Þjóðviljinn - 22.12.1985, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.12.1985, Blaðsíða 12
Blaðberar óskast í Hafnarfjörð í gamla vesturbæ og í Garðabæ í Tún og Mýrar. DJÚÐVIIJINN Við aukum öryggi í umferðinni með því að nota ökuljósin allan sólarhringinn, rétt stillt og í góðu lagi. Ljósaperur geta aflagast á skömmum tíma, og Ijósaperur dofna smám saman viö notkun. Þannig getur Ijósmagn þeirra rýrnað um allt aö því helming. Dúkkurúm Er meö blómskreytt og furudúkkurúm til sölu í þremur stæröum. Verö á útimarkaðinum viö Lækjartorg laugardaginn 21. des. og á Þorláksmessu ef veður leyfir. Verö annars á Seilugranda 2. Upplýsingar í síma 611036. Auður Oddgeirsdóttir Tilkynning um eftirgjöf aðflutningsgjalda af bifreiðum til fatl- aðra Ráðuneytið tilkynnir hér meö að frestur til aö sækja um eftirgjöf aöflutningsgjalda af bifreiöum til fatlaðra skv. 27. tl. 3. gr. tollskrárlaga er til 15. febrúar 1986. Sérstök athygli er vakin á því aö sækja skal um eftir- gjöf á sérstökum umsóknareyðublöðum og skulu um- sóknir ásamt verijulegum fylgiskjölum sendast skrif- stofu Öryrkjabandalags íslands, Hátúni 10, Reykjavík, á tímabilinu 15. janúar til 15. febrúar 1986. Fjármálaráðuneytið, 20. desember 1985 Unnusti minn, sonur okkar og bróðir Þórður Harðarson Hábergi 24 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 23.12. kl. 15. Margrét Harðardóttir Helga M. Harðardóttir Inga Mjöll Harðardóttir Hrönn Harðardóttir Hörður Harðarson María Jónsdóttir Hörður Þórðarson Sigríður Sóley Magnúsdóttir Svavar Magnússon Hafliði J. Hafliðason Guðný Harðardóttir Hermann Bjarnason Svanhildur Ó. Harðardóttir Maðurinn minn Geir Jónasson, f.v. borgarskjalavörður, andaðist 12. des. s.l. Jarðarförin hefur farið fram. Kristín Jónasdóttir Það leynir sér ekki aðkonan hagar sér ekki eðlilega. Valgerður og Kjartan. Jólafarsi LR SEX í Það var mikið hlegið á fyrstu æfingunni með áhorfendum á jólafarsa Leikfélags Reykjavíkur nú í vikunni, en frumsýningin verður á milli jóla og nýárs. „Sex í sama rúrni" er heitið sem Karl Guðmundsson þýðandi hefur gefið verkinu, sem hefurverið metsölufarsi beggja vegna Atl- antshafsins og hafa höfundarnir, Cooney og Chapman, fengið mikið hrós fyrir þennan snjalla gamanleik. Leikstjóri er Jón Sig- urbjörnsson, en hann hefursett upp nokkrar vinsælustu leiksýn- ingar Leikfélagsins og má þar nefna„Flóáskinni“, „Skjald- hamra“ og „Þið munið hann Jörund" svo eitthvað sé nefnt. „Sex í sama rúmi“ segir frá tvennum hjónum; barnabókaút- gefendum og eiginkonum þeirra, viðhöldum, vinnukonum, og við- skiptavinum, að ógleymdum inn- anhússarkitektinum sem er að innrétta íbúð annarra hjónanna. Erfiðleikarnir hefjast fyrir alvöru þegar allir eru búnir að fá sömu íbúðina til afnota til stefnumóts- sama kvöldið. Þetta er dæmi- gerður misskilningsfarsi, þar sem persónurnar rekast ætíð á þann sem síst skyldi og á verstu augna- blikum. Ekki verður rakið frekar efni verksins, en leikarar eru: Val- gerður Dan, Þorsteinn Gunnars- son, Kjartan Bjargmundsson, Hanna María Karlsdóttir, Mar- grét Ólafsdóttir, Lilja Þórisdótt- ir, Sigurður Karlsson og Rósa Þórsdóttir, sem er nýútskrifuð úr Leiklistarskóla íslands. Leik- mynd gerir Jón Þórisson. Frum- sýningin verður 28. desember. sama rúmi Innahússarkitektinn hyggur gott tll glóðarinnar. Heimilishjálpin (Lilja Þórisdótt- ir) og arkitektinn (Kjartan Bjargmundsson). Ljósm.: Sig. Næsta verkefni verður af nokkru öðru tagi, og hefjast æfingar á því nú um áramótin. Það er leikgerð Bríetar Héðins- dóttur á Svartfugli Gunnars Gunnarssonar, sem hún leikstýr- ir sjálf. Runólfur Ágústsson blaðafull- trúi Leikfélagsins sagði í viðtali að LR byði upp á sérstaka jóla- pakka í ár, sem er nýja LR- platan, gjafakort og leikskrá á hinn vinsæla söngleik Land míns föður. Þá verða einnig seld stök gjafakort á Land míns föður og nýja farsann „Sex í sama rúmi“ og geta þeir sem fá slík kort síðan hring til LR og pantað miða á þá sýningu sem þeim hentar. Byrjað er að selja miða á „Sex í sama rúmi“ fyrir sýningarnar eftir ára- mótin og rétt er að minna á að hægt er að greiða með því að hringja og gefa VISA-númerið upp í símann. Þess má geta að lokum að nafn- ið á sýninguna var valið eftir til- lögum frá leikhúsgestum á „Land míns föður“ á einni sýningunni í nóvember. Var dreift miðum með tillögum þar sem áhorfendur voru beðnir að merkja við það nafn sem þeim fannst best. Og valið var „Sex í sama rúmi“. Hvað er konan að segja í símann? Og það í rúminu". Kjartan, Þorsteinn og Valgerður. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. desember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.