Þjóðviljinn - 21.12.1985, Page 16
Hamingjan
Höll hamingjunnar heitir nýj-
asta bók Ingibjargar Sigurðar-
dóttur og er gefin út hjá Oddi
Björnssyni.
Þetta er skáldsaga í stíl við fyrri
verk höfundar, og er lesandinn
leiddur á vit ástar og ævintýra
misblíðra hér og hvar í löndum.
Ingveldur
Komin er önnur útgáfa af Mynd-
um og minningarbrotum eftir
Ingveldi Gísladóttur.
Bókin var helguð aldarmóta-
minningu móður höfundar 1973,
segir í bókarkynningu „og fjallar
um líf alþýðukonu um og uppúr
aldamótunum síðustu. Þrá henn-
ar til mennta - hin hörðu örlög
lítilmagnans - veikindi - upp-
lausn heimilis - sveitaflutningar -
og þrotlaus barátta einstæðrar
móður að halda yngsta barninu
sínu hjá sér. Þrek og þrautseigju
er hún 1916 fær leiðrétt með dómi
að kaupakonu beri ekki að þjóna
kaupamanni í sínum frítíma, einn
fyrsti dómur um jafnréttismál á
íslandi. Rifjuð upp nöfn og útlit
húsanna efst við Hverfisgötu og
Laugaveg í Reykjavík, þegar
húsin höfðu nöfn en ekki aðeins
númer við götu.
Gættu þín Helga eftir Birgittu H.
Halldórsdóttur er komin út hjá
Skjaldborg.
Helga fer eftir alvarlegt bílslys
til Ásdísar frænsku sinnar sem
býr í sveitinni. Rúnar unnusti
Helgu hefur snúið við henni baki
eftir slysið, - en ekki vantar at-i
burði í líf Helgu: loft verður lævi
blandið og ástir, afbrýði og glæpir
spinna vef sinn í kringum hana.
Þetta er þriðja skáldsaga Birg-
ittu. Hinar fyrri voru Háski á
Hveravöllum og Inga.
Á blóþrœði
Hjá Iðunni er komin út önnur
skáldsaga Gísla Þórs Gunnars-
sonarÁbláþræði.
Sagt er frá Pétri, áttavilltum
menntaskólanema sem skyndi-
lega verður húseigandi og ákveð-
ur að lifa eigin lífi. Þarna verður
sambýli ungs fólks og gengur
nokkuð skrykkjótt í samræmi við
samsetning íbúa: hommi, eitur-
lyfjaneytandi, einstæð móðir,
landflótta ítalskur jógi. „Áhuga-
verð og skemmtileg skáldsaga um
ungt fólk í háska“ segir útgef-
andi: „ungt fólk í leit að sjálfu
sér“.
Gísli Þór er fæddur 1958. Hann
hefur áður skrifað söguna Kær-
leiksblómið.
MINNING
Þórður Harðarson
Fœddur 13.4. 1964 - dáinn 15.12. 1985
Páska ber stundum upp á jól,
og hátíð ljóssins fær á sig annar-
legan blæ. Þá reynir á þolgæði og
trú þeirra sem misst hafa ástvin.
Þórður lét engan þess ósnort-
inn að þar fór maður ljóssins.
Vináttan, sem hann vakti hjá
öllum, vottar ljóst um það, og
mun óþarfi að telja upp alla þá
kosti sem manninn prýddu.
Lífshlaup hans allt lýsir þeim
best. Lífsþróttur og gleði voru þó
þau einkenni sem hæst baru, og
óhætt að segja að hann kunni að
njóta lífsins.
Ekki fór mikið fyrir kröfum til
gæða efnisheimsins; hann tók
öllu sem að höndum bar með
stöku jafnaðargeði. Þegar þvílík-
ir menn yfirgefa samfélag manna
Ó hve létt er þitt skóhljóð
ó hve lengi ég beið þín
það er vorhret á glugga
napur vindur sem hvín
en ég veit eina stjörnu
eina stjörnu sem skín
og nú loks ertu komin
þú ert komin til mín
Það eru erfiðir tímar
það er atvinnuþref
ég hef ekkert að bjóða
ekki ögn sem ég gef
nema von mína og líf mitt
hvort ég vaki eða sef
þetta eitt sem þú gafst mér
það er allt sem ég hef
En í kvöld iýkur vetri
sérhvers vinnandi manns
en á morgun skín maísól
það er maísólin hans
það er maísólin okkar
okkar einingarbands
fyrir þér ber ég fána
þessa framtíðarlands
Halldór Laxnes
Með þessu uppáhaldskvæði
Þórðar, þökkum við honum fyrir
það sem hann gaf okkur. Minning
hans mun ávallt lifa á meðal okk-
ar. Systkini
eru jólin þeirra tími. Á tímum
sem þessum er tilefni til að
staldra við og ígrunda nánar hvað
hátíð sem þessi er fyrir fólki.
