Þjóðviljinn - 21.12.1985, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 21.12.1985, Blaðsíða 17
Yelena Bonner er ósátt við ágenga ameríska blaðamenn. En hún verður að hætta að reykja, segja læknar. Yelena Bonner Bandarískir fjölmiðlar uppá- þrengjandi Massachusetts - Yelena Bonn- er, eiginkona sovéska vísinda- mannsins og andófsmannsins Andrei Sakharov, segist ekki eiga orð yfir því hvé bandarísk- ir fréttamenn séu uppáþrengj- andi. Dóttir hennar, Tatiana Yank- elevich, segir að móðir sín telji að einkalíf hennar sé í hættu. Frú Bonner segir að hún eigi amerísku pressunni mikið að þakka fyrir að vera nú stödd í Bandaríkjunum, en hún er þar að leita sér læknishjálpar, hins vegar telur hún forkastanlegt hvernig bandarískir fjölmiðlar einbeiti sér að því hvað hún reyki mikið og hvað líkamlegt ástand hennar sé slæmt. Læknar við Almenna sjúkra- húsið í Massachusetts sögðu á miðvikudaginn að Bonner þyrfti ekki að gangast undir hjarta- skurðaðgerð, lyfjameðhöndlun sé fullnægjandi. Hún þurfi hins vegar að hætta að reykja. Matvœli Hormóna- bann Brussel - Landbúnaðarráð- herrar Efnahagsbandalagsins samþykktu í gær algjört bann við notkun hormóna við rækt- un nautgripa. Þessi ákvörðun var tekin þrátt fyrir áköf mótmæli ráðherra Danmerkur, Irlands og Bret- lands. Bannið tekur gildi 1. janú- ar 1988. Bannið nær yfir vaxtar- aukandi gerviefni en kemur einn- ig til með að ná yfir náttúrulega hormóna. Breskir bændur sem nota einna inest af náttúrulegum hormónum til að auka vöxt geldneytis, hefur verið gefinn ársfrestur til að að- laga sig hinum breyttu aðstæð- um. Belgíska nefndin sem greiddi atkvæði með banninu sá fram á 730.000 tonna offramleiðslu í Belgíu. Hollensk og vestur-þýsk stjórnvöld voru einnig meðfylgj- andi banninu þar sem þau hafa verið undir miklum þrýstingi frá umhverfisverndarsinnum í sínum heimalöndum. HEIMURINN ERLENDAR FRÉTTBR hjörleifsson'R EUIER Suður-Afríka Níu manns skotnir í Lesotho Suður-afrískar sérsveitir grunaðar um verknaðinn Maseru - Níu suður-afrískir pólitískir flóttamenn voru skotnir til bana í fríríkinu Le- sotho í gær af suður-afrískum hersveitum sem höfðu ruðst yfir landamærin. Yfirvöld í Suður-Afríku hafa neitað þessu. Útvarpið hefur það eftir vitni að eitt fórnarlambanna hafi á dauðastundinni sagt að þau hafi verið skotin af suður-afrískum Búum. Önnur vitni segjast hafa séð hvíta rnenn skjóta flótta- mennina. Morðin í gær koma í kjölfarið á öðrum morðum sem frantin voru í Lesotho fyrir tíu dögurn síðan. Þá voru tíu Lesotho-búar skotnir til bana og var talið að það hefðu einnig verið sérsveitir Suður- Afríkumanna. Lesotho er e.k. fríríki sem eitt sinn var eitt af heimalöndum svartra í Suður-Afríku. Nú er það hins vega sjálfstætt ríki. Svipaður atburður gerðist árið 1982. Þá réðust suður-afrískar sérsveitir inn í Lesotho og drápu 42 menn. Lesotho hefur aðeins landamæri að Suður-Afríku og hafa stjórnvöld þar gagnrýnt stjórnina i Pretoríu fyrir að styðja skæruliða sem vilja steypa stjórn Lesotho. Suður-Afríkustjórn sakar Le- sotho stjórnina hins vegar um að leyfa skæruliðum Afríska þjóð- arráðsins að hafa bækistöðvar þar í landi. Vestur-Pýskaland Græningjaofsóknir Leyniþjónustan í Vestur-Pýskalandi njósnar um þingmenn Grœningjafyrir Hinn kristilega íhaldsflokk Franz Josef-Strauss Bonn - Innanríkisráðherra Vestur-Þýskalands, Friedriech Zimmermann hefur valdið miklu fjaðrafoki í Vestur- Þýskalandi fyrir að halda því fram að innan Græningja- flokksins þar í landi séu hættu- legir öfgasinnar sem þarfnist strangs eftirlits öryggisþjón- ustu ríkisins. Ráðherrann hef- ur verið harðlega gagnrýndur fyrir þessi ummæli og sakaður um