Þjóðviljinn - 21.12.1985, Page 5
Útvegsbankinn/Hafskip
Bankastjómin
og blundur
ráðherrans
Stafnbúi íslenska auðvaldsins og
stolt hinnar frjálsu samkeppni
Hafskip, fær ekki lengur um sig
lofgerðarleiðara hjá Jónasi Krist-
jánssyni, smökkunarmeistara ís-
lenskra dagblaða. Á Mogganum
er sömuleiðis horfin úr augum sú
gamla glýja sem áður var ævin-
lega til staðar þegar Hafskip var á
dögum, tákn um mátt og sköpun-
argleði hins frjálsa athafnamanns
einsog það hét víst á tungu frjáls-
hyggjuliðsins. Niðurlæging skip-
afélagsins gjaldþrota er meira að
segja orðin slík, að Matthías rit-
stjóri er farinn að nota hana til að
gefa illkvittin skot beint inn í
þungamiðju Sjálfstæðisflokksins,
að vísu í sniðuglegum dulbúningi
afmælisgreinar um virtan kol-
lega, væntalega í trausti þess að
enginn skilji nema það lið sem
hann kallar „strákana á Þjóðvilj-
anum“.
En í Sjálfstæðisflokknum
kunna menn líka að lesa, að
minnsta kosti flestir, og ætli Vig-
urgarpnum Sigurði Bjarnasyni
hafi ekki svelgst á afmæliskakó-
inu frú Ólafar þegar hann rakst í
grein Matthíasar um sig sjötugan
á gullkorn (blýhagl?) einsog
þetta: „Enn ein gerningahríðin
hefur dúnið yfir. Sjálfstæðis-
flokkurinn er einsog hafskip í
hafróti... Það þarf að stilla
kompásinn.“
Segulskekkja
Þetta er rétt hjá Matthíasi.
Hann skilur mæta vel, að Sjálf-
stæðisflokkurinn er í meir en
vondum málum útaf nánum
tengslum sínum við óskabarnið
Hafskip. En það sem skáldið
skilur ekki er að það er ekki hægt
að stilla kompásinn. Það er nefni-
lega innbyggð segulskekkja í
fleyið sem mun alltaf af og til
stýra því upp á sker. Augu skáld-
sins eru nefnilega haldin, hann
sér ekki, eða vill ekki sjá, að
flokkurinn hans er fuliur af bí-
ræfnum bísum sem eru fyrst og
fremst virkir í flokknum til að
nota hann í eigin þágu, græða á
þeim tengslum sem með honum
vinnast.
En reiði ritstjórans yfir Haf-
skipstengslum Sjálfstæðisflokks-
ins er ofurskiljanleg. En hún er
aðeins annað andlit þess ótta sem
ríkir í flokknum við opna rann-
sókn á málinu, og glitti í einsog
gömul mannabein á bak við
hverja línu í Reykjavíkurbréfi
kollega hans, Styrmis Gunnars-
sonar, um síðustu helgi. Á síð-
ustu dögum hefur þessi annarlega
hræðsla komið einkar vel í ljós,
og það sem menn spyrja nú um í
hálfum hljóðum á rakarastofun-
um, í leigubílunum og í heitu
pottunum er þetta: hvað er það
eiginlega sem Sjálfstæðisflokkur-
inn óttast að komi fram við at-
hugun á Hafskipsmálinu og þolir
ekki birtu dagsins.
Langur slóði
En Hafskipsmálið er flókið og
margrætt og dregur langan slóða
og þegar farið er grannt í þau
föng sem fyrir liggja, yfirlýsingar,
umræður á þingi, og ekki síst
dagsetningar, þá vakna spurning-
ar. Hér verður farið spart með
orð og bara spurt tvisvar.
Hvað, til að mynda, finnst
mönnum um „árvekni" þáver-
andi viðskiptaráðherra, Matthí-
asar Á. Mathiesen, þegar málið
kom upp í byrjun sumars, og að-
gerðarleysi?
Hér verða menn að rifja upp
fyrir sér, að fyrsta grein HP um
málið birtist 6. júní. Þó ekki sé
það beinlínis sagt, þá kemur þar
fram að líklega skorti 200 miljón-
ir upp á að veð væri fyrir skuldum
Hafskips við Útvegsbankann.
