Þjóðviljinn - 20.12.1985, Síða 13

Þjóðviljinn - 20.12.1985, Síða 13
KVARTERAR G0SSTCH9VAR A VESTURLANDI ) " > j r- „n < S 7 * • .; 4 s. V 50 Km s? / Dreifing kvartera-eldstööva á Vesturlandi. Hver punktur táknar eina eldstöð. Stjarna sýnir miðju þyrpingar. í minningabókum mismerkra íslendinga segir margt um Snæ- fellsjökul. En engar tvær bækur er hafa Jökulinn og land um- hverfis sem sögusvið eru jafn þekktar og rit Jules Verne um leyndardóma Snæfellsjökuls og bók Halldórs Laxness, Kristnihald undir Jökli. Báðir róa höfundarnir á mið átrúnaðar; Verne lætur fjallið geyma inn- gang að dularfullum stíg að jarð- armiðju en Halldór spinnur óræðan spekivef utan um jöku- linn. Hingað kemur varla sá ferða- maður frá Vestur- og Mið- Evrópu sem ekki minnist á Snæ- fellsnes og spyr um gangaropið í gígnum. Menn hafa jafnvel beðið dögum saman á Nesinu til þess eins að sjá jökulþökin heið. Síð- asttiðið vor var unnið að þýskri heimildarkvikmynd þar sem farið var nánast í spor söguhetja Vern- es; í nútímanum. Og hluti af nýrri mynd leikhópsins Svarts og syk- urlaust gerist undir Jökli. Má af öllu þessu merkja að þetta ein- stæða fjall þarna yst á fjallgarðin- um er mönnum sífellt tiiefni til listsköpunar, svo ekki sé minnst á öll málverkin af Snæfellsjökli. Þrjú stórgos Flestir hafa litið á Snæfells- jökul sem kulnað eldfjall. Lengst af var talið að hann hefði ekki gosið í mörg þúsund ár. Nánari rannsóknir á eldvirkni Snæfells- ness hafa sýnt að ekki er allt sem sýnist. Á nesinu eru þrjú eldstöðva- kerfi sem gosið hafa sl. 10.000 ár. Þá er átt við aflöng, fremur mjó svæði sem teygja sig á ská yfir það frá norðvestri til suðausturs. í hverju kerfi eru gossprungur og ein afmörkuð miðja þar sem mest hefur gosið og þá stundum ljós- um, súrum (oft nefndum líparít-) gosefnum. Vestast er Snæfells- jökull og margar sprungueld- stöðvar við hann; allt frá Önd- verðamesí til Búða. Þá kemur Lýsuhyrnukerfið með hálendið ofan Lýsuhóls sem miðju og loks Ljósufjallakerfið með miðju við Ljósufjöll og nær það úr Ber- serkjahrauni yfir í Hnappadal, Hítardal og alla leið í Norður- árdal (Grábrók). Öll kerfin raðast í stefnu austur-vestur; næstum því þvert á aðaleldgosabelti landsins sem nær frá Reykjanesi norðaustur í Öxarfjörð. Það er litið á Snæfells- nesgosbeltið sem einhvers konar hliðargosbelti enda er það að- skilið frá aðalbeltinu og gosefni Nessins eru öðru vísi samansett en gosefni aðalbeltisins. Talið er að plötuskrið (landrek) verði ekki um Snæfellsnesbeltið meðan slíkt er aftur á móti eitt megin- einkenni aðalgosbeltisins. Þar eru hinir risastóru jarðskurns- flekar sem bera m.a. N-Ameríku og Evrópu uppi að færast í sundur eins og kunnugt er. Lítil gosvirkni hefur verið á Snæfellsnesi eftir landnám. Allgóð rök eru fyrir því að gosið hafi þar sem nú heita Rauðháls- ar, norðan vegar þegar ekið er af Mýmm framhjá Eldborg; um það bil árið 900. Lengi var talið að Eldborg sjálf hafi orðið til í þessu gosi sbr. frásögn í Landnámu en víst er að Eldborgargosið er miklu eldra. Svo er hugsanlegt að smágos hafi orðið í hlíðum Snæ- fellsjökuls og við fjallið fyrir minna en 1100 árum. Um önnur gos er ekki að ræða. Alls finnast merki um ein 20 gos úr sprungum í hlíðum fjallsins eða úti í gosreininni beggja vegna við það ef miðað er við sl. 10.000 ár. I heild spannar gossaga þess hins vegar ein 700 þús. ár. Gos úr megingígnum í toppi fjallsins eru færri en hin eða þrjú á síðustu 10.000 ámm; eitt fyrir 7-9000 árum, annað fyrir um 3900 ámm og hið síðasta fyrir 1750 ámm eða rúml. 200 e.Kr. Allt em þetta nokkuð öflug þeytigos sem puðra miklu af ljósri gjósku yfir nesið og sjóinn, allt yfír á Barðaströnd svo dæmi sé nefnt. í síðasta gos- inu varð nýfallið gjóskulagið, þar sem nú er Ólafsvík, 20-30 cm þykkt. Ef til vill hefur þá hluti fjallsins sigið eins og sjá má af hátindi þess þegar horft er til norðurs. Það er ekki óeðlilegt að hlé verði á spmngugosum í eldstöðva- kerfi í 1-2 þúsund ár og langt goshlé milli súru sprengigosanna er greinilegt þegar litið er á gos- sögu jökulsins. Af öllu því má ráða að heimkynni Bárðar Snæ- fellsáss em virkt eldfjall þótt það sé hvergi nærri eins bráðspúandi eins og Hekla; en um margt vara- samt engu að síður. Gengið til himins Það er vissulega gaman að horfa til Snæfellsjökuls í góðu veðri eða skoða umhverfi hans og allar hliðar þegar ekinn er hring- urinn frá Búðum til Ólafsvíkur og yfir Fróðárheiði. En best er þó að ganga upp á fjallið. Oftast er far- ið að sunnanverðu, frá vikurná- munum rétt hjá Stapa, gengið langleiðina á Jökulháls og þar beint upp allbrattan jökulinn. Sumir fara að vestan og er þá leiðin á jökli styttri. Það geta allir sæmilega göngu- þolnir menn náð upp að Miðþúfu sem hæst ber á fjallinu. Ferðin tekur alls 7-9 stundir ef hægt er farið. Hvergi er torfært nema hvað jökulsprungur em nokkrar og á vorin er færið oft glerhart. Nú er jökullinn að stækka eftir að jaðar hans hopaði áratugum sam- an. Minnsta flatarmál hans varð 10-11 ferkílómetrar. Sprungum hefur fremur fjölgað en hitt. Það ætti enginn að fara á jökulinn án línu. En fjallalína dugar fyrir allt að 5 menn á göngu og þarf hvert gengi að hafa með tvær ísaxir hið minnsta. Hættan af sprungum er minnst um hávetur og snemma vors. Þá fara fáir á jökul og þá yfirleitt á skíðum. Svo fjölgar göngumönnum fram eftir sumri en þá þynnast líka snjóbrýr og fleiri spmngur sjást. Það er aðallega útsýnið sem heillar fólk þar sem það stendur við klakabunkana á gígbarmin- um. Það er bæði feiknarlega mikið og sérstætt; sumir segja ótrúlegt. Bæði stóru ferðafélögin, Ferð a' félag íslands og Útivist, gangast fyrir hópferðum á jökulinn. Þær eru góður kostur fyrir lítt vana (og vana) göngumenn sem hyggja á uppgöngu. Lýkur hér að segja frá Snæ- fellsjökli þótt fátt sé upp talið. Óskum starfsfólki og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári ^7'- s- , . <• * ■■■'.• " ' ■ •• - • ' —... ' . Þökkum samstarf og viðskipti á liðnum árum. Kaupfélagið FRAM Neskaupstað ^☆☆☆☆☆☆^☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆^☆☆☆☆☆☆^ ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ Óskum starfsfólki okkar til sjós og lands Gleðilegm jóla og farsœls komandi árs Þökkum vel unnin störf á liðnum árum Glettingur Þorlákshöfn JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.