persónunjósnir og ofsókn- ir. Zimmermann og aðstoðar- maður hans, Carl Dieter- Spranger, sem báðir eru meðlim- ir í hinum Kristilega íhaldsflokki, CSU, Josefs Strauss í Bæjara- landi, lýstu þessum ásökunum eftir að uppvíst varð að Spranger hafði gefið Öryggisþjónustu ríkisins skipun urn að fylgjast náið með ýmsum meðlimum Græningja þar í landi. Þeir sem gagnrýndu þessar að- farir sögðu að það væri augljóst að hér væri um pólitískar ofsókn- ir að ræða þar sem margar af þeim skýrslum sem safnað var saman voru ætlaðar Júrgen Toe- denhofer, miklum andstæðingi Græningja á þinginu í Vestur- Þýskalandi. Zimmermann neitaði þessum ásökunum þegar hann mætti til yfirheyrslu hjá sérstakri þing- nefnd sem skipuð var til þess að rannsaka þetta mál. Hann svar- aði fyrir sig með því að telja upp nöfn á mönnurn sem hann sagði að væru „kommúnistar, Maóist- ar, Trotskyistar og jafnvel herm- darverkamenn," allir í flokki Græningja. Græningjar hafa, skiljanlega, verið heldur óhressir með þessi mál. Þeir hafa krafist afsagnar Spranger og sú hugmynd hefur fylgi Jafnaðarmanna (SPD). En þessi hugmynd hefur einnig fylgi nokkurra þingmanna Frjálsra demókrata sem eru í stjórn með CSU. En margir Græningjar óttast að þessi umræða geti haft það neikvæð áhrif fyrir þá meðal al- mennings að þeir falli niður fyrir það 5% fylgi sem þeir þurfa til að eiga fulltrúa inni á sambands- þinginu í Bonn. En það ber einnig að benda á Er þetta framtíðin fyrir Græningja í Vestur-Þýskalandi? að njósnir öryggisþjónustu ríkis- ins um þingmenn, gætu orðið Græningjum til framdráttar. í yfirheyrslu fyrrnefndrar nefndar sagði Zimmermann að hann hefði nöfn fjögurra manna sem væru nú þingmenn Græn- ingja í Bonn og hjá Evrópuráðinu er hefðu áður verið dæmdir sekir fyrir tengsl við hermdarverka- menn, fyrir að hafa einhverju sinni smyglað vopnum inní fang- elsi til skæruliða og fyrir að gefa út „terroristayfirlýsingar“. Þrátt fyrir þetta er það ríkjandi skoðun hjá flestum þingmönnum í Bonn að það sé engan veginn réttlætanlegt að einn þingmaður skuli reglulega fá skýrslur frá ör- yggisþjónustunni um athafnir annarra þingmanna. Þannig hef- ur Græningjaþingmanninum Jo- achim Muller verið neitað um skýrslur öryggisþjónustunnar um hann sjálfan á meðan annar þing- maður hafði frjálsan aðgang að þeirn. Og menn innan öryggisþjón- ustunnar hafa af þessu miklar áhyggjur. Þeir segja sem svo að það sé ekki samboðið starfs- manni öryggisþjónustunnar að vera á Græningjaveiðum ef ekk- ert hefst upp úr krafsinu annað en gamlar syndir nokkurra róttæk- linga. Laugardagur 21. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Nígería Misheppnuð byltingartilraun Lagos - Útvarpið í Lagos skýrði frá því í gær að tekist hefði að koma í veg fyrir tilraun nokkurra foringja í her Nígeríu til að steypa stjórn landsins og hefðu foringjarnir verið hand- teknir. Varnarmálaráðherra Nígeríu Domkat Bali, sagði við frétta- menn að uppreisnarmennirnir hefðu verið mótfallnir því að stjórnin skyldi fresta því að taka lán að fjárhæð 2,5 miljónum bandaríkjadala hjá Alþjóðafjár- festingasjóðnum. Bali sagði enn fremur að kom- ið hefði í ljós að foringjarnir hefðu undanfarið leitað stuðn- ingsmanna til að uppreisnin tæk- ist. Sagt er að undanfarið hafi ver- ið vaxandi óánægja Nígeríu- manna sem eru múhameðstrúar og búa í noröurhluta landsins. Þessir norðanmenn telja að stjórnin í Lagos hafi verið um of höll undir íbúa í suðurhluta landsins auk ýmissa minnihluta- hópa. Síðan Nígería öðlaðist sjálf- stæði fyrir 25 árurn hafa verið gerðar sex byltingartilraunir í landinu og hafa fimm þeirra heppnast.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.