Viðbrögð við þeirri grein urðu
undraskjót, mikill rógur á hendur
HP og greinarhöfundi fór af stað
og allar kanónur virkjaðar til að
skjóta hana í kaf, enda aðalfund-
ur Hafskips haldinn degi eftir út-
komuna. Með jákvæðum huga
má því ef til vill skilja að Matthías
Á. viðskiptaráðherra tæki ekki
við sér.
Matthías Á. hafði hins vegar
enga afsökun fimm dögum síðar,
þann 11. júní þegar á Alþingi
kom fram fyrirspurn frá Guð-
mundi Einarssyni þingmanni BJ
og manninum sem fóðraði HP til
að byrja með, sem hefði heldur
betur átt að vekja ráðherrann af
blundi sínum.
Guðmundur hafði farið grannt
ofan í reikninga Hafskips og fyr-
irspurn hans fylgdu grundaðar
upplýsingarsem bentu til þess að
fjárhagur Hafskips væri með ver-
sta móti. Jafnframt taldi hann að
Útvegsbankinn sjálfur væri í upp-
námi vegna skorts á tryggingum
fyrir skuldum hins illa stadda
skipafélags. Guðmundur taldi að
munur á eignum og erlendum
langtímaskuldum gæti verið á
milli 160 og 200 miljónir króna.
í ofanálag bætist, að endur-
skoðandi reikninga Hafskips
hafði sett fyrirvara við ársskýrslu
fyrirtækisins sem ekki var hægt
að túlka öðru vísi en að hann væri
ekki viss um að félagið gæti staðið
við skuldbindingar sínar, að
raunverulegt eignaverð kynni í
rauninni að vera lægra en fram
kom í skýrslunni. Á þetta benti
Guðmundur ráðherranum í að-
draganda fyrirspurnar.
Viðbrögð Matthíasar
Á þessum tíma var bág staða
Hafskips og meintur skortur á
tryggingum fyrir skuldunum við
Útvegsbankann að komast í há-
mæli.
Þeim mönnum sem ég bar mig
saman við kom saman um að
Matthíasi hefði verið nauðsyn-
legt að biðja um skýrslu frá Út-
vegsbankanum og álit Seðla-
banka að auki, til að geta svarað
fyrirspurninni með sæmilega
skynsamlegum hætti, og hafði
raunar Matthís gert hvorugt.
Jóhannes Nordal Seðlabanka-
stjóri staðfesti í viðtali við Þjóð-
viljann að Matthías hefði ekki
beðið um álit Seðlabankans.
Matthías bað ekki heldur um
skýrslu frá Útvegsbankanum, að
því er best verður séð. Þess í stað
lét hann sér nægja að lesa á þingi
þann 18. júni, upp úr Mogganum
úr athugasemdum sem banka-
stjórar Útvegsbankans höfðu
sent frá sér í Mbl. þann 16. júní.
Athugsemdirnar voru svar við
grein Halldórs Halldórssonar,
sem birtist 12. juní í Mbl. Svar
bankastjóranna er svohljóðandi í
heild:
„Bankastjórn Útvegsbanka ís-
lands vill taka fram að fullyrðing-
ar sem fram komu í blaði yðar
hinn 12 þ.m. í grein Halldórs
Halldórssonar ritstjóra Helgar-
póstsins um tryggingar bankans
vegna skuldbindinga Hafskips
hf., eru úr lausu lofti gripnar.
Tryggingar bankans eru í eignum
fyrirtækisins og hluthafa.“
Matthías gerði með öðrum
orðum alls ekki neitt til að ganga
úr skugga um hvort ýtarlegur og
alvarlegur málflutningur alþing-
ismanna, settur fram á þingi,
styddist við rök eður ei.
Þegar Matthías svaraði þessari
fyrirspurn Guðmundar þann 18.
júní á alþingi var hinsvegar til í
Útvegsbankanum skýrsla um
stöðu bankans við Hafskip, sem
dagsett var 3. júní. Sú staðreynd
að Matthías nefnir þessa skýrslu
ekki í svari sínu þann 18. júní
sýnir að viðskiptaráðherra hefur
ekki einu sinni hirt um að hafa
samband við Útvegsbankann út
af málinu, því ekki er hægt að
gera ráð fyrir þeim möguleika að
Útvegsbankamenn hafi vísvit-
andi leynt hann tilurð skýrslunn-
ar.
