Þjóðviljinn - 22.12.1985, Blaðsíða 10
„Stundum
höfum við
jafnvel
borð eða
stóla og
bekki“
„Hvað er eftir? Það eru aðeins naktir veggirnir... jafnvel gluggakarmarnir og
dyrnar hafa verið fjarlægðar. Aðeins naktir veggir eftir allt þetta starf." - Dr.
Gloria Torres, mexíkanskur læknir sem kenndi í níu ár við Háskóla El Salvador.
„Lækningastofa" pkkar var raunar þrjú herbergi með leirveggjum, þar var ein 100 kerta pera, stólar og bekkir og fáeinar
óvandaðar hillur. Á öðrum stað hitti ég lækni sem hafði nýlokið keisaraskurði við kertaljós. Hann notaði rakvélarblöð. Það
var alt sem þau höfðu.“ - Dr. Charles Clements, bandarískur læknir sem starfaði í eitt ár í El Salvador.
El Salvadornefndin á íslandi fét^k
fyrirskömmu beiðnifráalþýöu-
stjórnunum í El Salvador þar sem
þess er f arið á leit að íslendingar
veiti fjárhagsaðstoð til reksturs
heilsugæslustöðvar í Santa Bar-
bara skammt frá höfuðborginni
San Salvador. Samstöðuhreyf-
ingar eins og El Salvador-
nefndin eru starfandi í fjölmörg-
um löndum. Þær hafa gjarnan
tekið að sér að sjá um rekstrar -
ostnað slíkrar stöðvar í eitt ár í
senn en El Salvadornefndin hér
ákvað að taka að sér slíkt verk-
efni í ársfjórðung, en það þýðirað
safna þarf 400 þúsund krónum.
Þessi söfnun er nú hafin í sam-
vinnu við nokkra aðra aðila.
Nýlega var sýnd í sjónvarpinu
íslensk heimildamynd um af-
ganska flóttamenn í Pakistan.
Þar var m.a. vikið að læknisþjón-
ustu og heilsugæslu. Það sem þar
var lýst á að mörgu leyti einnig
við um læknisþjónustu á frelsuðu
svæðunum og ófriöarsvæðunum í
E1 Salvador. Þar þarf að hjúkra
særðum, þar er fólkið vannært og
mótstöðuafl þess lítið, þar bygg-
ist allt á sjálfboðavinnu, þar eru
fáir læknar og sífelldur skortur á
lyfjum og hjúkrunarbúnaði.
Lýðrœði
alþýðunnar
Hin nýja heilbrigðisþjónusta í
sveitunum í El Salvador er orðin
til fyrir samstillt átak utanaðkom-
andi hjúkrunarfólks sem kemur
bæði frá borgunum og frá öðrum
löndum og alþýðunnar sjálfrar.
Áður en borgarastríðið hófst var
heilbrigðisþjónusta bágborin í E1
Salvador og yfirstéttin naut for-
gangs en alþýðunni var lítið sinnt.
Ástandið versnaði þó til muna
eftir að stríðið hófst. Auk yfir-
stéttarinnar fékk herinn forgang
að læknisþjónustu en jafnframt
fækkaði læknum og hjúkrunar-
fólki. Margt af þessu fólki
neyddist til að flýja land en við
það bættist að læknaháskólinn í
San Salvador hætti að útskrifa
lækna, hann var reyndar lagður í
rúst fyrir nokkrum árum.
En þegar frelsishreyfingin fór
að vinna sigra og ná iandi á sitt
vald var farið að hugsa fyrir sjálf-
stjórn þessara svæða. Var þá
byggt upp það sem kallað er „Po-
der Popular Local“ eða héraðs-
stjórnir alþýðúnnar.
Þetta eru nánast sveitarstjórn-
ir, algengast er að 200 til 600 íbú-
ar séu á bak við hverja stjórn,
hún er kosin til hálfs eða eins árs í
senn. Meðlimir stjórnarinnar
skipta með sér verkum og ábyrg-
ist hver sitt verk: Framleiðsluna,
menntun, heilsugæslu o.s.frv.
Stjórnin er kosin af þingi eða ráði
sem hefuræðstaákvörðunarvald,
en það er kosið almennum kosn-
ingum af íbúum sveitarinnar.
Meðal þeirra eru líka starfandi
ýmis samtök svo sem bænda-
samtök, kvennasamtök og varn-
arsveitir auk þeirra samtaka sem
eiga aðild að skæruliðahreyfing-
unni FMLN.
Uppbygging þessa lýðræðis-
lega stjórnkerfis hefur haft mikia
þýðingu fyrir hina nýju heilbrigð-
isþjónustu.
Maria Eugenia
segir frá
Maria Eugenia er hjúkrunar-
kona og sjálfboðaliði á bardaga-
svæðunum. í bæklingi sem
bandarísku samtökin Medical
Aid for E1 Salvador gáfu út segir
hún frá reynslu sinni. Við verðum
að láta okkur nægja stuttan út-
drátt úr fróðlegri frásögn hennar.
Maria Eugenia er ekki hennar
rétta nafn. Hún verður að leynast
undir dulnefni. Hún er 43 ára
gömul. Maður hennar er læknir.
Þau fóru að taka þátt í aðstoð við
alþýðufólk og andófs- og upp-
reisnarmenn á árunum 1977 og 78
þegar kúgunin var að ná hámarki
en borgarastyrjöldin ekki hafin
fyrir alvöru.
Þau tóku að sér að veita fólki
tilsögn í undirstöðuatriðum
hjúkrunar- og læknishjálpar.
Meðal annars fór Maria Eugenia
á vinnustaði þar sem verkföll
voru og kenndi verkamönnun-
um. Vegna kúgunarinnar varð að
fara mjög leynilega að þessu.
Ibúðarhús var útvegað og félagar
þeirra fluttu þar inn, konur og
karlar og jafnvel börn, svo að allt
hefði á sér yfirbragð venjulegrar
fjölskyldu. Síðan kom fólk utan
úr sveit, það var látið koma að
húsinu eftir krókaleiðum í örygg-
isskyni svo að það gæti ekki vísað
á það ef illa færi. Þetta fólk var í
húsinu í eina til tvær vikur í einu,
fimm til fimmtán manns samtím-
is. Allt þetta laumuspil var vegna
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. desember 1985