Þjóðviljinn - 22.12.1985, Blaðsíða 20
*+
Aqua
ardens
brennandi
vatn
Saga brennivínsins er bæöi
löng og litrík. Taliö er aö brenni-
vínsgerð hafi þróast með þróun
eimingartækni fyrr á öldum, er
byrjaö var aö eima sþíra. Fyrsta
frásögn af brennivíni sem vitaö er
um er skráö hjá Magister Salern-
us, en hann lést áriö 1167. Er þaö
kallað aqua ardens-brennandi
vatn. Fram að því virðist spírinn
hafa verið notaður sem kveikju-
lögur eingöngu en um þetta leyti
erfariöaðblandahannjurtavíni
ogkryddi. Þýskartréristurfráum
1500 sýna menn aö eima jurta-
vatn og einnig eru til teikningar af
eimingu á Ítalíu frá 1544.
Ýmislegt bendir til þess að
þýskir og ungverskir námuverka-
menn hafi verið meðal þeirra
fyrstu sem vöndu sig á að inn-
byrða mikið magn af brennivíni
sem meðal gegn raka og kulda.
Það voru reyndar apótekararnir
sem alfarið tóku við brennivíns-
framleiðslunni og voru þeir í
nánu sambandi við háskólana og
yfirvöld borga og bæja. Síðar
komu upp eimingarstofur og vín-
framleiðendur og kráareigendur
hófu að stunda þessa framleiðslu
undir eigin þaki. Ekki má gleyma
klaustrunum sem allt fram til
loka 16. aldar eru helstu líkjörs-
framleiðendurnir. Enn þann dag
í dag eru framleiddir líkjörar
undir nafni klaustranna, sem
upphaflega brugguðu þessar
í veigar. Má þar nefna Chartreuse
I og Benedictine.
í svarta dauða faraldrinum á
14. öld var mönnum gefið áfengi,
i aðallega til að hlýja þeim og gefa
þeim aukna von og bjartsýni. Gin
og líkjörar urðu þá þegar keppi-
nautar öls og víns, sem drukkið
hafði verið öldum saman. Það var
svo ekki fyrr en 100 árum eftir að
kartöflujurtin var flutt til Evrópu
(1682) að Bocher nokkur komst
að því að það var býsna gott að
nota kartöflur í brennivín. Árið
1750 var fyrsta kartöflubrennslan
stofnsett í Monsheim og þar var
framleitt kartöfluvín. Löngu
seinna komust Pasteur og Lavois-
ier að því að alkóhól myndast í
raun við gerjun og einangrast að-
eins í eimingunni.
Fljótlega varð brennivfnið
geysivinsælt en yfirvöld reyndu
að stemma stigu við drykkjunni
með ýmsu móti, en litium árang-
ri.
Pólverjar telja sig hafa kynnst
vodka nokkru á undan Rússum,
um 1400 og síðar en um miðja 16.
öld breiðist drykkjan til Norður-
landanna.
f fyrstu prentuðu læknabók-
inni á Norðurlöndum „Christian
Pedersens Lægebog“ (útgefin í
Malmö árið 1533), erekki orð um
brennivín, en sá hinn santi skrifar
ári síðar svolitlar leiðbeininga-
bók um eimingu jurtavatns. Um
þetta leyti fá apótekarar í Svíþjóð
leyfi til að flytja inn brennivín.
1556 skrifar Henrik nokkur
Smids lækningabók, þar sem
bent er á notkun brennivíns við
ýmsum kvillum, en frekar er þó
mælt með léttara víni. Mælt er
með einiberjabrennivíni gegn
slagi og einnig er brennivín notað
útvortis á bólgur. Salvía, hvönn,
kúmen, kanill og ýmiskonar ber
voru notuð í áfengið, en langmest
af því var ennþá innflutt. Pað var
ekki lítið magn sem innbyrt var í
Skandinavíu á þessum árum af
áfengi. „Drunk as a Dane“ varð
vinsælt orðatiltæki löngu áður en
Shakespeare lét Hamlet tala um
hið vonda rykti sem á Dönum var
vegna drykkju. Og Karl Marx
skrifar síðar 1848 um „barbaríið"
í þessu hálfsiðmenntaða landi
Danmörku, sem lýsi sér í „stöð-
ugum drykkjuskap til skiptis við
berserksgang".
Ekki má gleyma ástardrykkj-
unum, sem bruggaðir voru úr
brennivíni. Frá örófi alda hefur
menn dreymt um ástardrykk,
drykki sem læknuðu alla sjúk:
dóma og gáfu mönnum eilíft líf. í
kínverskum ritum sést oft getið
um slík töfralyf og hérna megin á
hnettinum eru ótal frásagnir til
frá upphafi ritaldar um görótta
drykki og góða sem álfar og
huldufólk áttu gjarnan í fórum
sínum. Margar frægustu miðalda-
bókmenntirnar segja frá ástar-
drykkjum góðum, t.d. í sögunni
af Tristan og ísold. Síðar segir
Bokki í Jónsmessunæturdraumi
Shakespeares frá drykknum, sem
gerir hvern mann yfirfallinn af ást
til þeirrar veru sem fyrst birtist
eftir að drykkjarins er neytt.
Jafnvel þótt sú vera sé í asnalíki
eins og í leikritinu.
í góðum ástardrykk átti helst
að vera ýmislegt sem erfitt var að
nálgast, eins og t.d. svöluhjarta
og leðurblökublóð. Þegar konur
fara síðar að stunda grasalækn -
ingar tengist drykkjargerð þessi
galdraofsóknunum miklu.
Víst er að sterkir drykkir af
ýmsu tagi hafa verið notaðir sem
lækningameðal í gegnum aldirnar
og þegar áður en svæfingar komu
til var sjúklingum oftast gefið
brennivín fyrir aðgerðir. Á erfið-
um tímum linaði það þrautir og
þjáningar, þótt til skamms tíma
væri og einnig var algengt að ein-
hver miskunnaði sig yfir glæpa-
menn sem átti að pynda eða taka
af lífi með nokkrum sopum af
brennivíni áður en böðullinn tók
við. Þannig tengist saga brenni-
vínsins lífi alþýðunnar í gegnum
aldirnar ekki síður en sögu aðals
og yfirstétta, þar sem brennivínið
tilheyrði jafnt morgunverðinum
sem nætursvallinu.
Gimilegur ostabakki gerir
ávallt lukku.
Við óvænt innlit vina, sem
ábætir í jólaboSinu eða sér-
réttur síðkvöldsins.
OSTABAKKI-GÓÐ TILBREYTING
ORÐIÐ
Láttu hugmyndaflugið ráða ferð-
inni, ásamt því sem þú átt af
ostum og ávöxtum. Sannaðu
til, árangurinn kemur á óvart.
OG SÚKKULAÐINU
9.96