Þjóðviljinn - 28.12.1985, Page 1
GLÆTAN
HEIMURINN
Rafeindavirkjar
Barist fyrir
samnings-
rátti
Sveinafélag rafeindavirkja hefur
boðað verkfall 120 rafeindavirkja
hjá R ÚV og Pósti og síma 1. janúar.
Ríkisvaldið telur verkfallið ólög-
legt. Útsendingar útvarps og sjón-
varps raskast verulega
Um 120 rafeindavirkjar hjá
ríkisútvarpinu og Póst- og
símamálastofnun munu að öllum
Iíkindum leggja niður störf 2. jan-
úar næstkomandi ef ekki verður
gengið að þeirri kröfu þeirra að
fá að starfa samkvæmt samning-
um Sveinafélags rafeindavirkja.
Félagið boðaði vinnustöðvun á
Þorláksmessu, en ríkisvaldið tel-
ur verkfallið ólöglegt.
„Málið snýst um að þessir
menn fái að starfa samkvæmt
okkar samningum, þetta er
spursmál um samningsrétt. Við-
brögð ríkisvaldsins eru ekki á
Hækkanir
Símaskattur
3A afhœkkun á gjald-
skrá Pósts ogsíma
renna beint í ríkissjóð
sem „arðgreiðslur“
Af þeirri 17% hækkun sem
verður á gjaldskrá Pósts og síma
þann 1. febrúar næstkomandi
eiga um 13% að renna beint í rík-
issjóð eða 188 milljónir króna.
Þetta kom fram í ræðu Pálma
Jónssonar formanns fjárveitinga-
nefndar Alþingis nú fyrir helgina.
Þessi hækkun hefur verið harð-
lega gagnrýnd og benti Geir
Gunnarsson þingmaður Alþýðu-
bandalagsins á að þarna væri ver-
ið að gera afnotagjöld Pósts og
sfma að almennum skattstofni
ríkissjóðs. Ofaná fyrrnefnda
hækkun bætist síðan 25% sölu-
skattur sem fer líka í ríkissjóð.
Þá hefur einnig verið ákveðin
14% hækkun á gjaldskrá Raf-
magnsveitna ríkisins og 17.6%
hækun taxta rafhitunar.
Sábls.3 ~m
aðra lund en við bjuggumst við,“
sagði Helgi R. Gunnarsson starfs-
maður Sveinafélagsins í samtali
við Þjóðviljanum í gær. Raf-
eindavirkjarnir sem um ræðir
starfa nú samkvæmt samningi
BSRB, en all nokkuð er síðan
þeir gengu úr félögum innan
BSRB og yfir í Sveinafélagið. í
september í ár sendu þeir Póst-
og símamálstjóra bréf þar sem
þeir tilkynntu að frá 1. janúar
1986 væri þeim ekki heimilt að
starfa hjá stofnuninni á öðrum
kjörum en þeim sem Sveinafélag
rafeindavirkja samþykkir eða
semur um fyrir þeirra hönd.
„Lögfræðingar okkar eru nú að
skoza þetta mál í ljósi þess að
ríkið telur verkfallið ólöglegt, en
verkfallsboðunin stendur enn.
Það verður bara að koma í ljós
hvort eitthvað breytist í þeim efn-
um,“ sagði Magnús Geirsson for-
maður Rafiðnaðarsambandsins í
samtali við blaðið í gær.
f bréfi fjármálaráðuneytisins
til Sveinafélags rafeindavirkja
fyrir viku síðan segir að ráðuneyt-
ið telji félagið ekki hafa samn-
ingsumboð fyrir umrædda starfs-
menn og boðað verkfall þeirra sé
ólöglegt. Þá er skorað á félagið
að draga verkfallsboðunina „taf-
arlaust til baka“. Starfsemi áð-
urnefndra stofnana mun raskast
verulega ef til verkfalls kemur.
-gg
Áramótakestir eru óðum að verða til um land allt og víst er að á gamlárskvöla fuðrar upp margt skranið.
Þessa krakka hittum við fyrir í gær á Ægissíðu í Reykjavík þar sem verið var að leggja til efni í „langstærstu
brennuna í Reykjavík" eins og þar var komist að orði. Ljósm. E.ÓI.
Menningartengsl
„Reiðilestur“ Jóns úr grísku leikriti
Jón Vídalín byggði reiðilestur sinn á grísku kristilegu leikriti sem Gregorius frá
Nazianzenus skrifaði í kringum 400. Studdist við þýðingar séra Páls í Selárdal
Ekkert
Sunnudagsblað
Ekkert Sunnudagsblað fylgir
Þjóðviljanum þessa helgi vegna
þess hve stuttur tími var til
vinnslu eftir jól. Næsta blað kem-
ur út á þriðjudaginn, áramóta-
blað.
Ein merkasta og sjálfsagt
þekktasta predikun sem flutt
hefur verið hérlendis, reiðilestur
meistara Jóns Vídalíns, er að
meginstofni þýðing úr grísku
kristilegu leikriti eftir fræði-
manninn Gregorius frá Nazianze-
us sem var uppi í kringum árið
400. Þessar upplýsingar koma
fram í ýtarlegu viðtali við fræði-
manninn séra Kolbein Þorleifsson
sem birt er í Þjóðviljanum í dag.
Kolbeinn hefur síðustu árin
stundað rannsóknir á kristnu lík-
ingamáli í fslenskum bók-
menntum og þá einkum kannað
handrit frá 17. öld og áhrif
grískra bókmennta og menningar
á helstu fræðimenn landsins á
þeim tíma.
Náfrændi meistara Jóns, fræði-
maðurinn og presturinn Páll
Björnsson í Selárdal, sem var
einn merkasti kennimaður inn-
lendur á 17. öld, þýddi ógrynni af
fræðum úr grísku og þar á meðal
áðurnefnt leikrit Gregoriusar.
Meistari Jón Vídalín, þá orðinn
biskup í Skálholti, erfði allar þýð-
ingar og önnur skjöl eftir Pál, og
við samanburð á þýðingum séra
Páls og reiðilestri meistara Jóns
sést glögglega hvert Jón hefur
sótt efniviðinn í þessa merku
ræðu sína.
„Meistari Jón hefur betrum-
bætt þessa þýðingu séra Páls og
gert hana fullkomnari. Þýðing
Jóns er mun ljóðrænni enda er
hún þá búin að fara í gegnum
fleiri hendur," segir séra Kol-
beinn.
í viðtalinu við séra Kolbein
kemur einnig fram að hann er
með bók í smíðum um ævi og
störf séra Páls Björnssonar en
auk þess að vera helst þekktur
fyrir að dæma sjö manns á galdra-
bál, var séra Páll talinn mesti
ræðumaður sinnar samtíðar hér á
landi, skipasmiður góður, átti í
bréfaskriftum við konunglega
breska vísindafélagið og var einn-
ig í nánu sambandi við helstu
fræðimenn í Oxford, Lauden í
Hollandi og Basel í Sviss.
-lg-
Sjá bls. 10-11.