Árvekni ráðherrans í þessu
máli var vel fyrir neðan kæru-
leysismörkin. Hefði hann haft
rænu á að hafa samband við
bankann, hefði honum brugðið í
brún. Innihaldið í skýrslunni frá
3. júní var nefnilega þess eðlis, að
þegar Jóhannes Nordal fékk
hana í hendur um eða fyrir 20.
júní, að ósk Seðlabankanas, þá
kallaði hann umsvifalaust á
bankaeftirlitið og fór fram á ýtar-
lega rannsókn. Sú rannsókn
leiddi til þess að í ljós kom veð-
skortur sem nam hundruðum
miljóna króna.
fvíatthías hins vegar blundaði
áfram og kvaðst í viðtali við Þjóð-
viljann fyrir skömmu ekki hafa
heyrt að neitt væri á seyði fyrr en
30. júlí, þegar önnur skýrsla og
skuggalegri var lögð fram.
Matthías hlýtur að hafa verið
eini íslendingurinn sem á þessum
tíma hafði ekki pata af því að
eitthvað væri á seyði í viðskiptum
Útvegsbankans og Hafskips.
Frammistaða
bankastjórnar
Viðbrögð bankastjórnar Út-
vegsbankans vekja sömuleiðis
margar spurningar. Þannig sætir
furðu, að hún skuli umyrðalaust
hafa sætt sig við þau skipaverð
sem Hafskip gaf upp, sem veð
fyrir skuldum sínum við bank-
ann. Þegar árið 1980 var hafið
offramboð á fragtflutningum í
heiminum og því hefur væntan-
lega þá þegar fylgt verðlækkun á
skipum. Arið 1983 var verðfall
vegna verðlækkunar skipa orðið
vandamál hjá bönkum sem höfðu
skipafélög að viðskiptavinum.
Þetta komst í kastljós heims-
pressunnar síðla árs 1983, vegna
skeleggra aðgerða Morgan Guar-
antee Bank gegn grísku skipafé-
lagi, sem skuldaði bankanum
með skip að veði. En Útvegs-
bankastjórnin virðist ekki hafa
gert sér sterka grein fyrir þessari
hættu, að minnsta kosti voru veð
ekki endurmetin fyrr en allt var í
óefni komið og þá að tilhlutan
bankaeftirlitsins enda kom þá í
ljós fyrrnefndur skortur á trygg-
ingum sem nam hundruðum milj-
óna.
Að sinni verður þó ekki spurt,
hvernig stóð á þessu. Hins vegar
er full ástæða til að hyggja nánar
að staðhæfingum bankastjóranna
sem komu fram í ofanritaðri at-
hugasemd sem birtist í Mbl. Þar
er sagt fullum fetum að fullyrð-
ingar ritstjóra HP uin tryggingar
bankans væru „úr lausu lofti
gripnar". Þetta er ekki hægt að
skilja öðru vísi en svo, að ekki
hafi skort tryggingar fyrir
skuldum Hafskips við Útvegs-
bankann þegar athugasemd
bankastjóranna þriggja er birt,
16. júní. Þetta hlýtur líka að hafa
verið skilningur Matthíasar við-
skiptaráðherra í svarinu til Guð-
mundar Einarssonar þann 18.
júní, ella hefði bæði hann og
bankastjórarnir í athugasemd-
inni farið vísvitandi með blekk-
ingar.
Hér er um afskaplega þýðing-
armikið atriði að ræða. Jóhannes
Nordal hefur nefnilega staðfest
við Þjóðviljann, að í skýrslunni
sem Útvegsbankinn lét gera um
stöðuna við mánaðamótin maí-
júní og er dagsett 3. júní, 13
dögum áður en athugasemdir
bankastjórans birtast, hafi komið
fram að vantað hafi 21 miljón
króna til að veð nægðu fyrir
skuidum félagsins við Útvegs-
bankann.
í hnotskurn er málið þetta:'
Bankastjórn Útvegsbankans
segir í Mbl. þann 16. júní, að veð
séu fyrir skuldum og viðskipta-
ráðherra gerir þáu orð að sínum á
þingi þann 18. júní. Samt hefur
Jóhannes Nordal staðfest við
Þjóðviljann, að í skýrslu sem
gerð var um stöðuna við mánaða-
mótin maí-júní hafi skort veð upp
á 21 miljón krónur. Því er spurt:
Var bankastjórnin vísvitandi
að blekkja í athugasemdum sín-
um þann 16. júní?
Össur Skarphéðinsson.
Laugardagur 21. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 5