Þjóðviljinn - 21.12.1985, Síða 13

Þjóðviljinn - 21.12.1985, Síða 13
fOftlAQiÐ TILMAN ROHRIG EKKERT STRIÐ ÞÝSKU BARNA- OG UNGCINGABÓKAVEROLAUN 1984 Sagan gerist í Þýskalandi í þrjátíu ára stríðinu á 17. öld og aðeins elstu menn muna hvað friður merkir. Jockel er fimmtán og skotinn í Katrínu, en það eru litlir möguleikar á að vera saman í stríðinu. Að lokum tekst Jockel þó að sýna henni hug sinn. „Meistaralegt framlag til frið- arumræðu okkar daga“, segir í bókarkynningu Forlagsins, „spennandi og rituð á máli sem börn og unglingar skilja". Bókin hlaut í fyrra þýsku barna- og ung- lingabókaverðlaunin. Þorvaldur Kristinsson þýddi. Barnabœkur Rasmus Klumpur áenníœvintýrum Bókaútgáfan Orn og Orlygur hefur nú gefið út fjórar nýjar teiknimyndasögur um hina vin- sælu söguhetju barnanna, Rasm- us Klump. Þær nefnast: Rasmus Klumpur á pínukríla- veiðum, Rasmus Klumpur í kynja- skógi, Rasmus Klumpur í undir- djúpunum og Rasmus Klumpur og Sóti lestarstjóri. Aður hafa komið út 11 bækur í þessum flokki. Höfundur bók- anna eru þau Carla og Vilh. Hansen en þýðandi er Andrés Indriðason. Ekki þarf að því að spyrja að Klumpur og félagar hans lenda enn sem fyrr í ýmsum ævintýrum. Hafa þeir kumpánar lengi verið góðvinir íslenskra barna og teiknimyndasögur um þá birst bæði í Vikunni og Þjóðviljanum. Prentstofa G. Benediktssonar hefur filmusett bækurnar en þær eru prentaðar og bundnar í Þýskalandi. -mhg Tóbías Tóbías trítillinn minn er ný bók eftir Magneu frá Kleifum um Tó- bías þann sem var á ferð í fyrri bókum Magneu, Tóbías og Tinna, og Tóbías og vinir hans. Þetta er sjálfstætt framhald þeirra bóka, en allar lýsa þær samskiptum Tóbíasar við Sighvat málara og Tinnu dóttur hans. Mæður Tóbíasar og Tinnu eru nú í útlöndum og þau fara með Sig- hvati og kettinum Snjáldu í úti- Iegu. Þar er gaman þangaðtil bréf með slæmum fréttum berst utan úr heimi, og reynir þá á vináttu Sighvats og barnanna. I bókinni eru teikningar eftir Sigrúnu Eldjám. Iðunn gefur út. pukrast með ýmis leyndarmál. Þetta gengur ekki alltaf vel, en Jóakim sýnir stundum styrk sem hann vissi ekki af... Njörður Njarðvík þýddi. Gott óttu Þú átt gott, Einar Áskell heitir ný bók um Einar Áskel hjá Máli og menningu. Þegar sagan hefst eru jólin búin og Einari Áskeli og föður hans leiðist ægilega. Amma segir hinsvegar að ekkert væri skemmtilegt ef okkur leiddist ekki inná milli, - og Einar Áskell sér af hyggjuviti sínu að bráðum hljóti að gerast eitthvað skemmtilegt. En hvað? Höfundur er svíinn Gunilla Bergström og þýðandi Sigrún Árnadóttir. Jóakim Hjá Iðunni er komin út bókin Jóakim eftir norska rithöfundinn Tormod Haugen, og er þetta önnur bók höfundar þýdd á ís- iensku, sú fyrri var Náttfuglarnir og var um sömu söguhetju. Jóakim er að verða níu ára, og þarf að fóta sig í ótryggum heimi þarsem krakkarnir geta verið andstyggilegir og fullorðna fólkið Ekkertstríð Ekkert stríð heitir barna- og unglingabók frá Forlaginu og er eftir þjóðverjann Tilman Röhrig. Kennara vantar að Laugalandsskóla, Holtum, frá áramótum í 18 kennslustundir á viku. Vinnutími: mánudag 12.45- 15.45, þriðjudag 9.00-14.05, fimmtudag 12.45-15.45, föstudag 9.00-12.05. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 99-5540 og heima í 99-5542. Vistheimilið Seljahlíð í aprílmánuði 1986 er áætlað að taka í notkun vist- heimilið Seljahlíð við Hjallasel. Hér er um að ræða 60 einstaklingsíbúðir og 10 hjóna- íbúðir. Vistheimilið verður rekið í daggjaldaformi og er því allt fæði og þjónusta innifalið í dvalargjaldi. Hér er ekki um að ræða hjúkrunarheimili og er því ekki gert ráð fyrir að hjúkrunarsjúklingar fái þar vistun. Umsóknareyðublöð liggja frammi í Vonarstræti 4 og Tjarnargötu 11. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 1986. Nánari upplýsingarverðagefnarmánudaga, miðviku- daga og föstudaga frá kl. 9.00-10.00 í síma 25500. Laus staða Staða aöalgjaldkera við embætti bæjarfógeta í Kópa- vogi er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 10. jan. 1986. Laun samkvæmt launakerfi BSRB. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf og menntun sendist bæjarfógeta í Kópavogi. Allar upplýsingar veittar í síma 44022. Bæjarfógetinn í Kópavogi St. Jósefsspítali Landakoti Okkur vantar starfsmann við ræstingar, 75% vinna. Einnig vantar starfsmann í býtibúr, 100% vinna. Þeir sem hafa áhuga hafi samband viö ræstingastjóra í síma 19600-259. Reykjavík, 20.12. 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.