Þjóðviljinn - 22.12.1985, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 22.12.1985, Blaðsíða 17
Eldspúandi fjöll á sjávarbotni íslendingar hafa eldfjðll fyrir augum vítt og breitt um land og fjöldinn allur af systkinum þeirra eru víða um lönd, einkum þar sem eru jaðrar stórra fleka er myndayfirborðjarðar. Eldvirknin er talin tengjast hreyfingum þessara fleka. Fjöll í sjó Heimshöfin þekja um 2/3 af yfirborði jarðar. Fremur lítið er vitað um eldstöðvar á hafsbotni enda ekki létt verk að svipast um eftir þeim. Ýmis konar tækni við bergmálstýptarmælingar og ljós- myndun neðansjávar breytir nú hugmyndum manna um hafs- botnseldvirknina. Úthafshryggir eins og Atlants- hafshryggurinn, sem sker ísland, liggja um öll stóru heimshöfin. Atlantshafshryggurinn er til dæmis um 13.000 kílómetra langur. Þar eru flekarnir eða jarðskurnsplöturnar að skiljast að. Þessu fylgir veruleg eldvirkni eins og dæma má m.a. af gosum í sjó undan íslandi til suðvesturs og norðausturs. Vitað er um ein ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON 10-15 eldgos eða fregnir um ein- hver eldsumbrot á þessum slóð- um síðan land byggðist. Nokkur eldvirkni er einnig á þversprung- ukerfum sem liggja þvert á hrygg- ina, nánast hornrétt. Þessu til viðbótar er svo staðbundin eld- virkni úti í hafdjúpunum til hliðar við hrygginn; ef til vill í tengslum við heita reiti. Það eru fremur lítil svæði með miklu hitaútstreymi og er talið að kvika streymi upp undir þeim. Dæmi um slíkt eru Hawaii-eyjar. Þar rísa 10.-11.000 metra há fjöll úr sjó en algengara er að eldfjöllin séu falin sjónum okkar. Neðansjávareldfjöil kall- ast seamount á ensku og flestum tungum. Við gætum nefnt þau sæfjöil. Austur-Kyrrahafs- hryggurinn í austanverðu Kyrrahafinu er tiltölulega ungur neðansjávar- hryggur. Þar, á Austur- Kyrrahafshryggnum, hafa bandarískir og franskir vísinda- menn unnið að mörgum rannsóknarverkefnum og gefið út skýrslur um þau. í þeim kemur m.a. fram að hlutar hryggjarins bera mikil merki eldsumbrota. Eru það langir ásar úr hraunstorku eða gígamyndanir. Til hliðar við hrygginn eru allstór eldfjöll í 700 til 1700 km fjarlægð frá honum; allt að 50 fjöll á hverj- um 10.000 ferkílómetrum. Með- aldreifingin í austanverðu Kyrra- hafinu er líklega 8 fjöll á hverjum 10.000 ferkm. Meðal stærstu sæfjallana er eitt 1500 metra hátt (eins og Hekla) og 9,5 km í þver- mál við ræturnar. Það líkist raun- ar ofvöxnum Skjaldbreiði. Berg- fræðirannsóknir benda til þess að dýpra sé að myndunarstað kvik- unnar sem þarna kemur upp en kviku á háhryggnum. Sæfjalls- kvikan mýndar oft hraunfláka umhverfis fjöllin. Svipaðir hraunflákar eru líka á hryggjun- um en mun minna er um þá. Þar sést aftur á móti meira af bólstra- bergi en stök fjöll eru mun færri á flatareiningu þar en utan hryg- gjar eins og áður var minnst á. Rekhraðinn er mismikill Á hryggjunum sjálfum eru sprungugos algengust. Franskur vísindamaður telur þau vera um 100 - 200 á ári á 8.000 km löngum hluta Austur- Kyrrahafshryggj- arins. Um þann hrygg gliðnar jarðskurnið um 10 cm á ári. Þar með er eldgosatíðnin væntanlega NJORVl MIÐNÆTURSKÁLD ... ’ / t/A önnur dagbók Franks Dagur í lífi piparsveins,eða pnnúr dagbók FrankseftirNjörvamfðnæt- urskáld. Skopleg ádeilámeð rriystisku ívafi Bóksém enginn má láta frarri hjá sér fara. Fæst í bókaverslunum um land allt. Verð kr. 300,- BÓKAOté^AW ;ÖSÖÚS/Ú/ý minni en í Kyrrahafinu. Þessi mismundandi virkni kemur til dæmis fram í landslaginu og gos- berginu á hryggjunum. Hraunflákar, svipaðir stórum helluhraunsbreiðum og marg- faldur, grunnur sigdalur einkenn- ir hryggi með mikinn rekhraða en einn djúpur sigdalur og bólstra- berg fremur hryggjahlutana þar sem rekhraðinn er mun minni. Bólstraberg þekkja menn vel úr íslenskum móbergsfjöllum. Gjóskugos á hryggjunum verða þá aðeins er eldstöð opnast grunnt í sjó, eins og við ísland (Surtsey, Nýey 1783), eða ef snæ- fjall nær að vaxa langleiðina að yfirborði sjávar. Það er væntan- lega afar sjaldgæft því hafdýpi utan hryggja er mikið og raun- veruleg eldfjöll eru fá á hryggjun- um. Langmestur hluti hryggj- anna og sæfjallanna er því úr hrauni, bólstrabergi og inn- skotum. Sérkennileg jarðhitasvœði Þar sem sjór liggur yfir hryggj- unum og þverbrotakerfunum, og það ekki lítill þungi, má ætla að hann nái að smjúga djúpt inn í sprungur og op á gosefnabunkun- um. Stutt er í mikinn berghita vegna nærliggjandi kviku. Það kom því vísindamönnum ekki á óvart að finna stór jarðhitasvæði á hryggjunum þar sem heitur jarðsjór blandast „ferskum" sjó. En kraftmiklir, svartir strókar vöktu þeim mun meiri athygli. Þar streymir afar málm- og brennisteinsríkur jarðhitavökvi út með verulegum þrýstingi og allt að 300 stiga heitur. Er þarna komin ein uppspretta málma í sjó og má vænta þess að dýrmætir málmar falli út úr vökvanum kringum opin og má ef til vill vinna þá síðar meir. Einhvern tíma kemur að því að hin nýja skoðunartækni sviptir sjávarhulunni betur af eldstöðva- svæðum undan Reykjanesi og fyrir NA-landi en unnt hefur ver- ið til þessa. Þá finnst kannski kór- al „skógur" sá sem íslenskir tog- arar hafa stundum dröslað vörp- um yfir og borið brot úr til hafn- ar. I¥ , LÁTTU Helmkiw TAKA ÞATT JÓLAUNDIR6ÚNIN Nú þegar jólaundirbúningurinn er í fullum gangi og lítill tími til matargerðar er tilvalið að stinga HELGARKJÚKLING í ofninn og þú færð hátíðarmat tilbúinn á 50 mín. án fyrirhafnar. Það er ekki lítil hjálp í því. HELGARKJÚKLINGUR hátíðarmatur án fyrirhafnar. ísfugl Varmá Reykjavegi 36 Mosfellssveit Sími: 666103

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.