Ég ætla aðeins að segja frá
hvernig ég kynntist Þórði. Við
vorum lengi málkunnugir, þar til
mægðir urðu með okkur, er ég
stofnaði til búskapar með systur
hans Hrönn. Þá flutti hann með
okkur, þangað sem við núna
búum, og bjó með okkur í nær -
fellteitt ár. Hverskonar félagar
hann og sonur minn á fyrsta
aldursári voru, minnir mann
frekar á bræður en eitthvað ann-
að.
Svo bar við að á þeim tíma voru
miklir umsviptingar í mínu lífi;
ábyrgð sem fylgir barneign og
fvrirvinnu var nýstárleg reynsla.
Á þeim tíma færði hann æsku og
fjör inn á heimili okkar með góð-
um vinum og hugsunum. Hugsun
sem ég gat alltaf leitað til í spurn-
ingum sem á mig leita. Það var
alveg sama hvar mann bar niður,
skilning sinn tjáði hann ávallt í
einföldum sannleika.
Fyrir hann og okkur var það
einmuna lán er hann síðar
kynntist Maríu Jónsdóttur og
Kristínu Maríu dóttur hennar,
sem voru honum kona og barn
síðustu sporin. Þeim vil ég sér-
staklega votta samúð og þakklæti
fyrir ómuna kjark sem María
sýnir á hverju sem gengur.
t Á &
% Yf &
Vasadiskó.
Verð frá
kr. 1.695,-
AC ~7 E3 9 -r- -J~
\m <4 5 B X o/o
M- 1 2 3 — +/-
r= -f- CE/c
SC-92 SOLAR M+ O
örþunnar vasatölvur
Þessi vasatölva er aðeins á stærð við venjulegt
kreditkort og þvf tilvalin í brjóstvasann eða tösk-
una. Þetta þarfa tæki er tilvalið handa þeim sem
sf og æ þurfa að geta reiknað í sig allan sannleik-
ann á svipstundu. Tölvan kostar aðeins 795 krón-
ur.
Gas lóðbolti
Hvar og hvenær sem er!
Ekkert snúru- eða rafmagnsvandamál!
Notar venjulegt kveikjaragas!
Hitnar á örskömmum tíma!
Allt að 1 klst. stanslaus notkun!
Stillanlegur frá 10 til 60W!
Hiti á spíss allt að 400°C!
Gasfylling á nokkrum sek. I
Á stærð við tússpenna I
Þrjárstærðirspíssa!
Hlífðarlok fylgir!
Hægt að hafa
í vasa eins
og penna
n
Verðaðeins kr.
1.585,-
Sendum í póstkröfu!
i r
D i i
ÍXdulO
Ármúla 38 (Selmúlamegin) 105 Reykjavík
Símar: 31133 - 83177 - Pósthólf 8933
Garðakaup v/Garðatorg
Lífsviska er eitthvað sem fs-
lendingar munu ætíð hafa til að
bera og vil ég að lokum minna á
þau sígildu orð:
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur hið sama,
en orðstír,
deyr aldregi,
heim er sér góðan getur.
Úr Hávamálum.
Hermann Bjarnason.
Á morgun, 23.12. verður vinur
vinur okkar Þórður Harðarson
jarðsettur. Okkur langar til að
minnaast hans með örfáum orð-
um sem þó eru svo vanmáttug
þegar svona stendur á. Við nut-
um vináttu Þórðar í 9 ár og oft var
talað um hvað þessi tími hefði
verið fljótur að líða en einnig
hvað margt væri skemmtilegt
eftir. Nú er Þórður farinn frá
okkur og hópurinn verður aldrei
sá sami en fallegar minningar um
góðan vin munu alltaf lifa í hug-
um okkar.
Þórður átti yndislega fjöl-
skyldu og unnustu sem nú sakna
sárt. Elsku María, foreldrar og
systkini, við sendum ykkur inni-
legar samúðarkveðjur.
Úr Spámanninum:
„Lát ekki öldur hafsins
skilja okkur að,
og árin sem þú varst með okkur
verða að minningu.
Þú hefur gengið um
meðal okkar
og skuggi anda
þíns verið Ijós okkar.
Því að hvað er það að deyja
annað en að standa
nakinn í blœnum
og hverfa inn í sólskinið.
Heitt höfum við unnað þér. “
Helga Hrönn
Júlli, Kiddi,
Pálmi, Stebbi.
Ertu feiminn?
Iðunn hefur gefið út bókina
Felmni eftir dr. P.G. Zimbardo
sem mun hafa sérhæft sig í rann-
sóknumáfeimni.
„Ótrúlega margir líða fyrir
feimni einhvern hluta ævinnar",
segir í bókarkynningu, „en þessi
bók sýnir á aðgengilegan hátt, að
hægt er að brjóta af sér feimni-
fjötrana ef einlægur ásetningur
og vilji er fyrir hendi. Höfundur
leitar svara við orsökum feimni
og lýsir áhrifum hennar, hvernig
vanmetakennd og áhyggjur af
áliti annarra lita hegðun og til-
finningar. Seinni hluti bókarinn-
ar fjallar um hvað gera skal.
Raktar eru ítarlegar og greina-
góðar leiðbeiningar heilræði og
æfingar sem hver og einn getur
beitt og reynst hafa áhrifaríkar til
að sigrast á feimni.
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN