Þjóðviljinn - 28.12.1985, Side 3

Þjóðviljinn - 28.12.1985, Side 3
FRETTIR Símaskatturinn: Osvííin skattheimta Þröstur Ólafsson: „Komið aftan að launafólki. ” Ríkisstjórnin er einfaldlega að koma aftan að mönnum með því að innheimta almennan skatt í gegnum Póst og síma. Hver veit hvað kemur næst - kannski er það útvarpið sem á nú að fara að skila afgangi í ríkissjóð eða þá sjúkrahúsin í Iandinu, sagði Þröstur Olafsson, framkvæmda- stjóri Dagsbrúnar um nýja sím- askattinn. „Þarna er komið aftan að launafólki og verið að brjóta niður hefðbundna skattheimtu í landinu á óvenju ósvífinn hátt.” Eins og skýrt hefur verið frá i Þjóðviljanum er ætlun ríkis- stjórnarinnar að hækka gjald- skrár Pósts og síma um 17% 1. febrúar n.k.. 188 miljónir at þeirri hækkun eiga að renna beint í ríkissjóð sem „arðgreiðsla” og ofaná það bætist 25% sölu- skattur, þannig að ríkissjóður fær 235 miljónir króna í sína hít. Þröstur Ólafsson sagði að ekki hefði enn gefist tóm til að reikna áhrif þessarar nýju skattlagning- ar á framfærsluvísitöluna en fleiri hækkanir eru í farvatninu, svo sem 14-17% hækkun á rafmagni og 15% hækkun á gjaldskrá Ríkisútvarpsins nú um áramótin. „Þessi nýja skattheimtuaðferð finnst mér vera fyrir neðan al- mennt velsæmi,” sagði Þröstur. „Ég get hins vegar ekki annað sagt en mig hafi grunað þetta rétt eins og niðurskurðinn á fram- lögum til dagvistarheimila. Þess Þjóðviljinn Munið happdrættid Velunnarar Þjóðviljans eru minntir á að gera strax skil í Happdrætti Þjóðviljans. Opið á afgreiðslu blaðsins í dag fram að hádegi. vegna setti ég fram í haust hug- myndir um að verkalýðshreyfing- in semdi um þessi atriði og reyndar fleiri í sérstökum lífs- kjarasamningi. A tímum fjand- utan við launin sjálf og tel þessi samlegrar ríkisstjórnar tel ég nýju tíðindi aðeins ítreka þá brýna nauðsyn til að verkalýðs- nauðsyn.” hreyfingin semji um svið sem eru -\\ Skátar ásamt fleirum sjá landsmönnum fyrir flugeldum um þessi áramót eins og endranær og er búist við að við verjum á annan tug miljóna til kaupa á púðurverkinu. Ljósm. E.ÓI. Flugeldar Skotið upp fyrir á annan tug miljóna Skátar, slysavarnamenn og KR-ingar með innflutninginn. Langmestfluttinnfrá Kína Hafskipsmálið Rannsóknamefhdin skipuð eftir nýár Aðeins 1 þingmaður var á móti í neðri deild. ÞingmennAB sátu ýmist hjá eða studdu tillögu um nefndina. Svavar Gestsson: „Gengur ofskammt. ” Pór Vilhjálmsson, hæstaréttar- i dómari sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að vart yrði gengið frá skipan 3ja manna rannsóknarnefndar vegna Haf- skipsmálsins fyrr en eftir nýár, en lögin um að Hæstiréttur skyldi skipa slíka nefnd náðu ekki prent- un í Lögbirtingi fyrr en á Þor- láksmessu. Fyrr var ekki hægt að senda formlegt bréf til réttarins að sögn Matthíasar Bjarnasonar, viðskiptaráðherra. Svo sem skýrt hefur verið frá í Þjóðviljanum fengu stjórnar- andstæðingar á alþingi því fram- gengt að starfssvið nefndarinnar var víkkað út og tekur nú einnig til viðskipta Hafskips við önnur fyrirtæki en Útvegsbankann auk þess sem áskilið var að nefndin hraðaði störfum. Hins vegar voru felldar tillögur þeirra um að alþingi skipaði eftir- litsnefnd með rannsókninni. Að- eins 1 þingmaður í neðri deild, Guðmundur Einarsson, BJ, greiddi atkvæði gegn nefndar- skipaninni en flokksmenn hans í efri deild sátu hjá. Þar greiddu aðrir þingmenn stjórnarandstæð- inga tillögunni atkvæði með þeim orðum að þeir vildu ekki standa í vegi fyrir rannsókn eftir að komið hefði verið til móts við óskir þeirra um vinnubrögð að nokkru leyti. í neðri deild greiddu Garðar Sigurðsson, Geir Gunnarsson og GuðmundurJ. Guðmundsson at- kvæði með tillögunni á þessari sömu forsendu en Svavar Gests- son, Steingrímur J. Sigfússon og Guðrún Helgadóttir sátu hjá. 1 nefndaráliti Svavars segir að ríkisstjórnin þori ekki að fallast á opna rannsókn Hafskipsmálsins og þó hún hafi neyðst til að koma til móts við stjórnarandstöðuna þá sé þar of skammt gengið að hans dómi. -ÁI