Þjóðviljinn - 22.12.1985, Blaðsíða 7
75 ára
Og syngur enn
sér til alhliða heilsubótar.
Ný hljómplata Ólafs frá Mosfelli
Nýlegar var þess getiö hér i blað-
inu aöÓlafurMagnússontrá
Mosfelli heföi nú í haust sungið
23 lög inn á hljómplötu og ka-
settu, viö undirleik Jónasar Ing-
imundarsonar, píanóleikara. Ut-
gáfuna annast Orn og Örlygur.
Ólafur frá Mosfelli varð 75 ára
þann 1. janúar sl. og af því tilefni
er platan gefin út. Trúlega finnast
þess fá dæmi aö 75 ára gamall
maður syngi inn á hljómplötu.
Og þar sem það er nú stundum
Jóld’
ráð
Lifandi ljós tilheyra jólun-
um, en þau eru því miður var-
hugaverð þar sem lítil börn
eru á heimili. Það er gott ráð
að láta lifandi ljós ætíð standa
á undirskál eða einhverju sem
ekki brennur. Kerti eiga
aldrei að standa á bréfdúkum
og ennþá síður undir pappírs-
skrauti. Og þótt það sé fal-
legur siður að láta ljós loga á
jólanótt, er það stórhættulegt
og iðulega hefur kviknað í á
jólum út frá logandi kerti.
lagt á blaðamenn að eltast við
ómerkari fréttir en þetta þá var
hinn hálfáttræði söngvari tekinn
tali.
- Jú það er rétt, sagði Ólafur, -
það voru tekin þarna upp 23 lög.
Þau eru flest íslensk og öll með
íslenskum texta. íslensku lögin
eru eftir Jón Laxdal, Sigvalda
Kaldalóns, Pétur Sigurðsson,
Árna Björnsson, Árna Thor-
steinsson, Björgvin Guðmunds-
son, Karl O. Runólfsson, Sigfús
Halldórsson og svo er þarna lag
og ljóð úr Mosfellssveitinni
minni. Erlendu lögin eru eftir
Ole Bull, Merikanto, Rauði sar-
afaninn, sem er rússneskt þjóðlag
og Helgum frá döggvum, en text-
inn, sem ég nota, er þýddur af
Laxness.
Platan og kasettan nefnast „Ég
lít í anda liðna tíð". Það er ekki út
íbláinn. Pað rifjast nefnilega upp
margar gamlar og góðar minning-
ar þegar maður raular nú þessa
gömlu kunningja á ný. Jónas
Ingimundarson leikur undir
sönginn og honum er það ekki
hvað síst að þakka hversu vel
þetta tókst. Upptökuna annaðist
Halldór Víkingsson.
En sagan er ekki þar með öll.
Ég er Mosfellingur, eins og þú
kannski veist. Að áeggjan og
fyrir tilstuðlan Menningarmála-
nefndar Mosfellssveitar hélt ég
söngskemmtun í Hlégarði nú
fyrir nokkru. Jónas Ingimundar-
son lék sem áður undir sönginn
og auk þess einleik. Við fengum
troðfullt hús. Menningarntáia-
nefndin gekkst fyrir þessu í tilefni
af afmælinu og hafði allan veg og
vanda af þessu tiltæki. Ég þurfti
ekkert annað að gera en koma og
syngja.
- Hvernig er það annars,
Ólafur, ert þú ekki húinn að
syngja í hartnær heilan manns-
aldur?
- Ekki veit ég það nú kannski
en mannsævin er víst alltaf að
lengjast. Ætli ntega ekki segja að
ég hafi byrjað minn söngferil með
Karlakór Reykjavíkur hjá Sig-
urði Þórðarsyni. Það eru víst ein
50 ár síðan. Með kórnunt söng ég
svo í 30 ár. Og það voru skemmti-
leg ár, skal ég segja þér. Þá hef ég
einnig sungið með Karlakórnum
Stefni í Mosfellssveit. Nú, svo
höfum við, nokkrir eldri félagar,
komið saman öðru hvoru til að
syngja, sjálfum okkur fyrst og
fremst til ánægju og alhliða
heilsubótar og komið hefur fyrir
að við höfum sungið við minning-
arathafnir. Allt þetta hefur stuðl-
að að því að halda röddinni við.
Já, það er nú heila ntálið. Og
þeir, sem þekkja Ólaf frá Mos-
felli telja hann fnanna vísastan til
þess að syngja inn á aðra plötu að
10 árum liðnum.
-mhg
Ólafur Magnússon frá Mosfelli: Söngurinn veitir ánægju og alhliða heilsubót.
Mynd: Sig.
Opið laugardag til kl.
22, mánud. til kl. 23,
þriðjud. til kl. 12.
Glæsilegtúrval
af jólakonfekti.
ALLAR VÖRUR
Á MARKAÐSVERÐI
ALLTÍ
JÓLAMATININI
Sunnudagur 22. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7