrifa-
mikla náttúru. Þar í er ekkert
yfirnáttúrulegt, óskiljanlegt eða
háleitt.
Frá undirheimaför
til kristnihalds
Jónas blessaður Hallgrímsson
orti ljóð um Snæfellsjökul af vin-
arhug; spyr hvort þú sjáir „Snæ -
fells snjóvgan tind“ og kallar hann
fósturjarðar vörð. A undan Jón-
asi kemur Snæfellsjökull fyrir í
bókmenntum og þá ekki síður
eftir hans dag. Væntanlega hefur
Kolbeinn Jöklaskáld skellt
nokkrum vísuhelmingum um
fjallið á skrattann þar sem hann
kvaðst á við hann á Þúfubjargi
fyrrum. Og svona er sagt að ver-
maður einn á Djúpalónssandi
hafi heyrt kveðið í draumi:
Verður á morgun skip skarða
skeður furðu tilburður;
farðu ei á morgun forvarða
furða ber til, Sigurður.
Daginn eftir fórst skip með
þeim skipverjum sem tekið höfðu
gamla kerlingu og skorið í beitu;
nema hálfdrættingnum Sigurði
sem beitti verr. Annar Sigurður,
kraftaskáld á Öndverjarnesi, rak
burtu ís með dýrum kveðskap
eins og eftirfarandi sýnishorn er
gott dæmi um:
Sunnanvind á sjóinn
sendi af landátt gróinn
svo maurungs rífi upp móinn
magnefld vargfuglsklóin
með hríðum.