Að líkindum munu landsmenn skjóta upp flugeldum um ára- mótin fyrir hátt á annan tug milj- óna. Þrátt fyrir sívaxandi sam- keppni á flugeldamarkaðnum eru söluaðilar bjartsýnir og segjast eiga von á góðri sölu nú fyrir ára- mótin og þrettándann. Þrír aðilar flytja inn flugelda til landsins, Hjálparsveit skáta, KR og Slysavarnadeildin Fiskaklett- ur í Hafnarfirði. Langstærsti hluti flugeldanna er keyptur frá Kína en einnig eru fluttir inn flugeldar frá V-Þýskalandi. Þessir þrír innflutningsaðilar selja ýmsum félagasamtökum bæði á Reykja- víkursvæðinu og út um allt land flugelda auk þess að vera sjálfir með fjölmarga útsölustaði. Að sögn Benedikts Þ. Gröndal hjá Hjálparsveit skáta verða skátar með 8 útsölustaði í Reykjavík. Boðið er m.a. upp á svokallaða fjölskyldupakka og kostar sá ódýrasti 850 kr. en sá dýrasti 3.200 kr. KR-ingar verða með útsölur á 4 stöðum og á Lækjartorgi á gamlársdag að sögn Lúðvíks Georgssonar. Boð- ið er upp á fernskonar fjölskyldu- poka, þann ódýrasta á 700 kr. og þann dýrasta á 2.400 kr. Geysileg aukning hefur orðið í sölu svo- kallaðra tívolíbomba á síðustu árum en þær kosta í ár frá 260 kr. Þeim verður að skjóta úr sérstök- um stálhólkum. Jón Birgir Þórólfsson hjá Fisk- akletti í Hafnarfirði sagði í gær að flugeldar frá Kína væru á mjög hagstæðu verði í ár. Slysavarna- menn bjóða upp á fjölskyldu- poka sem kosta frá 500-1900 kr. „Við erum alltaf bjartsýnir en veðráttan ræður miklu um söl- una,” sagði Jón Birgir. -lg- Seyðisfjörður 400 lestir af olíu í sjóinn Snjóflóðið raufleiðsluna við svartolíutankinn. Fjörur orðnar mengaðar afolíu. Vontveður haml- ar varnaraðgerðum Á annan dag jóla féll snjóflóð á Seyðisflrði og lenti það á olíu- -tanki í eigu OIís, rauf löndunar- leiðsluna alveg við tankinn, með þeim afleiðingum að um 400 lestir af svartolíu runnu í sjó fram. Að sögn Þorvaldar Jóhanns- sonar bæjarstjóra var veður og færð með versta móti þegar þetta gerðist og tók það því nokkurn tíma fyrir björgunarmenn að komast að tanknum og stöðva lekann. Strax um kvöldið var hafist handa um að fá olíugirðingu frá Siglingamálastofnun og voru menn að reyna að koma henni fyrir í gærdag en gekk heldur illa vegna veðurs. Björgunarsveitir og 3 bátar unnu að því að hefta útbreiðslu olíunnar á firðinum. Ljóst er að olían hefur þegar valdið skaða, fjörur eru oðrnar mengaðar af olíu og olíufnyk leggur yfir bæinn að sögn Þor- valdar. Hann sagði að vegna dimmviðris væri engin leið að geta sér til um hve miklum skaða þetta olíuóhapp hefði valdið, en menn óttuðust að það væri mikið. -S.dór. El Salvador 150 þúsund til sjúkra stöðvar Stefnt er að því að safna 400 þúsund krónum Um 150 þúsund krónur hafa nú safnast fyrir rekstri sjúkrastöðvar í Santa Barbara í E1 Salvador. Það er E1 Salvador-nefndin hér á landi sem stendur fyrir söfnun- inni og að sögn Ragnars Stefáns- sonar stjórnarmanns hefur þátt- taka verið mjög almenn. „Við vonumst til þess að upp- hæðin fari yfir 200 þúsund nú um áramótin og hægt verði að senda það til Santa Barbara í byrjun janúar,” sagði Ragnar í samtali við blaðið í gær. Söfnunin mun halda áfram þar til am.k. 400 þúsund krónur hafa safnast en þar með á að fjár- magna rekstur sjúkrastöðvarinn- ar fyrsta ársfjórðung næsta árs. Við minnum á gírónúmer söfnun- arinnar, 303-26-10401. Framlög sendist til: E1 Salvador-nefndin pósthólf 1032, 121 Reykjavík, eða að Mjölnisholti 14. _gg VIÐ HOFUM SKIPT UM NAFN! Samtök járnsmiðja, sem hingað til hafa borið nafnið Meistarafélag járniðnaðarmanna, heita nú Félag málmiðnaðarfyrirtækja. Félagið er samtök 126 málmiðnaðarfyrirtækja, sem dreifast um allt land, og gætir hagsmuna þeirragagnvart opinberum aðilum og öðrum þeim, sem greinin þarf aðskipta við. Það- ásamt heildarsamtökum, sem félagið er aðili að-veitir aðildarfyrirtækjum sínum ýmiss konar aðstoð og þjónustu. FÉIiAC MÁIiMIÐNAÐARFýtliRfMKJA Hverfisgötu 105 - sími: 91-621755. 101 Reykjavik

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.